Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
-r
Morgunblaðið/Ásdís
KRAKKARNIR í Steinahlíð voru heppnir að jólasveinarnir gleymdu ekki
pokunum uppi á fjöllum.
Dansað í kringum jólatré á 1:
NÚ ER hún Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól...
má víða heyra sungið síðustu dagana fyrir jól, þegar um
60 þúsund börn í leikskólum og grunnskólum um allt land
halda litlu jólin prúðbúin og full af gleði og tilhlökkun
vegna komandi hátíðar.
Jólasveinar láta sig ekki vanta og þramma glaðir í
bragði í kringum jólatréð með agndofa börnin sér við hlið.
Sumir óttast sveinka en aðrir lauma lítilli hendi í stóra,
hlýja lófann hans.
Tilhlökkunin vex með hverjum degi sem nær dregur jól-
um þar til hún nær hámarki að kvöldi aðfangadags. Það
er þó mikils um vert í önnum jólaundirbúningsins að
gleyma ekki boðskap jólanna.
Verum því minnug þess sem engillinn sagði þegar hann
birtist fjárhirðunum úti í haga: „„Verið óhræddir, því sjá,
ég boða yður mikinn fógnuð sem veitast mun öllum lýðn-
um: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er hinn smurði
Drottinn, í borg Davíðs. Og hafíð þetta til marks: Þér
munuð fínna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“ Og í
sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra her-
sveita, sem lofuðu Guð og sögðu: