Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 51
Y
i
i
i
i
i
j
i
;
:
I
I
-
I
í
í
i
i
i
i
i
i
(
i
i
i
i
i
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Sigurgeir
FORYSTUMENN íþrótta í Eyjum, f.v. Þór I. Vilhjálmsson Þór-
ari, Viktor Helgason Týrari og Jóhannes Ólafsson ÍBV-maður.
52 milljónir kr. Þetta eru eðlileg
viðskipti en ekki styrkur til félag-
anna,“ segir Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri. Hann segir að það hafi
þó einnig haft áhrif að menn telji
að sameining félaganna verði mikið
framfaraspor í æskulýðsmálum og
æuni vafalaust bæta árangur
íþróttafólksins í framtíðinni. Að-
spurður um kaupverðið og áhrif á
fjárhag bæjarins bendir bæjarstjór-
inn á að sumum íþróttamönnum
hafi þótt þetta of lágt verð miðað
við hvað kostar að byggja svona
aðstöðu en sumum skattgreiðend-
um hafi þótt þessar eignir of dýru
verði keyptar. „Ég tel að flestir
geti verið sáttir við niðurstöðuna,"
segir Guðjón. Hann segir að á
móti sé hætt við áform um að
byggja nýtt stórt íþróttahús. Sam-
kvæmt samningum hafi bærinn átt
að greiða 80% byggingarkostnaðar,
eða 107 milljónir kr., en íþróttafé-
lögin 20%. í staðinn verður íþrótta-
hús Týs nýtt betur. Guðjón segir
að vissulega hefði verið gott að fá
nýtt íþróttahús með handboltavelli
samkvæmt Evrópustöðlum en það
yrði að bíða.
ÍBV vantar bakland
En hvað breyttist hjá félögunum?
Viktor Helgason svarar því til að
þeim íþróttamönnum sem hafi alist
upp við það að keppa meira undir
merkjum ÍBV en Þórs eða Týs hafi
runnið til rifja umkomuleysi ÍBV.
Það hafi verið andlitið út á við en
eignalaust og enginn vildi eiga það
þegar illa gengi. „ÍBV hefur ekki
haft neitt bakland og það hefur lent
á fáum mönnum að reka félagið.
Það var orðin brýn nauðsyn að
breyta þessu,“ segir Viktor sem var
í sameiningarnefndinni fyrir hönd
Týs. „Þessi félög áttu sinn tilveru-
rétt en eru böm síns tíma. Nú emm
við ekki aðeins í samkeppni innbyrð-
is heldur alveg eins í samkeppni um
íþróttafólkið við félög uppi á landi
og jafnvel erlendis,“ segir hann
einnig.
Þór I. Vilhjálmsson, sem sat í
sameiningarnefndinni fyrir hönd
Þórs, segir að Þórarar hafi staðið
á móti sameiningu vegna þess að
félagið hafi staðið vel fjárhagslega
en það hafi verið fjármálin sem á
endanum ýttu félögunum í eina
sæng. „Sameiningin er ekki sárs-
aukalaus. Það em margir búnir að
vinna mikið fyrir félagið sitt, sumir
í áratugi. Þessi hús og íþróttasvæði
voru byggð í sjálfboðavinnu, og
menn hafa miklar taugar til félag-
anna. En það þýðir ekki að velta
sér upp úr fortíðinni heldur líta
fram á veginn," segir Þór.
Jóhannes Olafsson, formaður
knattspyrnudeildar ÍBV, segir að
mikið óhagræði hafi verið að því
að reka þrjár einingar með tveimur
þjálfumm og framkvæmdastjómm
og tvöföldu kerfi á öllu. Það væri
öllum fyrir bestu að nýta íjármagn-
ið betur. En ástæðurnar fyrir sam-
einingu era ekki síður faglegar.
„Það er fleira sem glepur hjá ungl-
ingunum en áður og sífellt að verða
erfiðara að halda úti tveimur liðum
í yngri flokkunum," segir Jóhannes.
íþróttaklúbbur í Týsheimilinu
Aðalfundir beggja félaganna
samþykktu samrunann í nóvember.
Ágreiningur kom upp um afgreiðsl-
una hjá Þór og ákvað stjórn félajgs-
ins að leita álits dómstóls ISÍ.
Niðurstaðan varð sú að boða nýjan
fund næstkomandi fimmtudag til
að bera málið aftur upp. Þór Vil-
hjálmsson á ekki von á að það
breyti neinu. Þegar er farið að
vinna að undirbúningi að stofnun
og starfi nýja félagsins, KH-ÍBV,
og telur Þór allar líkur á að það
verði stofnað í lok desember. Þá
verður kosin stjórn og ráðinn fram-
kvæmdastjóri. Félagið fær afnota-
rétt af félagsheimilunum og Vest-
mannaeyjabær mun fela því rekst-
ur allra íþróttamannvirkja bæjarins
gegn ákveðinni greiðslu á ári. Þórs-
heimilið verður stjórnstöð félagsins
en gert er ráð fyrir að Týsheimilið
verði félagsmiðstöð, þar verði ein-
hvers konar íþróttaklúbbur ÍBV
með aðstöðu.
Bærinn stefnir að því að koma
upp búningsaðstöðu og tækja-
geymslu fyrir Hásteinsvöll í við-
byggingu við Týsheimilið. Myndi
það bæta úr brýnni þörf fyrir knatt-
spyrnumennina, að sögn Jóhannes-
ar, og jafnframt gætu þeir nýtt
aðra aðstöðu í félagsheimilinu. Þá
er að því stefnt að laga aðstöðu
fyrir handboltamenn við íþrótta-
húsið, meðal annars fyrir félags-
starf og veitingar, en sú fram-
kvæmd hefur ekki verið ákveðin.
Fjögur lið í fyrstu deild
íþróttaforystan í Eyjum er bjart-
sýn á framtíðina. Félagið byijar
með hreint borð í fjármálum en fær
til sín þær tekjur sem Þór og Týr
hafa haft af þjóðhátíð og stórum
íþróttamótum yngri aldursflokka,
til viðbótar þeim tekjum sem hand-
boltinn og fótboltinn höfðu fyrir.
„Nú fer fjármagnið í starfið en
ekki í það að greiða afborganir og
vexti af húsunum,“ segir Jóhannes.
Viktor segir að hægt verði að vinna
skipulegar að uppbyggingu yngri
flokkanna. ÍBV er með karla- og
kvennalið í 1. deild, bæði í hand-
bolta og fótbolta. Ólíklegt er að
tæplega 5.000 manna bæjarfélag
hafi áður átt fjögur fyrstudeildarlið
í þessum greinum á sama tíma.
Forystumenn félaganna segja að
þetta sé fullstór biti en segja að
með þeim aðgerðum sem nú er
verið að grípa til skapi möguleikar
til að stefna enn hærra.
„Við emm að feta okkur inn á
nýjar slóðir og þurfum að byggja
upp nýtt skipulag. Það skiptir miklu
máli að bæjarbúar styðji strax vel
við bakið á þessu nýja félagi svo
starf þess verði árangursríkt," seg-
ir Þór. Jóhannes segist verða var
við miklar væntingar en segir að
það taki sinn tíma að stokka spilin
upp á nýtt og menn verði að sýna
þolinmæði á meðan.
Eyjamenn em þegar farnir að
velta því fyrir sér hvaða áhrif það
muni hafa á bæjarbraginn þegar
íþróttafélögin Þór og Týr verða
lögð niður. Hvaða farveg félagsrig-
urinn finnur sér. Þegar er orðið ljóst
að Týsgata og Þórsgata verða
áfram á þjóðhátíð Vestmannaeyja.
NÝ VERSLUN
EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR
kynnir „tölvumiðstöð" heimilisins
Loksins er nú fáanleg alsherjar lausn á tölvuumhverfi heimilisins.
Vandaður
skrifborðsstóll
á parkethjólum
Stærð:
lengd 80sm.
dýpt 45sm.
hæð 85sm
Tölvumiðstöðin er úr beyki og á hjólum með
útdraganlegri plötu með plássi fyrir lyklaborð
og mús. Hún er rúmgóð hirsla þar sem vel fer
um öll helstu tæki og fylgihluti tölvuheimilisins.
Sófasett í miklu úrvali
Val húsgöqn
Ármúla 8-108 Reykjavík
Sími 581-2275
^ 568-5375 ■ Fax 568-5275
Sófas^tt, hormófar
Cinniv sófasptt 3*2
Nykomíð mikið urval af
borðstofuhúsgögnum, skenkum,
skapum og híllusamstæöum
BgiTlJ
ALDREI HAGSTÆÐARA VERÐ!
ilustu skémmtisiglingar heimsins, Imagination, Sensation
Fegursta eyjan - DOMINICANA - allt innifalið.
Öruggasta vetrarfríið - Jarðnesk paradís fyrir
þig og vini þína - klúbbinn - félagið þitt. .1
. Verð frá kr. 100 þús. ÆSbM
ÞÚ GERIR EKKI BETRl KAUP! '•ÆÍ' jfe
CARNIVAL UMBOÐIÐ A ISLANDI
FERÐASKRIFSTOFAN
HEIMSKLUBBUR INGOLFS
Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564
Vegna mikillar
eftispurnar!
Viöbótarsæti í hópferö
til Dominicana meö
fararstjóra 12. janúar
og 9. febrúar.
MEÐ HEIMSREISUSTIL
12.-15. des., 4 dagar.
Aætlunarflug Fiugleiða út að morgni fimmtudags, heim að kvöldi sunnudags.
Gisting: ROYAL GARDEN HOTEL 5* - eitt glæsilegasta hótel borgarinnar við Hyde Park
- gjörbreytir innihaldi þessarar einstöku ferðar, ásamt frábærum menningarviðburðum og
leiösögn ingóifs Guöbrandssonar. Óstaðfestar oantanir seldar á moraun.