Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 33

Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 33 I ------------------------------------ ‘•I á striga urðu hins vegar allt of fá. | Á hinn bóginn gerðu hann og Sigga ótölulegan fjölda fallegra postulíns- gripa, sem oftast voru gefnir ætt- ingjum og vinum við hátíðleg tæki- færi. Þá málaði hann og skreytti ófáa gullfallega trékistla. • Ég hef aldrei kynnst eins geð- prúðum manni og Sæmundi málara, félagslyndum, glöðum og kátum á þegar það átti við og hrók alls fagn- * aðar. En hann var líka tilfinninga- 'i næmur og átti mikinn skilning og | samúð ef erfiðleikar steðjuðu að. Hann hafði eiginlega flesta þá kosti sem prýða mega góðan dreng - og viðkynning við hann verður aldrei þökkuð til fulls. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Siggu, börnum þeirra og barna- börnum og öllum vinunum. Hermann Sveinbjörnsson. ^ Sæmi minn. < Þú varst ungur maður til orðs og æðis lengur en flestir, sem ég hef kynnst. Léttur á fæti og léttur í lund. Það er því táknrænt að þú skyldir draga þig út úr þessu lífi á dimmasta tíma ársins úr því að lík- aminn var orðinn þér til byrði og þú skyndilega orðinn gamall. Þú getur verið stoltur af löngu og far- I sælu dagsverki hér á jörðu og ég er sannfærð um það, að í himnaríki ' er alltaf þörf fyrir laghenta lista- I menn! Auðvitað söknum við þín öll, en það væri eigingirni að geta ekki samglaðst þér að vera nú laus úr viðjum lasburða líkama. Þegar ég í huganum fletti í gegn- um myndir minninganna eru mynd- irnar af þér allar saman blóm- skreyttar brosmyndir. Ég ætla að geyma þær allar og gæta þeirra vel. Þú varst heiðursmaður, sem auðgaðir líf mitt á margan hátt. Ég þakka af alhug og óska þér velf- arnaðar á nýjum slóðum. Í guðs friði. Áslaug Ben. Einn af elstu og reyndustu hand- verksmönnum landsins hefir lagt frá sér áhöldin, þreyttum höndum eftir langan vinnudag. Sæmundur Sig- urðsson málarameistari lést hér í borg á fullveidisdaginn 1. desember 87 ára að aldri. Hann var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og sleit barnsskónum við Laugaveginn. Þar hófst athafnasamt félagsstarf Sæmundar bæði í leik og starfi. Ekki var til setunnar boðið og fljótt varð að taka til hendi í lífsbarátt- unni. Heppinn þótti hver sá sem gat komist til sjós. Aðeins 15 ára gam- all hóf Sæmundur sjósókn á togur- um og var það atvinna hans næstu fjögur árin. Víst er að þessi ár mótuðu mjög skoðanir hans síðar á ævinni. Þegar Sæmundur stóð á tvítugu breyttust starfshagir hans mjög þegar hann hóf nám í málara- iðn hjá Guðbergi GR. Jóhannssyni málarameistara, sem þá var einn af reyndari málurunum í bænum. Sæmundur var ekki fyrr kominn í Iðnskólann að hann beitti sér fyrir stofnun málaranemafélags og var formaður þess öll árin sem hann var ; í námi. Hann lauk sveinsprófi 1933 og gerðist jafnharðan félagi í Mála- rasveinafélaginu. Hann lét strax mikið til sín taka á þeim vettvangi og var strax á fyrsta ári kjörinn varaformaður í félaginu. Ári síðar eða 1934 hélt Sæmundur til frekara náms í skóla danska Tæknifélagsins í Kaupmannahöfn og sótti jafnframt námskeið í Teknologisk Institut. Að loknu eins árs námi kom hann aftur heim og tók þá upp þráðinn þar sem frá var horfið þegar hann fór. Hann var formaður Málara- sveinafélags Reykjavíkur á árunum 1936 til 1939 og gegndi auk þess fjölmörgum öðrum trúnaðarstörf- um. Á þessum árum stóðu málara- samtökin enn á brauðfótum og voru ekki enn búin að ná fótfestu á grunni iðnlaganna frá 1928. Hörð átök voru á þessum tíma í réttinda- og kjaramálum sem mikið mæddu á Sæmundi Sigurðssyni enda voru honum falin mörg mikilvæg störf á þessum árum. Hann var fulltrúi í Iðnsambandi byggingamanna og tók sæti í stjórn Sveinasambands byggingamanna þegar það var stofnað 1937 og Iðnsambandið var lagt niður. Á árunum 1939 hóf Sæmundur Sigurðsson sjálfstæðan atvinnurekstur í félagi við Steingrím Oddsson málarameistara og hélt sú samvinna fram yfir stríð. A þessum árum hóf Sæmundur einnig versiun og stofnaði ásamt fleirum verslun- ina „Regnbogann". Samtímis því hóf hann samstarf við Helga M.S. Bergmann málara sem þá var ný- kominn heim frá Danmörku, en þar hafði Helgi dvalist öll stríðsárin. Lengst af hafði Sæmundur þó eigin rekstur. Á árinu 1941 gerðist Sæ- mundur félagi í Málarameistara- félagi Reykjavikur og skipaði sér strax í forustusveit í röðum meist- ara og var kjörinn ritari samtakanna strax og hann kom í félagið. Hann var varaformaður Meistarafélagsins 1943-51, frá 1956-1962 og 1970-71. Sæmundur hafði brennandi áhuga á fræðslu- og menningarmál- um málara og átti sæti í ritnefnd tímaritsins „Málarinn“ frá upphafí 1951 til 1973 er hann tók við rit- stjórn. Hann ritaði fjölda greina um margvíslegt efni er varðaði málara- stéttina í blaðið og ávallt var fag- legi þátturinn þar ofarlega á baugi. Þegar íslenskir málarameistarar gerðust aðilar að samtökum málara- meistara á Norðurlöndum, N.M.O., kom Sæmundur þar mikið við sögu. Hann sat á öllum þingum þess frá 1950 til 1980 og var forseti sam- bandsins á árunum 1970 til 1971. Hér heima var Sæmundur fulltrúi á öllum iðnþingum á meðan hann starfaði fyrir Meistarafélagið. Það væri tæplega hægt að nefna eitt einasta framfaramál á vegum mála- rasamtakanna að Sæmundur ætti þar ekki hlut að máli og væri ekki ósjaldan upphafsmaður þeirra. Hann lét sig fræðslumál málara miklu varða og átti sæti í prófnefnd málara frá 1936, fyrst sem fulltrúi málarasveina en eftir 1941 fyrir málarameistara til ársins 1961 er hann gerðist kennari við Málara- skólann. Þar var hann stundakenn- ari frá 1959 til 1973 en fastráðinn kennari frá þeim tíma til 1979 er hann varð að láta af störfum fyrir aldurssakir. Sæmundur tók virkan þátt í sam- tökum frístundamálara og var í hópi þeirra sem tóku þátt í stofnun Myndlistaskólans í Reykjavík 1959. Sæmundur var listfengur maður og lagði rækt við þá þætti málara- starfsins sem hnigu í þá átt. Hann tók þátt í myndlistarsýningum áhugamanna hérlendis og í Dan- mörku og Noregi og sat í stjórn Myndlistaskólans í nokkur ár. Hann hafði forustu um myndiistarsýningu iðnaðarmanna þegar Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík varð eitt- hundrað og tíu ára, sem vakti mikla athygli. Éyrir störf sín að málefnum iðn- aðarmanna hlaut Sæmundur ýmsa viðurkenningu. Hann var heiðursfé- lagi Málarameistarafélags Reykja- víkur og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og var sæmdur æðsta heiðursmerki Málarafélags Reykja- víkur þegar það varð 50 ára. Sæmundur var einstakur félags- hyggjumaður og átti auðvelt með að starfa með öðrum. Hvar sem hann kom að málum eignaðist hann vini. í Málaraskólanum var hann ekki einungis kennari, heldur félagi nemendanna og vinur. Ég tel mér það til mikils ávinnings að hafa átt þess kost að fá að starfa að félags- málum með Sæmundi Sigurðssyni og geta talið mig til vina hans. Sæmundur var mjög fróður um starf sitt og félagssamtök og þær voru ekki ófáar ferðirnar sem ég átti í smiðju til hans til að afla efn- is til sögu íslenskra málara. Hann var helsti hvatamaður þess að ís- lenskir málara tóku þátt í samtökum norrænna málarameistara og þar eignaðist hann marga góða vini og er álitamál hvort hefir gagnast bet- ur vináttan við Sæmund eða aðildin að sambandinu. í einkalífí var Sæmundur mikill gæfumaður. Hann eignaðist góða konu, Sigríði Þórðardóttur, sem bjó honum gott heimili, þar sem fé- lagsáhugi húsbóndans og sköpunar- gleði fékk notið sín. Saman reistu þau sér sérstætt menningarheimiii þar sem handmennt var í hávegum höfð. Sigríði, börnum hennar og öðru venslafólki sendum við Ásta okkar innilegustu samúðarkveðjur, með von um að minningin um góðan dreng megi verða þeim huggun í harmi. Kristján Guðlaugsson. Mig langar með fáum orðum að kveðja vin minn Sæmund Sigurðs- son málarameistara. Okkar góðu kynni hófust við nám mitt í Iðnskólanum í Reykjavík 1978, þar sem hann kenndi málara- iðn af einstakri snilld. Kennslan var honum alltaf mjög kær og pensillinn hreinlega lék í höndum hans, enda einstaklega góður fagmaður á ferð. Síðar meir lágu leiðir okkar sam- an bæði í starfí og leik, alla tíð var hann brosmildur og hress og veitti gjöfullega af allri sinni visku og kunnáttu. Það var gaman að koma á vinnu- stofu Sæmundar þar sem hann skreytti kistla, koffort og fleiri muni og fylgjast með vandvirkni hans og nákvæmni. Sem og að hitta þau hjón, Sæmund og hans yndislegu konu Sigríði, sem voru samrýnd og áttu svo auðvelt með að miðla af sinni hjartahlýju. Sæmundur var alla tíð mikill fé- lagsmálamaður og sinnti málefnum Málarameistarafélags Reykjavíkur af alhug fram á síðasta dag. Við fráfall hans myndast stórt skarð í hóp okkar málarameistara. Sigríði og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúð um leið og við kveðjum með söknuði góðan vin. Elvi og Helgi G. Jónsson, málarameistari. Fyrir um það bil 30 árum kynnt- umst við fyrst Sæmundi Sigurðs- syni. Hann mun hafa verið einna fyrstur íslendinga til að læra postulínsmálun. Snemma byrjaði hann að miðla öðrum af þessari kunnáttu sinni og hafði áratugum saman fjölda nemenda í þessari list- grein. Sæmundur var frábær kennari og bast auk þess vináttuböndum við flesta nemendur sína. Fijótlega fannst okkur þessar kennslustundir vera hreinn unaður. Við hittumst einu sinni í viku að vetrarlagi og brátt kom að því að engin okkar vildi missa af þessum timum. Jafn- vel gekk svo langt að við höfnuðum ferðum til útlanda eða öðrum mann- fagnaði til þess að verða ekki af kennslu Sæmundar. Eiginmenn okkar skildu ekki þetta feikna dá- læti okkar á honum og mun marga hafa langað til að beija hann augum og kynnast honum betur í þeirri von að geta líkt eftir honum. Alla ævi munum við búa að því sem hann kenndi okkur og hugsa hlýlega til hans þegar við tökum okkur pensil í hönd. Hafðu þökk fyrir allt og við erum þess vissar að þú átt von góðrar heimkomu. Far þú í guðs friði með þakklæti fyrir allt. Ásta, Dóra, Elín, Halidóra, Magdalena, Margrét og Sigrún. * ' 0 • 0 • 0 • Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 ötSI#»«#tÖtö GUÐMUNDUR MAGNÚS KRISTJÁNSSON Guðmundur Magnús Krist- jánsson fæddist á Blómsturvöllum við Bræðraborgarstíg 22. mars 1918. Hann lést í Reykja- vík 1. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Krislján Ebenezersson, f. 27. apríl 1893 í Þernu- vík við ísafjarðar- djúp, d. 23. júlí 1972, og kona hans Sigríður Einars- dóttir, f. 12. desem- ber 1899 í Reykjavík, d. 10. júlí 1970. Guðmundur var elst- ur fimm systkina. Hin eru: Val- ur, Einar, Ásta og Valgerður. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Rakel Kristínu Malmquist, 22. október 1943 og eignuðust þau fimm börn sem eru: 1) Valgerður, f. 25. apríl 1944, og á hún þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Svanhildur, f. 29. júní 1948, gift Halldóri Guðnasyni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Elsku afi í Sketjó hefur nú lokið langri og hetjulegri baráttu við veikindi sín. Þær eru ekki fáar ferð- irnar sem fárnar voru úr Hafnar- firðinum og rennt var við í Skerjó. Það var alltaf hægt að bóka að nóg var að gera, sama hvort maður var í eldhúsinu hjá ömmu eða úti í skúrnum hjá afa. Allt frá okkar fyrstu minningum eru glefsur um bátinn hans afa við Þingvallavatn. Hver ferð þangað var heilt ævintýri út af fyrir sig. Oft var byggður svartur sandkast- ali í fjörunni sem rauðu pöddurnar hertóku á augnabliki, eða eltinga- leikurinn við vatnakisumar, eins og Rakel kallaði minkana, sem oft vom á vappi í kringum okkur, oft til að stela sér matarbita. Toppurinn á Þingvöllum var þó að fara í gula björgunarvestið og út á vatnið á Ijósgræna bátnum hans afa í könnunarferðir. Þegar að landi kom beið hún amma með mikið af kræsingum fyrir alla sjóar- ana. Okkur systrunum hlýnaði alltaf mikið um hjartaræturnar við að sjá bílinn hans afa renna í hlað Reynir, f. 17. nóv- ember 1950, kvænt- ur Sigrúnu Sigur- þórsdóttur og eiga þau þrjú börn. 4) Ebenezer, f. 23. maí 1959, kvæntur Láru Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. 5) Ásgeir, f. 27. des- ember 1964, kvænt- ur Rögnu Björk Emilsdóttur og eiga þau tvö börn. Guðmundur vann ýmis störf, m.a. við sjómennsku og jarð- boranir hjá Hitaveitu Reykja- víkur. Einnig var hann í „Breta- vinnunni“ eins og margir á þeim tíma, m.a. sem túlkur. Arið 1944 hóf Guðmundur störf hjá Skelj- ungi hf. og starfaði hann þar óslitið í 45 ár. Hann tók virkan þátt baráttu verkamanna og var m.a. trúnaðarmaður Dagsbrún- ar'. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 9. desember og hefst athöfnin kl. 13. 30. með ömmu og afa innanborðs. Það er þó langt um liðið síðan afi gat ekið síðast í Fjörðinn því veikindi hans heftuðu ferðir hans. Nú hefur hann afi í Sketjó lokið hetjulegri og langri baráttu við veikindi sín og var það hún amma okkar sem stóð eins og klettur við hlið hans, hjúkraði og studdi allt þar til hann fékk hina langþráðu hvíld. Elsku amma, megir þú finna styrk í sorg þinni. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allar minningamar sem þú skildir eftir þig. Valta fleyið vaggan sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kringum höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. (Erla) Guð geymi þig. Rakel og Erna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.