Morgunblaðið - 08.12.1996, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
NÆSTU daga mun sam-
gönguráðuneytið auglýsa
eftir umsóknum um leyfi til að
reka svonefnt GSM-símakerfi í
samkeppni við Póst og síma.
Er gert ráð fyrir, að nýr aðili
geti hafið hér starfsemi haustið
1997. Þessi ákvörðun er í sam-
ræmi við ákvæði EES-samn-
ingsins, sem skyldar, okkur til
að leyfa samkeppni \á þessu
sviði.
Rekstur sjálfstæðs GSM-
símakerfis er fyrsta skrefið í
þá átt að afnema einkarétt
Pósts og síma á þessu sviði við-
skiptalífsins og á eftir að skila
sér í lægri kostnaði fyrir neyt-
endur. Eins og nú háttar er
GSM-símaþjónustan alltof dýr.
En jafnframt hefur sam-
gönguráðuneytið tilkynnt, að
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
sérstakt gjald verði tekið fyrir
starfsleyfi bæði Pósts og síma
og hins væntanlega nýja sam-
keppnisaðila. Á gjaldið að
standa undir kostnaði við út-
boðið og önnur verkefni þessu
tengd. Þessi gjaldtaka er mikil-
vægt skref í rétta átt en aðeins
fyrsta skref. Þar sem einungis
er gert ráð fyrir, að tveir aðilar
hafi rétt til að reka slíkt síma-
kerfi hér er augljóst, að um
takmörkuð gæði er að ræða.
Þess vegna er eðlilegt að þeir,
sem fá leyfi til að nýta þau,
greiði í framtíðinni hærra gjald
fyrir þann rétt en nemur um-
ræddum kostnaði. Það breytir
ekki því að ákvörðun Halldórs
Blöndals, samgönguráðherra,
er mikilvægt fyrsta skref.
Jafnframt er eðlilegt, að
samgönguráðuneytið taki til
skoðunar aðstöðu sjónvarps-
stöðvanna þriggja, sem hér eru
starfræktar. Þær hafa fengið
úthlutað ákveðnum sjónvarps-
rásum, þar sem gæðin eru einn-
ig takmörkuð. Eðlilegt er að
innheimta ákveðið gjald fyrir
úthlutun á þeim rásum en jafn-
framt að koma á einhverri
framtíðarskipan þeirra mála,
sem tryggi, að eigendur sjón-
varpsrásanna, fólkið í landinu,
fái eitthvað í sinn hlut af nýt-
ingu þessara gæða.
Það er mikilvægt, að sú af-
staða hljóti viðurkenningu, að
takmörkuðum gæðum af ýmsu
tagi, sem hljóta að teljast sam-
eign þjóðarinnar, hvort sem er
vegna sérstakrar lagasetningar
á Alþingi eða vegna þess, að
það leiðir af eðli málsins, verði
ekki úthlutað nema sérstök
greiðsla komi fyrir. Það eitt er
í samræmi við það markaðs-
þjóðfélag, sem við búum í. Allt
annað eru leifar af löngu liðn-
um tíma, þegar pólitísk tengsl
réðu úthlutun slíkra gæða. Auk
fiskveiðiréttar eða leyfis til að
reka GSM-símarás eða nýta
sjónvarpsrásir má nefna til sög-
unnar réttinn til að nýta orku
fallvatnanna eða réttinn til að
nýta þá auðlind, sem felst í
ósnortinni náttúru landsins.
Útboð á GSM-leyfi er mikil-
vægt skref í þá átt, að þessi
sjónarmið öðlist fulla viður-
kenningu.
ÚTBOÐ Á GSM-
SÍMAKERFI
NÚ ER TALAÐ UM
að skólakerfið sé í rúst.
Svipaðar umræður
fóru einnig fram 1968.
Þá var einkum beint
spjótum að landspróf-
um og gamaldags
kennsluháttum, ekkisízt utanbókar-
lærdómi. Þetta voru miklar og harðar
umræður og hart barizt. Morgunblað-
ið tók mikinn þátt I þessari herferð
sem lauk með nýrri lagasetningu.
Enn liggur skólakerfið undir harðri
gagnrýni. Það þykir ekki skila tilætl-
uðum árangri. Við erum sögð aftar-
lega á merinni miðað við önnur lönd.
Það dugar ekki. Við höfum ekki efni
á slöku fræðslukerfi, svo fámenn sem
við erum. Þegar deilurnar stóðu sem
hæst uppúr 1968 skrifaði ég margar
greinar og tók þátt í mörgum fund-
um. Sagði m.a. þetta sem enn virðist
eiga við einhver rök að styðjast, birt
í Félaga orði:
„Ég hlustaði á telpu í 10 ára bekk
Öldutúnsskóla flytja stutt erindi fyrir
bekkjarsystkin sín um Skagafjörð.
Hún hafði skrifað minnispunkta á
blað eins og ræðumaður: Orusta,
biskupssetur, Glaumbær o.s.frv., og
hagaði máli sínu samkvæmt því.
Þetta er með beztu erindum sem ég
hef heyrt, og ég efast um að Skaga-
fjörður hafi eignazt meiri eða betri
talsmann en þessa litlu hafnfirzku
telpu. Andspænis mér stóð ekki páfa-
gaukur, heldur lítil manneskja í sköp-
un. Að því er róið öllum árum að
töfra fram persónueinkenni hennar
og tungutak, herða nýjan einstakling
í deiglu sjálfsnáms og persónulegrar
upplifunar, þar sem öll mið eru ekki
tekin af formúlum og prófum einum
saman...
Við eigum að leggja áherzlu á, að
börnin njóti sín og hæfileikar þeirra
nái eðlilegum þroska, þau læri að
vinna sjálfstætt og geti valið sér það
sem hæfileikar þeirra og persónuleiki
segja til um; og þau komist svo til
þess mesta þroska, sem unnt er, und-
ir handleiðslu góðra kennara í nánu
samstarfi við foreldra og félags- eða
sálfræðinga, sem fylgjast með mótun
þeirra. Prófín eiga ekki einungis að
vera til að vinsa úr, heldur gefa leið-
beiningar um hvar nemandinn er
veikastur fyrir, á hvað þurfí helzt að
leggja áherzlu og þau eiga ekki slður
að gefa til kynna, á hvaða sviðum
nemandinn hefur mesta hæfileika,
svo að unnt sé að nýta þá síðar hon-
um sjálfum og þjóðfélaginu til hins
mesta gagns. „Æskan í dag er þjóð-
in á morgun,“ stóð á
kröfuspjöldum ungl-
inganna í „menningar-
byltingunni" í vetur.
Við eigum að leggja
áherzlu á að hvert
pláss á þjóðarskútunni
verði sem bezt skipað - það er hlut-
verk skólanna...
Upphafsmenn skólaspekinnar voru
auðvitað handvissir um tilgang stefnu
sinnar - þessi tilgangur helgaði jafn-
vel meðalið eins og alltaf verður, þar
sem ofstækið ræður. En hver er þá
tilgangur okkar menntastefnu? Hvert
er markmið hennar? Höfum við gert
okkur grein fyrir þvp Getum við séð
þetta markmið í stefnunni sjálfri? Ég
efast um það. Auðvitað er leitazt við
að mennta unglingana, upplýsa þá,
en frumskilyrði menntunar er - að
kunna að vinna. Við eigum að kenna
nemendum að tileinka sér vísindaleg
vinnubrögð. En er íslenzkri mennta-
æsku kennt það, eins og vera ætti?
Hvort mundu prófin fremur sýna utan
bókar lærdóm eða kunnáttusamleg
vinnubrögð?
Tilgangur nútímaskólakerfis á að
vera: Praktísk eða raunhæf þekking.
Okkur sæmir ekki annað en búa við
skólakerfi, sem er af þessum - en
ekki öðrum heimi eins og skólaspek-
in. Samt er róið að því öllum árum
að fylla í eyðurnar í menntakerfi
okkar með allskyns yfirborðsþekk-
ingu og ónauðsynlegu utanbók-
arstagli, sem ekkert kemur nútíman-
um við og gleymist, sem betur fer,
jafn óðum. Á sama hátt og rauðir
flekkir eru sjúkdómseinkenni misl-
inga, þannig virðist mér prófæðið
vera sjúkdómseinkenni þeirrar upp-
dráttarsýki, sem hefur heltekið skóla-
kerfi okkar. Aðal hennar er: ítroðsla,
páfagaukalærdómur. Og raunar er
það eina góða við þessi próf, að þau
leyna ekki sjúkdómnum. Þau sýna
okkur betur en annað, að við skiljum
ekki enn heimspekilegan tilgang
skólakerfís okkar - leiðirnar, jafnvel
markmiðið virðist vera á reiki. Að
þessu leyti stöndum við að baki mið-
öldunum, okkur ferst ekki að gera
grín að þeim.
Af því skólaspekin þekkti tilgang
sinn, varð kjarni hennar homsteinn
sögulegrar þróunar. Lítum á upplýs-
inguna eða píetismann, sem er af-
sprengi lútherskrar menntastefnu
fyrri alda - þar sjáum við þennan
kjarna: að trúa til að skilja. Hitt
væri okkur samboðnara: Að reyna
að skilja til að trúa. En skiljum við?
Höfum við kennsluhætti og kennslu-
bækur, sem efla persónulegan þroska
einstaklinganna?
Engin þjóð hefur eins mikla þörf
fyrir að mennta hvern einstakling og
við, svo fámenn sem við erum. Þó
að ekki væri til annars en láta þekk-
inguna auka hagvöxtinn. Ég ætti víst
ekki að fara að tönnlast á því enn
einu sinni, að engin fjárfesting skilar
meiri arði í vísindalegu þjóðfélagi en
haidgóð menntun unglinganna, - en
skólakerfið er gert úr „hörðu efni“,
sagði dr. Matthías Jónasson. Það
veitir víst ekki af að höggva oft og
mikið í þetta harða efni. Og ég spyr
enn: hví skyldum við ekki leggja allt
kapp á að breikka þá fylkingu, sem
tileinkar sér árangur þeirrar vísinda-
og þekkingarstefnu, sem mótar sér-
hvert menningarþjóðfélag okkar tíma
í æ ríkari mæli?
Og þrátt fyrir allt og allt eru enn
margir, sem beija höfðinu við steininn
og hafa ekki við að lýsa því yfir, að
allt sé með felldu í íslenzkum skóla-
málum. Því miður eru þetta innantóm
orð, gjálfur utan við veruleikann. Og
því miður eigum við eftir það sem
erfíðast er: að brjóta á bak aftur það
afturhald innan og utan skólanna,
sem engu vill breyta. En að því verð-
ur að vinna, ef þjóðinni á vel að farn-
ast og unglingarnir að komast til
þess þroska sem efni standa til. Kröf-
ur þeirra eru hvorki miklar né hávær-
ar: að verða nútímafólk með framtíð-
armenntun.
Minna getur það ekki verið...
Jóhannes Kjarval sagði einhvern
tíma frá því í samtali, að maður nokk-
ur hefði heðið sig um að flikka upp
á gamalt málverk, sem hann ætti
eftir hann. Maður þessi átti málverk
af hásumardegi á Þingvöllum og
sagði að myndin væri orðin dálítið
upplituð. „Ég var hissa á því, þar sem
við höfðum svo góða liti á þeim tíma.
Ég fór. Jú reyndar var myndin orðin
dauf. Ég bað um handklæði og þvoði
myndina. Þetta var bara tóbaksreyk-
ur... Myndin varð eins og ný.“
Mundi ekki vera kominn tími til
að við reyndum að þvo tóbaksreykinn
af því úrelta skólakerfi, sem við höf-
um búið við - því miður allt of lengi.
Og lofa Þingvöllum að njóta sín.
Sem sagt, ekkert er nýtt undir
sólinni!
P.S.
Ætli allir viti nema útgefendur að
oflof er háð?
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 7. desember
ILESBÓK MORGUNBLAÐSINS
í dag, laugardag, birtist viðtal
við Robert von Bahr, eiganda
sænsku hljómdiskaútgáfunnar
BIS, sem vekur ugg um fram-
hald á útgáfu á tónverkum Jóns
Leifs. Eins og kunnugt er hefur
þetta sænska útgáfufyrirtæki
tekið sér fyrir hendur að gefa út á diskum
öll tónverk Jóns Leifs. Nú þegar eru komn-
ir út þrír diskar, einn með píanóverkum
Jóns Leifs, annar með strengjakvartettum
og hinn þriðji með Sögusinfóníunni. Gert
er ráð fyrir, að fjórði diskurinn komi út
snemma á næsta ári.
Jafnframt upptöku á verkum Jóns Leifs
er Sinfóníuhljómsveit íslands að taka upp
verk Sibelíusar fyrir Naxos-útgáfuna. Það
eru hins vegar eftirfarandi ummæli Rob-
erts von Bahr, sem valda áhyggjum. Hann
segir um heildarútgáfuna á verkum Jóns
Leifs: „Við viljum gjarnan taka upp meira
og segja má að við séum bara að bíða
eftir Sinfóníuhljómsveit íslands. Til eru
um 240 útgáfuraðir með verkum Sibelíus-
ar í heiminum en ekki nema ein útgáfuröð
með verkum Jóns Leifs. Annar er finnskt
tónskáld en hinn helzta tónskáld íslands.
Ef Sinfónían vill frekar taka upp Sibelíus
fyrir ódýra útgáfu en standa að menning-
arlegri útgáfu með gæðaútgáfu er það val
hennar; hvort hún viil frekar vinna að
menningarefni en óþarfa. Ég tek svolítið
stórt upp í mig en það er vegna þess, að
það er engin ástæða fyrir Sinfóníuna að
taka upp Sibelíus, það er engin þörf fyrir
enn eina Sibelíusarröðina.“
Hinn sænski útgefandi segir síðan, að
hann hafi íhugað að nota í þetta verk
finnska eða sænska hljómsveit en bætir
síðan við: „Mér finnst að þetta eigi að
byggjast á þjóðarstolti íslendinga. Ef Sin-
fóníuhljómsveitin hefur ekki metnað til að
taka upp verk helzta tónskálds íslands
verður bara að hafa það en mér finnst,
að fyrst íslendingar hafa á að skipa öðru
eins tónskáldi og Jóni Leifs sé það menn-
ingarleg skylda þeirra að gefa hann út.“
Auðvitað er ljóst, að Robert von Bahr
tekur mikið upp í sig, eins og hann sjálfur
segir, varðandi útgáfu Sinfóníuhljómsveit-
arinnar á verkum Sibelíusar á vegum
Naxosútgáfunnar. Það er auðvitað sér-
stakt tækifæri fyrir sinfóníuhljómsveit frá
svo litlu landi að komast á alþjóðlegan
markað með þeim hætti. En allt, sem hinn
sænski útgefandi segir um skyidur okkar
varðandi verk Jóns Leifs er rétt. Okkur
ber menningarleg skylda til að stuðla að
heildarútgáfu á verkum hans. Og það má
segja, að það sé einstök heppni, að erlent
útgáfufyrirtæki skuli tilbúið til að taka að
sér þá útgáfu með þeim hætti, sem BIS
gerir.
Það er ekkert nýtt, að verk listamanna
öðlist viðurkenningu löngu eftir dauða
þeirra. Svo er um tónverk Jóns Leifs.
Sænskur gagnrýnandi hefur lýst þeirri
skoðun, að Jón Leifs sé eitt mesta tón-
skáld þessarar aldar í norðanverðri Evr-
ópu. Svo að notað sé nútímamál skiptir
það gífurlegu máli fyrir „markaðssetn-
ingu“ Islands að fylgja rækilega eftir þeirri
viðurkenningu, sem verk Jóns Leifs hafa
fengið á alþjóðlegum vettvangi á undan-
förnum árum. Það er ekki lítið mál fyrir
litla þjóð að eiga Nóbelsskáld í bókmennt-
um og mikið tónskáld á borð við Jón Leifs.
Raunar má af þessu tilefni varpa því fram,
hvort ekki sé tilefni til að gera nýtt átak
í að kynna verk Halldórs Laxness á al-
þjóða vettvangi. Þau hafa að vísu komið
út víða um heim en þau eiga að skipa sinn
sess meðal sígildra bókmennta vestrænna
þjóða í framtíðinni.
Þetta er ekki bara sagt vegna bess, að
það skipti máli að halda merkum verkum
mikilla listamanna á lofti. Til þessa geta
legið mun eigingjamari ástæður. Þekking
á verkum Halldórs Laxness og Jóns Leifs
í öðmm löndum getur hjálpað okkur til að
selja fisk og tryggja okkur erlenda fjárfest-
ingu á íslandi. Hér í Reykjavíkurbréfi hefur
áður verið sagt frá ummælum fulltrúa er-
lends stórfyrirtækis, sem hingað kom fyrir
þremur áratugum til þess að kanna fjárfest-
ingarmöguieika. Aðspurður um val á milli
tveggja landa, ef bæði væm jafn fýsilegur
kostur frá fjárhagslegu sjónarmiði séð en
annað hefði sinfóníuhljómsveit en hitt ekki,
kvaðst hann mundi velja það land, sem
hefði þá menningarlegu yfirburði. Það seg-
ir sína sögu. Halldór Laxness, Jón Leifs
og Sinfóníuhljómsveit íslands eru sem sagt
mikilvægur þáttur í jákvæðri ímynd íslands
eins og auglýsingamenn mundu segja.
Vafalaust eru einhveijar skýringar á
þeim vandamálum, sem sænski útgefandinn
hefur rekið sig á varðandi upptöku á verk-
um Jóns Leifs, eins og raunar kemur fram
í samtali við framkvæmdastjóra hljómsveit-
arinnar í þessu tölublaði Morgunblaðsins.
En þau vandamál þarf að leysa, þannig að
þessi útgáfa geti haldið áfram með þeim
hraða, sem sænska fyrirtækið er tilbúið
til. Það á að vera og er metnaðarmál okk-
ar íslendinga.
<^mmmmmmm almenningur
Hlutabréf í fy'.&ist með þeim
I , sviptingum, sem eru
KVOta í kaupum og sölu á
hiutabréfum í út-
gerðarfyrirtækjum með vaxandi undrun. í
Morgunblaðinu í dag er frá því skýrt, að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Burðarás
hf., dótturfyrirtæki Eimskipafélags Islands
hf. og hópur ótilgreindra íjárfesta hafi
keypt hluta af hlutabréfum Akureyrarbæjar
og hlutabréf KEA í Útgerðarféiagi Akur-
eyringa hf. fyrir 1.205 milljónir króna. Sá
hlutur, sem fyrirtækin eignast fyrir þessa
upphæð er 24,3%. Áður hafði Burðarás hf.
keypt 10,5% hlut í ÚA, þannig að samtals
ráða fyrirtækin nú yfir rúmum þriðjungi
hlutabréfa í fyrirtækinu og verða þar með
að teljast ráðandi aðilar í því.
Með þessum kaupum er auðvitað ljóst,
að fyrirtæki hins hefðbundna einkageira,
sem hafa verið í harðri baráttu við fyrir-
tæki, sem áður tilheyrðu fyrirtækjasam-
steypu Sambands ísl. samvinnufélaga hafa
náð undirtökunum í þeim átökum, sem
hófust fyrir nokkrum misserum um ÚA.
Raunar virðist síðarnefndi fyrirtækjahóp-
urinn hafa gefíð ÚA upp á bátinn eftir að
Sölumiðstöðin náði á sínum tíma samning-
um um áframhaldandi söluumboð fyrir ÚA.
En það er hins vegar ekki sá þáttur
málsins, sem vekur athygli hins almenna
borgara heldur þær upphæðir, sem hér eru
á ferðinni. Það hefði þótt saga til næsta
bæjar seint á síðasta áratug ef menn hefðu
barizt um að kaupa íslenzk útgerðarfyrir-
tæki fyrir svo háar fjárhæðir.
Af hveiju eru fyrirtæki tilbúin til að
greiða svo háar fjárhæðir fyrir hlutabréf
í ÚA og raunar einnig í öðrum útgerðarfyr-
irtækjum? Fyrirtæki eins og Burðarás hf.
sem er dótturfyrirtæki stærsta almenn-
ingshlutafélags á íslandi verður að geta
rökstutt og réttlætt slíka fjárfestingu fyrir
hinum fjölmörgu hluthöfum sínum. For-
ráðamenn Burðaráss hf. og annarra fjár-
festa, sem munu ganga til liðs við fyrirtæk-
ið þurfa að geta sýnt fram á, að þessi
mikla fjárfesting skili viðunandi arði.
Stjórnendur fyrirtækjanna, sem eru að
kaupa hluti í ÚA gera sér að sjálfsögðu
grein fyrir þessu. En af hveiju eru þeir
tilbúnir til að greiða slíkar fjárhæðir og
sannfærðir um, að sú fjárfesting skili sér?
Skýringin er einföld. Þeir eru að kaupa
hlut í þjóðareigninni. Það er fyrst og fremst
kvótinn, sem jgerir það að verkum, að
hlutabréfín í ÚA eru svo verðmæt, sem
raun ber vitni. Akureyrarbær er að selja
kvótann. Og vissulega rennur andvirðið
með einum eða öðrum hætti í vasa íbúa
Akureyrar, sem eru auðvitað meðeigendur
að þjóðareigninni. En það er stór hópur
annarra eigenda, sem fær ekkert í sinn
hlut af þessum 1.205 milljónum, sem
skiptu um hendur núna fyrir helgina.
ÚA er auðvitað öflugt fyrirtæki, sem
hefur verið byggt upp af myndarskap og
þar er saman kominn hópur af hæfu og
duglegu starfsfólki. Fyrirtækið á skip á
sjó og eignir í landi og hlut í útgerðarfyrir-
tæki í Þýzkalandi. Allt eru þetta verð-
FRA ÞINGVOLLUM
MorgunblaðiS/Ámi Sæbcrg
mæti, sem ekki skal lítið gert úr. En það
breytir ekki því, að verulegur hluti þeirra
verðmæta, sem íjárfestar telja að séu til
staðar í ÚA er kvótaeign fyrirtækisins og
það er hún, sem er svo eftirsóknarverð.
Þegar umræður voru um það fyrir
nokkrum árum, að réttast væri að bjóða
kvótann upp á hverju ári tii hæstbjóðanda
var því haldið fram, að þá mundu fjár-
sterk fyrirtæki koma til sögunnar og bjóða
í kvótann og leigja hann útgerðarmönnum
og sjómönnum. Þetta var ein af röksemd-
unum, sem hafðar voru uppi gegn uppboði
á kvóta. Nú er þetta að gerast en bara
með svolítið öðrum hætti. í stað þess að
fjársterkir aðilar, sem ekki hafa komið við
sögu í útgerð fyrr en seinni árin bjóði í
kvóta á árlegu uppboði kaupa þeir hluta-
bréf í útgerðarfyrirtækjum og eignast
þannig hlut í kvótanum.
Það er að sjálfsögðu jákvætt, að fjárfest-
ar vilji kaupa hlutabréf í útgerðarfyrir-
tækjum eins og öðrum fyrirtækjum. En
staðreyndin er engu að síður sú, að þeir
eru tilbúnir til að borga svo hátt verð fyr-
ir hlutabréfín vegna kvótaeignarinnar.
Þeir eru að kaupa hlut í auðlindinni.
Vandamálið er hins vegar það, að eig-
andi auðlindarinnar héfur ekki boðið eign
sína til sölu, en er að lögum talin eigandi
hennar. Þótt eignin gangi kaupum og söl-
um á milli einstaklinga og fyrirtækja fær
eigandinn ekkert í sinn hlut af þeim við-
skiptum, sem þarna fara fram.
mmmtmmmmm nú fer ekkert
an(Jinn á milli mala, að al-
_ , menningi ofbýður
verour Sl- það sem er að ger-
fellt stærri ast með kvótann.
Halldór Ásgríms-
son, formaður Framsóknarflokksins og ut-
anríkisráðherra, hefur talað um, að hann
finni þunga undiröldu meðal þjóðarinnar
vegna þessa máls. Eins og nú horfir stefnir
í það, að kvótinn verði aðalmálið í þingkosn-
ingunum, sem fram fara vorið 1999. Allar
líkur eru á því, að óbreyttri afstöðu stjóm-
málaflokkanna, að flokkalínur geti riðlast
mjög í þeim kosningum af þessum sökum.
Hver er og verður staða þeirra fyrir-
tækja, sem á undanförnum misserum hafa
lagt miklar fjárhæðir í að kaupa hlutabréf
í útgerðarfyrirtækjum, sem í raun era hiuta-
bréf í kvótanum? Það er auðvitað ljóst, að
nú eru það ekki lengur einungis félagsmenn
í LÍÚ, sem eiga gífurlegra hagsmuna að
gæta heldur einnig fjölmörg stór fyrirtæki
önnur, sem hafa verið að leggja mikla fjár-
muni í að kaupa kvótabréf. Þegar þessir
sterku og áhrifamiklu hagsmunaaðilar
leggjast á eitt til þess að varðveita óbreytta
stöðu og beijast fýrir sínum hagsmunum
er auðvitað ljóst, að átökin um kvótann
verða sennilega einhver hörðustu stjóm-
málaátök, sem hér hafa farið fram frá því
í byijun aldarinnar.
Áframhaldandi og vaxandi óvissa um
stöðu kvótans getur t.d. haft neikvæð áhrif
á verðþróun hlutabréfa í þeim fyrirtækjum,
sem lagt hafa mikla fjármuni í kvótakaup.
Miklir hagsmunir eru tengdir því að slík
þróun verði ekki. Nú virðist ríkisstjórnin
þar að auki staðráðin í því að tryggja ein-
hvers konar rétt til að einstök fyrirtæki
veðsetji kvótann.
Hinn almenni borgari þessa lands stendur
þvi álengdar og fylgist með því, hvemig
verð hlutabréfa í útgerðarfyrirtækjum hækk-
ar ár frá ári vegna kvótaeignar fyrirtækj-
anna, sem íslenzk lög segja að þessi sami
borgari eigi en ekki fyrirtækin. Hann sér
milljarða fara á milli einstaklinga og fýrir-
tækja í þessum viðskiptum. Hann fylgist
með því, hvemig löggjafarvaldið er að gefa
eftir réttinn til veðsetningar á eignum hans.
Hann á hins vegar eftir eina verðmæta eign,
sem ekki verður af honum tekin og það er
atkvæðisrétturinn.
Er nú ekki ráð að hinir skynsamari menn
taki hér í taumana og afstýri þeim harka-
legu átökum, sem augljóslega em óumflýjan-
leg að óbreyttu. Með því að viðurkenna í
verki eignairétt þjóðarinnar að auðlindinni
og rétt hennar til þess að njóta afraksturs
af þeirri eign í því formi, að þeir, sem eign-
ina nýta greiði eðlilegt gjald fyrir þann rétt,
geta einstaklingar og fyrirtæki stundað við-
skipti með aflaheimildir og hlutabréf án
þess að nokkur gagnrýni komi fram. Er það
ekki betri kostur frá viðskiptalegu sjónar-
miði en sú óvissa, sem að öðmm kosti verð-
ur orðin yfirþyrmandi eftir örfá misseri?
„Af hverju eru
fyrirtæki tilbúin
til að greiða svo
háar fjárhæðir
fjrir hlutabréf í
UA og raunar
einnig í öðrum
útgerðarfyrir-
tækjum? ...
Skýringin er
einföld. Þeir eru
að kaupa hlut í
þjóðareigninni.
Það er fyrst og
fremst kvótinn,
sem gerir það að
verkum, að hluta-
bréfin í ÚA eru
svo verðmæt, sem
raun ber vitni.“
M