Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 8

Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 8
8 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fólki fækkar í Evium bráít fvrir uuusveiflu í alvinnulífiuu EmGvMu^JO NEI, nei, Gaui minn, bara losa þig við liðið sem þú ert hættur að nota, ég skal ekki snerta fuglana þína . . . Umboðsmaður Alþingis tekur af vafa um stöðu stjórnvalds Hægt að kæra ákvarðanir Húsnæðisstjómar til ráðherra UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir að hægt sé að kæra ákvarðanir, sem teknar eru af starfsmönnum Hús- næðisstofnunar ríkisins, þar með tal- in húsnæðismálastjóm, til félags- málaráðherra til endurskoðunar. Óvissa hafði ríkt um stöðu Húsnæðis- stofnunar eftir að breytingar voru gerðar á lögum um stofnunina árið 1993. Fyrir breytingarnar var Hús- næðisstofnun skilgreind sem sjálf- stæð ríkisstofnun, en umboðsmaður segir hana nú hafa stöðu lægra setts stjórnvalds gagnvart félagsmálaráð- herra. Umboðsmaður ákvað að eigin frumkvæði að athuga skilyrði stjóm- sýslukæru til félagsmálaráðuneytis- ins samkvæmt lögum nr. 97 frá 1993 um Húsnæðisstofnun ríkisins. Tilefni þessa var, að honum höfðu borist kvartanir er lutu að afgreiðslu hús- næðismálastjórnar annars vegar á umsókn um svonefnt greiðsluerfið- leikalán og hins vegar á umsókn um skipti á fasteignaverðbréfi fyrir hús- bréf, eftir að frestur til slíkra skipta var liðinn. Ráðuneytið taldi erfitt að skýra sambandið í bréfi félagsmálaráðuneytis til umboðsmanns vegna þessa máls kom fram, að erfitt hefði verið að skýra kærusamband Húsnæðisstofnunar og ráðuneytisins. Stofnunin hefði þing- kjöma stjóm og því hefði ráðuneytið litið svo á að ekki væri hægt að kæra ákvörðun stjómarinnar til ráðu- neytisins. Hins vegar væri Húsnæðis- stofnun ekki lengur sjálfstæð ríkis- stofnun. Félagsmálaráðuneytið taldi nauðsynlegt að kveða á um kærusam- band með lögum, en í áliti umboðs- manns kemur fram að frumvarp þess efnis hafi ekki verið lagt fram. Húsnæðismálastjórn tók í sama streng og ráðuneytið og taldi ekki kærusamband þar á milli og engin breyting hefði orðið þar á þótt Hús- næðisstofnun væri ekki lengur sjálf- stæð ríkisstofnun. Umboðsmaður segir í áliti sínu, að ekki sé sérstaklega tekin afstaða til þessa álitaefnis í núgildandi lögum um Húsnæðisstofnun og ráðist svarið því af stÆu stofnunarinnar í stjóm- kerfinu og stjórnsýslusambandi hennar og félagsmálaráðherra. Úr- siitum ráði því, hvort telja beri stofn- unina sjálfstæða eða lægra sett stjómvald gagnvart félagsmálaráð- herra. Umboðsmaður segir, að kveði lög ekki skýrt á um sjálfstæði stjórn- valda og verði sú ályktun heldur ekki leidd af ákvæðum laga með fullri vissu verði talið, að um lægra sett stjómvald sé að ræða. Ekki undanskilið í lögum Máli sínu til stuðnings vísar um- boðsmaður til þess að ákvæði um að Húsnæðisstofnun skyldi vera sjálf- stæð stofnun var fellt brott í nýjum lögum og að við umræður á Alþingi um nýju lögin hafi m.a. komið fram í máli framsögumanns meirihluta fé- lagsmálanefndar að stofnuninni væri ætlað að vera sérstök ríkisstofnun sem heyrir beint undir ráðherra en ekki vera í hópi þeirra ríkisstofnana sem flokkast sem sjálfstæðar ríkis- stofnanir. „Fer því ótvírætt um stöðu Húsnæðisstofnunar samkvæmt þeirri meginreglu íslenskrar stjómskipunar, að ráðherra fer með yfirstjóm stofn- ana, sem undir hann heyra sam- kvæmt reglugerð um Stjómarráð ís- lands, sbr. 15. gr. stjómarskrárinnar, nema hún sé að lögum undanskilin,“ segir umboðsmaður. O/J/ð í dag 13-18 Kveikt á jólatrénu kl.14 KRINGMN Blað allra landsmanna! -kjarnimálsins! Sigríður Ingvarsdóttir ►Sigríður Ingvarsdóttir er fædd í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1974. Hún lauk BA prófí í stjórnmálafræði árið 1983 og stundaði nám í viðskiptafræði við London School of Economics and Poli- tical Science veturinn 1988 til 1989. Hún lauk MA í Arts Adm- inistration árið 1990 og hefur síðan starfað hjá Sotheby’s í London við listverkasölu. Hún er formaður íslandsdeildar Caritas, sem er hjálparstofnun innan kaþólsku kirkjunnar. Maki hennar er Herluf Clausen. Safnað fyrir alzheimersjúklinga Aðventusöfnun Caritas CARITAS, hjálpar- stofnun kaþólsku kirkjunnar, safn- ar á þessari aðventu fé fyrir alzheimersjúklinga og helsti söfnunardagur- inn er í dag, sunnudaginn 1. desember. Þá er safnað fé í öllum kaþólskum kirkjum landsins. Sigríður Ingvarsdóttir er formaður Caritas á íslandi og hefur verið frá árinu 1993. Hvers vegna er safnað sérstaklega fyrir alzheim- ersjúklinga núna? - Hlutverk Caritas er fyrst og fremst að afla flár fyrir þá sem minna mega sín. Alzheimer- sjúklingar og aðstandend- ur þeirra tilheyra þeim hópi. Alzheimersjúkdóm- urinn getur lagst á fólk jafnvel innan við fimm- tugt og hann er válegri en aðrir sjúkdómar að því leyti að hann deyðir fómarlömb sín má segja tvisvar, fyrst hugann og síðar lík- amann. Hann lýsir sér í hægt vaxandi minnistapi sem síðan ágerist uns sjúklingurinn á mjög erfitt með að takast á við hluti sem honum voru áður eðliiegir. Sjúklingurinn man ekki eftir eigin heimilisfangi, ratar ekki um eigið húsnæði. Öll hugsun verður erfið og við tekur rugl og lélegt raun- veruleikaskyn þegar sjúkdómur- inn ágerist. Að lokum verður sjúklingurinn allsendis ófær um að annast sjálfan sig og algerlega háður öðrum. Alzheimersjúkling- ar og aðstandendur eiga oft í verulegum erfiðleikum, ekki síst þar til hinum sjúka hefur verið fundinn verustaður til frambúðar því miklum vandkvæðum er bundið að hafa slíka sjúklinga í heimahúsum. Hefur Caritas staðið oft fyrir sambærilegum söfnunum? - Frá því íslandsdeildin var stofnuð 1988 hefur verið staðið fyrir fjársöfnun á aðventu og lönguföstu. Það fé sem hefur safnast á lönguföstu hefur verið sent ti þróunarlanda en hins veg- ar höfum við varið því fé sem hefur safnast á aðventu innan- lands. Þá höfum við verðið með fláröflun fyrir þá sem minna mega sín og reynt að vekja at- hygli á málaflokkum sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi. í tengslum við þijár síðustu safn- anir héldu landsþekktir listamenn glæsilega tónleika í Kristskirkju þar sem þeir gáfu vinnuframlag til styrktar þessum málefnum sem sannarlega er þakkarvert. Hvernig gengu þessar safnanir? - Að undanförnu hafa þær gengið vonum framar. í fyrra tókst okkur að safna 600 þúsund krónum fyrir misþroska og ofvirk börn. Stuttu síðar kom lyfjafyrir- tækið Pharmaco og gaf þessum málaflokki 5 milljónir króna sem skipti sköpum. Ég tel að við megum vel við una í þetta fámennum söfnuði, en auðvitað reynum við að leita út fyrir söfn- uðinn í fjáröfiun okkar. Eru Caritas-samtökin alþjóðleg? - Caritas Internationalis starfa innan rómversk-kaþólsku kiijunnar og er ein umsvifamesta hjálparstofnun í heiminum. í Þýskalandi starfa t.d. yfír 400 þúsund manns hjá Caritas. Ka- þólski söfnuðurinn hér er hins vegar fámennur eins og áður seg- ir eða um 2.700 manns og þar af eru 20 til 30% virk í starfi. Caritas aflar fjár fyrir þá sem minna mega sín Við höfum því enga burði til að keppa við félagsmálastofnun í hjálparstarfmu. Eru fleiri hjálparstofnanir starf- andi innan kaþólsku kirkjunnar hériendis? - Caritas er eina hjálparstofn- unin sem er starfandi innan kaþ- ólsku kirkjunnar hér á landi. Hins vegar ber að minnast St. Jósefs- systra sem komu hingað til lands í byijun aldarinnar og lyftu hér grettistaki í málefnum sjúkra. Þær byggðu m.a. Landakotsspít- ala sem þær ráku í þijá aldar- fjórðunga. Þá söfnuðu þær fé, byggðu og starfræktu St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði sem gegndi stóru hlutverki í heilbrigðisþjón- ustu Hafnarfjarðar og komu m.a. á fót bamaskólum í Reykjavík og Hafnarfirði sem gátu sér gott orð. Nú eru þessi spítalar í eigu hins opinbera. Systurnar fluttu með sér mikla þekkingu til lands- ins og voru margar vel menntað- ar í hjúkrun og viðskiptafræðum og gátu þess vegna rekið spítal- ana með miklum myndarbrag. Það má segja að þær hafí verið okkar þróunarhjálp þegar okkur lá mest á. Við fáa utanaðkom- andi stendur íslenska þjóðin í jafnmikilli þakkarskuld og þær reglusystur. Kaþólska kirkjan rekur Landa- kotsskóla, sem nýtur virðingar þeirra sem til starfs hans þekkja. Hann er af mörgun tal- inn einn albesti bama- skóli landsins. Ef við lítum til þeirra þjóða þar sem kaþólska kirkjan er sterk og söfnuðir fjöl- mennir sjáum við að hjálparstarf skipar veglegan sess þar sem Caritas starfrækir skóla, sjúkra- hús, aðstoð við aldraða og sinnir ýmiss konar þróunarhjálp. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja alz- heimersjúklinga geta lagt inn framlög sín inn á póstgíróreikn- ing 0900-196002. Einnig verða seld jólamerki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.