Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ VEITINGAHÚSAGAGNRÝNI OG HLUTVERK HENNAR ÞÓTT hið reykvíska samfélag sé smátt, á það þó ýmislegt sameigin- legt með samfélagi stórborga, m.a. flölbreytilega flóru veitinga- og kaffíhúsa sem mjög hefur ijölgað á undanfömum árum. Þessi sívaxandi íjölbreytni hefur haldist í hendur við Qölgun erlendra ferðamanna til landsins, og fekki síður breytta lífs- hætti íslendinga sjálfra sem ferðast hafa eða búið erlendis um lengri eða skemmri tíma. En vaxandi flöl- breytni fylgir það líka, að vandasam- ara er að velja veitingastað við hæfí fyrir hvert tilefni, og þar getur veit- ingahúsagagnrýni í dagblöðum og tímaritum komið til hjálpar. Raunar leikur slík gagnrýni iðulega stórt og þýðingarmikið hlutverk sem mig langar til að fjalla hér um nánar. Þeir sem hafa þann starfa að gera úttekt á veitingahúsum og skrifa um efnið í blöð og tímarit eiga við vandasamt verkefni að glíma, enda mega þeir iðulega sæta harðari gagnrýni fyrir „krítíkina“ en þeir sjálfír veittu tilteknum veit- ingastað. Þessi viðbrögð eiga sér því miður alltof oft gildar ástæður og eru því réttmæt, vegna þess að iðu- lega skortir gagnrýnandann starfs- reynslu eða almenna þekkingu á þessari viðkvæmu og margbreyttu þjónustugrein, veitingahúsarekstri. Jafnalgengt er að gagnrýnandinn greini ekki skýrt milli sæmilega rök- studdra skoðana og persónulegra hleypidóma sem síðan geta ráðið of miklu um neikvætt mat. Rekstur veitingahúss er marg- þætt þjónustugrein og viðkvæm, og það er einfaldlega ekki á allra færi að meta árangurinn sómasamlega. Jafnvel þótt ekki skorti vilja til sanngimi er alltof algengt að gagn- rýnin missi marks, áhersla sé lögð á atriði sem í raun rangtúlka styrk- leika og veikleika viðkomandi veit- ingastaðar innan síns samfélags, hvað þá í ljósi alþjóðlegra „gastr- ónómískra" viðmiða sem þó ættu að vera hinn endanlegi mælikvarði. Að meta veitingastað Almennt tel ég að gagnrýnendur veitingahúsa séu vel meinandi og reyni eftir megni að sýna hlutlægni og sanngimi. Enda er þessu skrifí mínu alls ekki beint að einhveijum ákveðnum gagnrýnanda, heldur er þetta samantekt byggð á þekkingu og langri reynslu. Eg var búsettur vestanhafs í 15 ár og starfaði í hót- el- og veitingageiranum. Væri ég spurður ráða um hvert halda skyldi í kvöldverð, þá lagði ég oft minnsta áherslu á hversu góður maturinn var talinn á viðkomandi veitingastað - að vísu varð hann að vera yfír meðal- lagi - heldur taldi ég meira máli skipta atriði eins og staðsetning1!, verðlag og það hversu langan tíma „stemmning" og um- hverfi miklu um valið, en þetta eru einmitt þættir sem vega þungt í heildargæðamati veit- ingastaða. í skrifum ýmissa gagnrýnenda ber tölu- vert á huglægu mati - ég tel, mér finnst, mér líkaði ekki þetta eða hitt - á'nerslur sem eru of persónubundnar og vafasamar. Þetta er skiljanlegt en ekki rétt- lætanlegt, enda rök- stuðningur takmarkað- ur. Oft væri nær að hringja í yfírkokkinn (ef um mat var að ræða) og biðja um skýringu, eða að milda dóminn og segja einfaldlega: „Ég skildi ekki þennan rétt.“ Þótt blaðamenn eigi og megi hafa skoðanir í ritfijálsu landi, verður að gera greinarmun á rökstuddri niðurstöðu og skoðun. Neikvæð gagnrýni er háalvarlegt mál og getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegt tjón. Mörg dæmi eru um að veitingastaðir hafí neyðst til að hætta starfsemi af völdum gagn- rýnanda sem ekki líkaði „stíll“ stað- arins, eitthvað fór í taugamar á honum, jafnvel hann sjálfur var í vondu skapi. Þess vegna ber „nei- kvæðum gagnrýnanda" siðferðileg skylda til að grannskoða slíka nið- urstöðu sem byggð er á huglægum forsendum, kanna hvort aðrir gest- ir staðarins eða þeir sem til þekkja eru honum sammála, áður en hann birtir niðurstöðu sína á prenti. Hér reynir á manngildi hans. Á hinn bóginn viðurkenna þeir sem jákvæða gagnrýni hljóta að yfírleitt fylgir henni verulega aukin umsetning sem aftur margfaldast við umtal manna á meðal næstu mánuði. Hróður yfírkokks staðarins rís hátt og veitingamaðurinn geislar af sjálfsánægju. Seglin þenjast af þessum vindgusti og skútan skríður framúr meðalmennskunni í sólskin- inu. Listgrein er það í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna og víðar er það opinberlega viður- kennt að veitingahúsagagnrýni er listgrein, og sú krafa lögfest að sá sem hana stundar skuli hafa a.m.k. sex ára starfsreynslu í veitingahúsi ásamt viðeigandi menntun er geri hann hæfan til að fjalla um efnið í ijölmiðlum. Hér hefur verið sett lagaregla til styrktar siðareglu. Hvað skal meta? Gagnrýnendur eiga það oft sam- eiginlegt að byggja „mat“ sitt að mestu á ágæti réttanna, líkt og tíðk- aðist á sjöunda og áttunda áratugn- snerust um matinn en einungis 20% um þjón- ustu, umhverfí og annað. Núorðið þykir þetta óraunhæft, og meira tillit tekið til þeirrar staðreyndar að fólk fer út að borða af ákveðnu tilefni og velur sér veitingastað með tilliti til þess hvert tilefnið er. Fólk kemur á veitingastað til að eiga ánægjulega stund. Þjónusta Góðir þjónar eru gulls ígildi, og gæði þjónustu ráða ætíð miklu um heild- armat gagnrýnanda. Sé litið á máls- verðinn eins og 2-3 klst. skipulagða uppákomu í Qórum þáttum, þá get- ur góður og reyndur þjónn skipt sköpum um árangurinn. Hlutverk Með vaxandi fjölbreytni í veitingastaðaflórunni verður vandasamara að velja veitingastað við hæfí fyrir hvert tilefni, og þar getur veitinga- húsagagnrýni í dagblöð- um og tímaritum komið til hjálpar, skrifar Auðunn Sæberg Ól- afsson. Brýnt er hins vegar að gagnrýnendur séu sér vel meðvitaðir um ábyrgð sína. hans er margþætt og síbreytilegt meðan á vakt hans stendur, og iðu- lega þarf hann að geta skipt um hlutverk frá borði til borðs, eftir því hvemig „uppákomunni" vindur fram á hveijum stað. Góður og reyndur þjónn mælir ekki að fyrra bragði með einum rétti eða öðrum. Hann verður að vera vel heima í öllu því sem á matseðlinum stendur auk þess að vera vel viðræðuhæfur um hin ýmsu vín á vínseðlinum. Þjónninn á að vera hjálplegur um val en ekki að halda fram ákveðnum rétti eða vín- tegund nema óskað sé eftir því. Og loks verður góður þjónn að hafa staðgóða þekkingu á umhverfi sínu og þjóðfélagi og geta tjáð sig skilmerkilega við gesti sína, erlenda um gestsins verið fulltrúi borgar sinnar eða jafnvel þjóðar, og marg- ur útlendingur sem dvelur stuttan tíma á einmitt sín lengstu samtöl við þjóna veitingahúsanna. Tónlist og kliður Tónlist og kliður eru mikilvægir umhverfísþættir í veitingasal sem áhrif hafa á gesti, meðvituð eða ómeðvituð. Þjónar og veitingamenn eru oft samdauna salarkliðnum og leggja aðrar áherslur við vinnu sína, þannig að algengt er að þessi þátt- ur gleymist. Of há eða óviðeigandi tónlist getur hreinlega eyðilagt kvöldverðarstemmningu, á sama hátt og rétt tónlist lyftir henni. Innréttingar og skreyting Innréttingar, húsgögn, vegg- skreytingar og lýsing eru augljós- lega umhverfísþættir sem hafa áhrif á gesti, oft ómeðvituð, og taka þarf tillit til við mat á veitingastað. Milli umhverfís, þjónustu og matar verður að ríkja samræmi. Maturinn Um fátt eru skoðanir jafnskiptar og um mat og matargerð, fastar skilgreiningar ekki til og stutt öfga á milli. Ferskt hráefni er þýðingar- mikill þáttur sem mjög er litið til, en þó byggist gæðamat réttanna ekki alfarið á því, enda líta sumir svo á að um sérstakt „eldhús" sé að ræða frémur en ófrávíkjanlega reglu. Þar fyrir utan vegur það mest að bragð aðalinnihalds og uppistöðu réttarins — hvort sem hann er steik eða kjúklingur — komi vel fram og styrkist, fremur en drukkni í, meðlætinu. í matrétti skal leggja dóm á þessa þætti: - ferskleika hráefnis - gæði hráefnis - matreiðslumáta (stíl) - útlit og útsetningu réttarins á disknum - hugmyndafræði Ef samsetning matarins á diskn- um er rétt, á hann strax að hafa jákvæð áhrif á gestinn. Stjörnugjöf Margir gagnrýnendur styðjast við „stjörnukerfi" og má þar nefna þriggja stjörnu kerfí Guide Michelin (handbók um veitingahús sem hóf göngu sína fyrir aldamót), sem tek- ið var upp árið 1931. Þar þýðir ein stjama „góður matur í sínum flokki", tvær stjömur „frábær mat- ur sem er þess virði að aka bæjar- leið til að njóta“ en þijár stjömur fá „frábæmstu matsölustaðir Frakklands" og aðrir sambærilegir erlendis. Jafnframt eru önnur tákn (skeið og gaffall í kross), frá einu til fímm, notuð til að gefa einkunn fyrir innréttingar, borð, stóla, áhöld o.s.frv. Mobil Guide í Bandaríkjunum gefur allt að fímm stjörnur og AAA (Félag bandarískra bíleigenda) gef- ur einkunnir með „demöntum" (tígl- um). Franska ferðamálaráðið gefur út eigið mat með stjörnugjöf bæði fyrir hótel og veitingastaði sem upplýsingamiðstöðvar ferðamanna notast við. Margir veitingastaðir og hótel hengja upp skilti með stjörn- um sínum við innganginn. Gagnrýnandi notar stjörnugjöf til að grípa athygli lesanda: Líkaði honum veitingastaðurinn eða ekki? Þótti honum hann sæmilegur eða frábær? Stjörnugjöf er erfiðasti þátturinn í mati gagnrýnandans og oftast sá viðkvæmasti vegna þess hve afdráttarlaus en órökstudd hún er í sjálfri sér. Hver er t.d. munur- máltíðin tæki. Þannig réðu um þegar allt að 80% umfjöllunar sem innlenda. Þjónninn getur í aug- Amerísk rúm JÓMTILBOl) AmprÉkar hpikudvniir frá vtærstu framleiðendunur^^ Amerískar heilsudýnur frá stærstu framleiðendunurrí SEALY - BASETT - SPUIiYGWALL - MAKSUALL Betri dýnur - meira úrval - betra verð Verð á rúmi með sökkli frá kr. 38.900 Nýborg Opið sunnudag frá kl. 14-17 Ármúla 23, sími 568 6911 Auðunn Sæberg Einarsson inn á þriggja og fjögurra stjömu veitingastöðum? Mörkin era illa skilgreind, en þriggja stjömu veit- ingastaður verður að skila sér vel, en fjögurra stjörnu veitingastaður að auki að vera hvetjandi, hafa sterk áhrif á mann. Sumir gagnrýnendur hafna því algjörlega að nota stjöraugjöf, t.d. vegna þess að veitingastaðir eru síbreytilegir, skipta um stíl eða gera róttækar breytingar á mat- seðli og innréttingum. Og vissulega er erfítt að bera saman ólíka veit- ingastaði og „eldhús“: einfaldan ít- alskan stað, franska eldamennsku, cajun matrétti, mexíkóskt, ind- verskt, tælenskt, japanskt, o.s.frv. Krossalistar Yfírleitt styðjast gagnrýnendur ekki við kerfísbundna krossa- eða stigalista við mat sitt, en þó eru þess dæmi að þeir séu notaðir til stuðnings, einkum þegar meta skal alþjóðleg „hástjörnuhótel". Hver veitingastaður verður að metast á eigin grundvelli og ógemingur er að leggja á sömu vogarskálar ódýr- an, einfaldan veitingastað og dýran „háklassa“ veitingastað. Sumum stöðum verður það á að hafa of stóran matseðil sem eldhúsið ræður ekki við; aðrir hafa matseðil með fallegum og örvandi lýsingum sem réttirnir sjálfír standa ekki undir. Slíkt veldur þá vissum vonbrigðum. Ég vil heldur velja milli sex góðra rétta en 12 meðalgóðra. Gagnrýnandi kemur tvisvar og borgar alltaf fyrir sig Flestir gagnrýnendur sjá sóma sinn í að byggja mat sitt á tveimur heimsóknum hið minnsta, og stund- um sannprófa niðurstöður sínar með þriðju eða jafnvel fjórðu heim- sókn. Mistök geta orðið, og verða, og fyrir slíkt á veitingamanni ekki að hegnast með hörðum dómi held- ur þarf gagnrýnandi að geta greint milli staðals og óhapps. Gagnrýn- endur borga ævinlega fyrir máltíð sína, annað er siðlaust. Skyldur hans eru við almenning og hann verður að vera trúverðugur í skrif- um sínum. Ég þekki þess nokkur dæmi (erlendis) að gagnrýnandi hafi misnotað aðstöðu sína og þeg- ið peningagreiðslur og fríðindi hjá veitingamönnum. Þessir gagnrýn- endur voru umsvifalaust reknir þeg- ar upp komst, enda er það allra hagur að fjölmiðill verndi trúverð- ugleik sinn. Gagnrýnendur panta aldrei borð undir eigin nafni, og enda þótt veit- ingamaður eða þjónn beri kennsl á hann þegar á hólminn kemur á það ekki að skipta máli - gagnrýnand- inn hefur augu og eyru og fylgist grannt með því sem er að gerast hjá öðrum gestum kringum hann, auk þess sem hann ræðir við aðra sem til þekkja. Ekki er vel séð að veitingamaður bjóði upp á frítt vín eða eftirrétt, og skyldi hann forðast slíkt. Það setur gagnrýnandann í óþægilega aðstöðu. Frjáls tjáskipti Sjálfsagt þykir að veitingamaður sendi gagnrýnanda léttan pistil þar sem hann túlkar stefnu veitinga- staðarins og stíl og dregur fram þau atriði sem hann álítur skipta máli. Sama máli gegnir um gesti sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri, jákvæðum eða neikvæð- um, því hvort tveggja á rétt á sér og hjálpar gagnrýnanda við næsta mat sitt á staðnum. Sumir gagnrýnendur fylgja merkum kokkum frá einum veit- ingastað til annars og fylgjast með stíl þeirra, breytingum og framþró- un líkt og gert er um listamenn. Blóm í heiði Eitt það skemmtilegasta sem hent getur gagnrýnanda er að rek- ast á hágæða veitingastað sem eng- inn vissi um áður. Þá finnst honum hann hafa fundið blómið í eyðimörk- inni, rúsínu í pylsuenda. Þá er tak- marki náð. Bon appetit! Höfundur er veitingamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.