Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR L DESEMBER 1996 15
Svo eru fyrirmyndir í fjölmiðlum
og kvikmyndum orðnar miklu
stærri þáttur í heimsmynd ungl-
inga en áður var. Það eru svo rosa-
lega mörg áreiti á unglinga í dag
að foreldrar hljóta að verða í
minnihluta, hvað áhrif varðar. Við
getum bara litið á myndir eins og
Pulp Fiction og Train Spotting,
þar sem heróínneysla er gerð töff.
Ég hitti þrettán ára dreng sem
langar til Ameríku og búa í Harlem
í New York. Það er allt í einu
orðin til einhver glansmynd af því
að vera svartur, dópaður og skít-
ugur í vímu.
Við kunnum að spyija hvernig
íslenskur unglingur, sem hefur
allt til alls geti fengið svona flugu
í kollinn; unglingur sem á ekki við
nein vandamál að stríða. En það
sem aðrir hlæja að, er raunveru-
legt vandamál hjá unglingi, til
dæmis að vera með of stórt nef.
Það eru svo stórfenglegar öfgar
á þessum aldri, 13-18 ára. Þau
eru böm einn daginn og rígroskin
þann næsta. Þetta er yndislegur
aldur, ef unglingurinn sleppur
framhjá þessum erfiðu skeijum,
en hann getur líka verið hreinn
hryllingur.
Ungmennin í hringborðsum-
ræðunni sjá það núna, þremur til
fjórum árum síðar, að það hafi
verið algerlega út í hött að vera
á fylleríi þegar þau voru 13-14
ára. Það er svo mikill munur á
þroska þrettán og sextán ára, eða
fjórtán og sautján ára. Ef krakkar
sleppa við að neyta áfengis fram
til 17-18 ára aldurs, eru þau orð-
in betur fær um að taka ákvörðun
um enga neyslu. Þau verða þá líka
færari um að stjórna neyslunni.
Þegar þeim líður illa eftir neyslu,
hafa þau frekar þroska til að meta
orsakir og afleiðingar og taka af-
stöðu út frá þeim.
Þegar þau eru yngri gera þau
þetta, þrátt fyrir hörmulega líðan.“
Neyslan breyttist með
tilkomu E-töflunnar
Svo virðist vera að stöðugt komi
ný efni og form á fíkniefna-
markaðinn. Ragnhildur fjallar
mjög ítarlega um þau í bók sinni.
Þar er rakin tilurð efnanna, sam-
setning, upphaflegur tilgangur,
áhrif þeirra, einkenni og afleiðing-
ar. Ég verð að viðurkenna að ég
hafði ekki heyrt helminginn af
þeim nefndan og líklega er flestum
foreldrum hér þannig farið. Þegar
ég var unglingur, var hassið að
koma inn í myndina og þá man
ég að einhveijum þótti það snið-
ugt; töldu það, í fyrsta lagi, skað-
laust, sem reyndist ekki rétt - og
í öðru lagi komust þeir í vímu, án
þess að lykta af áfengi, þannig
að foreldrarnir „föttuðu“ ekkert.
Það fór margur flatt á því að halda
að „fattleysi“ foreldranna væri
aðalatriðið í neyslunni. Ekki þar
fyrir, hassið hefur mjög sérstæða
lykt, sem fer ekkert á milli mála.
En nú er það E-taflan, lyktar-
lausa fíkniefnið sem gengur undir
nafninu alsæla - en eins og menn
geta ímyndað sér, hlýtur heimur-
inn að verða logandi svartur eftir
að alsælustig er gengið yfir.
Sjálfsmorð íslenskra unglinga
hafa verið rakin til töflunnar og á
það til dæmis við um Orra Stein
Helgason. E-taflan getur eyðilagt
lifrina og stórskemmt hjartað og
heilann.
„Neyslan breyttist mikið með
tilkomu E-töflunnar,“ segir Ragn-
hildur. „Markaðssetningin á henni
var svo öflug að unglingar sem
aldrei myndu nota amfetamín,
LSD, eða önnur efni, reykja ekki
einu sinni, fá sér E-töflu og
ímynda sér að þeir séu ekkert í
dópinu, þeir séu bara að fá sér
eina danspillu.“
Hvernig má það vera?
„Það er svo einfalt að taka inn
töflur. Margir krakkar hafa alist
upp við að taka vítamíntöflu með
morgunkorninu. Þeim er sagt að
það fríski og hressi. E-taflan er
tekin með músíkinni. Þeim er sagt
að þau verði voða hress og dansi
mikið. Og svo gera þau það.
Hver tafla kostar 3.000-4.000
krónur og það er til í því að krakk-
ar, sem eru að skemmta sér heila
helgi, taki inn þijár töflur. Þetta
er óhemju peningur og óhemju
magn af eitri, sem þau eru að inn-
byrða. Enda hefur það sýnt sig
að þunglyndið sem grípur þau á
eftir verður þeim um megn.
Margir unglingar í dag hafa
mjög rúm fjárráð. Þeir fá peninga
fyrir fötum, hádegismat, áhuga-
málum, bíóferðum, öllu mögulegu
- en nota peningana í annað en
á að nota þá. Það er dýrara að
vera unglingur í dag en var fyrir
einni kynslóð. Það er svo miklu
meira í boði.“
Frumábyrgðin er
hjá foreldrunum
Við foreldrar erum nokkuð
gjörn á að ætlast til að skólakerf-
ið sjái um allt sem skiptir máli í
lífi barnanna okkar. Það er svo
stórt, yfirgripsmikið og ópersónu-
legt að það er næstum áreynslu-
laust að benda á það. Við lesum
ekki fýrir börnin okkar og kennum
svo skólakerfinu um slælega ís-
lenskukunnáttu þeirra. Við meg-
um ekki vera að því að hjálpa
þeim við heimanámið og kvörtum
yfir því að kennarar séu svo léleg-
ir nú til dags. Við tölum ekki við
börnin og fínnst menntakerfinu
ábótavant, þegar við áttum okkur
á því að börnin eiga erfitt með að
tjá sig. Við kynnum okkur ekki
áfengis- og fíkniefnavandann, fyrr
en hann lemur okkur í hausinn,
en heimtum forvarnarstarf í skól-
um. Og víst þyrfti að vera þar
forvarnarstarf.
En frumábyrgðin er hjá foreldr-
unum. Hvað getum við sjálf gert?
„Ég held að það sé ekkert fjarri
lagi að segja að foreldrar þurfi
að fylgja börnunum sínum hvert
fótmál," segir Ragnhildur. „Ég
held líka að fólk sé að vakna til
vitundar um að það er ekkert
hægt að sleppa hendinni af þrett-
án ára krökkum, eða þaðan af
yngri. Fólk er að átta sig á því
að það er ekkert unnið með því
að barn geti séð um sig sjálft á
meðan foreldrarnir vinna langa
daga. Börn þurfa aga og vilja
hann.“
En eins og þú bentir á, hefur
þetta allt gerst svo hratt. Heldur
ástandið ekki bara áfram að
versna, fyrst hjólin eru farin að
snúast?
„Það er ekkert lögmál. Ég held
að það sé hægt að snúa þessu við.
Við erum með hóp af unglingum
sem er í vanda og það er skelfí-
legt að hugsa til þess að Tindum
hafí verið lokað. Það kemur fram
í máli viðmælenda minna í bók-
inni, jafnt barna sem foreldra, að
Tindar hafi einmitt verið staðurinn
sem bjargaði þeim. Ef allir ungl-
ingarnir, sem eiga í vanda vegna
vímuefnaneyslu, væru í hrakning-
um á Vatnajökli væri ekkert til
sparað að koma þeim til hjálpar,
sagði maður nokkur, sem þekkir
vandann af eigin raun. Hann sagð-
ist sjá í anda sjálfboðaliðana
streyma út úr hveiju húsi og allar
fjárhirslur opnast. En unglingar í
vímuefnavanda eru ekki svona
sýnilegir og því er auðvelt að loka
augunum, spara og sleppa því að
senda út björgunarlið.
Þetta er lítið þjóðfélag, þar sem
allir þekkja alla. Okkur hættir til
að horfa á ókosti þess, en ættum
að snúa okkur að því að nýta kosti
þess. Við getum svo vel tekið
höndum saman um að leyfa börn-
unum ekkert að fullorðnast fyrr
en þau hafa þroska til þess.“
Hef flutt skrifstofu mína að
Skipholti 50d, 5. hæð, 105 Reykjavík.
Endurskoðun Hjalta Magnússonar ehf.,
Skipholti 50d, 105 Reykjavík,
sími 511 2288 - fax 511 2289.
og afslöppuð
í /'fi a/nsi'tc/i (
oa Uó ,s
Líkamsrækt 2.990 kr.
10 tíma morgunkort í Ijós 1.990 kr.
lOtímakortíljós 2.500 kr.
Líkamsrækt og Ijós 4.990 kr.
(öll kort gilda í mánuð)
Hlboðin standa
til 10. desember
Ræktin er sælureitur
Vel búinn tækjasalur
Tveir þolfimisalir
Tveir körfubolta- og veggtennissalir
Heilsa ísland (sérhæfð læknastofa)
Gufuböð og heitir pottar
Sólbaðsstofa með fullkomnum bekkjum
KTIN
TÆK)ASALUR • ÞOLFIMI • LJÓSABEKKIR
SUÐURSTRÖND 4
Seltjarnarnesi • Við hlibina á Bónus
Símar: 551-2815 & 55T-2355
ú t1 i t i ð e r g o t t