Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 19
1. mynd. Þéttleiki
ózonlagsins
350
300
250
j
í 200
I
: 150
i
100
50
Mælingar hðfust 1971 -y Ósonlagid talið stöðugt áður |
Mælingar yfir Halley-flóa á Suðurskautslandinu l 1 1 1 Æviskeið nýfædds barns “i
1600 1700 1800 1900 2000 2100 2200
Ár
3. mynd. Koltvísýrlingur
í andrúmsloftinu
Cq
900
800
700
600
500
400
300
S|
1 200
100
0
Tl /
VÁ / /
j
//
Hættusvæði
Varúðarsvæði ^
'' Koltvísýrlingsaukningin og framtíðarspá, án aðgerða , 1 1 Æviskeið nvfædds barns
1600 1700 1800 1900 2000 2100
Ar
2200
Mynd 5 sýnir í grófum dráttum
hafstraumana frá suðurheim-
skautinu til norðurheimskautsins.
Kaldur straumur leitar neðansjáv-
ar suður en heitur á yfirborðinu
norður fyrir hrygginn, sem liggur
þvert yfir Atlantshafið og Ísland
er á. Norðan þessa hryggjar
myndast kröftug dæla. Undir ís-
þekjunni er vatnið saltara. Það
sekkur og þrýstist yfir hrygginn.
í staðinn fer heitari straumurinn
(Golfstraumurinn) norður yfir
hrygginn. Ef ísþekjan minnkar
verulega dregur mjög úr þessari
hringrás. Þá er líklegt að Golf-
straumurinn leiti fyrr austur með
lítilli aðkomu á íslandi. Ekki þarf
að fara mörgum orðum um afleið-
ingarnar af slíku fyrir okkur ís-
lendinga.
Svipaða sögu má segja um inn-
grip mannsins í gróður jarðar.
Skógunum er eytt, gróðurmoldin
skolast eða fýkur burt og eyði-
merkumar stækka. Sama er að
segja um hafið, þar sem eiturefnin
safnast saman.
Vaxandi áhyggjur
Eins og fyrr segir hafa áhyggjur
af þessari þróun farið vaxandi.
Margar vísindastofnanir vinna að
athugun á þessum sviðum. Fjöl-
mörg frjáls félagasamtök hafa ver-
ið mynduð. Reynt er að vekja at-
hygli á hinni geigvænlegu þróun
og hvetja til breytinga og ráðstaf-
ana áður en of seint verður.
Hingað til lands hafa komið
ýmsir fræði- og áhugamenn um
umhverfismál. Einn af þeim fyrstu,
sem. ég kynntist, er dr. Gerald
Barney, forseti Millennium Instit-
ute í Bandaríkjunum. Hann varð
fyrst þekktur af því að skrifa fram-
tíðarspá fyrir Carter, fyrrum
SJÁ NÆSTU SÍÐU
sýrlingi (CO2 í andrúmsloftinu allt
frá árinu 1600 og spá um marg-
faldan vöxt þess á næstu öld, ef
svo heldur fram sem horfir með
stórvaxandi brennslu á kolefnum
og eyðingu skóganna, sem draga
til sín koltvísýrling.
Á nýlegum fundi í alþjóðastofn-
un Sameinuðu þjóðanna um
veðurfarsbreytingar náðist loks
samstaða um mat á áhrifum hinna
ýmsu lofttegunda. Niðurstaðan er
sýnd á mynd 4. Súlurnar sýna
mældar breytingar á hitastigi frá
1860 og brotna línan sýnir hvað
hitastig hefði átt að hækka, ef
eingöngu er tekið tillit til áhrifa
af koltvísýrlingi, en heila línan
sýnir hins vegar áhirfin ef jafn-
framt er tekið tillit til kólnunar
vegna áhrifa annarra lofttegunda.
Síðustu áratugina hefur sú lína
fylgt mjög mældri breytingu á
hitastigi jarðar.
Niðurstaða stofnunarinnar er
birt í skýrslu, sem kom út á þessu
ári. Líklegast er t.alið að hitastig
á jörðu hækki á næstu öld um 2°
C. Þá hefur verið tekið tillit þeirra
aðgerða, sem telja má að sam-
staða geti náðst um á næstu árum
til þess að draga úr útstreymi
umræddra lofttegunda. Reyndar
breytir það ekki miklu í nánustu
framtíð því svo gífurlegt magn er
af þessum lofttegundum þegar í
andrúmsloftinu, að það mun taka
áratugi, ef ekki aldir, að ná jafn-
vægi á ný.
Stofnunin telur, að lágmarks-
hitahækkun verði 1° C, en geti
orðið allt að 3,5° C.
Sumum kann að virðast að ekki
saki að hitastig hækki um eins
og 2° C. I þeim efnum er þó sem
fyrr ekki allt gull sem glóir. Talið
er að eftirtaldar breytingar verði
við hækkun hitastigs um 2° C:
1. Yfirborð sjávar hækkar um
50 cm.
2. Meginlöndin hlýna meira en
hafið.
3. Vetur verða mildari á norður-
slóðum.
4. Hringrás vatnsins verður
hraðari (úrkoma eykst).
5. Hafstraumar í Norður-Atl-
antshafi verða veikari.
6. Óveður verða tíðari.
Reyndar virðist sumt af þessu
þegar farið að koma fram. Víða
um heim eru óveður orðin meiri
en áður var. Tryggingagjöld vegna
óveðurstjóns eru þegar nálægt
fimmfalt meiri á þeim áratug sem
nú er en þau voru á þeim síðasta.
Þessar breytingar mundu m.a.
hafa eftirgreindar afleiðingar í för
með sér:
1. Einn þriðji til helmingur jökla
hverfa.
2. Staðbundinn vatnsskortur
eykst.
3. Staðbundin vandamál verða
í landbúnaði.
4. Smáeyjar og láglend strand-
svæði fara undir vatn.
5. Gróðurfarsbreytingar verða
miklar.
Golfstraumurinn
Fyrir okkur íslendinga er ekki
síst áhugavert að líta á spá um
veikari hafstrauma í Norður-Atl-
antshafinu.
Nýjar sjálfsafgreiðslustöðvar hafa opnað við
• Fjarðarkaup í Hafnarfirðl.
• Melabraut í Hafnarfirði.
• Starengi i Grafarvogi.
Þar færð þú ódýrt eldsneyti og þar er opið allan sólarhringinn.
OB stöðvarnar seíja gæða-eidsneytí frá Statoil í Noregi