Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 16
'16 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 20.38,1/1)1 [ Álftaver Færeyjar j Hjaitlands- eyjar ;i5r16r2/1 Suðureyjar SKOTLAND Cacrl^verock- ftSTT ÁLFTAFJÖLSKYLDU sleppt eftir velheppnaða merkingu í Skagafirði. Alftir á ferð og flugi Vísindamenn hafa nú um skeið fylgst með flugi álfta til og frá landinu snemma vors og síðla hausts. Sendibúnaður hefur veríð sett- ur á nokkra fugla og með aðstoð gervitungla er unnt að fylgjast með flugleið og flughæð álftanna. Þeir Olafur Einarsson fuglafræð- ingur og Jóhann Oli Hilmarsson, fuglaljós- myndari, segja hér nánar frá íslenska álfta- stofninum og rannsóknunum á honum. ISLENSKI álftastofninn telur nú um 16.000 fugla og virðist þeim hafa fækkað um 3% á ári síðan stofninn var síðast talinn árið 1991. Meirihluti íslenska álfta- stofnsins hefur vetursetu á Bret- landi og Irlandi. Samkvæmt talning- um hafa tæplega 1.000 álftir vetur- setu á íslandi. Þær álftir sem fara af landi brott að hausti til þess að hafa vetursetu annars staðar þurfa eins og aðrir farfuglar að komast yfir út- hafið. Vegalengdin milli Suðureyja og íslands eru um 800 km, er með lengstu farleiðum yfir opið haf. Eldri upplýsingar um farflug álfta Lengi vel héldu menn að álftir færu í farflugi milli landa í mikilli hæð, og er það byggt á athugun frá því í desember 1967 þegar þotuflug- maður kom auga á svani í 8.200 m hæð út af Suðureyjum. Menn voru almennt á þeirri skoðun að hér hefðu verið íslenskar álftir á ferð á leið til vetrarstöðvanna og var það trú manna að álftir færu milli ís- lands og Bretlands í háflugi. Rannsóknir á farflugi með hjálp gervihnattasenda Með þetta í huga ásamt því að kanna farleiðir álfta var ráðist í um- fangsmiklar rannsóknir. Rannsókn- ir þessar hófust árið 1994. Til þess að geta fylgst með farflugi álftanna voru settir á þær gervihnattasend- ar. Yfirumsjón með rannsóknunum hefur prófessor Colin J. Penn- ycuick, sem er sérfræðingur í flugi fugla, hann starfar við háskólann í Bristol í Englandi. Aðrir samstarfs- aðilar eru Náttúrufræðistofnun Is- lands og Wildfowl & Wetlands Trust, sem eru bresk samtök og hafa þau sínar höfuðstöðvar í Slimbridge í Englandi. Gervihnatta- sendarnir vega um 100 g og eru festir við bakið á álftunum. Þeir gefa frá sér merki sem er numið af gervi- tunglum og einnig senda þeir frá sér upplýsingar um loftþrýsting sem eru svo notaðar til þess að reikna út í hvaða hæð fuglarnir eru. Gervi- tunglin senda svo upplýsingarnar aftur til jarðar og er tekið á móti þeim í Toulouse í Frakklandi. Álftir á farfiugi Nú hefur verið fylgst með farflugi ellefu sinnum, fjórum sinnum til landsins og sjö sinnum frá landinu. Tvisvar hefur verið íylgst með sama fuglinum, álftinni Sigrúnu, sem á sér óðal við Garðsvatn í Skagafirði. Nú í haust var einnig fylgst með ferðum maka hennar sem kallaður hefur verið Colin en hann ber merki með áletruninni CIA á fætinum. Engin þessara álfta hefur á ferða- lagi sínu náð mjög mikilli hæð á ferð sinni yfir hafið, það hæsta sem skráð var voru 1.680 m í fyrrahaust. Þessi álft var þegar í töluverðri hæð áður en hún lagði í hann yfir hafið þar sem hún hafði næturdvöl uppi á Hofsjökli í 1.100 m hæð, en flestar hafa álftimar fiogið lágt og nýtt sér það að geta sest á sjóinn sér til hvíldar, nokkuð sem aðrir farfuglar eins og heiðlóap og maríuerlan geta ekki leyft sér. Álftirnar hafa yfirleitt allar farið stystu leið milli Islands og Skotlands eins og sést á kortinu sem sínir leið Colins haustið 1996. Ferðalag þetta hefur tekið mislang- an tíma hjá þeim álftum sem fylgst hefur verið með, allt frá rúmum ell- efu klst. hjá Sigrúnu haustið 1994 og upp í rúma fjögurra sólarhringa hremmingar á farfluginu í vestan roki hjá álftinni Ægi vorið 1995. Rannsóknirnar gefa til kynna að álftirnar geti staðsett sig nákvæm- lega eins sást vel hjá Ægi sem leið- rétti stefnu sína þegar hann hafði borið með veðri og vindum austur af Gerpi. Þegar þangað var komið átt- aði hann sig á að ekki væri vænlegt að halda áfram í hánorður. Hann flaug síðar með Austurlandi og Suð- austurlandi og kom síðan að landi á Breiðamerkursandi. Einnig sést vel að álftirnar geta staðsett sig á kort- inu af farleið Colins, þar sem hann leiðréttir stefnuna þegar hann er miðja vegu milli íslands og Suður- eyja, þar sem hann stefnir á írland. I stað þess að koma þar að landi leiðréttir fuglinn stefnuna og kemur að landi á Suðureyjum, þar sem hann hefur komið að landi eftir far- flugið síðastliðin þrjú haust. Colin heldur síðan áfram niður til Caerla- verock, friðlands Wildfowl & Wetlands Trust, við Solway-fjörð, en þar hefur hann haft vetrardvöl ásamt maka sínum og ungum und- anfarin ár. Þar gefst einnig mögu- leiki á því að ná fuglinum og endur- heimta sendinn sem hann hefur bor- ið á milli landa. En sendir sá sem Colin bar var í sinni þriðju ferð yfir hafið, maki Colins hún Sigrún hafði þá borið sendinn tvisvar á farflugi. FARFLUG álftarinnar Colins yfir Atlantsála Álftin Colin lagði upp frá Skaga- firði um hádegi 31. október og var komin yfir að suðurströndinni um hálfþrjú sama dag. Colin dvelur í Mýrdalnum fram eftir degi 1. nóv- ember en heldur svo yfir í Meðal- land síðdegis. Hann leggur svo upp í farflugið til Bretlands frá Meðal- landi að morgni 2. nóvember. Colin er svo kominn til eyjunnar Lewis í Suðureyjum um klukkan hálftíu að morgni 3. nóvember, eftir tiltölulega þægilegt ferðalag yfir hafið. Hann dvelur þarna fram eftir degi 4. nóv- ember, þegar hann leggur í hann aftur og er á ferðalagi um nóttina. Colin er kominn á vetrarstöðvar sín- ar, á friðlandi Wildfowl & Wetlands Trust við Solway-fjörð, um klukkan hálffjögur aðfaranótt 5. nóvember. Á þessu friðlandi dvelst hann nú ásamt fjölskyldu sinni. HLUTI álftastofnsins hefur vetursetu hérlendis. Álftir að vetri til á Silungapolli við Reykja- vík. Fjórir fullorðnir fuglar og tveir ungar, ungana má þekkja á því að þeir eru gráir að lit. Álftir að vorlagi, nýkomnar til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.