Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 21 Forseti ASI segir að viðræðum verði haldið áfram við BSRB Lausnin verður að finnast fyrir áramót GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist ekki trúa öðru en að ASÍ og BSRB leysi ágreining samtakanna um í hvaða stéttarfé- lögum starfsmenn Pósts og síma verða þegar fyrirtækið hefur ver- ið gert að hlutafélagi. Nauðsyn- legt sé að lausn á deilunni finnist fyrir áramót, Viðræður hafa stað- ið um þetta milli samtakanna og þeim verður haldið áfram eftir helgi. Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, brást mjög hart við álykt- un miðstiórnar ASÍ frá 4. desem- ber, en þar er þeirri skoðun lýst að með breytingu ríkisfyrirtækja í hlutafélög séu ekki framar til staðar þær lagalegu hindranir sem staðið hafi_ í vegi fyrir að aðildarfélög ASÍ geti farið með samningsrétt fyrir hönd þeirra starfsmanna fyrirtækjanna sem starfa í starfsgreinum þeirra. Ögmundur sagði þessa ályktun fallna til að grafa undan réttinda- baráttu starfsfólks Pósts og síma þegar það ætti í viðkvæmum við- ræðum. Rafiðnaðarsambandið, VR, Dagsbrún og fleiri félög innan ASI leggja áherslu á að starfsmenn sem ráðnir verða til Pósts og síma eftir að fyrirtækið verður orðið að hlutafélagi verði félagsmenn í þeim en ekki Póstmannafélaginu eða Félagi íslenskra símamanna. Ögmundur hafnar þessu alfarið. Tvískiptur vinnumarkaður Grétar sagði að ályktun mið- stjórnar ASI hefði verið gerð í kjölfar viðræðna stéttarfélaga inn- an ASÍ við einstök félög opinberra starfsmanna, en þær viðræður hefðu ekki skilað árangri. „Álykt- unin var sett fram til að vekja athygli á því að náist ekki sam- komulag milli stéttarfélaga á al- mennum vinnumarkaði og sam- taka opinberra starfsmanna vegna einkavæðingar ríkisfyrirtækja er verið að setja í uppnám þær leik- reglur á vinnumarkaði sem þróast hafa með samningum á undan- förnum áratugum. Með ályktun- inni er ASÍ að ítreka að þegar stórfelldar breytingar verða á hluta vinnumarkaðarins er það skylda samtaka launafólks að setj- ast niður og komast að sameig- inlegri niðurstöðu." Grétar sagði að um stéttarfélög á íslandi giltu tvenns konar laga- rammar og á þeim væru grundvall- Fimm bíla árekstur FIMM bíla árekstur varð á Hafnar- íjarðarvegi skömmu fyrir hádegi á föstudag. Tveir voru fluttir á slysa- deild með sjúkrabíl, en áverkar þeirrar eru ekki taldir alvarlegir. Tildrög slyssins voru þau að strætisvagn á leið um Hafnarfjarð- arveginn dró mjög snögglega úr ferð. Engum togum skipti að tvær bifreiðar lentu aftan á honum, en aðrar tvær sem reyndu að sveigja fram hjá rákust í vinstra horn vagnsins og enduðu ferð sína utan vegar. Talsvert tjón varð á ökutækjun- um og þurfti að draga eitt þeirra á brott með kranabifreið. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði er ekki ljóst hvers vegna ökumaður strætis- vagnsins 'hemlaði jafn snögglega og raun ber vitni. armunur, annars vegar vinnulög- gjöfin frá árinu 1938 og hins veg- ar lög um kjarasamninga opin- berra starfsmanna frá árinu 1986. Verið að brjóta niður skipulag á vinnumarkaði „Þegar ríkisfyrirtæki eru einkavædd hætta þau að falla undir lögin um kjarasamning op- inberra starfsmanna og starfa því á almennum vinnumarkaði. Stefna ASÍ hefur verlð sú að reyna að ná kjarasamningum við alla atvinnurekendur á almennum markaði til að tryggja félagsaðild sem allra flestra á vinnumarkaði og tryggja að lágmarkskjör og réttindi séu virt í hvívetna. Með samn- ingsbundnum for- gangsréttarákvæð- um, sem hafa verið virt í verki á undan- förnum áratugum, eftir að launafólk hafði háð harða bar- áttu fyrir tilverurétti samtaka sinna, hef- ur verið komið í veg fyrir innbyrðis átök launafólks sem að- eins geta veikt sam- tök þeirra og rýrt kjör og réttindi. ASl hefur engar kröfur gert um að einstök stéttarfélög verði lögð niður og ítrekar vilja sinn til samstarfs og samvinnu til að forða átökum á almennum vinnu- markaði. ASI harmar ef samtök opinberra starfsmanna telja það þjóna hagsmun- um launafólks að ganga fram fyrir skjöldu í því að bijóta niður það skipulag á vinnu- markaði og þær grundvallarreglur sem launafólk í stétt- arfélögum hefur bar- ist fyrir að byggja upp áratugum sam- an. Slíkt mun ein- göngu veikja heild- arsamtök launafólks og þar með vinna gegn hagsmunum allra á vinnumarkaði," sagði Grétar. Það er skemmtilegt w að spara í Æskulínu Búnaðarbankans Þar fá allir félagar bæði vexti og verðlaun NÝIR FÉLAGAR ERU ALLTAF VELKOMNIR Þeir sem vilja gerast félagar geta komið í næsta Búnaðarbanka og gengið í Æskulínuna með því að leggja 1000 kr. inn á Stjörnubók Æskulínunnar (30 mán. bundinn reikn- ingur). Þeir fá þá afhent límmiðaspjald, bol og sparibaukinn Snæfinn eða Snædísi. SPARAÐU FYRIR VERÐLAUNUM Þeir sem eru duglegir að spara í Æskulínunni eiga möguleika á verðlaunum. í hvert sinn sem sparibaukurinn er tæmdur og lagt er inn á Stjörnubók Æskulínu fá krakkar flottan límmiða sem þeir safna.Tvisvar á ári eiga þeir möguleika á verðlaunum. Leikfangasaga á myndbandi og lukkupottur Nú er komið myndband með Leikfangasögu sem þú getur keypt í næstu verslun. Með myndbandinu fylgir þátttökuseðill fyrir nýja og núverandi félaga í Æskulínu Búnaðarbankans og gildir hann í Lukkupott Leikfangasögu. í hverjum mánuði verða dregin út nöfn tíu krakka sem fá verðlaun og stendur þessi leikur til I. júní 1997. TW7 STORY c Disney P I X A R Vertu með því það er leikur að spara í Æskulínu Búnaðarbankans. BUNAÐARBANKINN Trauslur banki Grétar Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.