Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 31

Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 31 I I Útkall á elleftu stundu Morgunblaðið/Gunnar V. Andrésson SÍÐLA sumars héldu þrír mið- aldra vinir, Björgúlfur, Gylfi og Guðjón Þór í ör- lagaríka veiðiferð að Kvíslavatni uppi á hálendinu. Bróðir eins þeirra var staddur í Kaup- I mannahöfn og nóttina áður hafði hann dreymt eftirminnilegan draum sem reyndist fyrirboði mikilja at- burða og hrakfara heima á íslandi þar sem bróðir hans var á þriðju klukkustund í 2ja gráðu heitu jökul- vatninu og flugstjóri TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hugleiddi að lenda þyrlunni á hóima í miðri Þjórsá er allar bjargir virtust bannaðar. Björgúlfur Þorvarðarson, kennari á Hellu, var kallaður kapteinn í veiði- ferðinni, Gylfi Gunnarsson, endur- skoðandi í Reykjavík var iéttmatrós en Guðjón Þór Valdimarsson, deild- arstjóri hjá Flugmálastjórn, var nefndur landformaður. Hér segir frá því þegar Björgúlfur og Gylfi höfðu haldið út á yatnið á bát með utanborðsmótor. Áður en ýtt var úr vör skellti Björgúlfur eftir- farandi vísu á Guðjón: Tvístígandi til og frá með tauminn vandrar glaður, grófum sandi gengur á Guðjón landformaður. Guðjón landformaður hafði ákveð- ið að nota tækifærið og gera tilraun til að veiða með stöng á meðan félag- ar hans voru að leggja netin: „Þegar þeir lögðu af stað ákvað ég að fara inn að vík sem þeir ætl- uðu að lenda í eftir að hafa lagt netin og reyna þar fyrir mér með veiðistöngina. Ég fór á bílnum inn að víkinni sem er rétt við mynni Svörtubotnaflóa. Þar var ég í hvarfí við bátinn því stórar sandöldur byrgðu mér sýn. Ég fór að sýsla við að setja saman stöngina og var með maðk með mér. Ég taldi ekki mjög langt þangað til Björgúlfur og Gylfi kæmu aftur. Eftir að hafa reynt dágóða stund, án þess að verða var við fisk, ákvað ég að rölta lengra inn með víkinni og sjá hvort ég fengi ekki eitthvað á stöngina.“ Félagarnir í bátnum höfðu nú lok- ið við að leggja netin. Klukkan var um átta. Björgúlfur færði sig að mótornum og ætlaði að snúa í gang en nú stóð allt á sér. Þeir félagar töldu mótorinn orðinn kaldan því það hafði tekið þá dijúga stund að leggja síðustu netin. Komin var talsverð vindbára. Björgúlfur reyndi og reyndi en árangurslaust. Gylfi tók nú við: „Þetta var einkennilegt því mót- orinn hafði verið sérlega ljúfur. Þeg- ar ég tók við af Björgúlfi studdi ég með vinstri hendinni á mótorinn á meðan ég togaði með þeirri hægri. í nýútkominni bók, ÚTKALL á elleftu stundu, eru sex íslenskar björgunarsögur byggðar á frásögnum þrjátíu viðmælenda Óttars Sveinssonar blaðamanns sem hér sendir frá sér sína þriðju ÚTKALLS-bók. Ekkert gerðist. Bátinn var farið að reka undan vindi. Nú tók Björgúlfur við aftur og reyndi mun lengur en ég hafði gert, en ekkert gekk. Björg- úlfur var orðinn argur en ekkert gerðist. Nú leið smástund - ég var ekkert æstur í að fara að kippa strax aftur í spottann því ég var orðinn frekar þreyttur. Eg reyndi síðan á ný og nú byijaði mótorinn eitthvað að taka við sér þegar ég tók í band- ið. Mótorinn var dálítið vangæfur að því leyti að innsogstakka þurfti að draga út og ýta strax inn um leið og bensíngjöfin var stillt til að láta hann taka við sér. Það þurfti því eiginlega fjórár hendur við þetta. Björgúlfur stóð upp til að hjálpa mér með innsogið. Nú kom alda undir bátinn og það skipti engum togum - Björgúlfur féll út á þóftuna og borðstokkinn mín megin og rak höndina í öxlina á mér þannig að ég sveigðist aftur á bak. Bátnum var að hvolfa - alveg á augabragði. Eg féll á bakið út í vatnið og saup hveljur. Er ég áttaði mig hvarfl- aði að mér sem snöggvast stakan sem við Björgúlfur höfðum verið að rifja upp. Var Þórir jökull fyrirboði þessa? „Hér muntu lífið verða.“ Nei, það skal aldrei verða, hugsaði ég- Nú náði mikil reiði tökum á mér. Vatnið var að sönnu jökulkait en ég var ergilegastur yfir klaufaskapnum í okkur og þijóskunni við mótorinn. Andskotans rugl - af hveiju rerum við ekki bara í land og létum helvít- is mótorinn eiga sig? Við hefðum vel getað róið og skipst á. Hraustir menn og vel á sig komnir báðir tveir. Ég var bálillur." Björgúlfur saup hveljur er hann fór á kaf í vatnið: „Ég trúði þessu ekki. Á örskots- stund fór báturinn á hvolf. Vatnið var ískalt. Ég var gripinn ótta en samt hugsaði ég með mér að við værum í góðum bjargvestum og ættum að geta bjargað okkur. Ég vissi að jökulvatnið var ekki nema tveggja til fjögurra gráða heitt. Gylfi hafði fallið útbyrðis en ég fór með bátnum og lenti undir honum miðjum. Báturinn fór ofan af mér með vindbárunni. Mér skaut LITLU munaði að Bogi Agn- arsson flugsljóri TF-SIF yrði að lenda vélinni á hólma í miðri Þjórsá og láta þar fyrir- berast um nóttina. fljótt upp qg ég náði taki á annarri tréárinni. Ég var í stömum gúmmí- vettlingum sem náðu upp að olnboga innan undir stakknum og hélt þétt um árina. Ég ætlaði að tala við Gylfa og spyija hann hvað við ættum að gera.“ Gylfi fór að skima í kringum sig: „Vatnið náði ekki að komast inn á mig allan því ég var í vöðlum upp í mitti. Tærnar flutu en vestið hélt efri hluta líkamans upp úr vatninu — ég lá á bakinu í V-laga stellingu. Ég blés í vestið og bað þess að meira vatn kæmist ekki inn á mig. Ég tók áttir. Mér fannst ekki um annað að ræða en að róa með hönd- unum í land. Ég hugsaði með mér að ekkert vit væri í að synda að landi undan vindinum þótt það væri auðveldara. Þá yrði allt of langt að veiðikofanum, þarna voru langir fló- ar sem ég hefði þurft að ganga fyr- ir. Af því að ég flaut svona vel gat ég í það minnsta reynt að komast stystu leið að bílnum. Ég synti af stað og gaf bara í.“ Björgúlfur reyndi að taka ákvörð- un um hvað til bragðs ætti að taka: „Ég náði- engu sambandi við Gylfa. Hann var lagður af stað synd- andi á móti öldunni og ég þurfti því að hrópa upp í vindinn. Ég sneri mér og synti upp í vindinn með fót- unum meðan ég hélt í árina. Sífellt braut á henni þannig að vatnið skvettist upp í rnig. Ég var farinn að súpa vatn. Ég ákvað að freista þess að ná í bátinn en það var ekki viðlit. Hann rak hratt undan bárunni. Mér fannst mjög óþægilegt að ná ekki sambandi við Gylfa. Ég synti á eftir honum og reyndi að horfa í áttina til hans í þeirri von að hann liti til mín.“ Félagarnir höfðu verið um 15 mínútur í vatninu. Um 200 metrar voru á milli þeirra. Björgúlfur var að gefast upp á að synda á móti bárunni. Honum fannst Gylfi líta í áttina til sín og ákvað að lyfta upp árinni til að gefa honum merki. Gylfi horfði yfir til félaga síns: „Ég sá Björgúlf veifa til mín ár- inni. Ég skildi það þannig að ég ætti ekkert að hugsa um hann, það væri allt í lagi hjá honum. Það var kominn í mig mikill skjálfti en ég reyndi bara að halda áfram. Kaldast var mér á höndum og handleggjum, alveg upp að öxlum, og á bakhlutan- um. Ég missti lopahúfuna af mér og fann þá greinilega hvað hnakkinn kólnaði rosalega - það kom stingur í höfuðið um leið. Húfan flaut og ég náði henni aftur og setti hana á mig. Nú fann ég hvað ullarfatnaður getur haft mikið að segja. Eftir að Björgúlfur veifaði mér staldraði ég aðeins við og fór að horfa í kringum mig til að sjá hvern- ig mér miðaði. Mér leist ekkert á blikuna. Enn virtist jafnlangt til lands og þegar ég byijaði að synda.“ Björgúlfur velti því fyrir sér hvort hann ætti að hætta við að fylgja Gylfa - aðeins höfuð hans stóð upp úr vatninu: „Þegar ég sá að Gylfi leit á mig veifaði ég til merkis um að ég ætl- aði að snúa við og reyna að synda undan vindi. Hann virtist ná skila- boðunum. Nú varð hvor að hugsa um sig. Fyrst útséð var um að ég næði Gylfa fannst mér skást að reyna að synda í land undan öldunum - það var hins vegar ekki stysta leiðin í land. Samt gat ég ekki hugsað mér að sleppa árinni - eitthvað sagði mér að halda fast í hana. Mér fannst líklegast að hitatap líkamans yrði mun meira ef ég synti bringusund í stað þess að halda höndunum þétt að síðum um leið og ég héldi í ár- ina. Mér hafði fundist kuldinn mest- ur fyrst eftir að við fórum í vatnið. BJÖRGÚLFUR færir áhöfn TF-SIF áletraðan stein sem þakklætisvott fyrir björgun- ina við Kvíslavatn. Á mynd- inni eru frá vinstri Ágúst Eyjólfsson flugvirki, Auðunn Kristinsson spilmaður, Jakob Ólafsson flugmaður, Bogi Agnarsson flugstjóri, Gylfi Gunnarsson, Björgúlfur Þor- varðarson og Guðjón Þór Valdimarsson. Á myndina vantar Ragnar Ármannsson þyrlulækni. Áður en Bogi tók við steininum fór Björgúlfur með eftirfarandi vísu: Loksins hér í hópi vina hefur sálarangist lægt, en reyna að launa lífgjöfina er langt frá því að vera hægt. Síðan fór ég að dofna. Nú fann ég ekki beint fyrir kuldanum að öðru leyti en því að ég var orðinn alveg dofinn í fótunum. Ég átti erfítt með að beita mér. Ég synti aðeins skáhailt undan vindinum að þeim stap í landi sem mér sýndist næstur. Ég var orðinn mjög kaldur. Gúmmíbuxurnar drógu mig talsvert niður því vatn hafði safnast í þær og stígvélin. Ég reyndi að komast úr buxunum en mér fannst ég ekki geta það án þess að hætta á að missa árina. Hún hélt mér uppi. Er ég hafði barist lengi hugsaði ég: „Mikið er ég lengi að synda í vatn- inu, það er svo langt í land. Ég kemst ekki úr stígvélunum og ekki úr bux- unum til að létta mig. Ég er að gefast upp. Jæja, þá er þetta búið. En ... nei. Ég gat ekki sætt mig við það. Nú ákallaði ég himnaföðurinn: „Góði Guð, viltu leyfa mér að lifa lengur og láta eitthvað gott af mér leiða.“ Ég hrópaði þetta - eins hátt og ég gat - upp til himins.“ Guðjón var farið að iengja eftir félögum sínum: „Mér fannst þetta vera farið að taka óeðlilega langan tíma hjá þeim og ákvað að ganga til baka að bíln- um og athuga hvort ég sæi ekki til þeirra. Er ég var kominn áleiðis að bíln- um kom ég auga á bátinn úti á vatni. Mér fannst hann einkennilega lágur á vatninu. Lunningin virtist svört en báturinn var rauður. Mér datt nú í hug litli kíkirinn minn og hljóp upp í bíl - það fór að læðast að mér grunur um að báturinn væri á hvolfi. Kíkirinn minn var í tösku í bílnum, ég greip hann og brá honum upp. Mér fannst ég ekki sjá þetta nógu vel og mundi nú eftir kíkinum hans Gylfa sem er miklu betri. Hann lá í sætinu í bíln- um og ég tók hann upp. Þegar ég leit út á vatnið var ekki um að villast. Báturinn var á hvolfi. Gífurleg skelfing greip mig. Hvergi kom ég auga á þá Björg- úlf og Gylfa. Mér datt ekki annað í hug en að þeir væru báðir drukkn- aðir. Ég rýndi eins skipulega með kikinum yfir vatnsflötinn og kostur var en varð hvergi var við þá. Hjart- að barðist ótt og títt. Var ég búinn að missa þessa góðu félaga mína - bara allt í einu? Ég var yfírþyrm- andi bjargarlaus og einmana. Fyrir framan mig var aðeins hyldjúpt vatnið, félagar mínir einhvers staðar langt frá landi og hvergi sýnilegir. Ég var aleinn og hjálparlaus lengst uppi á hálendi. Ég gat ekkert gert. Niðri á Versölum voru bara tvær bíllausar og allslausar stúlkur og þangað var hátt í klukkustundar akstur. Mér kom nú til hugar að kannski gætu Björgúlfur og Gylfi verið í hléi við bátinn. Aldan stóð frá landi þar sem ég var. Það skyldi þó aldrei vera að bátinn væri að reka að landi hinum megin en þeir héldu sig hlémegin í skjóli fyrir pus- inu - þeir væru að bíða eftir að bátinn ræki að landi? Mér fannst bátinn reka tiltölulega hratt að landi. Það var mikil aðgerð að kalla út björgunarsveitir lengst upp á hálendi - það var að koma myrkur og veður fór versnandi. Ég ákvað því að bíða um stund og athuga hvort félaga mína ræki á land með bátnum. Nú beið ég og beið í dauðans angist.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.