Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 14
14 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
KARLAKÓR Reykjavíkur var stofnaður árið
1926 af Sigurði Þórðarsyni, sem sijórnaði
kórnum í fjörutíu ár. Sigurður fékk ávallt til
liðs við sig bestu einsöngvara á hverjum tíma
og má þar nefna Stefán Islandi og Guðmund
Jónsson. Síðar tóku aðrir við, til að mynda
Svala Nielsen, Sigurður Björnsson, Kristinn
Sigmundsson, Krislján Jóhannsson, Diddú,
Signý Sæmundsdóttir og fleiri. Síðustu sex ár
hefur Friðrik S. Kristinsson stjórnað kórnum.
Meðal utanlandsferða má nefna ferð til
Norður-Ameríku, Bandaríkjanna og Kanada
1946 og þá var sungið á um það bil sextíu
Karlakór
Reykjavíkur
stöðum. Seinni ferðin var farin árið 1960 og
stóð yfir í tæpa tvo mánuði. Kórnum var
boðið á heimssýninguna árið 1967 í Montreal
og til Kína árið 1979. Árið 1966 leigði kórinn
rússneskt skemmtiferðaskip, Baltika, og
sungu félagar víða um Miðjarðarhafslönd.
Utanlandsferðirnar eru orðnar sautján.
Á plötum er að finna um það bil tvö hundr-
uð lög með Karlakór Reykjavíkur og í ár
koma út tveir hljómdiskar; annar með þekkt-
um og vinsælum verkum íslenskum og erlend-
um. Hinn diskurinn hefur að geyma lög eftir
Sigfús Halldórsson.
Síðastliðið vor kom kórinn fram í fyrsta
sinn í hátíðarbúningi íslenskra karla. í mars
næstkomandi mun Karlakór Reykjavíkur
flytja í fyrsta sinn hér á landi Requiem eftir
Brahms og einsöngvari verður Rannveig
Fríða Bragadóttir.
Karlakórar í uppsveiflu
Mikil gróska er nú í karlakórasöng sem og
öllu tónlistarlífi landsmanna. Að minnsta
kosti fímm karlakórar keppa nú á geisla-
__ ••
plötumarkaðnum. Einar Orn Gunnarsson
hitti að máli formenn Karlakórs Reykjavíkur
og Fóstbræðra og ræddi við þá um
karlakórastarfið.
NIÐURSTAÐAN er sú að það er afskaplega gaman að syngja í
kór, sem veitir mönnum hvort tveggja í senn, listræna og félags-
lega útrás.
TIL merkis um blómlega
starfsemi á meðal karla-
kóra er hin mikla útgáfa
á þeirra vegum. Karlakór-
ar Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst-
bræður halda upp á 70 og 80 ára
afmæli á árinu og senda báðir frá
sér geislaplötur, Karlakór Selfoss er
að gefa út sína fyrstu geislaplötu
og hljómdiskar Karlakórs Keflavíkur
og Karlakórs Akureyrar - Geysis
eru komnir á markaðinn. Karlakórar
og tónlistarlíf almennt á sér tiltölu-
lega stutta sögu hérlendis," segir
Bjarni Reynarson formaður Karla-
kórs Reykjavíkur. „Á seinni hluta
nítjándu aldar voru fyrstu karlakór-
arnir stofnaðir af tónlistaráhugafólki
í Reykjavík. Tengdist starfið Lærða-
skólanum og Dómkirkjunni. Karla-
kórar urðu snemma vinsælir og elsti
starfandi karlakórinn er Þrestir í
Hafnarfirði, sem stofnaður var árið
1912. Áhugi á karlakórasöng var
vaxandi á fyrri hluta aldarinnar og
á flestum stærri þéttbýlisstöðum
landsins og víða í sveitum voru
karlakórar starfandi um miðja öld-
ina. Áhugi á karlakórum minnkaði
vegna tónlistaráhrifa erlendis frá og
á sjöunda og áttunda áratugnum
fækkaði þeim umtalsvert."
„Þegar sjónvarpið kom til sögunn-
ar og íjölbreytni færðist í skemmt-
analíf landsmanna, birtist það meðal
annars í dvínandi áhuga á kórsöng
og minni aðsókn á tónleika, sérstak-
lega úti á landi,“ segir Stefán Hall-
dórsson formaður Fóstbræðra.
„Karlakórar urðu gamaldags í apg-
um margra og þeim fór fækkandi
sem vildu leggja slíkan söng fyrir
sig. Nú ríkir hins vegar offramboð
í fjölmiðlun og þegar hægt er að
velja um á annan tug sjónvarpsrása,
sætta margir sig ekki lengur við að
vera eilífir þiggjendur, þeir vilja láta
eitthvað að sér kveða, vera skapandi
og þá er tilvalið að syngja í kór.“
„Á seinustu árum hefur áhugi á
TONLIST
Illjómdiskar
ÍSLANDS LAG
Karlakór Reykjavíkur. Einsöngur:
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sig-
mundsson. Sljómandi: Friðrik S.
Kristinsson. Undirleikur: Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Jónas Ingi-
mundarson. Tæknideild Ríkisút-
varpsins hljóðritaði í Víðistaðakirkju
1994-96. Tæknimenn Hreinn Valdi-
marsson og Þórir Steingrímsson.
Tónmeistari: Bjami Rúnar Bjama-
son. Japis JAP 9643-2.
KARLAKÓR Reykjavíkur er án
efa víðfrægastur íslenskra kóra.
Hefur kórinn sjaldan eða aldrei
sungið betur en nú. Þessar ágætu
upplýsingar er m.a. að flnna á bak-
síðu bæklings sem fylgir hljómdisk-
inum og það liggur við ég trúi þeim
karlakórssöng farið vaxandi aftur,“
segir Bjarni. „Kórarnir hafa stækkað
og má segja að þeir séu allt annað
hljóðfæri nú en áður. Lagávalið er
eftir að hafa hlýtt á diskinn. Kórinn
er firnagóður og hljómmikill og
greinilegt er að stjórnandainn, Frið-
rik S. Kristinsson, kann sitt fag og
er enginn meðalskussi. Það er ann-
ars merkilegt að hljómur kórsins
virðist hafa „erfst“ milli kynslóða,
en hann varð sjötugur á þessu ári
(kórinn og hljómurinn, sem er þéttur
og öflugur en ekkert tiltakanlega
unaðslega fagur, kannski hefur
stærð kórsins eitthvað með það að
gera?). En það er rétt að sjaldan
hefur hann sungið af meiri styrk (í
öllum skilningi) og af jafn miklum
og ég leyfi mér að segja, músikölsk-
orðið fjölbreyttara þó að kjarninn
sé ætíð sá sami, það er íslensk sön-
glög. Nú er meiri áhersla lögð á
óperukóra og kirkjuleg verk, jafnvel
um aga (fínar áherslur), en auðvitað
hjálpa þar líka til nýjar eða nýlegar
hljóðritanir. Viðkvæmari stemmn-
ingslög, t.d. Nú hnígur sól, eru einn-
ig fallega sungin.
Söngskráin samanstendur af
ellefu velþekktum íslenskum lögum
og fimm erlendum. Islensku lögin
eru flest alþekkt og sígild karlakórs-
lög, ísland, ísland! Ég vil syngja -
nemahvað? - Hér eru líka landið
vort fagra, Sefur sól hjá Ægi, Nótt,
ísland ögrum skorið, Bára blá,
Brennið þið vitar og fleiri alþekkt
lög. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur
einsöng í íslandslagi Björgvins Guð-
eru sungin dægurlög til að ná meiri
vinsældum.“
„Nú ríkir mikil gróska almennt í
starfsemi kóra,“ segir Stefán, „en
segja má að meiri áhugi hafi verið
á blönduðum kórum síðustu tvo ára-
tugina.
Hjá okkur ákváðu til dæmis marg-
ir kórfélagar að hætta í kórnum eft-
ir Bandaríkjaferðina árið 1982 og í
kjölfarið tókst kórnum ekki að end-
urnýja sig eðlilega. Segja má að
nokkur lægð hafi ríkt um miðjan
síðasta áratug, þegar fjöldi kórfé-
laga var um 35 manns.
Síðan þá hefur þetta verið að
breytast og ásókn í kórinn hefur
verið mikil undanfarin ár. Og í haust
gátum við valið úr úrvals söngkröft-
um og núverandi fjöldi kórfélaga er
70.“
Karlakórarnir hafa byggt vin-
sældir sínar og starf á styrktarfé-
lagakerfi.
Það er kreíjandi félagsstarf að
vera í kór. Það eru haldnar skemmt-
anir og/arið í ferðalög og tónleika-
ferðir. í tengslum við kórana eru
kvenfélög og er þetta orðið nokkurs
konar hjónaklúbbur. Á bak við kór-
ana í Reykjavík eru undirkórar eldri
félaga sem halda hópinn.
Til dæmis er til félagsskapur gam-
alla Fóstbræðra, sem er afskaplega
fínn og „fornem" klúbbur sem kem-
ur saman einu sinni í mánuði og
tekur lagið undir öruggri stjórn Jóns
Þórarinssonar, en hann hefur stjórn-
að þeim frá upphafi.
Á íslandi eru nú starfandi tvö
karlakórasambönd, annað er fyrir
Norðurland, það er Hekla og hitt
fyrir Suðurland og það nefnist Katla.
Einnig er til landssamband karla-
kóra. Hérlendis eru um það bil tutt-
ugu virkir karlakórar.
Niðurstaðan er sú að það er af-
skaplega gaman að syngja í kór, sem
veitir mönnum hvort tveggja í senn,
listræna og félagslega útrás.
mundssonar og Draumalandi Sigfús-
ar Eymundssonar og Kristinn Sig-
mundsson í Nótt eftir Árna Thor-
steinson og Bára blá (þjóðlag). Söng-
ur þeirra er í einu orði sagt frábær,
þó hvarflaði að mér að Kristinn væri
of „túlkandi" í Bára blá, kannski kom
ljóðasöngvarinn upp í honum. Það
liggur við að þessi 70 manna kór
hafi einkarétt á Brennið þið vitar,
enda ættu vel samstilltar raddimar
að hljóma gegnum særok og veð-
urgný. Útlendu lögin eru skemmtileg
og vel valin og vel sungin.
Með öðrum orðum ektagóð karla-
kórssöngskrá (engin nýlunda) og
magnaður söngur hjá kór og ein-
söngvurum. Undirleikur (í fjórum
lögum) fyrsta flokks.
Það sama má segja um hljóðritun,
sem hlýtur að hafa verið nokkrum
vanda bundin með svona stórt og
öflugt „hljóðfæri" í ekki stærra rými.
Oddur Björnsson
Aðventutón-
leikar í
Bessastaða-
kirkju
DÆGRADVÖL, lista- og menning-
arfélag Álftaness, stendur fyrir að-
ventutónleikum í Bessastaðakirkju
þriðjudagskvöldið 10. desember kl.
20.30. Þar flytur Bachsveitin í Skál-
holti tónverk og jólasálma frá gam-
alli tíð. Flytjendur eru; Lilja Hjalta-
dóttir barokkfiðla, Rut Ingólfsdóttir
barokkfiðla, Sarah Buckley barokkvi-
ola, Sigurður Halldórsson barokkselló
og Helga Ingólfsdóttir semball.
Bachsveitin í Skálholti hefur starf-
að í áratug og einkum komið fram
á Sumartónleikum í Skálholtskirkju.
Hún er eina kammersveitin hér á
landi sem sérhæfir sig í flutningi
tónlistar fyrri alda og hefur hún afl-
að sér hljóðfræa sem hæfir þeirri
tónjist.
Á efnisskrá sveitarinnar á að-
ventutónleikunum í Bessastaðakirkju
eru verk eftir barokktónskáldin HIF
Biber, M. Cazzati og G. Ph. Tele-
mann og verða sum þessara verka á
tónleikaskránni í Frakklansferðinni.
Auk þess flytur Bachsveitin jóla-
sálma í útsetningu H.L. Hasslers og
J.S. Bachs.
Sýningar
í Sýnirými
SÝNINGAR í Galleríkeðjunni Sýni-
rými í desember eru eftirfarandi;
í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg
sýnir að þessu sinni Lýður Sigurðs-
son, en tengsl við sýningu hans má
finna á internetinu:
http//www.centrum.is/svidsmyndir.
Vilhjálmur Vilhjálmsson sýnir í gall-
erí Barm, berandi er Gera Lynd
Stytzel, myndlistarkona frá New
York. Um miðjan mánuðinn mun
Barmur síðan fara frá New York
niður til Minneapolis. í símsvaragall-
eríinu Hlust (s. 551-4348) sýnir
Haraldur Jónsson verkið „Hreimur".
Í síðasta mánuði hóf Haraldur boð-
hlaupssýningu sína í Galleríkeðjunni
Sýnirými með verki í Barmi og mun
hann í næsta mánuði ljúka henni í
Sýniboxi.
Smámyndir
í Gallerí Jörð
NÚ stendur yfir smámyndasýning í
Innrömmum - Gallerí Jörð, Reykja-
víkurvegi 66 í Hafnarfirði.
Fimm hafnfirskir listamenn eru
þar með samsýningu á smámyndum I
í Gallerí Jörð. Listamennirnir eru; ^
Gunnar Hjaltason, Halidór Árni
Sveinsson, Jón Gunnarsson, Sigur- 1
björn Ó. Kristinsson og Yngi Guð-
mundsson. Sýningin stendur til 22.
desember og er opin mánudaga til
föstudaga kl. 11-18, laugardaga og
sunnudaga kl. 12-16.
Sýningu Ebbu
Júlíönu að ljúka i
SÝNINGU Ebbu Júlíönu Lárusdóttur i
í Sparisjóði Garðabæjar við Garða- )
torg lýkur í dag, sunnudag.
Ebba Júlíana sýnir þar glerlist og
hefur aðsóknin verið góð, segir í kynn-
ingu. Auk þess verða listmunir henn-
ar áfram til sýnis í Listgallerí, List-
húsinu í Laugardal og í Rúbín, Kefla-
vík. Sýningin er opin frá kl. 14-17.
Aukasýning j
á „Hrólfi“ i
i
ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurtaka
leikritið „Hrólfur" í flutningi Spaug-
stofunnar næstkomandi mánudag 9.
desember kl. 21 í Listaklúbbi Leikhú-
skjallarans.
Spaugstofumenn leika öll hlut-
verk, jafnt konur sem karla. Spaug-
stofumenn skipa þeir Sigurður Sig-
uijónsson, Öm Árnason, Pálmi
Gestsson, Karl Ágústs Úlfsson og f
Randver Þorláksson. Húsið er opnað L
kl. 20.30 en flutningurinn hefst kl. .
21. Aðgangur er 500 kr. en 400 kr. *
fyrir meðlimi Listaklúbbsins.
KARLAKÓRINN Fóstbræður á rætur sínar
að rekja til söngstarfs innan vébanda KFUM
þar sem séra Friðrik Friðriksson var driffjöðr-
in. Reglulegu kórstarfi var komið á 1911 en
stofnun kórsins er miðuð við nóvembermánuð
árið 1916 þegar Jón Halldórsson er ráðinn
söngstjóri. Kórinn hét upphaflega Karlakór
KFUM en því nafni var breytt í Fóstbræður
árið 1936. Kórinn hefur farið I fjölmargar
utanlandsferðir og má sem dæmi nefna ferð
til Finnlands og Sovétríkjanna árið 1961 en ^
þá hélt kórinn m.a. eftirminnilegan konsert í
Fóstbræður
Tsjaíkovskíj-höllinni í Moskvu. Þá var kórinn
fulltrúi íslands við opnun menningarhátíðar-
innar Scandinavia Today í Kennedy Center í
Washington í september árið 1982. Kórinn
hefur tvívegis unnið til verðlauna I alþjóð-
Iegri keppni kóra. Fóstbræður sáu um allan
söng karlakórsins í kvikmyndinni um karla-
kórinn Heklu.
Núverandi söngstjóri er Árni Harðarson,
píanóleikari og tónskáld, en hann var ráðinn
árið 1991. Geislaplatan „Stiklað á stóru“,
þar sem Fóstbræður sungu við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, kom út fyrir þrem-
ur árum og í tilefni 80 ára afmælisins á þessu
ári er nýkomin út geislaplatan „Ár vas alda“.
Efnið á plötunni er allt íslenskt, allt frá þjóð-
lögum til nútímans. Það nýjasta er eftir söng-
stjórann Árna Harðarson, Spjótalög 2, sem
hann samdi sérstaklega fyrir kórinn við sam-
nefnt ljóð Þorsteins frá Hamri.
Island, Island!
Eg vil syngja!