Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 21
ATVINNU AUGL YSINGAR
Heilsugæslustöðin
á Egilsstöðum
Staða læknis við Heilsugæslustöðina á Egils-
stöðum er laus til umsóknar. Með fylgir hluta-
staða við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum.
Staðan er helst ætluð lækni, sem hyggur á
sérnám í heimilislækningum, og veitist frá
1. apríl 1997 til eins árs eða eftir nánara
samkomulagi um upphaf og lok starfstíma.
Umsóknir berist stjórn heilsugæslustöðvar-
innar c/o Einar Rafn Haraldsson, framkvstj.,
Lagarási 17, 700 Egilsstaðir.
Gísli Baldursson, yfirlæknir, veitir nánari upp-
lýsingar í vinnusíma 471 1400 og í heima-
síma 471 1674.
Háskóli íslands
Starf prófessors
í lyfjaef naf ræði
Laust er til umsóknar starf prófessors í lyfja-
efnafræði við lyfjafræði lyfsala, læknadeild
Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að starfið
verði veitt frá 1. júní 1997 eða eftir samkomu-
lagi. Til greina kemur að ráða í dósentsstarf
ef enginn umsækjenda dæmdist hafa hæfi
prófessors. Umsækjendur þurfa að hafa lok-
ið doktorsprófi í lyfjaefnafræði.
Umsóknum þurfa að fylgja greinargóð
skýrsla um náms- og starfsferil, kennslu- og
stjórnunarreynslu og vísindastörf og einnig
eintök af helstu fræðilegum ritsmíðum. 1
Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir því
hvaða rannsóknarniðurstöður þeir telja vera
markverðastar, og jafnframt lýsa hlutdeild
sinni í rannsóknum sem lýst er í greinum
þar sem höfundar eru fleiri en umsækjandi.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir hug-
myndum sínum um fræðilega uppbyggingu
á sviðinu.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997 og
skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna-
sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við
Suðurgötu.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Loftsson,
prófessor, í síma 525 4464.
Jólakveðja
Við óskum viðskiptavinum
okkar gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
Þökkum samstarfið á árinu sem
er að líða.
Skrifstofur okkar verða lokaðar
23.12.96-02.01.97
Starfsfólk Hagvangs hf.
Hagvangur hf
Skeifan 19
108Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang
hagvang@tir.skyrr.is
Heimasíöa
http://www.apple.is
/hagvangur
HAGMANGUR RAÐNINGARÞJÖNUSTA
fíétt þekking á réttum tíma
-fyrir rétt fyrirtæki
Bókasafnsfræðingur
Flugmálastjórn óskar eftir að ráða bókasafns-
fræðing til starfa hjá stofnuninni.
Starfið felst m.a. í eftirfarandi:
Skipuleggja og sjá um bókasafn
stofnunarinnar.
Skipuleggja skjalavörslu.
Hafa umsjón með skjölum frá alþjóða-
stofnunum.
Annast bréfaskriftir á ensku og einu
Norðurlandamáli.
Hæfniskröfur:
Háskólapróf í bókasafnsfræði.
Mjög góð kunnátta í íslensku, ensku og
a.m.k. einu Norðurlandamáli.
Um er að ræða starf þar sem reynir á lip-
urð, frumkvæði og skipulagshæfileika.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í starfs-
mannahaldi Flugmálastjórnar.
Umsóknarfrestur er til 6. janúar 1997.
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann
Sjúkrahúsið Vogur
Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf á sjúkra-
húsinu Vogi, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík:
Næturvörð.
Ráðgjafa.
Hjúkrunarfræðinga.
Deildarlækni.
Lækni með sérfræðimenntun.
Upplýsingar um störf næturvarðar og ráð-
gjafa veitir Gísli Stefánsson, dagskrárstjóri,
í síma 567 6633. Upplýsingar um störf
hjúkrunarfræðinga, deildarlæknis og sér-
fræðilæknis veitir Þórarinn Tyrfingsson,
yfirlæknir, í síma 567 6633.
Röskleiki - ákveðni
- nákvæmni
Þetta eru eiginleikar, er við viljum sjá í rann-
sóknamanninum sem við viljum ráða til starfa
á rannsóknastofuna okkar sem fyrst.
Starfið felst fyrst og fremst í daglegu gæða-
eftirliti með allri framleiðslu fyrirtækisins og
fer fram bæði í verksmiðjunni og á rann-
sóknastofunni, auk þess sem aðstoða þarf
við framkvæmd vöruþróunarverkefna, sem
stöðugt eru í gangi hjá okkur.
Ef þú heldur að svona starf gæti hentað þér
og þú ert tilbúinn að starfa í fjörlegu um-
hverfi þar sem allt getur gerst, sendu okkur
þá upplýsingar um þig til afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir 6. janúar nk., merktar:
„Sólarmegin í lífinu".
Laus staða
þjónustustjóra
Einn af leiðandi sparisjóðum landsins óskar
eftir að ráða þjónustustjóra til starfa.
í starfinu felst m.a. yfirumsjón með af-
greiðsludeildum ásamt því að sinna ráðgjöf
til viðskiptavina sparisjóðsins hvort heidur
er vegna skuidastöðu, ávöxtunarmöguleika
eða aðra þá þjónustu sem í boði er. Ennfrem-
ur úrlausnir ýmissa mála innan afgreiðslu-
deilda. Jafnframt mun þjónustustjóri taka
þátt í kynningar-, fræðslu- og markaðsmálum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi mikla þekk-
ingu og reynslu af bankastörfum, reynslu í
stjórnun og skipulagshæfileika. Ahersla er
lögð á öguð vinnubrögð, leiðtogahæfileika,
þjónustulund og lipurð í mannlegum sam-
skiptum. Kostur er ef viðkomandi er viðskipta-
fræðingur að mennt eða með sambærilega
menntun.
Umsóknir skilist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir
3. janúar 1997, merktar: „S - 7458“.
RATSJÁRSTOFNUN
Ratsjárstofnun annast samkvæmt milliríkjasamningi rekstur og viðhald fjögurra ratsjárstöðva á íslandi.
Hjá Ratsjárstofnun starfa 62 starfsmenn um land allt.
ÞJ ÓNUSTUFULLTRÚI
Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa til Ratsjárstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli, Langanesi.
Æskileg er búseta í nærliggjandi byggðarlögum.
Starfið felst í umsjón með innkaupum, aðföngum og birgðum. Jafnframt almennri skrifstofu-
og viðhaldsvinnu í Ratsjárstöð.
Hæfnisskröfur eru að umsækjendur séu fjölhæfir einstaklingar sem eiga gott með að vinna
sjálfstætt og geta auðveldlega tekist á við mörg ólík verkefni og leyst þau vel af hendi.
Jafnframt er lögð áhersla á góða tölvukunnáttu, leikni í ritvinnslu og kunnáttu í ensku.
Bflpróf er nauðsynlegt.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 1997. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð
eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl. 10-16. Fyrirspurnum svarar Guðný
frá kl. 10-13.
STRA GALLUP
STARFSRAÐNINGAR
Mörkiuni 3,108 Reykjavík Síini; 588 3031, bréísimi: 588 3044
: lllillllllll'' llll' Guðný Harðardóttir
x