Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ óspar á og sem er jafneinlægur og glaðlegur og frásögnin. „Já, þetta var einhvers konar árekstur við stórborgarmenninguna. Ég held að við höfum litið á okkur sem ein- hvers konar „redneeks" í menning- arlífi Svíþjóðar. Maður trúir því ekki þegar maður lítur til baka hvemig maður gat verið svona inn- rættur." Eftir útskrift af hreindýrabraut- inni lá leiðin heim til íslands í fyrsta skipti í allmörg ár. „Ég fór á vertíð en varð friðlaus aftur og fannst að ég ætti einhvetjum kafla ólokið. Þá fór ég til Lofoten og skráði mig á skip sem var bæði rækjutogari og selfangari. Við fórum á selveiðar um mánaðamótin febrúar og mars í vestun'snum, fyrir norðan Kol- beinsey, fyrir utan Scoresbysund og milli Scoresbysunds og Sval- barða. norðrið í blóðinu Með SS-foringja á selvelðum Þar veiddum við 1.200 seli, aðal- lega blöðrusel, sem var skotinn og rotaður, fullorðinn og veturgamall selur og líka litlir, sætir kópar. Síð- an fórum við í Hvíta hafið, milli Kanin höfða og Novaya Zemlya. Meðan selveiðar voru leyfðar máttu Norðmenn veiða inni í rússneskri lögsögu. Ég hef aldrei séð eins mikið af sel á ævi minni og þarna, selur við sel á ísnum eins langt og maður sá. Við veiddum 4.000 seli. Eg vann sem 2. skytta - ég hafði verið með byssu á öllum mínum HJÖRÐIN í réttunum. aftur til hreindýranna. Þá lokast ég alveg inni í þessu sægreifa- dæmi.“ Þá var það ákveðið. Ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun væri ég sennilega feitur togaraskip- stjóri í dag. En ég setti á mig bakpokann, girti á mig hnífinn, gekk til fjalls og fór með löppunum yfir til Finn- lands. Við fórum meira og minna skokkandi alla leið. Það er mikill hraði á hreindýrunum þegar verið er að flytja þau úr sumarlandinu yfir á vetrarlandið. Þau fara þetta á hægu skokki. Við vorum með sleða og vélsleða en það var svo mikill farangur með að maður gat ekki mikið setið á sleðunum. Einn í Alaska Þennan vetur sá ég svo auglýst eftir manni til að koma til Alaska og kenna hreindýrarækt. Ég var ráðinn og var þar í tvö ár. Þarna var falleg náttúra og maður hafði það mjög gott en mér fannst ég alltaf vera svo langt í burtu frá mínum menningarheimi þama vest- ast í Norður-Ameríku að seinni vet- urinn minn fékk ég í fyrsta skipti aðkenningu að heimþrá. Það var eitthvað sem var ekki alveg í lagi. Seinna sumarið mitt í Alaska var ekki hægt að fá fólk sem gat unnið með hreindýrunum inni í landinu. Það er ekki hægt að fá unga menn í smalamennsku yfir sumartímann, ungdómurinn þarna er orðinn svo spilltur. Og ef maður fékk þá með sér höfðu þeir engan þrótt í sér til landi. Þetta sumar ákvað ég að fara til Grænlands og ég fór í haustsmalamennsku þangað og vann hjá þessum núverandi sam- starfsmanni mínum þennan vetur. Þetta var 1983.“ Næsta ár sóttu þeir félagar, Stef- án og Ole Kristjansen, svo um 2.000 fermetra beitarland fyrir hreindýr á Suður-Grænlandi til viðbótar við þá 500 ferkílómetra sem Ole hafði þegar tryggt umráð yfir. Þeir fengu jákvætt svar. Tók ákvörðun Þeir félagar hófu framkvæmdir á landinu 1984 en Stefán var ekki reiðubúinn að festa rætur. „Ég fór að ókyrrast. Ég átti eftir að læra að fljúga og vildi gera það, svo ég fór til Kanada, til Gimli við Winnipegvatn og tók atvinnuflug- mannspróf. Þegar mér leiddist tæknin í flugskólanum þennan vet- ur skrapp ég norður á bóginn til kunningja míns í Norður-Kanada, heimsótti hann og talaði við hrein- dýrin hans. Eftir námið fór ég á grænlenskan togara og vann mér inn peninga en í árslok 1988 kom ég svo aftur til Grænlands. Þá tók ég ákvörðun um að kaupa hreindýr. Eg keypti 250 dýr og fékk 250 lánuð. Landið var þarna og lá og beið meðan ég hafði verið að leika mér og ég byijaði að reisa mér hús. Síðan höfum við byggt þetta upp hægt og rólega. Við eigum okkar eignir allar skuld- lausar.“ EFTIR 130 km siglingu frá Julianehaab blasir þessi sýn við ferðalangi þegar komið er heim til Stefáns Hrafns í Isortoq. ferðum síðan ég var 14 ára og kunni vel að skjóta - og ég náði því þarna að skjóta 700 seli á einum degi. Ég sá aldrei í þessum túr að dýr væru flegin lifandi, það er bara áróður. Allir sem fóru á þennan togara þurftu að fara á námskeið til að læra hvernig átti að aflífa sel. Þetta skip hét Arkangel og það var svolítið sérstakur vinnustaður. Skipstjórinn var fyrrverandi nasisti; hafði barist í SS-Viking herdeildinni sem sjálfboðaliði - og reyndar þeir báðir bræðumir sem voru með út- gerðina. Þeir bjuggu í Lofoten og voru orðnir fullorðnir þegar ég var á þessu skipi. Þetta var harður karl, sem hafði gaman af því að segja frá, og þetta gekk vel hjá honum; verkið vannst vel. Það var strangur agi þama um borð. Skipstjórinn skipti áhöfninni í stjómborðs- og bakborðssveit og þegar hann var að skipuleggja dag- inn á morgnana var haldin liðskönn- un. Þá stóðu menn í röð, bakborðs- sveit og stjómborðssveit hvor sínu megin og skipstjórinn gekk með- fram og gerði vopnakönnun. Hann kom með aðfinnslur ef eitthvað vantaði: brýni í vasann hér eða eitt- hvað vantaði þar. Þegar hann var að senda okkur út á ísinn þá hét það: „bakborðssveit fer út með stefnu 45 gráður og ræðst á selina." Feltur togaraskipstjórl „Þessum selatúr lauk í apríl; svo fómm við á rækjutroll. Ég sótti um og komst inn í Stýrimannaskólann í Tromsö þetta haust. En ég var farinn að hugsa um hreindýrin og ákvað að skreppa til lappans sem ég var í læri hjá og hjálpa honum með hreindýrin. Karlinn var í sum- arbúðunum sínum og ég bjó í tjaldi og fór að smala hreindýrunum. Það átti að fara að smala þeim yfír á vetrarlandið Finnlandsmegin við Finnmerkurhásléttuna. Ég hafði ætlað að ná rútu sem fór til Tromsö tveimur dögum áður en skólinn byijaði. Rétt áður en ég þurfti að taka rútuna sagði ég við sjálfan mig: „Það væri nú gaman að fara yfir hásléttuna og yfir til Finn- lands. En ef ég geri það fer ég aldr- ei í Stýrimannaskólann." Svo hugs- aði ég með mér: „En ef ég fer í Stýrimannaskólann kem ég aldrei þess að ganga. Karlamir, sem höfðu reynslu og tilfinningu fýrir náttúr- unni og kunnu að borða kjöt, halda á sér hita og ganga, vom orðnir gamlir eða dánir. Mér fannst oft í Alaska að ég væri einn, mér fannst ég alltaf vera á undan öllum og ég hafði engan félaga sem gat staðið mér á sporði og gert hluti eins og ég hugsaði mér.“ Stefán hringdi í kunningja sinn á Grænlandi og fékk hann til að skreppa til sín að hjálpa við smölun um sumarið í Alaska. „Ég talaði við hann um að ég hefði áhuga á að koma til Grænlands og kaupa mér hreindýr þar. Honum fannst það sniðug hugmynd því hann var þá einn í hreindýrabúskap á Græn- Það er að heyra á Stefáni Hrafni Magnússyni að nú hafi hann fest rætur í Grænlandi. Uppbyggingin og starfíð þar á huga hans allan. Eins og hann segir sjálfur lifir hann á forsendum hreindýranna og hjörð- in gefur honum frí í tvo mánuði á ári, frá því í lok október og fram yfir jól. Þá fínnst honum gott að fara á hlýrri slóðir, segir hann og að þessi sinni kom hann m.a. í frí til Islands. Hér gekkst hann undir aðgerð á sjúkrahúsi og lét lagfæra liðbönd í fæti og fór svo heim til Grænlands síðastliðinn laugardag, daginn eftir fertugsafmælið sitt. Hann flaug til Narssarssuaq, fór þaðan til Julianehaab og sigldi svo heim á Sómabátnum sínum - m/b Bjama Heijólfssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.