Morgunblaðið - 08.12.1996, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
PÉTUR Benediktsson ásamt Hilmari Foss í apríl 1940. Myndin er tekin i London.
Eftir Jóhannes Nordal.
EGAR ég minnist þess nú í dag,
að 90 ár eru liðin frá fæðingu
Péturs Benediktssonar, sendi-
herra og bankastjóra, hvarflar
hugurinn til fyrsta fundar okkar í
London seint í nóvember 1943. Ég
var á leið til þess að hefja háskólanám
í Englandi og hafði komið til borgar-
innar eldsnemma morguns með næt-
urlest frá Edinborg. Sá ég þann kost
vænstan að taka leigubifreið áleiðis
til íslenzka sendiráðsins, og var það
undarleg tilfínning að aka um nánast
auðar götur stórborgarinnar, þar sem
svöðusárin eftir loftárásir Þjóðveija
blöstu hvarvetna við. Skrifstofur
sendiráðsins voru enn lokaðar, en
sendiherrann risinn úr rekkju, og
bauð hann mér þegar að snæða með
sér morgunverð í íbúð sinni ofan við
sendiráðsskrifstofumar. Tók hann
mér eins og gömium kunningja, og á
þessari skemmtilegu morgunstund
gerði ég mér þegar grein fyrir óvenju-
legum hæfileikum og mannkostum
Péturs Benediktssonar, sem ég átti
eftir að njóta í svo ríkum mæli, þegar
við urðum samstarfsmenn og nánir
vinir mörgum ámm síðar.
Pétur Benediktsson hafði, þegar
þetta var, verið sendifulltrúi og síðar
sendiherra Islands á Bretlandi í þijú
og hálft ár og hafði getið sér mikið
orð fyrir hæfíleika og skömngsskap
í starfí. Hann var glæsimenni í allri
framgöngu, fríður sýnum, dökkhærð-
ur og skarpleitur, augnaráðið hyasst,
en aldrei langt í glettni og hlátur,
þegar eitthvað spaugilegt bar á góma.
Var auðséð, að hann var mikill mála-
fylgjumaður, sem var jafnvígur hvort
sem hann beitti þekkingu, rökfími eða
persónutöfrum til að vinna málum
sínum framgang.
Pétur var fæddur í Reykjavík,
næstelztur bama Benedikts Sveins-
sonar, alþingismanns og bókavarðar,
og Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey.
Bar hann einkenni ættmenna sinna í
sterkri skapgerð, fróðleiksfýsn og ást
á íslenzkri menningu og tungu. Eftir
stúdentspróf 1925 settist hann í laga-
deild og lauk lögfræðiprófí snemma
árs 1930. Um mitt árið tók hann síð-
an við starfí ritara í danska utanríkis-
ráðuneytinu, en samkvæmt sam-
bandslögunum frá 1918 var stefnt
að því, að íslendingar fengju stöður
í utanríkisþjónustunni dönsku til þess
að afla sér þeirrar reynslu og þekking-
ar, sem þeim væri nauðsynleg, er
þeir tækju sjálfír við þessum málum.
Var Pétur annar íslendinga til þess
að taka við slíku starfi og vann hann
síðan við dönsku utanríkisþjónustuna
í nærri áratug. Starfaði hann lengst
af við ráðuneytið í Kaupmannahöfn,
en var auk þess um tíma í sendiráði
Dana á Spáni, auk alllangrar náms-
dvalar í Frakklandi.
Hinn 1. september 1939 var Pétur
skipaður sendiráðsritari við sendiráð
Dana í London. Reyndist það honum
örlagaríkt, en sama dag skall síðari
heimsstyijöldin á með árás Þjóðveija
á Pólland. Ekki leið á löngu, áður en
Ijóst var, að ísland hlyti að dragast
inn í hringiðu átaka stórveldanna, þar
sem landið var staðsett á miðjum víg-
velli Norður-Atlantshafsins, þar sem
barizt var um yfírráð mikilvægustu
siglingaleiða milli Evrópu og Norður-
Ameríku. Islendingar áttu einnig stór-
aukinna viðskiptahagsmuna að gæta
í Bretlandi, eftir að samgöngur við
meginland álfunnar lokuðust. Þegar
teknir voru upp viðskiptasamningar
við Breta haustið 1939 undir forustu
Sveins Bjömssonar, var Pétur Bene-
diktsson ráðinn aðstoðarmaður ís-
lenzku nefndarinnar með leyfí danska
sendiráðsins. í febrúar 1940 tók Pét-
ur síðan við fullu starfí sem fulltrúi
íslenzku viðskiptanefndarinnar og
hætti um leið öllum störfum fyrir
danska sendiráðið. Rak nú hver stór-
viðburðurinn annan. Með hernámi
Danmerkur 9. apríl rofnaði allt sam-
band Islendinga og sambandsþjóðar-
innar, og Alþingi ákvað því, að Islend-
ingar tækju konungsvald og utanrík-
ismál í sínar hendur. Hinn 27. apríl
var Pétur Benediktsson skipaður
sendifulltrúi íslands í Bretlandi og
síðar sendiherra, og það kom því í
hans hlut að stofna fyrsta sendiráð
íslands utan Danmerkur. Fljótlega
hlóðust á hinn unga sendiherra gífur-
leg störf, ekki sízt í viðskiptamálum,
enda olli styijöldin því, að atbeina
stjómvalda var þörf á nánast öllum
sviðum viðskipta og samgangna landa
í millum. Enn fjölgaði úrlausnarefn-
um, þegar Bretar hernámu íslands
10. maí og fslendingar leituðust við
að marka sér sjálfstæða utanríkis-
stefnu og veija hagsmuni þjóðarinnar
eftir beztu getu.
Pétri líkaði vel í London þrátt fyrir
styijaldarástandið og naut þess að
glíma við þau margvíslegu verkefni,
sem sendiráðinu voru falin. Honum
var það því lítt að skapi, þegar utan-
þingsstjómin ákvað að skipa hann
fyrsta sendiherra íslands í Rússlandi
vorið 1944, en þar vora lítil verkefni,
enda engin skilyrði til viðskipta milli
landanna, eins og þá var háttað. Það
leið hins vegar ekki á löngu áður en
nóg þörf varð fyrir starfsþrek og
áhuga Péturs Benediktssonar. Eftir
að styijöldinni lauk árið 1945, féll
það í hans hlut að koma á tengslum
milli hins unga lýðveldis og flöl-
margra ríkja á meginlandi Evrópu,
sem þá vora að hefjast handa um að
endurreisa þjóðlíf og efnahag eftir
röskun og eyðileggingu styijaldarár-
anna. Fastan samastað til þessara
verka fékk hann í janúar 1946, þegar
hann tók við sendiherraembætti í
París, en þaðan sinnti hann á næstu
áram sendiherrastörfum og viðskipta-
erindum um allt meginland álfunnar,
frá Sovétríkjunum í austri til Spánar
og Portúgal í vestri. Hér var við
margvíslega erfíðleika að etja, end-
urreisn Evrópu gekk hægt og öll sam-
skipti þjóða og eðlileg viðskipti vora
í molum. Skipulegt endurreisnarstarf
Vestur-Evrópu hefst ekki fyrr en í
kjölfar hinnar frægu ræðu Marshalls
hershöfðingja, sem þá var utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, þar sem
hann bauð ríflega flárhagsaðstoð
Bandaríkjanna til endurreisnarstarfs-
ins með því skilyrði, að Evrópuþjóðir
sýndu viðleitni til að styðja hver aðra.
Þessu boði var tekið feginsamlega
af hálfu sextán ríkja í Evrópu, er
stofnuðu vorið 1948 Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu (OEEC), sem
staðsett var í París, en Pétur Bene-
diktsson gegndi hinu mikilvæga starfí
fastafulltrúa íslands hjá Efnahags-
samvinnustofnuninni og næstu átta
árin. Segja má, að starfsemi stofnun-
arinnar hafí frá upphafí verið tvíþætt.
Annars vegar annaðist hún það
vandasama hlutverk að skipta styrkn-
um frá Bandaríkjunum á milli þátt-
tökuríkjanna og reyna að tryggja að
fjármagnið kæmi að sem beztum not-
um. Hins vegar vann stofnunin að
því frá upphafi að greiða fyrir við-
skiptum innan Evrópu og bijóta niður
þá haftamúra, sem reistir höfðu verið
á! undanfömum tímum efnahags-
kreppu og styijaldar. Er ekki ofsagt,
að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu
hafí verið vagga þess efnahagssam-
starfs Evrópuríkja, sem síðar hefur
leitt til þeirra fíjálsu samskipta og
efnahagslega samrana, sem einkennt
hefur þróunina í Evrópu til þessa
dags.
Pétur tók þátt í þessu starfi af
brennandi áhuga, jafnframt því sem
hann gætti vel hagsmuna íslands,
eins og stjómvöld hér heima mátu
þá á hveijum tíma. Hins vegar sveið
honum mjög að sjá íslendinga drag-
ast aftur úr í þeirri þróun í fijálsræðis-
átt, sem flestar aðrar þjóðir Evrópu
fylgdu, en búa í stað þess við höft
og ríkisforsjá á flestum sviðum efna-
hagsmála. Attu þessi sjónarmið vafa-
laust sinn þátt í því, að hann kaus
að yfirgefa utanríkisþjónustuna og
taka við starfi bankastjóra Lands-
bankans, þar sem hann gat haft
beinni áhrif á þjóðmálastefnu íslend-
inga. Tók Pétur við hinu nýja starfi
sínu vorið 1956, en þá hafði hann
verið búsettur erlendis samfleytt í
rúman aldarfjórðung.
Landsbankinn var á þessum tíma
hvort tveggja í senn seðlabanki lands-
ins og langstærsti viðskiptabankinn.
Á þessu varð hins vegar breyting
strax ári síðar, þegar vinstri stjómin
tók fyrsta skrefið í þá átt að aðskilja
þessi tvö hlutverk bankans. Varð
Pétur bankastjóri í viðskiptabankan-
um, sem síðan hélt nafni Landsbanka
íslands, þegar seðlabankinn var gerð-
ur að sjálfstæðri stofnuri.
Þótt þessar breytingar drægju
nokkuð úr beinum áhrifum Péturs á
stjóm efnahagsmála um sinn, lét
hann mjög til sín taka í opinberam
umræðum um efnahagsmál næstu
árin. Á þessu síðasta tímabili hafta-
stefnunnar, barðist hann í ræðu og
riti fyrir því, að íslendingar tækju upp
fijálsari viðskiptahætti og fetuðu í
því efni í fótspor grannþjóða sinna.
Pétur var óvenjulega ritfær og snjall
ræðumaður, og flutti mál sitt af skap-
hita og rökvísi, en þó oftast blandað
kímni og óvæntum athugasemdum.
f
i
t
L
L
C
s
<
c
€
i
i
(
i
i
i
i
i
i
i
i
i
<