Morgunblaðið - 08.12.1996, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996
MINNIIUGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bróðir okkar, t BJARNI JÓNSSON, byggingameistari,
Laugateigi 5,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Alida Ó. Jónsdóttir, Guðmundur L. Jónsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi
GUÐMUNDUR MAGNÚS
KRISTJÁNSSON
bifreiðastjóri,
Einarsnesi 44,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 1. desember.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 9. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda alz-
heimersjúklinga í símum 562 8388 og 562 1722
Rakel Malmquist,
Valgerður Guðmundsdóttir,
Svanhildur Guðmundsdóttir, Halldór Guðnason,
Reynir Guðmundsson, Sigrún Sigurþórsdóttir,
Ebenezer Garðar Guðmundsson, Lára Jónsdóttir,
Ásgeir Guðmundsson, Ragna Emilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
stýrimaður,
andaðist laugardaginn 30. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram i Williamsport, Pennsylvaníu.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. des-
ember kl. 13.30.
Liz Gudmundsson,
Elfrida Johanna Gudmundsson, Erica Jean Gudmundsson,
Arnlaugur Guðmundsson, Anna Kristjánsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Björgvin Víglundsson.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ARNFRÍÐUR MATHIESEN,
Austurgötu 30,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. desem-
ber kl. 13.30.
Ásgeir Gíslason,
Guðmundur H. Jónsson, Svavar G. Jónsson,
Erla Hildur Jónsdóttir, Kristólfna G. Jónsdóttir.
t
Okkar ástkæri sonur, eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR (SFELD
FRÍMANNSSON,
Hraunbæ 158,
sem andaðist á Landspítalanum þann
1. desember sl., verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 9. desem-
ber kl. 15.00.
Marta Sigurðardóttir,
Erla Sigurðardóttir,
Guðrún Marta Sigurðardóttir,
Frímann Már Sigurðsson, Wimonrat Srichkham,
Óskar ísfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson,
Erlendur ísfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir
og barnabörn.
SÆMUNDUR SIG URÐSSON
Sæmundur Sig-
urðsson var
fæddur í Reykjavík
28. júl! 1909. Hann
lést 1. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
Sæmundar voru
Sigurður Guð-
mundsson pípu-
lagningameistari,
fæddur 21.7. 1881 í
Miðhúsum á Vatns-
leysuströnd, dáinn
26.12. 1967, og
kona hans Guðrún
Sigurðardóttir,
fædd 3.10. 1876,
dáin 23.3. 1958. Börn þeirra
voru fimm auk Sæmundar. Þau
voru Ingigerður Ósk, f. 5.8.
1901, d. 22.7. 1985, Sigurður,
f. 27.1. 1903, d. 5.7. 1979, Katr-
ín, f. 3.8. 1904, d. 16.7. 1971,
Sigrún Helena, f. 7.3. 1907, d.
1921, Guðmundur Valur, f.
16.8. 1913, d. 5.8. 1981.
Hinn 7. júní 1941 kvæntist
Sæmundur Sigríði Þórðardótt-
ur, f. 13.11. 1918, fv. fulltrúa í
menntamálaráðuneytinu, dótt-
ur Þórðar Björnssonar skip-
stjóra í Neskaupstað og konu
hans Stefaníu Armannsdóttur.
Börn Sæmundar eru: 1) Inga
Rúna, f. 19.9. 1931, gjaldkeri,
gift Helga Hrafni Helgasyni,
bókbindara, d. 9.3. 1976, og
eignuðust þau þrjá syni. Núver-
andi sambýlismaður Rúnu er
Haraldur Hafsteinn Pétursson,
prentari. Móðir hennar var Elín
Guðjónsdóttir, f. 19.1. 1915, d.
30.3. 1989, 2) Kolbrún, f. 8.4.
1941, píanókennari, gift Birni
Árdal, barnalækni og sérfræð-
ingi i ofnæmis- og ónæmisfræð-
um, og eiga þau þrjár dætur,
3) Auður Stefanía, f. 5.6. 1949,
sérkennari. Hún var gift Her-
manni Sveinbjörnssyni frétta-
manni og eiga þau eina dóttur.
Þau slitu samvistum. 4) Sigurð-
ur Rúnar, f. 10.12.
1959, barnatann-
læknir, með masters-
próf í heilbrigðis-
fræðum og dokt-
orsgráðu í faraldurs-
fræði, kvæntur Önnu
Maríu Steindórsdótt-
ur, þroskaþjálfa, og
eiga þau tvö börn.
Sæmundur stund-
aði sjómennsku á
togurum frá 15 ára
aldri til tvítugs, er
hann hóf nám í mál-
araiðn hjá Guðbergi
G. Jóhannssyni í
Reykjavík árið 1929. Hann lauk
prófi frá Iðnskólanum í Reykja-
vík og sveinsprófi vorið 1933.
Meistarabréf í málaraiðn fékk
Sæmundur árið 1936. Hann
stundaði nám i Danmörku við
Det Tekniske Selskabs Skole í
Kaupmannahöfn 1934 og í
Teknologisk Institut.
Hann hóf eigin atvinnurekstur
í málaraiðn 1939 i félagi við
Steingrim Oddsson og störfuðu
þeir farsællega saman í mörg ár,
en lengst af rak hann iðnina i
eigin nafni. Um árabil rak Sæ-
mundur málningavöruverslunina
Regnbogann. Hann var kennari
við Iðnskólann i Reykjavík, mál-
aradeild 1959-79, er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Sæmundur var mikill félags-
málamaður. Hann var einn af
stofnendum Málaranemafélags-
ins í Reykjavík 1929 og formaður
þess, meðan það starfaði. Hann
var félagi í Málarasveinafélagi
Reykjavíkur, varaformaður 1935
og formaður 1936-39. Hann var
fulltrúi í Iðnsambandi bygginga-
manna og átti sæti í prófnefnd
málara 1936-61, þar af formað-
ur í 17 ár. Hann var félagi í
Málarameistarafélagi Reykjavík-
ur og gegndi mörgum trúnaðar-
störfum í þágu þess. Hann var í
ritnefnd og var lengi ritstjóri
tímaritsins Málarans. Hann sat
í samninganefndum og i
fræðslunefnd Málarameistara-
félags Reykjavíkur um árabil
og var sæmdur þjónustumerki
þess 1968, kjörinn heiðursfé-
lagi 1979 og sæmdur heiðurs-
merki þess úr gulli. Árið 1978
var Sæmundur sæmdur heið-
ursmerki Málarafélags Reykja-
víkur. Hann átti sæti á iðnþing-
um og í iðnráði um áraraðir.
Hann var félagi í Iðnaðar-
mannafélaginu í Reykjavik og
var kjörinn heiðursfélagi þess
1979. Síðar var hann sæmdur
æðsta heiðursmerki Landssam-
bands iðnaðarmanna.
Sæmundur hafði mikinn
áhuga á samstarfi norrænna
málarameistara og sat sem full-
trúi Málarameistarafélagsins á
þingum Nordisk Malermester
Organisation frá 1950-80.
Hann var forseti sambandsins
1970-72 og var m.a. gerður að
heiðursfélaga í Landssambandi
málarameistara í Noregi í Ósló
1980.
Sæmundur var alla tíð list-
fengur maður. Hann stundaði
nám við Myndlistaskólann í
Reykjavik 1949-53 og var í
stjórn skólans og formaður
skólanefndar i nokkur ár. Hann
lagði stund á myndlist og tók
þátt í myndlistarsýningum
áhugamanna hérlendis, í Dan-
mörku og Noregi. Hann nam
listmálun á postulín í Kaup-
mannahöfn og stundaði
kennslu á því sviði um árarað-
ir. Nú siðustu árin skrautmálaði
Sæmundur gamlar kistur og
húsgögn.
Utför Sæmundar fer fram
frá Langholtskirkju mánudag-
inn 9. desember og hefst at-
höfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í Fossvogskirkjugarði.
Ég vil þakka elsku tengdapabba
mínum fyrir samfylgdina. Minning-
amar eru margar og góðar. Heimili
tengdaforeldra minna var heillandi
heimur að kynnast. Mér fannst
ævintýri líkast að ganga um stof-
umar og vinnuherbergin og skoða
í hillur, króka og kima. Alls staðar
fundust skemmtilegir hlutir og þar
af var margt handverk Sæmundar.
Þar mátti fínna málverk eftir hann
sjálfan og fleiri listamenn, fallega
postulínshluti, handmálaða kistla og
stórskrýtna spýtukarla úr rekaviði
og alltaf var verið að bæta ein-
hveiju skemmtilegu í safnið.
Sæmundur var mikill selskaps-
maður og vildi alltaf hafa líf og fjör
í kring um sig. Hann átti líka auð-
velt með að laða fólk að með sínum
sjarma og húmor. Snilldarkokkur
var hann og vílaði ekki fyrir sér að
snara fram máltíð ofan í heila her-
deild ef bankað var upp á. Það fékk
nú enginn að fara svangur heim.
Hann var bamakarl og veit ég
að hann á eftir að lifa sterkt í minn-
ingunni hjá barnabörnunum, ekki
síst Steinari mínum sem alltaf Jítur
á Sæmafa sem sinn besta vin. Ófátt
hafa þeir brallað saman félagamir
og margt hefur Steinar lært af afa.
Elsku Sæmundur, takk fyrir allt.
Kveðja,
Anna María.
Ég og afí gerðum margt saman.
Ég, hann og amma fórum stundum
niður í fjöru í Nauthólsvíkinni og
söfnuðum rusli og rekaviði og
kveiktum bál á skjólstæðum stað
undir stómm steini sem hægt væri
að klifra upp á og horfa ofan í bál-
ið. Stundum fórum við niður í Elliða-
árdal og sigldum dótaskútu sem
pabbi átti þegar hann var lítill.
Stundum fórum við í Öskjuhlíðina
og fengum okkur kakó og brauð í
iautum, þá talaði afi stundum um
þegar hann var krakki.
Við fórum líka stundum í bíltúr
og fengum okkur pulsu og ókum
um höfnina. Lögðum bílnum, löbb-
uðum um og skoðuðum bátana og
horfðum á þá sigla í höfn og úr
höfn í svolitla stund. Oft ókuin við
Laugaveginn og fengum okkur svo
kakó og kaffi á einhverju kaffihúsi.
Kannski löbbuðum við svo og horfð-
um í búðarglugga og ókum svo
heim.
Þá var afi stundum með kistu eða
eitthvað sem hann var að mála fyr-
ir einhvern og þá gat ég hjálpað að
slípa gömlu málninguna af henni
svo afí gæti málað hana. Ef kistan
var öll einlit gat ég hjálpað afa.
Hann skreytti kistur yfirleitt með
alveg afskaplega fallegum blómum
af öllum sortum sem til voru. Svo
gat hann málað næstum nákvæma
eftirlíkingu af alvöru viði. Hann var
að kenna mér að gera svoleiðis en
ekki er ég nú mjög góður í því. En
nú er hann farinn.
Afi var klár, afi var góður og
kunni að meta pensla.
Steinar Sigurðsson, 10 ára.
Það er erfitt að setjast niður og
kveðja þig, elsku besti afi minn. Þú
varst svo yndislegur afi - síbros-
andi, með brandara á reiðum hönd-
um, alltaf svo ljúfur og góður. Að
koma til ykkar ömmu inn í Miðtún
var alla tíð ævintýri líkast fyrir litla
stelpu. Málverk uppi um alla veggi
og dýrgripir eins og steinar og skelj-
ar út um allt og alltaf þessi unaðs-
lega lykt inni í postulínsherbergi af
olíu og spritti. Það er enginn vafi
að allt þetta hafði mótandi áhrif á
mig og varð mér hvatning til að
fara í listnám seinna meir. En afi
var ekki bara listamaður í sinni
kúnst að mála postulín, málverk og
kistur heldur var hann líka lífsins
kúnstner - hann kunni að lifa lífinu
lifandi og var alltaf kátur og smit-
aði út frá sér. Þetta hafði ekki síður
mikil áhrif á mig og kenndi mér
hvað það er sem er mikilvægast í
lífinu.
Það er gott að vita til þess að
núna líður þér vel og ég veit að það
hefur verið vel tekið á móti þér. Ég
veit líka að þegar við hittumst aftur
þá verður himnahliðið nýmálað og
fínt. Þakka þér fyrir allt og allt,
elsku afí minn.
Sigríður Þóra.
Þegar ég fyrst hitti Sæmund Sig-
urðsson, hann fjörutíu árum eldri
en ég, fannst mér ég strax hafa
fundið hálfgildings jafnaldra og eig-
inlega jafningja. Þannig gat hann
látið tvítugu unglingsgreyi líða, sem
auk þess var svo djarft að vera að
stíga í vænginn við yngstu heima-
sætuna.
En þannig var Sæmi alla tíð.
Hann átti ekkert til í sér sem valdið
gat einhveijum erfiðleikum sem oft
fylgir því sem kallað er kynslóðabil.
Hann var ekki deginum eldri én ég,
og það var ekki vegna þess að ég
þjáðist af einhveijum ótímabærum
öldrunareinkennum. Hann var allra
aldurshópa, enda var maðurinn ein-
hvern veginn aldurslaus eða síuhgur
- nema undir það síðasta. Og það
líkaði honum alls ekki vel.
Sæmi vat- lífslistamaður, hvernig
sem á er litið. Hann var afar listelsk-
ur og sjálfur mikill listamaður. Þeg-
ar ég kynntist honum og Siggu
hafði ég aldrei áður komið inn á
heimili þar sem var að fínna jafn
mikið af fallegum listaverkum -
málverkum og fögrum munum.
Þetta var heillandi heimur fyrir
strák sem hafði alla tíð haft ein-
hvern óljósan áhuga á myndgerð
og myndlist. Andrúmsloftið á heim-
ili Sæma og Siggu endurspeglaðist
í þessari fegurð og hlýju.
Sæmi var flinkur málari, ekki
einungis góður fagmaður sem mál-
arameistari, heldur einnig sem
myndlistamaður. Á árum áður þegar
ekki voru til málningarúllur og að-
eins olíumálning og lökk, þurftu
menn að geta handleikið pensilinn
af lagni. Það gerði Sæmi. Enda
hafði hann þann starfa með brauðst-
ritinu um langa hríð að kenna ung-
um málaranemum kúnstirnar. Verk-
in hans með vatnslitum og olíulitum