Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 5
Hðnnun: Gísli B. / Tölvuvinnsla: Gunnar Steinþórsson / FÍT /1996
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 5
*
o
^APp.
rk>
ÍSLENSK,
HÓMILIUBOK
FORNAR STÓLR/ÍÐUR
Góðarbækur
Sígild verk um valin efni
Síöustu dagar
Sókratesar
DÓxMKIRKJAN
í REYKJAVIK
otrtinguf
Maríukver
Sögur og kvæði af heilagri guðsmóður frá fyrri tíð
Maríu saga er lífssaga Maríu guðsmóður og hefur lengi
verið rómuð fyrir stíl og lærdóm. Inn í frásögnina af ævi
Maríu er ofið heimspekilegum og guðfræðilegum skýringum
sem gerir söguna einstaka innan evrópskrar Maríuhefðar.
Sagan er í fyrsta skipti prentuð á íslandi, ásamt úrvali
jarteina, nokkrum hómilíum um Maríu, gömlum Maríu-
bænum og úrvali Maríukvæða. Útgáfan er aðgengileg
almenningi og fylgt úr hlaði með ítarlegum formála.
Maríukver er gefin út í sama búningi og íslensk
hómilíubók. Þessi rit eru góðir erfðagripir íslenskrar
menningar.
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
Þessi vinsæli bókaflokkur hefur að geyma 32 sígild
j bókmenntaverk, m.a. um hagfræði, skáldskap, sögu,
I heimspeki, bókmenntir, stjórnmál, líffræði, siðfræði, sálarfræði,
; stærðfræði og eðlisfræði, svo fátt eitt sé nefnt. Ritin eru í
: aðgengilegri útgáfu, með inngangi og skýringum, þar sem
leitast er við að gera grein fyrir áhrifum hvers og eins þeirra
á íslenska menningu og setja þau að öðru leyti í samhengi
við íslenskar aðstæður. Vakin er sérstök athygli á ritunum:
Síðustu dagar Sókratesar, Mennt og máttur, Birtíngur,
Lof heimskunnar, Um vináttuna og Siðfræði Níkomakkosar.
Dómkirkjan í Reykjavík
200 ára Saga húss og safnaðar
Hluti I: Byggingarsaga Hluti II: í iðu þjóðlífs
Höf.: Sr. Þórir Stephensen
Glæsilegt rit, þar sem gerð er grein fyrir
hugmyndum um helgisetur í Reykjavík frá
upphafi íslandsbyggðar og rakin saga kirkju-
bygginga, einkum núverandi húss sem er
200 ára. Sagt frá kirkjugripum, messunni,
sætaskipan, söng- og tónlistarlífi í kirkjunni,
sem er vettvangur hátíðar- og sorgarstunda,
helsta jarðarfararkirkjan, kirkja biskupa,
konunga og forseta.
Sveinn luimrsson
ISI.I’XSk
L EIK LIS T
II
hi”i Skn.irðsson
Samhengi
og samtíð
Fjórði og síðasti flokkur
heildarútgáfu rita Sigurðar Nordals. Þrjú bindi í öskju.
Meginviðfangsefnið nú er samhengi íslenskrar menningar frá fornbók-
menntum og til vorra daga, þ.m.t. áður óprentaðir og víðkunnir háskóla-
fyrirlestrar Sigurðar um íslenska bókmenntasögu 1350-1750, ritgerðir um
þjóðsögur, alþingi hið forna, bókmenntir síðari alda og menningu almennt.
Rækilegar nafna- og bókmenntaskrár yfir öll 12 bindi ritsafnsins eru
í lokabindinu.
Bókmenntafélagið hefur nú tekið við sölu á fyrri flokkunum þremur í
heildarútgáfu rita Sigurðar Nordals. Ritsafnið er eitt hið viðamesta um
íslenskar bókmenntir og listir og er nauðsynlegt á hvert menningarheimili.
I i\ö bílciiska IV .k n tcnntal íi ctg
Islensk leiklist II
Höf.: Sveinn Einarsson
Hér birtist framhald ritsins íslensk leiklist I,
sem út kom 1991 og er nú rakin saga
íslenskrar leiklistar á árunum 1890-1920,
en á þeim árum var lagður grundvöllur að
listrænu starfi á íslensku leiksviði. Sagt er
frá frumherjum íslenskrar leiklistar, vinsælum
leikstjörnum þessara ára, leikskáldunum sem
gerðu garðinn frægan - líka erlendis.
Þetta er bók fyrir alla leiklistarunnendur.
Hugmytidaheimur
Magn u sar 8tephensens
Hugmyndaheimur
Magnúsar Stephensen
Höf.: Ingi Sigurðsson
Magnús Stephensen dómstjóri (1762-1833)
var helsti leiðtogi upplýsingarstefnunnar, hinnar
fjölþjóðlegu hugmyndastefnu, á íslandi.
Upplýsingin markaði þáttaskil í hugmynda-
og menningarsögu á Vesturlöndum. Magnús
gegndi forystuhlutverki í íslenskri menningu
í heilan mannsaldur. Kannað er hvemig viðhorf
Magnúsar tengjast hugmyndum síðari kyn-
slóða. Þetta er bók handa áhugamönnum um
sagnfræði - og öllum hinum.
HIÐISLENSKA BOKMENNIAFEIAG
SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095
&SK)FNAÐ^
il816|
G/SRn k ^