Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 16
16 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Aðventu- og
minningartónleikar
KÓR Öldutúnsskóla heldur að-
ventu- og minningartónleika í
Víðistaðakirkju þriðjudaginn 10.
desember kl. 20. Þar kemur kór-
inn fram í þremur hópum með á
annað hundrað kórfélögum auk
gesta. Efnisskráin er fjölbreytt
en þar má finna fjölda laga, inn-
lendra og erlendra.
Gestir kórsins á þessum tón-
leikum eru söngkonurnar Hanna
Björk Guðjónsdóttir og Margrét
Pálmadóttir en þær eru báðar
fyrrverandi kórfélagar.
Tónleikarnir eru helgaðir
minningu Berglindar Bjarna-
dóttur, en þann 10. desember eru
liðin rétt 10 ár frá andláti henn-
ar. Berglind var ein af stofnend-
um kórs Öldutúnsskóla 1965 og
fyrsti einsöngvari hans. Hún lét
mjög að sér kveða á fyrstu mót-
unarárum kórsins og starfaði þar
af miklum dugnaði allt til ársins
1974.
Stofnandi og stjórnandi Kórs
Öldutúnsskóla er Egill Friðleifs-
son.
KÓR Öldutúnsskóla heldur aðventu- og minningartónleika
í Víðistaðakirkju á þriðjudag.
Gjafir og góð kaup
Morgunblaðið/Golli
VALGERÐUR Guðlaugsdóttir. Rauða serían. VII.
Leikrit
byggt á
ljóðum
Tómasar
LEIKRIT Karls Ágústs Úlfssonar,
Fagra veröld, verður frumsýnt á
Stóra sviði Borgarleikhússins 11.
janúar næstkomandi, á 100 ára
afmæli Leikfélags Reykjavíkur.
Fagra veröld er leikrit byggt á
ljóðum Tómasar Guðmundssonar
með tónlist eftir
Gunnar Reyni
Sveinsson.
Um Tómas segir
í kynningu: „Orð-
snilld hans, marg-
þætt skírskotun
sem ljóð hans
höfðu og makalaus
frumleiki í meðferð
málsins hitti ís-
lendinga í hjartastað. Og á meðan
önnur skáld og talsverður hluti
þjóðarinnar lýstu af bölmóði og
vandlætingu siðspillingunni í höfuð-
borg landsins og hörmuðu fólks-
flóttann úr blómlegum og óspilltum
sveitunum, gerði Tómas hina und-
arlegu „stórborg" Reykjavík spenn-
andi, rómantíska og fjörmikla, gerði
hana að borg æsku og_ ásta“.
Meðal leikara eru Ásta Arnar-
dóttir, Árni Pétur Guðjónsson,
Bjöm Ingi Hilmarsson, Ellert A.
Ingimundarson, Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir^ Helga Braga Jónsdótt-
ir, Hinrik Olafsson, Jóhanna Jónas,
Jón Hjartarson, Kjartan Guðjóns-
son, Margrét Helga Jóhannsdóttir,
María Ellingsen, Pétur Einarsson,
Sóley Elíasdóttir, Theódór Júlíusson
og Þórhallur Gunnarsson.
Söngstjóri er Jóhanna V. Þór-
hallsdóttir söngkona. Lýsing er í
höndum Lárusar Bjömssonar. Leik-
mynd og búninga sér Sigutjón Jó-
hannsson um og leikstjóri er Brynja
Benediktsdóttir.
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
MÁLVERK O.FL.
Ný aðföng Listasafns Reykjavíkur
1991-96. Opið kl. 10-18 alla daga til
22. desember. Aðgangur 300 kr;
sýningarskrá 200 kr.
ÞAÐ er bundið í lög um Listasafn
íslands að eitt meginhlutverk þess
sé að eignast og varðveita myndlist
með skipulegum hætti, og Listasafn
Reykjavíkur sinnir sömu skyldum í
samræmi við starfsreglur, sem borg-
aryfirvöld setja því. Vegna þessa er
athyglisvert að fá með nokkurra ára
bili tækifæri til að sjá hvernig söfnin
gegna þessum skyldum sínum, þ.e.
hvað þau hafa eignast af listaverkum
og með hvaða hætti þau verk gefa
nokkra mynd af þróun myndlistar-
innar.
Sýningin á nýjum listaverkum sem
Listasafn Reykjavíkur hefur eignast
á síðustu fimm árum fyllir allt sýn-
ingarrými Kjarvalsstaða, og er þá
aðeins kominn lítill hluti þess sem
safninu hefur áskotnast á þessu
tímabili. Samkvæmt orðum Guðrún-
ar Jónsdóttur formanns menningar-
málanefndar Reykjavíkurborgar í
formála aðfangaskrár hefur safnið
vaxið um tæplega tvö þúsund lista-
verk á þessu tímabili, og munar þar
mest um stórmannlega gjöf Guðrún-
ar Nielsen á rúmlega níu hundruð
teikningum eftir Alfreð Flóka. í
skránni er einnig ánægjulegt að sjá
að listaverkaeign safnsins vex ekki
aðeins fyrir innkaup, heldur ekki síð-
ur fyrir gjafir ýmissa aðila, bæði
innlendra og erlendra, og er listafólk-
ið sjálft þar framarlega í flokki. Er
ánægjulegt að sjá með þessum hætti
þá velvild, sem safnið nýtur í raun
hjá breiðum hópi listunnenda.
Fyrir tveimur árum urði skipti á
yfirstjóm Reykjavíkurborgar og þar
með menningarmálanefnd. Núver-
andi meirihluti lýsti m.a. í sínum
kosningaundirbúningi því vafasama
markmiði að hlutur kvenna þyrfti að
aukast í innkaupum listaverka. Af
þeim listum yfír aðföng sem fylgir
sýningunni nú verður þó ekki séð að
hér hafi orðið afgerandi breyting, og
er það vel. Má af þessu helst ráða
tvennt; að hlutur listakvenna hafi
verið og sé enn góður hvað varðar
innkaup listaverka, og að fram-
kvæmdin sé viðurkenning á að í raun
sé rangt að líta á þennan málaflokk
út frá þröngum kynjahlutföllum -
gæði listarinnar hljóti að ráða.
Sýningunni má í grófum dráttum
skipta í þijá hluta. I vestursal og á
vesturgangi em einkum verk sem
gefa nokkra yfirsýn yfir það sem
hefur verið að gerjast í íslenskri
myndlist á síðustu árum, í miðrými
eru gjafaverk eftir erlenda listamenn
sem og nokkur verk Stefáns Jónsson-
ar (Stórvals), og í austursal eru verk
sem fylla enn betur en áður inn í
þá mynd, sem safnið í heild gefur
af ýmsum tímabilum í sögu myndlist-
ar á Islandi.
Þessi skipting tekst ágætlega svo
langt sem hún nær, enda getur sýn-
ingin aðeins gefið örlitla mynd af
þeim mikla fjölda verka, sem safnið
hefur eignast. Flestir munu eflaust
dveljast í vestursalnum, þar sem er
að finna mörg skemmtileg listaverk
yngri listamanna, en vert er að benda
á að í austursal eru einnig ýmsir
gullmolar, sem eflaust eiga eftir að
njóta sín enn betur í samhengi sér-
tækari sýninga.
Hér er ekki ástæða til að ræða
einstök verk eða listamenn, enda eru
verkin vel á annað hundrað og lista-
fólkið skiptir tugum. Hér er mikil-
vægast að nefna að nær allt sem hér
getur að líta virðist falla vel að heild-
inni; verkin eiga erindi í sínu sam-
hengi og eru fullgildur hluti af list-
sköpun sinnar samtíðar. Allt listrænt
mat umfram það hlýtur að bíða sög-
unnar.
Samhliða sýningunni fer fram
kynning á því merka starfi sem er
unnið í safnakennslu undir hand-
leiðslu starfsfólks safnsins. Safna-
kennslan hefur nokkur undanfarin
ár án efa skilað meiru en flest annað
í auknum myndlistaráhuga og
ánægju skólanemenda sem og ann-
arra, sem hafa notið leiðsagnar
safnakennara á listsýningum á hverj-
um tíma. Er rétt að hvetja fólk til
að kynna sér þessa þjónustu og nýta
hana eftir föngum til að njóta sem
best þeirra sýninga, sem þannig eru
kynntar.
Eiríkur Þorláksson
Tómas
Guðmundsson
Fjögur hundruð
ára veraldlegir
söngvar Musica
Antiqua eru
fluttir á upp*
runaleg hljóð-
færi. Söngvarar
eru Marta Hall-
dórsdóttir og
Sverrir Guðjóns-
/
Vóndud (ónlist í ffutningi fagfóiks
Bók um
Vatnajökul
ÚT ER komin bókin Vatnajökull
- frost og funi eftir Ara Trausta
Guðmundsson og Ragnar Th.
Sigurðsson.
I bókinni eru um 50 ljósmynd-
ir og texti, sem skýra frá undra-
heimi Vatnajökuls. Fjallað er um
nýliðið gos og hlaupið í kjölfar
þess, sagt frá öðrum eldstöðvum
ogjarðhitasvæðum í jöklinum.
Einnig er sagt frá framhlaupum
skriðjökla í vestanverðum Vatna-
jökli fyrir fáeinum árum og vísað
til vegar í þjóðgarðinum í Skafta-
felli.
Höfundar gefa bókina út sjálf-
ir í íslenzkri og enskri útgáfu.
Bókin er 48 síður, 24x26 sm, og
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Verð: íslenzk útgáfa 1.900 krón-
ur og ensk 2.075 krónur.
Morgunblaðið/Ásdis
HÖFUNDARNIR Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sig-
urðsson við ísjaka, sem hlaupið bar úr Skeiðaráijökli og fluttur
var til Reykjavíkur m.a. í tilefni af útkomu bókar þeirra.
Nýtt tímarit
• HA USTHEFTI Skírnis, 170.
árgangs, er að þessu sinni með
rómantísku ívafi. Þórir Óskarsson
skrifar grein um hugtakið rómantík
í íslenskri bókmenntasögu 19. ald-
ar, Sigríður Al-
bertsdóttir, fjallar
um ásjónur ástar-
innar í nýróman-
tískum ljóðum
Davíð Stefánsson-
ar og Klaus Böldl
ræðir um róman-
tíska túlku Þjóð-
veija á íslenskum
Eddum og áhrif
hennar á Niflungahring Richards
Wagners. Davíð E. Erlingsson á í
heftinu grein um sannleikagerð frá-
sagna í ljósi Göngu-Hrólfs sögu,
Ármann Jakobsson sýnir fram á
mikilvægi Hallberu í Urðarseli fyrir
skilning á Sjálfstæðu fólki og Guð-
rún Björk Guðsteinsdóttir fjallar um
lífsskoðun og skáldskap vestur-
íslenska skáldsins Stephans G. Step-
hanssonar. Þá er birt þýðing Geirs
Sigurðssonar á Sögu mannkyns eft-
ir ítalska heimspekinginn Giacomo
Leopardi.
í Skírnismálum fjallar Jón Sig-
urðsson um þróun háskólamála hér
á landi og heimspekingarnir Krist-
ján Kristjánsson og Mikael M.
Karlsson skiptast á skoðunum um
lauslæti. Þeir Eiríkur Guðmundsson
og Lars Lönnroth skrifa greinar um
bækur. Skáld Skírnis að þessu sinni
eru Elísabet Kristín Jökulsdóttir og
eru birt eftir hana þijú Ijóð. Mynd-
listarmaður Skírnis er Magnús Páls-
son. Ólafur Gíslason fjallar um verk
eftir Magnús.
Ritstjórar Skírnis eru Jón Karl
Helgason og Róbert H. Haraldsson.
Nýjar bækur
• BRÚÐUHÚSIÐ er spennusaga
eftir Evelyn Anthony. Þetta er
önnur bók þessa breska metsöluhöf-
undar sem Vaka-Helgafell gefur út
en í fyrra kom út bókin Uppljóstrun.
„í kynningu segir: „Rósa Bennet
er einn efnilegasti starfsmaður
bresku leyniþjónustunnar. Hún er
að jafna sig eftir skilnað þegar henni
er falið að gera venjubundna athug-
un á einum af fyrrverandi njósnur-
um hennar hátignar, Harry Oak-
ham. Kalda stríðinu er lokið og
Oakham farinn að reka hótel úti í
sveit, Hótel Brúðuhúsið. Þar skráir
Rósa sig inn sem gestur.“
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Bókin er 288 bls. að lengd. Þorberg-
ur Þórsson þýddi en kápan var hönn-
uð hjá Vöku-Helgafelli. Bókin var
prentuð í Portúgal. Leiðbeinandi
verð 2.480 kr.
• VÍSNA GAMAN og vinamál er
eftir Hörð Zóphaníasson. Það er
skátafélagið Hraunbúar, St. Ge-
orgsgildin á íslandi og Bandalag
íslenskra skáta sem standa að út-
gáfunni, en Hörður hefur samið
mikinn fjölda ljóða og söngtexta
fyrir skátahreyfinguna.
Bókin skiptist í
þijá kafla sem
nefnast: Úr ýmsum
áttum, Pjölskyldan
og Skátastarfið. í
fyrsta kaflanum
má finna ljóð af
ýmsu tagi, tæki-
færisljóð, ættjarð-
arljóð, ljóð trúar-
legs eðlis og af-
mælisljóð. Annan kaflann hefur
Hörður tileinkað fjölskyldu sinni.
Þriðja kafiann tileinkar Hörður
skátastarfinu. Flest þeirra ljóða eru
samin við sönglög en einnig má
finna bálbænir og tækifærisljóð.
„Bókin er létt aflestrar þar sem
fjölbreytileikinn er mikill, saman fer
léttleikinn og erfiðu stundirnar, rétt
eins og í lífinu sjálfu,“ segir í kynn-
ingu.
Útgefandi er Bandalag íslenskra
skáta. Bókin geymir 223 Ijóð á 224
síðum. Myndskreytingar gerði Mar-
ía Krista Hreiðarsdóttir. Hönnunar-
húsið vann bókina ogPrentbær
prentaði.
Þórir
Óskarsson