Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 24
24 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
„Þá get ég nefnt
að einu sinni við
útboð á f isk-
þvottakari var
gerð krafa um
„Þórs-gæði“.
Ekki er hægt að
fara f ram á öllu
betri viðurkenn-
ingu.“
Síðustu árin hafa þeir sérhæft
sig í smíði úr stáli og áli. Þór hef-
ur framleitt skiljur í marga loðnu-
og síldarbáta undanfarin tvö ár og
eru þeir því þátttakendur í nýjum
ævintýrum. Þeir hafa verið að
smíða fiskvinnslubúnað fyrir
frystihúsin í Vestmannaeyjum og
komu töluvert að smíði Loðnuverk-
smiðjunnar á Fáskrúðsfirði. Frysti-
húsin í Eyjum hafa alltaf verið
stórir viðskiptavinir þó viðskiptin
hafí heldur minnkað vegna sam-
dráttarins en eigendur Þórs segja
að þeir hafi smíðað eitthvað fyrir
flest frystihús landsins.
Endist of lengi
Þór var með fyrstu vélaverk-
stæðunum sem smíðuðu tæki úr
ryðfríu stáli, að sjálfsögðu fyrir
utan Ofnasmiðjuna í Reykjavík
sem var brautryðjandi á því sviði.
„Menn voru að hneykslast á þessu
bruðli, eins og við værum að nota
gull í smíðina. Auðvitað var ryð-
fría stálið dýrt miðað við annað
efni en vinnulaunin voru oft svo
stór hluti verksins að efnið skipti 1
ekki öllu máli. Hér í húsunum og i
víðar eru enn í gangi fiskvinnslu-
vélar sem smíðaðar voru fyrir 30
árum. Það væri lítið eftir af þeim
ef það væri járn í þeim,“ segja
þeir félagar.
Vélaverkstæðið Þór hefur haft
orð á sér fyrir góða smíði og Garð-
ar nefnir tvö dæmi um viðurkenn-
ingar sem þeir hafa fengið: „Við i
vorum með nánast alla járnsmíði (
í sjúkrahúsinu hér á sínum tíma
og Guðmundur Þór arkitekt sagði '
við vígsluna að þegar upp hafi
komið erfið verkefni hafi þeir í Þór
alltaf getað leyst málin. Þá get ég
nefnt að einu sinni við útboð á fisk-
þvottakari var gerð krafa um
„Þórs-gæði“. Ekki er hægt að fara
fram á öllu betri viðurkenningu."
Stefán spyr nú hvort þeir séu ekki
komnir út í karlagrobb. „Það er *
þá allt í lagi, þetta eru bara stað- j
reyndir," svarar Garðar og Stefán i
verður að taka þátt í þessu: „Jú
vissulega hefur smíði hér alltaf
verið viðurkennd. Það er frekar að
of vel hafi verið vandað til hlut-
anna, þeir hafi enst of lengi!“ seg-
ir hann.
Aldrei skipt um kennitölu
Garðar og Stefán láta vel af j
rekstrinum, að minnsta kosti hafi
aldrei verið skipt um kennitölu á *
fýrirtækinu eins og mörg dæmi eru I
um í þessari grein. Þeir segja að
reksturinn hafi staðið í járnum eða
skilað hagnaði öll árin, nema gos-
árið. „Það var gott ár 1972 og við
fengum mikla skatta árið eftir en
þá féllu allar tekjur niður við gos-
ið. Það var gengið ansi hart eftir
sköttunum en erfítt að borga því
þó fyrirtækið stæði vel voru engir t>
peningar í kassanum og engar |
bætur fengum við fyrir allt það |
tjón sem við urðum fyrir vegna
gossins. Þetta átti við flest fyrir-
tækin hér í Eyjum og að endingu
fengum við greiðslufrest í ár,“ seg-
ir Garðar.
í gosinu byrjuðu Þórsmenn að
byggja upp á Selfossi. Byggðu 800
fermetra skemmu sem var fokheld
þegar gosinu lauk og þeir hófu |
rekstur á nýjan leik á heimaslóð-
um. Báðir eru þeir fæddir og upp- '
aldir Eyjamenn og vilja hvergi j
annars staðar vera.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
TVEIR af eigendum Vélaverkstæðisins Þórs hf., Garðar Gíslason og Stefán Ólafsson, við skilju sem verið er að smiða á verkstæðinu.
HL UTIRNIR
ENDASTOFLENGI
VmSKffTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Garðar Gíslason, framkvæmdastjóri Vélaverkstæðisins
Þórs hf., er fæddur í Vestmannaeyjum 22. júní 1931. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið
1952. Lærði síðan vélvirkjun í Hraðfrystistöð Vestmanna-
eyja og vann þar til ársins 1964 að hann stofnaði Vélaverk-
stæðið Þór hf. með félögum sínum. Eiginkona Garðars er
Edda Svavarsdóttir og eiga þau sex börn.
► Stefán Ólafsson, yfirverksljóri Vélsmiðjunnar Þórs hf.,
er fæddur í Vestmannaeyjum 14. maí 1938. Hann lærði
vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Magna í Eyjum og vann hjá
því fyrirtæki þar til hann stofnaði Vélsmiðjuna Þór. Eigin-
kona hans er Sveinbjörg Óskarsdóttir og eiga þau þrjú börn.
STARFSMAÐUR Þórs, Jósúa Steinar Óskarsson, smíðar safnkassa
fyrir meðafla í aðgerðarkerfi. Kassinn fer um borð i Heimaey.
eftir Helga Bjarnason
RÍR ungir vélvirkjar
stofnuðu Vélaverkstæðið
Þór hf. í Vestmannaeyj-
um fyrir liðlega þijátíu
árum. Fyrirtækið hefur tekið að
sér mörg ólík verkefni á þessum
tíma, flest reyndir í tengslum við
sjávarútveginn og það hefur ávallt
verið þekkt fyrir vandaða smíði.
Telja eigendurnir að hluti frá þeim
megi finna í flestum ef ekki öllum
sjávarplássum landsins.
Kærðir fyrir að gera við bíla
Garðar Gíslason, Stefán Ólafs-
son og Hjálmar Jónsson stofnuðu
Vélaverkstæðið Þór hf. árið 1964.
Hjálmar kom ekki út í Eyjar eftir
gos og seldi sinn hlut. Nú eiga
Garðar, Stefán og heildverslunin
Balco hf. í Hafnarfírði jafnan hlut
í fyrirtækinu. Garðar segist vera
rukkarinn en er titlaður fram-
kvæmdastjóri og Stefán segist
vera sendillinn en er í raun yfír-
verkstjóri.
Fyrirtækið var stofnað til að
annast almenna viðgerðarþjón-
ustu, bæði fyrir fískiskipaflotann
og almenna borgara. Fyrstu árin
tóku þeir öll verkefni sem buðust
og rifja það upp að einu sinni hafí
Iðnaðarmannafélagið kært þá fyrir
að stunda bílaviðgerðir. „Bifvéla-
virkjar hér töldu að við mættum
ekki gera við vélar á meðan þær
væru í bílunum. En við erum lærð-
ir vélvirkjar og sýslumaður felldi
málið niður. Við fengum því rétt-
indi út á þetta,“ segja þeir félagar.
Mest hefur verið unnið að ný-
smíðum fyrir frystihús og skip.
Töluvert hefur verið um smíði bún-
aðar fyrir sjávarútveginn. Þór vann
til dæmis lengi með Sigmund Jó-
hannssyni, hugvitsmanni í Vest-
mannaeyjum, og framleiddi megnið
af þeim búnaði sem hann fann upp.
í baráttunni með Sigmund
„Við smíðuðum humarflokkun-
arvél Sigmunds, garndráttarvél og
fjöldann allan af hans verkum. Um
tíma gerðum við lítið annað en að
vinna fyrir hann, á árunum 1967
og fram yfír gos. Við smíðuðum
til dæmis allan búnað í Fiskiðjuna
Freyju á Suðureyri eftir brunann
en Sigmund hannaði það allt.“
Björgunartæki Sigmunds voru
einnig smíðuð í Vélaverkstæðinu
Þór. „Þetta byrjaði með öryggis-
loka við línu- og netavindur. Það
urðu mörg slys við þessa vinnu,
mörg á ári, og Sigmund vann mjög
þarft verk með því að fara langt
með það að útrýma þessari tegund
af slysum."
Þór framleiddi sjálfvirkan
sleppibúnað sem Sigmund fann
upp. Siglingamálastofnun viður-
kenndi hann í annað sinn í lok árs
1994 eftir fjórtán ára baráttu sem
ekki verður rakin hér. „En barátt-
unni er ekki lokið. Eftir að Sigl-
ingamálastofnun viðurkenndi bún-
aðinn tók LÍÚ við og fékk sam-
gönguráðuneytið í lið með sér. Síð-
an hefur gildistöku ákvæðis reglu-
gerðar sem gerir þetta öryggistæki
að skyldu um borð í íslenskum
fiskiskipum verið frestað hvað eft-
ir annað. Það er skrítið hvað LÍÚ
hefur lagt hart að sér við að stöðva
þetta mál, ég tel að útgerðarmenn
ættu fremur að styðja framgang
þess og hlúa þannig að áhöfnum
sínum. Ég veit ekki hvað liggur
hér að baki. Ekki er það kostnaður-
inn því dýrasti sleppibúnaðurinn
kostar 250-260 þúsund kr. upp-
settur,“ segir Garðar.
Garðar og Stefán hafa tekið
þátt í baráttu Sigmunds fyrir sjálf-
virka sleppibúnaðinum. Hann
hætti sjálfur afskiptum sínum af
málinu fyrir 4-5 árum og afhenti
Þór framleiðsluréttinn. „Sigmund
hefur aldrei fengið annað en leið-
indi fyrir sinn merka þátt í örygg-
ismálum sjómanna og er þá sama
hvort litið er á sleppibúnaðinn eða
spillokana. Allir gátu smíðað þessi
tæki en enginn gerði það fyrr en
hann kom fram með þau. Okkur
finnst heldur daufar undirtektir hjá
sjómönnum við þessum örygg-
istækjum. Það kemur aðeins hreyf-
ing á menn þegar slysin verða en
svo er eins og menn sofni á milli
og það þurfi nýtt slys til að menn
taki aftur við sér,“ segir Stefán.
Smíðað úr áli og stáli
Vélsmiðjan Þór smíðaði fyrr á
árum töluvert af varahlutum í
Baader-flökunarvélar fyrir frysti-
húsin í Eyjum, báðum aðilum til
hagsbóta. Garðar og Stefán segja
að Baader-þjónustan í Reykjavík
hafi reynt að koma í veg fyrir
þetta, með því að hóta að hætta
þjónustu við frystihúsin ef þau
héldu áfram að kaupa varahlutina
af Þór. Nú eru breyttir tímar, þetta
hefur opnast og Éyjamenn farnir
að smíða sjálfir varahluti af þessu
tagi. Og þeir virðast vera vel sam-
keppnisfærir í verði og gæðum.