Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 10

Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 10
10 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ stigi né með BS-nám samkvæmt könnuninni. Þrjár af hverjum fjórum konum hjá hinu opinbera Stefán segir það einnig skugga- legt að hjá þremur af hveijum fjór- um konum með háskólamenntun sé hið opinbera eini vinnumarkað- urinn. Hann bendir á að konur séu í meirihluta í háskólanámi en þær ljúki fremur BA-prófi en BS-prófi. Samkvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar veitir BA-próf umtals- vert lægri laun en BS-próf. „Þetta er mikilvæg skýring á því hvers vegna háskólamenntun skilar ko_n- um lægri tekjum en körlum. Eg held að það ætti að vera stærri hluti af jafnréttisbaráttunni að opna meira hug ungra kvenna um að velja sér fjölbreyttara nám. Þetta þarf að gerast strax á grunn- skóla- eða framhaldsskólaárunum. Kannski er þetta spurning um að nema land karla og fara í nám sem þeir hafa í miklu meira mæli sótt í. Auðvitað geta konur staðið sig í öllum þessum námsgreinum en þá þurfa þær að sjálfsögðu að sækja þangað.“ Stefán segir dapurlegt hversu nám kvenna er einhæft og telur að nám á atvinnulífssviðinu sé miklu vænlegra til þess að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði og hækka tekjur þeirra. „í lögvernd- uðum iðngreinum fara konur í hársnyrtiiðn, tækniteiknun, en skipulegt verknám eins og fyrir iðnaðarmenn og störf í almennum iðnaði virðist alveg dauður heimur fyrir konur. Þarna ætti að vera nám í alls kyns fræðigreinum í kringum ferðaþjónustu og þjón- ustugreinar atvinnulífsins. Af hverju er ekki til iðnnám á því sviði og hvers vegna eru konur þar ekki í „massavís“?“ spyr hann. Starfstengt námsframboð er fátæklegt Stefán segir að ísland sé tölu- vert á eftir öðrum þjóðum hvað varðar starfstengt námsframboð. Bandaríska menntakerfið sé með ríkulegt framboð af slíku námi á milliskólastigi. Sömu sögu megi segja í Þýskalandi, þar sem mjög stór hluti þjóðarinnar fer í verk- nám. „Hér eru um 23% fólks með verklegt iðnnám úr iðnskólum og fjölbrautaskólum en í Þýskalandi er talið að um eða yfir helmingur fólks hafi slíkt nám. Án efa er hlutfallið víðast hvar á Vesturlönd- um hærra en hjá okkur. Austur- Asíuþjóðir sem hafa verið að gera það gott í iðnþróun í seinni tíð eru allar með mjög mikla áherslu á starfstengt nám. Áherslur þeirra liggja einnig í að vera með verk- og tæknimenntun á háskólastigi sem og hjá Þjóðveijum. Hann segir að hér á landi sé mikið rætt um að menntun og nýsköpun skipti íslendinga máli en hann telur menn vera á rangri leið til að ná árangri. Hann bend- ir á að á íslandi sé ríkjandi oftrú á bóknámi en litið sé niður á starfsnám, þrátt fyrir að menn tali sífellt um nauðsyn þess að efla það. Aðalatriði foreldra og nemenda sé að unga fólkið fái hvíta kollinn. „Þess vegna verður það einhvers konar neyðarbrauð að börnin manns fari í iðnskóla eða starfstengt nám, þrátt fyrir að slíkt nám skapi mönnum oft betri tekjur en margt bóknám í háskóla. Ég held að eina nýja leið- in til að efla virðingu starfsnáms sé sú að gera það allt að stúdents- námi. Þannig verði menn stúdent- ar á starfsmenntabraut, matvæla- braut, ferðaþjónustubraut og við- skiptabraut alveg jafnfætis því að verða stúdentar í tungumálum, eðlisfræði eða félagsfræði. Ég tel að gefa eigi nemendum virðinguna á þann hátt. Með því fáum við allt önnur viðhorf í þjóðfélagið og fleiri fara í starfsnám. Þegar fólk hefur aflað sér menntunar á starfstengdu brautunum mun það Morgunblaðið/Ásdís HÁSKÓLAMENNTAÐ fólk vinnur að öllu jöfnu í opin- bera geiranum en í miklum minnihluta í framleiðslu- og útflutningsgreinum, samkvæmt niðurstöðum Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Hann hefur borið saman niðurstöður fjölmargra þjóðmála- kannana sem gerðar voru á árun- um 1993-95 og náðu alls til 18.000 manna úrtaks á tímabilinu. Niðurstöður Stefáns sýna að 58,7% háskólamenntaðra íslend- inga vinna í opinbera geiranum, þ.e. 44,4% karla og 73,3% kvenna. I almennum iðnaði starfa 11% háskólamenntaðra manna, 7,1% í byggingariðnaði, 6,3% í landbún- aði, 2,4% í fiskvinnslu og 2,1% í fiskveiðum. „Þetta segir mér að íslenskir háskólamenn vinna í allt- of miklum mæli við að eyða þjóðar- tekjunum en í alltof litlum mæli við að afla þeirra,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hlutföll lang- skólagenginna hjá hinu opinbera hér á landi séu öfug miðað við það sem er í fremri iðnríkjum heims eins og Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Þar nýtist háskóla- menntun miklu meira í fram- leiðslu- og útflutningsgreinunum en í hér á landi. Nýting menntunar minnst í sjávarútvegi Honum finnst áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna há- skólamenntun hér á landi sé minna notuð í sjávarútvegi en í landbún- aði þar sem landbúnaður sé vaxt- argrein fortíðarinnar en sjávarút- vegurinn mikilvægasta undirstaða útflutningsteknanna. „Það er ótrú- Stefán Ólafsson prófessor hefur rannsakað hvemig menntun nýtist atvinnulífinu. Hann segir Hildi Friðriksdóttur hér frá þeirri skoðun sinni að háskólamenn vinni í of miklum mæli við að eyða þjóðartekjum en í of litlum mæli við að afla þeirra. Hann vill einnig efla virðingu starfsmenntunar með því að nemendur í starfstengdu námi verði stúdentar af mismunandi brautum. MEIRIHLUTI kvenna sem fer í háskólanám velur BA-nám en rannsóknir hafa sýnt að umtalsvert lægri laun eru greidd fyrir BA-nám en BS-nám. legt að ekki skuli vera meira svig- rúm til að nýta háskólamenntun bæði í fiskveiðum og fiskvinnslu. Fiskvinnsla er reyndar sú grein atvinnulífsins sem notar háskóla- menntunina minnst og byggist í langmestum mæli á grunnmennt- un, á skyldunámi eða minna. Þetta skýrir kannski að einhveiju leyti það að ekki hefur náðst neinn árangur á undanförnum 30 árum í að efla fiskvinnslu með því að vinna meira úr hráefninu. Fisk- vinnslan er einnig langmesta lág- menntagreinin og jafnframt mesta láglaunagreinin. Af þessu dreg ég þá ályktun að fiskiðnaður sé ekki tekinn alvarlega sem iðnaður á ísiandi," segir Stefán. Hann segir einnig hneyksli að íslendingar skuli ekki vera með alvöru sjávarútvegsnám í boði. Það sé aðeins í seinni tíð að farið var að bjóða upp á MA-nám og aðeins örfáir nemendur séu nú í slíku námi. Hann segir það af hinu góða að reyna að koma á fót Sjávarút- vegsskóla Sameinuðu þjóðanna, en augljóslega ættu íslendingar að vera með iðnnám fyrir sjávarút- veginn, sem væri hugsanlega sam- bland af matvæla- og matreiðsiu- námi. „Það er auðvitað partur af fyrirlitningu okkar á verknámi að vera ekki löngu búin að fram- kvæma þetta,“ segir hann. Sé niðurstaða Stefáns skoðuð hvað varðar nýtingu menntunar í flskvinnslu kemur í ljós að 65,6% starfsfólks hefur almennt grunn- nám, 31,9% er með minna starfs- nám eða bóklegt/verklegt fram- haldsnám og 2,4% með háskóla- menntun. Niðurstaðan er svipuð þegar nýting menntunar í fiskveiðum er skoðuð en þar hafa 44% starfs- manna almennt grunnnám, 42,2% verklegt framhaldsnám, 7,6% minna starfsnám, 3,6% bóklegt framhaldsnám, 1,4% BA-nám og 1,1% MA, MSc. eða doktorsnám. Nær enginn starfer í fískveiðum með sérskólamenntun á háskóla- GANGA EKKIÍTW ATVINNULÍF OG SKÓLI I. I I I L t í c € f i í t f f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.