Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURBJÖRN ÞÓR
EMILSSON
+ Sigurbjörn Þór
Emilsson fædd-
ist á Húsavík hinn
26. ágúst 1975. Hann
lést á heimili sinu i
Reykjavík hinn 18.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Emil Birgisson,
f. 2. mai 1958, og
Hildur Ása Bene-
diktsdóttir, f. 6. júlí
1948. Systir hans er
Valdís Emilsdóttir,
f. 20. maí 1978.
Útför Sigurbjöms
fór fram frá Þverár-
kirkju í Laxárdal 26. nóvember.
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
(Kolbeinn Tumason)
Þegar kveðja þarf vin verður oft
fátt um orð. Djúpt skarð er höggvið
í líf mitt og verður aldrei fyllt. Það
var margt, sem við gerðum saman
og margt, sem við ætluðum að gera,
en tíminn var ekki nægur fyrir alla
okkar drauma. Ég er þakklátur fyrir
að hafa fengið að kynnast þér og
munu minningar mínar um þig sitja
eftir þótt þú sért farinn. Ég bið fyr-
ir, að Guð vaki yfir sálu þinni að
eilífu, kæri vinur.
Þinn vinur,
Friðfinnur.
Það er erfítt að sætta sig við frá-
fall Sibba vinar okkar, þessa glæsi-
lega unga manns. Hann kom á heim-
ili okkar eins og bjartur sólargeisli
með sitt fallega bros,
alltaf tilbúinn að hjálpa
öðrum, góður, sannur
félagi. Vinátta hans var
gefandi en aldrei þiggj-
andi og nú þegar tíminn
er runninn frá okkur
kemur svo margt í hug-
ann, sem maður ætlaði
að gera og segja „á
morgun". En við eigum
ekki morgundaginn vís-
an. Mennimir álykta, en
Guð ræður. Þessi góði
vinur hefur verið hrifinn
frá okkur svo skyndi-
lega. Hann var rétt að
byija lífíð. Guð blessi Sigurbjöm og
styrki fjölskyldu hans í sorg sinni.
Móðir vinar.
Þegar ég frétti að Sibbi vinur minn
væri látinn, þá ósjálfrátt fór ég að
hugsa aftur í tímann. Ég man svo
vel þegar ég hitti þig fyrst. Ég var
nýkomin á Laugar, og stóð ein fyrir
utan gamla skóla og þú labbaðir út
og sagðir eitthvað á þessa leið, vá,
gellan, með hæðnistón. Og ég varð
svona hálf hrædd við þig. Aldrei á
þeirri stundu datt mér í hug að þú
yrðir besti vinur minn á Laugum.
Það skipti aldrei neinu máli í hvemig
skapi ég var, þú tókst mér alltaf eins-
og ég er. Þú gafst mér svo mikið
af þinni vináttu. Ég á þér svo margt
að þakka þessi ár sem ég þekkti þig
og svo margar góðar minningar. Það
er bara ein setning sem lýsir þér
best. Þú varst besti og traustasti
vinur sem hægt er að eignast.
Kæra fjölskylda og vinir, ég veit
að djúpt skarð er í ykkar hjörtum.
En reynið að vera sterk, lífið heldur
áfram. Elsku Sibbi minn, ég mun
sakna þín sárt og varðveita vináttu
okkar f hjarta mínu.
Þinn vinur,
Herborg Hjelm.
t
Elskuleg amma mín,
ÞÓRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR
frá Sauðholti,
síðast til heimilis
á Norðurbrún 1,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 3. desember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda.
Þórdis Guðmundsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARÍA JAKOBSDÓTTIR,
Jörfabakka 12,
Reykjavik,
sem lést aðfaranótt laugardagsins
23. nóvember, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. desem-
ber kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á Krabbameinsfélag íslands og Rauða krossinn.
Magnús Þorsteinsson,
Sigurbjörn H. Magnússon, Berglind Magnúsdóttir,
Þorsteinn Magnússon,
Hafdis Magnúsdóttir, Þórhallur G. Kristvinsson,
Jakob S. Magnússon, Áslaug Pétursdóttir
og barnabörn.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að kveðja kæran vin,
Sigurbjöm Þór Emilsson, eða Sibba
eins og hann var altlaf kallaður.
Ég kynntist Sibba á Laugum og
myndaðist þar fljótt góður vinskapur
sem hefur haldist síðan. Sibbi var
traustur og góður vinur, hann var
mjög hreinskilinn og sagði hreint út
það sem honum fannst, hann var líka
einn af þeim sem maður gat alltaf
leitað til ef maður átti eitthvað erfítt
eða leið illa, hann hlustaði á mann
og gat oftar en ekki hresst mann
við. Já, það er víst að Sibba verður
sárt saknað á mörgum stöðum.
Ég vil þakka Sibba fyrir þann
mikla vinskap sem hann sýndi þau
ár sem ég var svo heppin að fá að
þekkja hann. Kæra fjölskylda, ég vil
senda ykkur og hans fjölmörgu vin-
um sem eiga um sárt að binda núna
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Bless, elsku Sibbi vinur minn.
Helga Rósa Atladóttir.
Þriðjudagskvöldið 19. nóvember
er hringt í mig og sagt „Sara, Sibbi
er dáinn“. Það stoppaði allt í kringum
mig. Ekki Sibbi, svo ungur, lífsglað-
ur og traustur vinur.
Elsku Sibbi minn.
Ég kynntist þér fyrir 5 árum og
það var á Laugum. Ég varð strax
vinur þinn því jjað var ekki erfitt að
nálgast þig. Ég gleymi aldrei því
ári. Eftir skólaárið hittumst við nú
stundum og svo má nú ekki gleyma
æðislegu utanlandsferðinni sem ég,
þú, Áki, Elsa, Helga og Hilmar fórum
í. Þú varst alltaf svo hress og hrókur
alls fagnaðar. Svo lágu leiðir okkar
í sitthvora áttina. Þangað til þú
komst til Reykjavíkur og byijaðir í
skóla. Ég hitti þig nú stundum og
það var alltaf svo gott og uppör-
vandi að hitta þig. Þú sagðir alltaf
allt sem þér fannst. Þú varst svo
hreinskilinn og það sem þú sagðir
virkaði.
Elsku Sibbi minn, hér skiljast leið-
ir okkar aftur. Þú varst yndisleg
manneskja og þú varst vinur minn.
Ég á eftir að sakna þín þangað til
að ég hitti þig aftur.
Takk fyrir að vera vinur minn.
# IOI* IOI#IOt#
ö
I
S
o
I
s
#
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
Opið til kl.IO öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fdkafeni 11, sími 568 9120
o
1
I
i
I
I
S
OtOt#!Ot#IOtO
Ég votta fjölskyldu þinni alla mína
samúð. Megi Guð vera með ykkur.
Sara Lind.
Þriðjudaginn 19. nóvember vorum
við vaktar með fréttum sem aldrei
gleymast. Pabbi Guðrúnar hringdi
og tjáði okkur að einn af okkar bestu
vinum væri dáinn. Hann Sibbi var
farinn og eftir sat óbærilegur sárs-
auki.
Elsku Sibbi, það er skrítið að þú
skulir ekki lengur vera með okkur.
Það eina sem við eigum eftir eru
margar og góðar minningar um vin-
áttu okkar. Þú varst stór hluti af
okkar lífi, tryggur vinur og komst
okkur alltaf til að hlæja á erfiðum tím-
um bara með því að vera þú sjálfur.
Þú varst alltaf hreinskilinn og komst
til dyranna eins og þú varst klæddur.
Við gátum leitað til þín í gleði og sorg
og alltaf áttirðu réttu svörin. En nú
sitjum við eftir með margar spuming-
ar en engin svör. Þú varst ekki alltaf
samþykkur öllu sem við gerðum, en
samt sem áður stóðstu alltaf með okk-
ur gegnum þykkt og þunnt.
Það er undarlegt að hugsa til þess
að þú munir aldrei aftur kíkja inn í
kaffi og segja okkur nýjustu slúður-
sögurnar. Þær eru óteljandi kvöld-
stundirnar sem við áttum yfír kaffi-
bollunum, spjallandi um allt milli
himins og jarðar; en því miður verða
þær ekki fleiri, en þær sem við áttum
verða mun dýrmætari. Þetta eigum
við erfitt með að sætta okkur við og
getum ekki ennþá trúað. Þú kemur
alltaf til með að lifa í minningunum
sem eru varðveittar næst hjarta okk-
ar. Okkur fannst við vera sérstakar
í návist þinni og þú varst okkur líka
sérstakur. Þú gafst okkur mikið og
vinátta þín er okkur ómetanleg.
Elsku Sibbi, við söknum þín sárt
og eigum erfítt með að segja bless.
En því fær víst enginn breytt.
Vertu sæll, Sibbi, megirðu hvíla í
friði og lifa í minningunni.
Erna Kristín, Guðrún Kristín
og Anna Geirlaug.
Vinskapur okkar Sibba hófst fyrir
5 árum á Laugum þar sem við vorum
bæði í skóla. Margt hefur á dagana
drifið síðan þá, og eru mér þá efst í
minni sumrin í Mývatnssveit, Spánar-
ferðin okkar og aðrar samverustund-
ir. Sjaldan leið langur tími á milli
heimsókna og ef vegalengdin var löng
var símtólið tekið upp. I haust voru
ég, Áki og Sibbi ásamt fleirum á leið-
inni í bæinn til þess að stunda nám.
Ég og Áki fluttum á Reynimelinn og
Sibbi á Öldugötuna, stutt labb var á
milli og varla leið sá dagur að við
hittumst ekki. Alltaf hafði hann frá
mörgu að segja og gaman var að
rökræða við hann um ýmis mál sem
snertu daglega lífið. Hann var vinur
í raun og gott var að tala við hann
ef eitthvað bjátaði á. Við áttum marg-
ar góðar samverustundir, og ég sakna
þess sárt að eiga ekki von á heimsókn
eða símtali frá honum. Sibbi var ynd-
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEORG Á.H.KULP
tónlistarmaður
og kennari,
lést í Malente, Þýskalandi, 11. nóvember sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Georg Kulp, Hafdís Jónsdóttir.
+
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
JÓHANNAG.
FREYSTEINSDÓTTIR,
Blönduhlíð 8,
lést á heimili sínu að morgni 18. nóvem-
ber.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þökkum fjölskyldum okkar og vinum
fyrir veitta samúð og stuðning.
Guð blessi ykkur öll.
Berglind Freymóðsdóttir, Jón Stefnir Hilmarsson,
Anna Björk Jónsdóttir,
Jóhanna Ella Jónsdóttir.
islegur og góður drengur sem ég var
svo heppin að eiga sem vin. Hugur
minn leitar svara við ýmsum spum-
ingum en efst eru mér í huga góðar
minningar um fallegan og ljúfan
dreng sem alltaf mun eiga vissan stað
í mínu hjarta. Elsku Sibbi. Fráfall
þitt er mikið áfall fyrir okkur öll, eft-
ir sitjum við með spumingar um lífið
og tilgang þess, brottför þín verður
okkur þó styrkur og hvatning að nýrri
lífsýn.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum. Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta; ég er svo nærri að
hvert eitt ykkar tár snertir mig og
kvelur, þótt látinn mig haldið...
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, sál mín lyftist upp í
móti til ljóssins: Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífíð gefur,
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu... _
(Óþekktur höfundur)
Elsa Grímsdóttir.
Við félagamir viljum minnast vin-
ar okkar eins og við þekktum hann.
Sibbi eins og hann var kallaður var
alltaf hress, hafði ákveðnar skoðanir
og var tilbúinn til að ræða allt milli
himins og jarðar. Hann var vel gef-
inn, átti mjög auðvelt með að læra
og oftar en ekki gat hann gefíð okk-
ur félögunum góða punkta sem við
gátum nýtt okkur við námið.
Sibbi hóf nám með okkur í raf-
eindavirkjun í Iðnskólanum í Reykja-
vík haustið 1995. Hann ræddi mikið
um framtíðina og hafði hug á fram-
haldsnámi að þessu námi loknu.
Þegar við fréttum að vinur okkar
væri horfinn úr þessum heimi vökn-
uðu margar spurningar. Hvers vegna
þarf ungt fólk í blóma lífsins að
deyja? Hann Sibbi fór of snemma,
en við þökkum fyrir þær stundir sem
við fengum að njóta með honum.
Við viljum votta fjölskyldu hans
og vinum innilega samúð.
Dáinn, horfinn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson)
Atli, Karl, Þór og Orn.
HAUKUR
HELGA-
SON
+ Haukur Helgason fæddist á
Akureyri 1. desember 1936.
Hann lést í Reykjavík 27. júlí
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Háteigskirkju 7. ág-
úst.
Þú varst mín sól, minn máni og stjömur.
Þú veittir mér kraft þegar engan ég átti,
þú breyttir támm í gleði, þú leyfðir mér
mína lesti og iofsöngst mína kosti.
Við elskuðum hvort annað skil-
yrðislaust, söknuður minn er
stöðugur, en þín vegna skal ég
vera sterk.
Nanci Arnold Helgason.
Ljósakrossar á leiði
Rafmagnsverkstæði Birgis
Sími/fax 587 2442 GSM 893 1986
Boðtæki 846 1212 Bílasími 853 1986
Heildsala - Smásala.