Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞREFALDUR JÓLABÓNUS Eftirvænt- ING - upplifun - minning. Þrenn- ing sem veitir þre- falda gleði í lífinu. Þetta á ekki síst við um jólin, enda hefur eftirvænt- ingin og síðan minningin um gleðileg jól verið stór hluti af tilveru okkar íslendinga. Marg- ir sem búa erlendis segjast sakna mest íslensku jólahátíð- arinnar og námsfólk kveðst gjarnan vonast til að komast heim um jólin, hlakkar einkum til jólanna heima. Jólahátíðin með fjölskyldunni virðist rifjast oftar upp þegar hugsað er heim en flest annað. Raunar er það þrefaldur bónus í lífinu að geta notið sömu gleðinnar þrisvar sinnum, í tilhlökkuninni á und- an, meðan hennar er notið og síðan í endurminningunni. Sá sem ekki kann að hlakka til þess sem er í vændum eða orna sér við að minnast þess sem er liðið, hann er í rauninni fatlaður í lífinu og mun fátækari en þyrfti að vera. Þessa aðfaradaga jóla er í ár einmitt tími til að njóta þess að hlakka til. Þá er helgi með tveimur frí- dögum fyrir flest vinnandi fólk rétt á undan jólahelginni, þ.e. 21. og 22. desem- ber, með Þorláks- messu í kjölfarið á undan aðfangadegi. Þá hefur fjölskyldan tækifæri til að njóta eftirvæntingarinnar í sameiningu við undir- búninginn. Eftirvæntingu þarf að ýta undir og byggja upp. Sá sem alltaf er að nöldra yfir tilstandinu og fyrirhöfninni týnir vísast tilhlökkuninni og eyðileggur hana fyrir öðrum, svo sá hluti gleðinnar er tapað- ur. Stefán frá Hvítadal lýsir vel þessari dýrmætu tilhlökkun þegar hann lýsir jólunum í endurminningunni og rifjar upp hvernig bernskujólin iýsa fegurst, er lækkar sól. í jóla- ljóðinu hefur hann Jiöndlað þessa þríeinu gleði. í öðrum kafla ljóðsins minnist hann eftirvæntingarinnar, sem þar nær hámarki á aðfaradögum jólanna, eins og þeim sem nú standa yfir: Það lækkaði stöðugt á lofti sól. Þau brostu í nálægð, mín bemsku jól. Og sífellt styttist við sérhvem dag. Og húsið fylltist af helgibrag. Hann leið um hugann, sá ijúfi blær. Og laust var sofíð. þau liðu nær. Hve alit var dýrðlegt við annan brag, á Þorláksmessu, þann þráða dag. Um bekki var strokið og brík og hólf. Og hirslur þvepar og húsagólf. Og allt hið gamla var endurfætt. Og ilmur í gönpm frá eldhúsgætt. eftir Elínu Pálmadóttur Ég reikaði um bæinn, er rökkur fól. Ég man þá hrifning: Á morgun jól! 0, blessuð jólin, hver bið mér sveið. í klæðunum nýju ég kveldsins beið. Það skyggði aldrei, hvert skot var ljóst. Ég fylltist gleði, er fólkið bjóst. Að sjöttu stundu um síðir dró. Kveldið var heilagt, er klukkan sló. Þá hljóðnaði fólkið. Ég heyrði og fann, að ljóssins englar þá liðu í rann. Þótt ytri aðstæður séu nokk- uð breyttar frá þessum jóla- undirbúningi á fyrri hluta aldar- innar og íburðarmeiri þá er til- finningin trúi ég sú sama. Aðf- aratími jólanna hlaðinn eftir- væntingu. Aðdragandinn kannski ívið lengri, í stíl við tíð- arandann. Byijað að kveikja jólaijós og setja upp jólatré ut- anhúss snemma í desember og halda „litlu jól“ á dagvistar- stofnunum og í skólum, og efnt til jólafunda félagasamtaka. Aðventuljós eru kveikt frá fyrsta sunnudegi í mánuðinum og tónleikar og kyrrðarstundir á boðstólum í kirkjum. Allt verð- ur það hluti af því að byggja upp eftirvæntingu. Sumum þykir nóg um auglýs- ingarnar um allt sem kaupa þurfi fyrir jólin. En ætli það fari ekki eftir því hver á heldur og hver andi ríkir á hveiju heim- ili. Gæti ekki verið spennandi að lesa þar saman bókalistann, bera saman og spá í hann í sameiningu? Eða lögin á nýjum diskum og komast að niður- stöðu eftir umræður? Það er góður siður, sem sumir hafa, að lesa litlar jólasögur eða ljóð fyrir börn og heimilisfólk á kvöldin á jólaföstunni, og byggja upp stemmninguna eða kenna börnunum og æfa nýtt jólalag. Tilhlökkunartíminn verður enn dýrmætari og minn- isstæðari ef allir upplifa hann saman. Nú og svo eru í ár enn fleiri frídagar yfir jólahátíðina en oft áður. Fyrir utan jóladagana þijá er helgi milli jóla og nýárs, sem veitir meira svigrúm til að njóta jólanna í hópi ættingja og vina. Semsagt bestu aðstæður til að njóta gleðilegra jóla. MANNLÍFSSTRAUMAR TÆKNlÆr okkur hœtta búin afþeimf Umhættuaf rafsegulbylgjum OFT HEFUR mannkynið staðið í því að yfírvinna óþarfan ótta við fylgi- fiska tækninýjunga. Islenskir bændur hópuðust í byijun aldarirínar til Reykjavíkur í kröfuferð gegn símanum. Orðið ,járnvágar“ (lvjárnbraut- ir“ á sænsku) varð blótsyrði meðal sænskra bænda vegna bölsins sem þeim fylgdi, íkveikjuhættu, og að þær trylltu skepnur. Það kann að vera að það sama sé á ferðinni þegar óttinn við segulsvið sem fylgir tölvum, háspennulínum o.þ.h. hefur farið um löndin. Rafmagnsnotkun fylgir óhjákvæmilega segulsviði, og hinir rórri benda á að mannkynið hafi aukið notkun rafmagns ár frá ári allt frá því að það varð fyrst almennt á síðustu öld til þessa dags, og enginn hafi enn getað bent á áreiðanlegar fregnir um að það skaði líf, okkar né annarra lífvera. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar sem eiga að hafa sýnt aukna tíðni blóðkrabbameins hjá íbúum nálægt háspennulínum. En fæstir vísinda- menn trúa á þær niðurstöður. Á meðan halda rannsóknir á hugsan- legri skaðsemi bylgnanna áfram, og taka langan tíma. Kannski er það ráðlegast leikmönnum að fara sér hægt, halda ró sinni, en hella ekki yfir sig alltof mikilli segulvirkni, uns fyrir liggja áreiðanlegar rannsóknir. Segulsvið eru ýmislegrar gerðar, og eitt þeirra erum við vön við, jarðsegulsviðið. Það breytist nokkuð frá einum stað til annars, en aðalatriðið er að það breytist ekki með tíman- um, ef við skoðum það sem umhverfi lífveru en ekki í jarðfræðilegu samhengi. Önnur gerð er sú sem mætti kalla suð- svið, sem breytist með tímanum á tilviljunarkenndan hátt, ekki ósvipað því sem hljóðbylgjur gera ef við heyrum suð. Þessi gerð er af öllum er til þekkja talin hættu- laus. Þriðja gerðin er orðin til af manna völdum og er ósköp venju- leg rafsegulbylgja, eins og t.d. ljós- ið er, en aðeins með miklu lengri öldulengd. Algengasta sveiflutíðn- in er fimmtíu sveiflur á sekúndu, sem kemur frá rafstraumi í leiðsl- um íveruhúsa og bæjarkerfi raf- magns. Mörg önnur tíðni kemur frá tækjum, t.d. tölvum, útvarps- klukkum, örbylgjuofnum, farsím- um o.þ.h. Sem stendur ber helst að gjalda varhug við áhrifum farsímans. Yfirritaður ætlar ekki að fá sér farsíma fyrr en menn hafa eitt- hvað áreiðanlegt í höndunum um hættuleysi hans. Ástæðan er sú að auðreiknað er út að helmingur af útsendingarorkunni sest að í höfði og eyra þess sem talar. Þar endar orkan sem varmi, og svo lítill að hann er algerlega óskað- legur í sjálfu sér. En áður en svo verður hefur orkan verið í formi I. Stöðug svið, svo sem jarð- segulsvið eru hættulaus. II. Suðsvið eru talin vera það líka. III. Reglulega segulbylgjan er talin vera varasömust. rafsegulbylgna og spanaðra raf- strauma, sem gætu haft áhrif á heilafrumur og hina viðkvæmu byggingu innra eyrans. Rafsegul- bylgjum fylgir einnig ætíð raf- straumur, og við vitum ekki nóg um áhrif hans á viðkvæmar frum- ur. Langtímaáhrif þess arna eru óþekkt og verða enn um sinn, en hugsanlegt er að við furðum okkur á því seinna meir að við höfum verið svo áhyggjulaus um notkun farsímans. Afar ólíklegt er að hér sé um að ræða neitt sem nálgast geislavirkni eða röntgengeisla hvað hættu varðar, en á hinn bóg- inn má sjá nú eftir á að það tók okkur langan tíma og kostaði miklar fórnir í mannslífum, sjúk- dómum og þjáningum að komast að hættunni sem fylgir þessum fyrirbrigðum. Þótt farsímanum fylgi minni hætta, er hugsanlegt að við verðum vitur eftir á hvað varðar notkun hans, líkt og varð- andi geislavirknina og röntgen- geislana. eftir Egil Egilsson ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Hvað á aðganga langtf Jólasveinar og bamaskór SVO bar við um það leyti sem fyrsti jólasveinninn var sagður koma í bæinn núna fyrir skömmu að tíu ára gömul stúlka stillti öðrum spari- skónum sínum út í stofuglugga í þeirri von að jólasveinninn léti eitthvað í hann þegar hann ætti leið um. Þótt efasemdir um tilvist jólasveinsins séu henni vægast sagt orðnar ríkar í huga hefur hún aldrei heyrst draga í efa að jólasveinninn gefi börnunum gott í skóinn. n Eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur Kvöldið sem von var á jólasvein- inum í bæinn sagði þessi stúlka alvarleg í bragði við sitt heimilisfólk: „Þið mynduð kannski minna jólasveininn á skóinn minn ef þið sjáið hann?“ - og fór svo að sofa. Því miður var umrætt fólk svo utan við sig að það gleymdi alveg að setja PEZ-jólasvein í skóinn, sem þó var búið að kaupa. Sofa svo allir af nóttina. Um morguninn kemur litla stúlkan í svefnherbergisgættina og segir: „Jólasveinninn er líklega ekki kominn ennþá,“ - og dró sig svo hæversklega í hlé inn á snyrtingu þar sem hún undi dijúga stund. Á meðan hentist móðir hennar um allt hús og reyndi að finna PEZ- jólasveininn sem allt í einu var orðinn ósýnilegur. Hún varð að lokum að gefast upp á leitinni og setti, heldur en ekki neitt, hundr- aðkrónapening í skóinn og sinn hvorn krónupeninginn í tvo smá- bamaskó sem litla stúlkan hafði stillt út í glugga við hliðina á sín- um skó svo heimiliskettirnir tveir færu ekki varhluta af gæsku jóla- sveinsins. Þegar telpan sá hvað var í skónum brá fyrir vonbrigða- svip á andliti hennar en hún sagði ekkert. Þegar hún kom heim úr skólan- um síðari hluta dags settist hún inn í herbergi sitt, sýslaði þar lengi og heyrðist þaðan öðru hvoru létt glamur. Rétt fyrir kvöldmat bað hún leyfis að fara út í búð og fékk það. Rak hún erindi sín í búðinni, borðaði og fór svo að hátta. Þegar hún var að fara að sofa sagði hún stundarhátt: „Það er stór kassi á skrifborðinu inni í svefnherbergi, í honum eru litlir kassar til að setja í barnaskó og þeir eiga að duga alla dagana fram að jólum.“ Hvar fékkstu þetta? spurði mamma hennar undrandi. Ég keypti það fyrir sparipening- ana mína og hundraðkrónurnar sem ég fékk í skóinn í morgun, svaraði litla stúlkan rólegri röddu og bauð að því búnu góða nótt. Það er orðinn nokkuð gamall siður, t.d. í Ungveijalandi, að böm setji skóinn sinn út í glugga í von um að heilagur Nikulás setji sæl- gæti eða eitthvað annað í hann, þó er siðurinn varla eldri hér á landi en sem nemur þessari öld og þó líklega nokkuð yngri. Þótt böm ali með sér efasemdir um flest það sem fyrir augu ber eru þau nánast undarlega lengi trúuð á að jólasveinninn gefi þeim í skó- inn - eða það láta þau í veðri vaka. Á þessu eru þó vafalaust ýmsar undantekningar. Eina stúlku þekkti ég t.d. sem var orð- in slík efasemdarmanneskja 8 ára gömul að hún neitaði algerlega að fara að sofa fyrr en hún sæi með eigin augum jólasveininn setja gott í skóinn hennar. Hún sat uppi gráföl með starandi augu og beið komu jólasveinsins. Klukk- an 4 um nóttina gafst mamma hennar upp og viðurkenndi að það væri enginn jólasveinn til. Það flokkast ekki undir alvar- lega lygi að telja börnum trú um að jólasveinninn sé til, hins vegar tekur að versna í því ef fullorðið fólk vill halda þessari blekkingu til streitu hvað sem raular og taut- ar, slíkt mun þó vera sjaldgæft. Algengara er að börnin vilji halda í blekkinguna. Hvað sem líður sið- ferðilegum vangaveltum um sögur af jólasveinum þá er augljóst að meðan smáfólk telur það augljósa hagsmuni að játa tilvist jólasveins- ins og hefur ennþá hæfileika til að hlakka til að fá það sem hann eða staðgenglar hans setja í litla skóinn í glugganum þá er rétt að láta þau ekki verða fyrir vonbrigð- um. Úr því að við segjum litlum börnum frá jólasveininum og sýn- um þeim hann á jólaskemmtunum og víðar þá verðum við að taka afleiðingunum og vera manneskj- ur til þess að leyfa þessum sömu börnum að ákveða sjálf hvenær síðasta stund jólasveinsins rennur upp í vitund þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.