Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 34

Morgunblaðið - 08.12.1996, Side 34
34 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Sigiirður Krist- inn Skúlason var fæddur í Reykjavík 12. októ- ber 1937. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 25. nóvember siðastlið- inn. Signrður vann hjá fjarskiptastöð varnarliðsins í 24 ár, lengst af sem verkstjóri. For- eldrar hans voru Skúli Sigurðsson, f. 8.3. 1901, d. 26.6. 1984, og Heiðveig Árnadóttir, f. 15.10 1912. Systkini Sigurðar Kristins eru Arnar Skúlason, f. 7.9. 1941, maki hans er Lilja Sölvadóttir; Auður Skúladóttir, f. 1.11. 1945, maki hennar Steinn Ey- jólfsson; Birkir Skúlason, f. 1.11. 1945; Sigurjón Hrólfsson, d. 27.2. 1931, maki hans Krist- jána Jónsdóttir; Erla Hrólfs- dóttir, f. 7.1. 1933, maki henn- ar Helgi Jóhannesson. Sigurður Kristinn kvæntist Onnu Lísu Jóhannesdóttur frá Færeyjum hinn 16.4. 1960. Foreldrar hennar eru Elsabeth Með söknuði ég minnist þín, son- ur minn. Eftir erfið veikindi hefur þú fengið frið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð styrki þig, Anna Lísa, og ykkur börnin, Kristrún, Elsabet, Skúli og Erla. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, þá sé hún ætíð í þinni hlíf. Poulsen og Johann- es Poulsen. Börn Sigurðar Kristins og Onnu Lísu eru: 1) Kristrún, f. 15.12. 1959, maki hennar er Jens Þorsteinsson, dæt- ur þeirra eru Jenna Kristín og Frið- björg, en áður átti hún Onnu Kristínu. 2) Elsabet, f. 2.4. 1961, maki hennar er Hörður Sævar Hauksson, börn þeirra eru Hólm- steinn og Elsabet Ósk, frá fyrra hjónabandi átti hún Guð- björgu, f. 1.6. 1978, d. 16.2. 1981, Kristin og Þorbjörn. 3) Skúli, f. 13.5. 1964, maki hans Ragna Þorvaldsdóttir, eiga þau eina dóttur, Bettý. 4) Erla, f. 29.6. "1967, maki hennar Bjarki Þór Guðmundsson, dæt- ur þeirra eru Guðrún Lísa, Telma Björk og Karitas Sif. Útför Sigurðar Kristins verður á morgun, mánudaginn 9. desember, frá Víðistaða- kirkju og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Megi minningin um þig lifa um ókomna tíð. Mamma. Mig langar að minnast föður míns, Sigurðar Kristins, með örfá- um orðum. Það var um hvítasunnu- helgina að við vorum úti í garði að vinna þegar hann braut á sér hendina. Upp frá því hófst erfíð barátta við krabbamein. Við áttum svo margar gleði- stundir. Öll þau ferðalög sem við fórum í, og hvað þú hafðir óendan- legt þol við að leika við mig, veiði- ferðirnar, tennis langt fram á kvöld meðan mamma mallaði eitthvað inni í tjaldi, ferðirnar á bílnum sem þú innréttaðir og síðan hjólhýsabfll- inn sem við systkinin eignuðumst síðar. Allar þær bækur sem þú hefur lesið fyrir mig og allar þær stundir sem þú varst eitthvað að sýsla í kjallaranum, alltaf eitthvað að búa til og ég fékk að hjálpa, rétta þér hamarinn, töngina, ská- bítinn. Alltaf komstu inn í herbergi á næturnar og breiddir sængina yfír mig svo mér yrði ekki kalt. Það er sárt að hugsa til þess að nú getum við ekki lengur setið í eldhúsinu og spjallað saman. Þú hafðir alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Vinir mínir voru allt- af velkomnir heim og á unglingsár- unum var oft þröngt setið inni í herbergi, en ef þögnin var of mikil að þínu mati gægðist þú inn rétt til að segja nokkra brandara. Ég man hvað þú varðst sár þeg- ar ég, litla barnið, fór að búa. Allt- af þegar ég kom í heimsókn talað- ir þú um hvað væri tómlegt heima. Þú vildir helst hafa okkur öll hjá þér og aldrei komum við nógu oft. Það var eins og bæn hans hefði verið uppfyllt því hlutirnir þróuðust þannig að okkur vantaði húsnæði um stuttan tíma sem endaði með því að við keyptum okkur hús sam- an. Ég hélt að við myndum eiga mörg góð ár saman, en því var snögglega lokið. Eftir sitja ótelj- andi ljúfar og góðar minningar, minningar um ást þína og vináttu. Vertu sæll, elsku pabbi, takk fyrir allt. Erla Kristín Sigurðardóttir. Elsku faðir minn, tengdafaðir og afí. Stórt skarð er höggvið í til- veru okkar, er þú hvarfst héðan úr þessar tilvist, söknuðurinn er mikill, en huggun harmi gegn eru allar góðu minningamar sem við eigum frá okkar samvistum. Þær minningar munum við varðveita á meðan okkar tilvist endist, því ætíð varst þú tilbúinn er á þurfti að halda til að hjálpa og lífga upp á tilveruna með þinni glaðværð og góðu lund, aldrei máttir þú neitt aumt sjá án þess að gera þitt besta til að bæta þar úr. Heyr þú mínar hjartans bænir, hjartkæri faðir minn. Vonaraugum á þig mænir aumur, týndur sonur þinn. (V. Briem.) Hvíl í friði. Kristrún, Jens og dætur. Það er með sárum söknuði sem þessi orð eru sett á blað til minning- ar um kæran tengdaföður minn hann Kidda. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hve mjög honum þótti vænt um sína nánustu og var mikill fjölskyldumaður. Heilsu- hraustur, sterkur og dugnaðarfork- ur, það eru réttnefni fyrir hann. Ávallt var hann hrókur alls fagnað- ar, kunni margar sögur og sagði skemmtilega frá eða eins og maður þurfti stundum að segja þegar maður var að reyna að segja hans sögur: Þetta var fyndið eins og hann sagði það! Húsið og veröndin áttu hug hans á sumrin og lagði hann alúð við verkið. Hann var svo ánægður með veröndina því þar var pláss fyrir alla í fjölskyldunni til að koma saman og sóla sig. Oft var því mikið líf og fjör á pallinum ef sólin skein. Elsku Anna Lísa, Kristrún, Elsabet, Skúli og Erla, guð styrki ykkur á þessum erfíðu tímum. Það sem við Kiddi deildum sam- an var áhugi okkar á sterkum chilli-réttum og mexíkóskum mat. Hann átti það til að senda mér sýnishorn af nýjustu útgáfunni til að athuga hvernig mér líkaði. Áhugi á þessari matargerðarlist var ekki almennur í fjölskyldunni svo við sátum ófá skiptin ein við átið. Kiddi var þó ekki fyrirferðarmikill almennt í eldhúsinu en hann átti þó fjölskylduréttinn „saltkjötsboll- urnar“, sem allir elskuðu en ég komst fyrir stuttu upp á lagið með að borða. Kiddi var rafvirki og vann frá 1956 á Vellinum, lengst af hjá íslenskum aðalverktökum, en síðan hjá hemum sem verk- stjóri við loftnetaviðgerðir fyrir fjarskiptastöð hersins. í mörg ár höfum við sest saman til að skrifa árlega jólakveðju til vina erlendis, sem og fyrrverandi vinnufélaga hjá hemum. Nú fara jólakveðjurnar út í síðasta sinn. Það var í sumar sem áfallið kom þegar Kiddi brotnaði á hendi við að moka í garðinum heima. Fljót- lega greindist hann með krabba- mein sem var ólæknandi. Aldrei hefði mig gmnað að tíminn væri svo dýrmætur, það var svo mikið sem við áttum eftir að gera. Ég gleðst yfír þeim stundum sem við áttum saman, Kiddi minn. Lífíð heldur áfram en minning um góð- semi og velvild þína mun búa í hjarta mínu til eilífðar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Ragna Þorvaldsdóttir. Elsku afi minn, ég hefði viljað óska þess að þú hefðir ekki þurft að fara frá okkur. En þú munt allt- af vera í huga mér og hjarta mínu, og ég vil þakka þér fyrir þessar góðu og yndislegu stundir sem við áttum saman. En eitt veit ég, að Guð mun varðveita og blessa sál þína. Og eitt vil ég vona að Guð muni varðveita, blessa ömmu mína og gefa henni styrk og einnig okk- ur hinum, í gegnum þennan missi. Mig langar að fara með eina bæn, sem þú, afí minn, fórst alltaf með á hveiju kvöldi fyrir mig þeg- ar ég var lítil: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þitt elsta barnabarn og langafa- barn, Anna Kristín og Daníel Freyr. Alltaf gat ég leitað til þín, elsku bróðir minn. Hjálpsemi þín og um- hyggja fyrir fjölskyldu og vinum mun lifa í minningu þinni. Ég þakka þær góðu stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði. Anna Lísa, börnin, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn eiga samúð mína alla. Þín systir, Erla. Árið 1978 lágu leiðir okkar Kidda, eins og hann var kallaður, í fyrsta skipti saman er við byijuð- um að vinna saman í fjarskiptastöð- inni í Grindavík. Mjög flj'ótlega tókst tryggur og góður vinskapur milli okkar. Kiddi var afskaplega traustur og góður drengur og það var gott að eiga hann að vini. Hann var mjög samviskusamur í sambandi við sína vinnu og vand- virkur með afbrigðum og vann sér því traust og virðingu allra, jafnt yfirmanna sem undirmanna. Hjálp- semi og greiðvikni Kidda var ein- stök og nutu margir góðs af. Orðheppni og kímnigáfa ein- kenndu Kidda alla tíð og hann gat ævinlega séð spaugilegu hliðarnar á málunum, og hlífði þá ekki sjálf- um sér frekar en öðrum. Sérstaklega var gaman að hlusta á hann lýsa því er hann vann hjá föður sínum við lagningar á sí- malínum vítt og breitt um landið. Það gerðist margt skemmtilegt á þeim tíma en gist var í tjöldum þar sem móðir hans sá um matseldina. Þá var Kiddi í essinu sínu og var sérstök upplifun að hlusta á hann segja frá. Hann var mikill fjölskyldumaður og mjög umhugað um börnin sín og barnabörnin, auk þess sem hann eignaðist barnabarnabam á árinu, sem vakti mikla gleði. Veikindum sínum tók Kiddi með æðruleysi og karlmennsku. Hann skilur eftir sig mikið tómarúm og söknuð hjá fjölskyldu sinni, öllum þeim sem kynntust honum og vinnustaðurinn verður aldrei sam- ur. Ég færi aðstandendum hans mínar bestu samúðarkveðjur. Heimir Guðjónsson. Kiddi vinur minn er dáinn. Ekki að það kæmi mér á óvart, þegar Anna Lísa hringdi og sagði mér frá því, en samt er maður aldrei viðbú- inn svona tíðindum. Fyrstu kynni mín af Kidda voru fyrir 16 árum, þegar við Anna Lísa unnum saman í Norðurstjörnunni. Siðan þá er búið að bralla margt saman. Við hjónin fórum með Önnu Lísu og Kidda í ótal ferðir og útileg- ur og einnig áttum við margar ánægjustundir á heimili þeirra og okkar. Kiddi var mikill gleðimaður og naut þess að hafa fólk í kringum sig, og frásagnarhæfíleiki hans var einstakur. Kiddi var mjög barngóður, enda var hann ríkur á þann mælikvarða og hann naut þess að hafa börnin og barnabörnin hjá sér. Það var í júníbyijun á þessu ári, að vart varð við þann sjúkdóm, er dró Kidda til dauða. Hlutirnir gerð- ust hratt, en Kiddi tók örlögum sínum með miklu æðruleysi. Hálf- um mánuði áður en hann dó sat ég við sjúkrabeð hans og var að segja honum að ég væri að flísa- leggja eldhúsgólfíð hjá mér. í augu Kidda færðist eldmóður, þegar hann fór að segja mér hvernig best væri að fara að hlutunum. Síðasta skiptið, sem ég sat hjá Kidda var nokkrum dögum áður en hann dó. Þá ræddum við dauðann og lífið eftir dauðann. Hann vissi hvert stefndi og við kvöddum hvort ann- að. Elsku Anna Lísa. Þú ert klettur- inn, sem stóðst við hliðina á Kidda þínum, án þess að brotna. Aðdáun- arvert var að sjá, hve mikla alúð og nærgætni þú og börnin sýnduð honum í þessum erfíðu veikindum. Ekki hefði mig grunað í janúar sl. að eftir tíu mánuði stæðum við í sömu sporum. Guð veri með þér og fjölskyldunni á þessum erfíðu tímum og veiti ykkur öllum styrk. Aldraðri móður Kidda sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kiddi minn, ég þakka fyrir alla vináttuna og bið Guð að vera þér innan handar í nýjum heimkynnum. Vertu kært kvaddur. Sólveig. Það er með sorg í hjarta sem við setjumst niður til að skrifa kveðjuorð um vin okkar, hann Kidda, sem nú er látinn eftir stutt en erfið veikindi. í 35 ár höfum við haldið hópinn, fyrst við konurnar í saumaklúbb, en síðan fóru eiginmennirnir að kynnast og urðu þeir þá fljótt góð- ir vinir. I gegnum árin höfum við átt saman margar ógleymanlegar samverustundir á ferðalögum innanlands og utan, í sumarbú- staðaferðum jafnt sumar sem vetur og á Færeyingaböllunum enda kon- urnar allar ættaðar frá Færeyjum. í öllum þessum ferðum var Kiddi hrókur alls fagnaðar og verður hans nú sárt saknað. Höfum við vinir hans og okkar fjölskyldur notið sérstakrar hjálp- semi hans og velvilja hvar og hve- nær sem var. Þá er ekki hægt að minnast Kidda öðruvísi en að tala um þá miklu umhyggju og ást sem hann bar fyrir börnum. Það geta börn hans og barnabörn borið vitni um, enda voru þau alltaf efst í huga hans. Elsku Anna Lísa, börn og aðrir ástvinir. Megi Guð og allar góðar vættir vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Kærleikskveðja. Saumaklúbburinn og makar. + Fósturbróðir minn, NÍELS BJARNASON (frá Gervidal), Markholti 20, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu að morgni 6. desember. Bjarni Jónsson. t Eiginmaður minn, BALDURJÓNASSON, Aflagranda 40, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 2. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 10. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Lára Árnadóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR SIGURÐSSON málarameistari, Ferjuvogi 15, sem lést sunnudaginn 1. desember, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 9. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Orgelsjóð Langholtskirkju Sigrfður Þórðardóttir, Inga Rúna Sæmundsdóttir, Hafsteinn Pétursson, Kolbrún Sæmundsdóttir, Björn Árdal, Auður Stefania Sæmundsdóttir, Sigurður Rúnar Sæmundsson, Anna María Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SIGURÐUR KRIST- INN SKÚLASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.