Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS • Reykjavíkurflugvöll burt Frá Þórði E. Halldórssyni: ÞAÐ er með algjörum ólíkindum hvernig menntaðir, langskóla- gengnir menn geta látið frá sér fara ummæli sem enga stoð eiga í veruleikanum, þegar villa þarf um fyrir hinum almenna borgara um framkvæmdir hins opinbera. | Sunnudaginn 27. október er heil- síðu grein á bls. 18 í Morgunblað- inu ásamt veimur myndum, sem á að lýsa væntanlegum samgöngum milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar. Tilefni greinarinnar er hugmynd sem Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarsjtórnar, lætur frá sér fara um að leggja niður Reykjavíkur- flugvöll og flytja flugið til Kefla- víkur. Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, er ekki lengi að redda hlutunum. Hann ætlar að gera við og endurbyggja Reykjavíkurflug- völl fyrir aðeins 1,3 milljarða. Hann getur þess vegna ekki hvað- an þessi tala er komin, hvort það er frá mönnum sem þekkja til slíkra mála, eða hvort þær urðu til í hans eigin heilabúi. Halldór skort- ir svo sem ekki meðreiðarsveina. i í þessari umgetnu grein er leitað ' til þess aðila, sem mestar líkur eru til að hafi inngrip í þessi mál, Þor- geirs Pálssonar flugmálastjóra. Hann segir að miðað við reynslu- tölur frá Finnlandi mætti gera ráð fyrir að stofnkostnaður við hrað- lest milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar yrði 20-30 milljarðar l króna. í framhaldi af þessu fer hann að fílósófera um fleiri dæmi máli sínu til áréttingar og segist nýlega hafa fengið fregnir af því að hraðslest sem á að tengja nýjan flugvöll í Gardemoen og Osló myndi kosta um 72 milljarða ísl. kr. Vegalengdin milli Gardemoen og Osló er 48 km. Eftir frásögn Þorgeirs er áætlað að hraðlest muni fara þá leið á 19 mínútum. Ennfremur segir svo í Morgun- blaðsgreininni: „Eina könnunin sem gerð hefur verið a því að koma I upp hraðlestarkerfi milli Reykja- ' víkur og Keflavíkurflugvallar er arðsemismat sem fjórir nemar í vélaverkfræði við Háskóla íslands, þeir Guðjón Ásmundsson, Pétur Órn Richter, Levi Guðmundsson og Sveinn Stefán Hannesson gerðu fyrir nýsköpunarsjóð námsmanna. Samkvæmt arðsemismatinu yrði heildarkostnaður við lagningu lest- arteins og reksturs lestarkerfis um 7,3 milljarðar." Allar þær upplýsingar sem að framan getur eru svo hrópandi andstæður að í þeim er ekki heil brú, enda gerðar til þess eins að villa um fyrir fólki sem gerir ráð fyrir því að mennirnir sem fengu embætti sitt út á sína námsmennt- un væru ólíklegustu mennirnir til að villa um fyrir fólki. Ég vil taka fram að ég er enginn vikapiltur fyrir Guðrúnu Ágústsdóttur. Hins vegar sé ég ekki betur en hún horfi raunsæjast á þetta mál. Til- laga Guðrúnar hljóðar upp á það að gera rækilega könnun á arðsemi þess að íjarlægja Reykjavíkurflug- völl, en það er sumum eins og missir náins ættingja að tala um að ijarlægja flugvöllinn. Eitt er nokkuð merkilegt við greinina í Morgunblaðinu, það vantar hjá Þorgeiri flugvallarstjóra að segja frá hvernig landshættir eru milli Gardemoen og Oslóar, eru það mýrarfen eða fjalllendi? Það þorir enginn að nefna hætt- una af staðsetningu Reykjavíkur- flugvallar. Eitt af rökunum fyrir því að koma Reykjavíkurflugvelli í burtu er sú gífurlega hætta sem af honum stafar, en enginn þorir vegna samvistuleysis síns að nefna. Reykjvíkurflugvöllur var eins og allir vita byggður af breska hernum sem hervöllur, á sem stystum tíma og á sem ódýra- stan hátt. Ég vann um tíma við byggingu vailarins og veit nokkuð um það hvernig undirstaðan undir honum er á köflum, þar sem ekki tókst að grafa niður á fast vegna mýrlendis, var járntunnum raðað hlið við hlið og þær fylltar með gijóti. Hver er svo útkoman í dag? Nýleg mynd birtist í blöðunum þar sem stór hluti vallarins var ekkert annað en pollar. Að lokum þegar farið var að taka völlinn í notkun var ég áhorfandi að þremur slys- um við völlinn. Tvær sprengju- Frá Einari Gíslasyni: MAÐURINN er líklega eina skepna jarðarinnar sem hefur nautn af því að fremja ofbeldi, hann er eina dýrið sem er illa inn- rætt. Ofbeldishneigðin, eins og aðrar kenndir mannsins, fær mismikla ræktun í uppeldinu. Sums staðar og á sumum tímum hefur verið reynt að temja hana eða leggja á hana hömlur. Það mætti e.t.v. nefna forn menningarríki eins og Fornegypta og Persa eða alda- mótakynslóðina á íslandi og víðar. Til dæmis um ofbeldisdýrkun má nefna Asseríumenn, Rómaveldi á keisaratímanum og, því miður, okkar tíma. Kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleikir gera ofbeldi spenn- andi og „skemmtilegt". Þetta er vel unnið kennsluefni sem börn og unglingar geta lært fljótt og vel, en þeir eldri eru líka seigir í náminu og ánetjast auðveldlega ofbeldisvímunni. Mörgum er ljóst að ofbeldi fer ört vaxandi og viðurkenna að það sé óæskilegt, jafnvel ógnvænlegt. Það eru haldnir málfundir og þing til að ræða hvað sé hægt að gera til úrbóta. Alls konar fræðingar, vitringar og listamenn mæta ábúð- armiklir, geislandi af mannkær- leika og mannviti svo að áhorfend- ur að sjónarspilinu óttast að þeir flugvélar og ein orrustuvél fórust við völlinn án þess að nokkrum yrði bjargað. Nú er aðflugið frá norðri til suð- urs yfir miðborg Reykjavíkur. Átakanlegasta flugslysið við flug- völlinn varð fyrir nokkrum árum þegar tveggja hreyfla flugvél í aðflugi yfir miðborgina frá norðri náði ekki inn á brautarendann en smaug rétt yfír girðinguna við Hringbraut áður en hún fór á nefn- ið við brautarendann, þar sem öll áhöfnin fórst. Á þessari stundu var Hringbrautin óvenju full bílaum- ferðar enda síðla dags og fólk á leið til síns heima eftir vinnu. Eins og áður segir er aðflugið að þess- ari braut beint yfir miðborgina. Einnig beint yfir olíutankana í Örfirisey, sem innihalda þúsundir lítra af bensíni og olíu. Menn hafa varast að minnast þessa í von um að þögnin verði eilíf. Einnig er hollt að minnast þess að verði flugvöllurinn fjarlægður kemur þar til byggingarsvæði nýrrar miðborgar. Eitt er alveg víst að verði slys í eða við miðborgina, með missi fólks og mannvirkja, verður Reykjavíkurflugvelli samdægurs lokað að fullu og öllu. Vilja aðdá- endur flugvallarins bíða eftir slíku? ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. kunni að springa eins og dvergarn- ir sögðu um Kvasi forðum. Og sjá! Þeir komast að niðurstöðu: „Ekki gera neitt,“ því það má ekki skerða tjáningarfrelsið helga eða trufla markaðinn sem er auð- vitað að fullnægja knýjandi þörf. Auk þess „vinnst ekkert með höft- um og bönnum“. Þetta elskulega fólk hefur að vísu afbragðs lausn: Fræðslu. Með fræðslu getum við búið til fólk sem verður ónæmt fyrir ofbeldiskennslunni, vill ekki framar sjá neitt ljótt. Og framleið- endur ofbeldisefnis fyllast iðrun, fara að Iofsyngja lítilmagnann og vinna góverk. Já „sælir eru hjarta- hreinir“. Ekki hefur frést að neinn hafí sprungið af mannviti. Mörgum fínnst gáfulegt að vera á móti höftum og bönnum. Hvers konar ofstæki er það að banna fólki að stela, selja eiturlyf eða drepa menn sér til gamans? Hvers vegna er ekki nóg að fræða hugs- anlega glæpóna. Eðlilegt væri að framleiðsla óhugnanlegs ofbeldisefnis, sem hefur það eitt að markmiði að valda spennu og kitla ofbeldisfíkn- ina, fengi sömu meðferð og fram- leiðsla og dreyfing eiturlyfa. Það þyrfti að verða mönnum of dýrt að koma því á markað. EINAR GÍSLASON, Sóleyjargötu 15, Reykjavík. Ofbeldi SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 41 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! f • t u r t q 1 a 5 í f r i & i Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af svimandi háum símareikningum. Ný tækni og þróun símamála markar endalok einokunar símafyrirtækja. Island hefur veigamiklu hlutverki að gegna á alþjóðlegum vetvangi. Símkostnaður má ekki hindra samskipti okkar við umheiminn. Þess vegna býður Friður 2000 allt að 73% ódýrari símtöl. Þú færð einnig internetið, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú gerist félagi Friðar 2000. m Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.