Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 24
24 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KUNNINN KJAFTAR FRA
msnpn/nmimíF
Á SUNNUDEGI
► Sigurður Pálsson húsasmiður er orðinn gamali í hettunni
og hefur marga fjöruna sopið. Síðan árið 1984 hefur hann
rekið byggingavöruversiunina Smiðsbúð, sem stendur við
götuna Smiðsbúð í Garðabæ. Fyrirtækið er lítið í saman-
burði við keppinautana en haggast þó lítt og þeir eru
margir sem telja sig hafa gert bestu kaupin í Smiðsbúð.
Á trésmíðaverkstæðinu.
Eftir Guðmund Guðjónsson
Sigurður Pálsson er fæddur
að Kolgröf í Skagafirði
1. september 1922. Hann
bjó að Kolgröf til fjögurra
ára aldurs, er hann flutti með fjöl-
skyldu sinni að Austurhlíð í
Blöndudal. Þar bjó fólkið næstu
sex árin, en fluttist þá aftur norð-
ur í Skagafjörð þar sem Sigurður
bjó til 17 ára aldurs. Þá fór hann
„suður“, lærði húsasmíði og hafði
lokið sveinsprófi árið 1947.
„Það hefur alltaf verið ríkur
sjálfstæðisandi í mér og ég ein-
setti mér að láta ekki aðra ráða
yfir mér. Það hefur tekist ef undan
er skilið svo sem hálft ár eftir að
ég lauk náminu," segir Sigurður
og heldur áfram: „Ég ætlaði raun-
ar í meira nám, fór til Danmerkur
í tækninám og var þar með minni
fjölskyldu í tæp fjögur ár. Þá greip
heilsan í taumana með þeim hætti
að hún sveik mig. Ég fékk mjög
slæma taugagigt, svo slæma að
læknirinn minn sagði að valkostir
mínir væru tveir, annað hvort
hætti ég í skólanum, eða héldi
áfram og dræpi mig. Það var ekki
erfitt að veija. Það var erfitt að
kyngja þessu, en á móti kemur að
ég sit hér í dag fyllilega sáttur við
hlutskipti mitt í lífinu,“ segir Sig-
urður.
Sigurður var giftur Petrúnu Sig-
urðardóttur sem lést fyrir fjórum
árum. Börn þeirra þijú eru öll upp-
komin og heita Heimir, Kristrún
og Viðar. Viðar er verslunarstjóri
í Smiðsbúð og þegar Sigurður talar
um að hann þurfi að fara að draga
sig í hlé, „taka sér frí,“ er að skilja
að Viðar geti farið að búa sig und-
ir meiri byrði. „Ég þarf að fara
að komast meira tii sólarlanda,
kannski í Karíbahafið, kvótinn er
búinn hjá mér,“ segir Sigurður
bæði dreyminn og glottandi.
Vaxandi umsvif
Eftir heimkomuna frá Danmörku
lét Sigurður hendur standa fram
úr ermum. Hann reisti hús og
blokkir um allar jarðir. Meðal
þekktustu „verka“ hans eru háhýs-
in tvö að Austurbrún 2 og 4, sem
hann byggði á árunum 1958-61
áður en hann fór til Danmerkur.
Sigurður segir þó að umsvifin tengd
rekstrinum í Garðabæ tengist öðru
stórverkefni sem síðar kom.
„Það var að koma mikil hreyf-
ing í þjóðfélaginu um og upp úr
1972. Þá stóð m.a. til að skipu-
leggja og koma upp Hlíðar- og
Brekkubyggðum í Garðabæ, en
það var dæmi upp á 100 lóðir.
Ég hafði verið að róa að því að
fá að reisa blokkir, en slík húsa-
kynni pössuðu ekki við ímynd
Garðabæjar á þeim árum. Aðrir
aðilar höfðu reynt mikið að fá
stóra verkefnið, en bæjaryfirvöld
treystu þeim ekki nógu vel og stóð
til að blása verkið af. Það sem
stóð til var að afhenda allt verkið
einum aðila og átti sá að sjá um
alla hluti, teikna götur, leggja all-
ar lagnir og skipuleggja bygg-
ingaferlið frá byrjun til enda.
Þetta var ekki venjulega fyrir-
komulagið. Þegar bæjaryfirvöld
vildu ekki samstarf við fyrrnefnda
aðila Iagði ég inn umsókn um
verkið og fékk það. Ég fékk bara
móa og mela upp í hendurnar og
það hentaði mér prýðilega.
Á árunum 1972-84 kom ég
þarna upp hverfi með 135 húsum
og íbúðum. Þetta var reglulega
skemmtilegur en þó krefjandi tími.
Ég haíði stofnað fyrirtækið
„Ibúðaval" ásamt konu minni og
tveimur öðrum aðilum og árið 1981
þyggði ég húsið hér við Smiðsbúð.
Ég flutti skrifstofu mína hingað
og húsið hýsti einnig fyrirtæki sem
íbúðaval hf stofnaði sem var með
framleiðslu á sólstofum, gluggum,
hurðum o.fl. úr plasti og stáli.
Þetta fýrirtæki heitir nú „Gluggar
og garðhús“. Það var svo 1984 sem
ég stofnaði Smiðsbúð, en hafði þá
verið í tvö ár með byggingavöru-
verslun í miðbæ Garðabæjar, á
Garðatorgi.
Breyttir tímar
Sigurður man tímana tvenna í
húsasmíðum og fasteignaviðskipt-
um. Á árum áður voru verktakar
með lóðir eða svæði og seldu út á
teikningar. „Hjá okkur var það oft
þannig, að við auglýstum kannski
á föstudegi og á mánudegi vorum
við kannski búin að selja 2 eða 3
hús eða íbúðir. Það var að mestu
selt út á teikningar. Það var ekki
nauðsynlegt þá eins og nú, að skila
öllu fullbúnu í hendur fólks sem
síðan rýkur til og þinglýsir kaup-
samningnum áður en einhver kem-
ur með fjárnám í bakið á því. Það
er því miður allt of algengt í dag,
enda margir með slóðina á eftir
sér.“
Sigurður heidur áfram: „Upp
úr árunum 1987-88 kom dauða-
kippur í þjóðfélagið, margir fóru á
hausinn og fólk varð hvekkt. Seinni
árin hefur framboð á húsnæði ver-
ið miklu meira en þörf er á þar
sem húsasmiðir gripu til þess ráðs
er hið opinbera dró úr framkvæmd-
um, að smíða sjálfir og selja. Það
eru mörg dæmi um að menn sitji
með óseldar eignir í 2-3 ár, jafnvel
lengur.
Sjálfur tók ég upp á því í ein-
hverju bríaríi, að reisa þtjú timbur-
hús við Starengi fyrir þremur
árum. Ég sit enn með eitt þeirra
og þau væru tvö ef ég hefði ekki
sjálfur selt mitt gamla hús á
Kambsvegi, þar sem ég bjó frá
1955, og flutt í eitt þeirra."
Verðtrygging eða ekki
verðtrygging?
Sigurður Pálsson stóð fyrir stóru
og miklu prófmáli er efnahagslífið
tók niðurdýfu og óðaverðbólga ein-
kenndi óvinsamlegt umhverfi fyrir
húsasmiði.
„Ég nota stundum sjötta skiln-
ingarvitið og á þessum árum fann
ég að hveiju dró. Ég seldi húsin á
lágu verði, en lögin voru afar óljós
gagnvart því hvort ég og raunar
allir mínir kollegar mættum vísi-
tölubinda byggingarverðið. Þannig
var, að Seðlabankinn gat gefið
leyfi fyrir vísitölubindingu, en
margir kollega minna voru búnir
að fara fýluferðir þangað. Ég lagð-
ist því undir feld og niðurstaðan
var sú að eyða ekki meiri tíma,
enda var ástandið að verða skelfi-
legt.
Ég fór að vísitölubinda og þá
gerðist það fljótlega að það hafði
lögfræðingur samband við mig,
skjólstæðingur hans hafði keypt
hjá mér og ég var spurður hvort
ég hefði leyfi frá Seðlabankanum
fyrir vísitölunni. Ég svaraði neit-
andi. Skömmu seinna hafði maður-
inn aftur samband við mig og til-
kynnti að skjólstæðingur sinn neit-
aði að borga verðbætur sem komn-
ar voru, 517.000 krónur. Þetta fór
fyrir dómstóla og ég tapaði málinu.
Þetta leit því ekki vel út, því
fleiri hugsuðu sér til hreyfings.
Menn biðu í kippum eftir því að
taka okkur og hengja. Ég hafði
verið að róa í stjórnmálamönnum
að koma á breytingum, reyndi að
sýna þeim fram á ósamræmið sem
við blasti, að kaupendur húseigna
gætu makað krókinn á meðan
húsasmiðir og aðrir verktakar
horfðu upp á verðmæti sín étast
upp í verðbólgunni. Svo fór að
þeir Geir Hallgrímsson og Gunnar
Thoroddsen fólu Seðlabankanum
að íjalla um málið, en niðurstaðan
þar var sú að bankinn treysti sér
ekki til að taka á málinu. Þetta
yrði að vera dómsmál.
Þá var það að ég hafði samband
við lögfræðing minn og sagði hon-
um að það væri ekki eftir neinu
að bíða, ég ætlaði að keyra málið
fyrir hæstarétt eins fljótt og auðið
væri. Þegar málið var tekið fyrir
töluðu lögfræðingarnir tveir og
auk þess gefa lögin færi á því að
hinir stefndu geti tekið til máls.
Það gerði ég, rakti málið frá byij-
un til enda, talaði blaðalaust, og
ég skal segja þér, að dómararnir
sváfu ekki á meðan!
Dómur féll aðeins tveimur dög-
um seinna og vann ég fullan sig-
ur. Þá önduðu margir léttar, skal
ég segja þér því herinn sem beið
með snörurnar lagði niður skottið.
Það voru margir slegnir þegar ég
tapaði í undirrétti og kollegar mín-
ir og ég sjálfur biðum allir með
öndina í hálsinum eftir hæstarétt-
ardómnum.
Menn geta borið ástandið á
þessum árum saman við ástandið
núna. í dag er lítil sem engin verð-
bólga, en samt þykir sjálfsagt að
verðtryggja alla hluti. Á einu
tímabili á meðan þessi mál voru
í deiglunni um árið, frá 1. janúar
til 1. maí jókst verðbólga um
29,2% sem var 7,4% á hveijum
mánuði. Ef mál hefðu ekki þróast
á þann veg sem þau gerðu á þess-
um sviptingartímum, væri ég
varla hérna í dag með mitt trausta
og góða fyrirtæki."
Kúnninn kjaftar frá
Við erum þá komnir til nútímans
aftur, þú virðist ekki auglýsa mik-
ið miðað við ýmsa keppinauta?
„Ég þarf þess ekki. Kúnnarnir
gera það fyrir mig. Það má segja
að kúnnarnir kjafti frá. Menn fá
góða þjónustu hérna og gott verð
og það er besta auglýsingin. Menn
segja þá við næsta mann, farðu
til Sigurðar í Smiðsbúð! Ég hef auk
þess enga löngun til þess að Smiðs-
búð verði eitthvert stórveldi. Þetta
er ekki stórt fyrirtæki, hér vinna
6-7 manns og ég sækist ekki eftir
meiru. Auk þess vil ég fara að
komast í frí,“ bætir Sigurður við
og Karíbahafið blikar í augum
hans.
Hvernig stendur á því að þú getur
bæði verið „minni“ en aðrir en
samt oft verið með betri verð?
„Mér dettur helst í hug að stærri
fyrirtækin hafi fjárfest meira í
gegnum árin. Yfirbyggingin er
meiri, húsnæði er stærra, vélar og
bílar fleiri og mannskapur meiri.
Uppbygging af þessu tagi á sér
stað þegar efnahagsástandið býður
upp á það. Síðan kemur niður-
sveifla og þá er erfitt að mæta
henni. Tíðarandinn í þessum
bransa er auk þess gjörbreyttur
frá því sem áður var. Nú snúast
viðskiptin að mestu um að gera
mönnum tilboð. Fast verð er varla
til lengur nema á smávöru. Þetta
er afleiðing af stóraukinni sam-
keppni.“
Hvort kom á undan, Smiðsbúð
eða Smiðsbúð?
Sigurður brosir að þessu og
svarar: „Gatan var nú komin á
undan, en þegar við fluttum versl-
unina hingað veltum við mikið fyr-
ir okkur hvað hún skyldi heita.
E
l-
í
f:
t....
i
i
l
t
«
«
i
«
i
4
:4
4
4
«