Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Isortoq hreindýrastöðina. Morgunblaðið/Anna Dóra Hermannsdóttir STEFÁN hefur ekki ekki búið á íslandi í rúm 20 ár en kem- ur í frí af og til. Hann segist einskis sakna héðan nema heitu pottanna í sundlaugunum og skyrsins. „Nú er ég að fara að setja upp heita potta heima hjá mér. Þá vantar bara skyrið,“ segir hann og hlær hátt og hvellt. Heima er í Isortoq á suðurodda Grænlands. Þar á hann, ásamt grænlenskum samstarfsmanni sín- um Ole Kristjansen, 2.500 ferkíló- metra beitarland og hreindýrahjörð sem telur 2.800 dýr. Isortoq er stærsta hreindýraræktarstöð Grænlands og sér landsmönnum þar fyrir mestöllu hreindýrakjöti sem þeir neyta og annar tæpast eftirspurn. Uppbyggingin hefur staðið frá árinu 1990 og hefur farið fram hægt og rólega. Þar er íbúðarhús, hús fyrir starfsmenn, sláturhús, flutningsaðstaða fyrir hreindýr og fleira. Nú er Stefán að byggja upp aðstöðu fyrir hreindýraskyttur og aðra ferðamenn á sínu landi og hefur margt á pijónunum í þeim efnum. En það er önnur saga. Stef- án Hrafn Magnússon er sestur nið- ur með blaðamanni Morgunblaðsins til að segja af lífí sínu á norðurslóð- um. „Þegar ég var í skóla gerði ég meira af því að lesa um heimskauta- slóðirnar en skólabækumar. Ég las ferðasögur og landlýsingar, allt um landkönnuði og allt sem ég náði í; Norður-Kanada, Grænland, og ís- hafíð. Ég hafði alveg brennandi áhuga á þessu öllu,“ segir Stefán. Hann kom fyrst til Grænlands þeg- ar hann var 15 ára gamall. Það var skreppitúr og annar slíkur var far- inn árið eftir. Árið 1975 hafði hann hins vegar lokið námi sínu við bændaskólann á Hvanneyri og var þá á Grænlandi í 6 mánuði. „Ég vissi alltaf að ég ætti eftir að vinna með dýr en mér hafði eiginlega aldr- ei komið til hugar að ég ætti eftir að vinna með hreindýr. Fyrir tilvilj- un kynntist ég fólki á Suður-Græn- landi sem var með hreindýrabú- skap. Það hafði lært í Noregi og ég ákvað að reyna þetta líka og fór til Noregs þetta haust, - til Finn- merkur, til lappanna." Stefán Hrafn Magnússon heillaðist af norður- slóðum þegar hann var strákur í Reykjavík og drakk í sig frásagnir landkönnuða frá Græn- landi og Norður-Kanada. Bækur Nansens og Peter Freuchen voru hans ær og kýr. 1975 hélt Stefán á vit norðursins, átján ára gam- all. Líf hans hefur síðan verið svo ævintýra- legt að það er fyllilega sambærilegt við bæk- urnar sem heilluðu hann í æsku. Samar kenndu honum hreindýrarækt og lífshætti norðurslóð- anna. Með þeim smalaði hann hreindýrahjörð á hlaupum yfir Finnmerkurhásléttuna. Þá svaf hann á steinvölu en suður í Jötunheimum bjó hann í bjálkakofa Ólafs helga - og hafði á tilfinningunni að hann hefði verið þarna áður. Hann skaut 700 seli á ein- um degi íshafinu Af hverju er ég að anda? Stefán segir að um leið og hann sá hreindýr fyrst á Grænlandi hafi hann fundið fyrir sterkri tengingu við þessar skepnur. „En fyrstu árin í Finnmörku var þetta oft erfitt. Þá var ég oft á báðum áttum. Það þarf að hafa mikinn aga í sam- bandi við hreindýrarækt. Þetta var alveg nýtt fyrir mig. Maður var á labbi yfir túndruna dag eftir dag eftir dag eftir dag og það var ekk- ert að sjá nema túndru og fjöll. Ég var oft svo þreyttur að ég var alveg gjörsamlega búinn í marga daga. Þá fór maður að spekúlera í til- gangi lífsins; til hvers er þetta allt, af hveiju er ég að anda? Maður svaf undir steini og var alltaf að hugsa um hreindýrin. Ég skildi ekk- ert i því hvemig kerfið í þessu fólki, löppunum, „fúnkeraði“ og hvernig þeir fóru að því að vera svona af- slappaðir yfir þessu. Þetta breyttist eiginlega ekki og Norður- fór vestur Alaska að kenna hreindýrarækt en undi sér ekki af því að neyslusamfélagið hafði dregið allan þrótt úr fólkinu. Er þá fátt eitt talið af því sem Stef- án Hrafn Magnússon hreindýrabóndi á Græn- landi hefur fengist við sín fjörutíu ár. Hann sagði Pétri Gunnarssyni nokkrar sögur. fyrr en á öðru ári. Þá fór ég að reyna að leggja mig eftir því sem mér var sagt að gera, reyna að hlýða. Lappinn sem ég var í læri hjá var 55 ára gamall og þarna fór ég að hlusta á hann í alvöru og fylgjast með honum; ég sá að það hlaut að vera eitthvað þarna sem væri þess virði að leggja sig eftir. Þá fór þetta að ganga betur. Fram að því hafði þetta verið einsog þeg- ar ég var í skólanum; hann var fyrir mér eins og einhver kennari sem stóð við töfluna og bablaði eitt- hvað sem fór inn um annað eyrað en út um hitt. Ég þurfti meðal annars að læra að borða kjöt; já, læra að borða það upp á nýtt til að næra mig og til að fá orku. í kuldanum finnur þú þegar þú verður orkulaus. Þá getur maður farið að skjálfa eins og alkó- hólisti. Hérna heima hafði maður vanist því að vera alltaf einhvern veginn að narta í matinn. Þegar maður borðaði kjöt þá var sett kjötflís á diskinn og svo allt hitt með. Sam- arnir troða í sig, kýla sig út af kjöti og eru snöggir að því. Svo_ hvíla þeir sig og láta sjatna í sér. Ég hef tekið eftir því að þetta gera allir sem búa í grennd við pólinn. Þar er fólk að borða til að næra sig en ekki til þess að taka þátt í ein- hveiju ánægju-„ritúali“ - eins og hér, þar sem menn eru ekki einu sinni svangir heldur borða bara til að taka þátt í einhveijum leik til að drepa tímann og reyna að vinna á leiðanum. Blóðbragð í munnlnum Eftir tvö ár hjá sömunum fór ég til Suður-Noregs að vinna hjá hrein- dýraræktarfélagi í Jötunheimum - Efri Guðbrandsdal. Þá lærði ég að hreyfa mig úti í náttúrunni. Þar voru Norðmenn, ekki samar, og ég vann með fyrrverandi Noregsmeist- ara í boðgöngu á skíðum. Hann var 42 ára og ég var 22 ára. Kallinn flaug fram úr mér á gönguskíðun- um. Hann hafði sérstakt göngulag og tækni sem hann kenndi mér. En ég tók eftir því að hann hafði svo mikið þol að hann varð aldrei móður. Ég sá að ég þyrfti að fara að æfa mig meira og ákvað að fara úr skálanum okkar talsvert' langa leið niður að vatni til að æfa mig. Hann sagði mér að fara niðureftir á eðlilegum gönguhraða en „síðan þegar þú kemur til baka, sagði hann, þá skaltu ganga það hratt að þú farir að rennsvitna og svo skaltu halda þeim hraða þangað til þú kemur hingað. Sama hvað þér líður illa, þótt þú sért með blóð- bragð í munninum." Eg gerði þetta, fór frekar hratt og var með blóðbragð í munninum allan tímann. Þetta var erfitt, stundum langaði mig til að snuða og stundum snuðaði ég en ég kom í skálann alveg rennblautur af svita og þurfti að drekka fulla fötu af vatni. Daginn eftir tók ég svo eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.