Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 1
160 SÍÐUR B/C/D/E/F STOFNAÐ 1913 276. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ertu sænsk og ólétt? Má ég fá starfið þitt? RÍKISREKIN ráðningarstofa í Sví- þjóð hefur verið gagnrýnd fyrir að ráðleggja fólki í atvinnuleit að snúa sér til ófrískra kvenna, spyrja þær hvar þær vinni og hvort þær ætli í fæðingarorlof. Þetta ráð var birt í fréttablaði ráðn- ingarstofpnnar og hópur atvinnu- lausra kvenna hefur kvartað yfir því við umboðsmann þingsins. „Þetta er niðurlægjandi," sagði Siv Berglund, ein kvennanna. „Hver verður næsta ráðlegging? Að kanna hveijir séu fluttir á slysadeildir sjúkrahúsanna?" „Ég er sammála því að orðalag til- kynningarinnar er fremur óheppi- legt,“ sagði Hakan Lindgren sem gef- ur fréttablaðið út. Sænskar konur geta fengið fæðing- arorlof í eitt ár á nær fullum launum og atvinnurekendum ber skylda til að veita þeim sambærilegt starf þegar þær snúa aftur til vinnu. Kúba fær rusla- tunnur að gjöf ÞRÁTT fyrir spennu í samskiptum Spánveija og Kúbveija síðustu daga hefur bæjarstjórn Sitges í Katalóníu ákveðið að færa Kúbu stærstu gjöfina sem hún segir að Katalónar hafi nokkru sinni gefið þessari fátæku eyju - 350 notaðar ruslatunnur. Bæjarstjórnin tilkynnti þetta á föstudag, þremur dögum eftir að mik- il harka færðist í deilu ríkjanna vegna gagnrýni spænsku stjórnarinnar á kommúnistastjórnina á Kúbu. „Bæjar- stjórn Sitges hefur ákveðið að sýna kúbversku þjóðinni samstöðu með þessum hætti vegna efnahagsþreng- inga hennar og sterkra sögulegra tengsla bæjarins við eyjuna,“ sagði í tilkynningu frá stjórninni. Útfararstjórar bæta ráð sitt HUNDRUÐ útfararstjóra frá Róm- önsku Ameríku komu saman í Sao Paulo í Brasilíu í gær til að ræða hvernig þeir gætu hafið stéttina til vegs og virðingar eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir lélega þjónustu. „Oft- ast kvarta viðskiptavinirnir yfir því að líkin séu ekki snyrt nógu vel,“ sagði Lurival A. Panhozzi, formaður félags útfararstjóra í Sao Paulo. Reuter Jólamarkaður opnaður í Niirnberg ÞEKKTASTI jólamarkaður heims var opnaður við hátíðlega at- staddir athöfnina og búist er við tveimur milljónum gesta á mark- höfn í Niirnberg i Þýskalandi á föstudag. 10.000 manns voru við- aðinn. Hér er átján ára stúlka klædd sem Jesúbarnið við opnunina. Stj órnarandstæðingar mótmæla í Belgrad Hóta að hunsa þingið í Serbíu Belgrad. Reuter. STJORNARANDSTÆÐINGAR í Serbíu hafa hótað að sniðganga þing og borgar- stjómir landsins verði stjórnvöld ekki við kröfu þeirra um að viðurkenna sigra stjórn- arandstöðunnar í bæjar- og borgarstjórna- kosningum 17. nóvember. Zoran Djindjic, leiðtogi Zajedno, kosn- ingabandalags stjórnarandstæðinga, sagði á 100.000 manna mótmælafundi í miðborg Belgrad í fyrrakvöld að fulltrúar bandalags- ins myndu hunsa þingið ef það yrði ekki við kröfunni á næsta þingfundi á þriðjudag. Tugir þúsunda manna hafa komið saman daglega í miðborg Belgrad í tvær vikur til að mótmæla meintum kosningasvikum stjórnarflokksins og búist er við enn fjöl- mennari mótmælafundum um helgina. Stjórnarandstæðingarnir saka stjórnar- flokk Slobodans' Milosevic, forseta Serbíu, um að hafa falsað kjörgögn í miklum mæli til að geta ógilt kosningar í borgum þar sem stjórnarandstaðan sigraði. Efnt var til nýrra kosninga á miðvikudag og á föstudag var tilkynnt að Zajedno hefði misst meirihluta í nokkrum borgarstjórnum, meðal annars í Belgrad. Álitshnekkir fyrir Milosevic Fréttaskýrendur telja ólíklegt að það muni hafa mikil áhrif á störf þingsins þó að stjórnarandstaðan standi við hótunina. Milosevic sé einráður í landinu, þingið sé aðeins notað til að fullnægja formsatriðum og staðfesti gagnrýnislaust ákvarðanir for- setans. Stjómarerindrekar í Belgrad segja hins vegar að Milosevic bíði frekari álits- hnekki heima fyrir og erlendis hætti stjórn- arandstaðan að taka þátt í störfum þingsins. Menn send- ir til Mars? London. Reuter. BANDARÍSKA geimvísindastofnunin NASA er að leggja drög að áætlun um að senda sex geimfara til Mars innan átta ára eftir að stjórnvöld leggja blessun sína yfir slíka geim- ferð, að sögn vísindamannsins Erics McHenrys, sem stjórnar undirbún- ingnum. Hann kvaðst hafa fengið þetta verkefni eftir að NASA til- kynnti fyrr á árinu að fram hefðu komið vísbendingar um að frumstætt líf þrifist á Mars. McHenry sagði í samtali við breska útvarpið BBCi fyrrakvöld að nauðsyn- legt væri að senda geimfara til reiki- stjörnunnar til að ganga úr skugga um hvort örverur þrifust undir yfir- borði hennar. Vélmenni, sem ráðgert er að senda til Mars, gætu ekki borað nógu djúpt til að hægt yrði að svara þessari spurningu. McHenry sagði að tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að senda geim- fara til Mars. Það væri hins vegar dýrt og erfíðasta verkefnið væri að finna leiðir til að draga úr kostnaðinum. Fyrrum yfirmaður KGB VIÐ HÖFUM VERIÐ VÆNGSTÝFÐIR 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.