Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST Dagrenning gróskuog sköpunar POPPARINN smávaxni sem allir þekkja sem Prince hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri. Að hans sögn hefur hann verið í helgreipum ófyrirleitinnar útgáfu sem krafíst hefur þess að hann standi og sitji eins og mönnum þar á bæ þóknast án tillits til þess hvert andinn kunni að leiða hann. Síðustu plötumar sem hann hefur sent frá sér hafa þótt heldur klénar, eða að minnsta kosti ekki benda til annars en innblásturinn hafí hvort eð er verið á þrotum, og sumir hafa gengið það langt að segja vandræðin ekki stafa af þrældómi og kúgun, heldur einfaldlega af því að ferli kappans væri lokið. Annað kom á daginn. eftir Árna Matthíasson Fyrir skömmu losnaði Prince úr klóm útgáf- unnar illu og það var eins og við manninn mælt, hann var þegar til í að fara í viðtöl, lét sjá sig víða op- inberlega og sendi frá sér í kjölfarið hvorki meira né minna er þrjár breiðskíf- ur í einum pakka stútfullar af frá- bærri tónlist. Á þeim plöt- um, sem hétu því lýsandi nafni Emancipation, eða frelsun, sannaði hann að hann væri eins fijór á tón- listarsviðinu og forðum og að hann hefði sankað að sér lögum á meðan á hremmingunum stóð, en reyndar herma fregnir að hann eigi á annað þúsund lög í safni sínu. Þó plötumar þjár séu saman í einum pakka og kannski fullstór biti fyrir meðalmann að melta á nokkrum dögum, má segja að verkið sé þrískipt. Fyrsti diskurinn er eins og venju- leg Prince-skífa, upp full með frábæram lögum af ýmsum gerðum, til að mynda This Bed I Scream, sem verður að telja með bestu verkum hans. Næsti diskur er einskonar ástartj- áning Prince til konunnar sinnar nýju, Mayte, yfír- móta rómantískur og vand- aður og kannski heldur hitaeiningaríkur á köflum. Á þriðja disknum má svo heyra að hann hefur ekki setið auðum höndum und- anfarin misseri, því þar er ýmiskonar tilrauna- mennska í gangi, rapp, danstónlist, acid-house meira að segja, og tölvu- rokk. Sennilega kemur mörg- um á óvart að Prince tekur upp lag Joan Osborne, One of Us, og gerir að sínu eig- in með sérkennilega vel heppnaðri útsetningu, auk- inheldur sem hann tekur gamlan soul-slagara, La, La, La, Means I Love You. Princevinir era og á einu máli um að diskurinn sé með því besta sem hann hefur sér ef ekki það allra besta. Með Emancipation stingur Prince upp í öfund- armenn og bakbíta; enn er nóg eftir af hugkvæmni og frumleika og ekki annað framundan er dagrenning grósku og sköpunar; von- andi undir nýju nafni og meðfærilegra. Úr safni Zappa FRANK Zappa heitinni batt ekki bagga sina sömu hnútum og sam- ferðamennimir og eftir dauða sinn heldur hann áfram að hrelia tón- listarheiminn. í lok áttunda ára- tugarins átti Zappa í stappi við Warner útgáfuna sem vildi ekki gefa út fjögurra plötu pakka sem hann hafði sett saman. Eftir mikið streð fór svo að pakkanum var skipt upp í stakar skifur, en Zappa náði fram hefndum að lokum. Plötupakkann sem getið er í upphafí kallaði Zappa Lather og þegar útgáfan vildi ekki gefa hann út ákvað Zappa að ieita ann- arra leiða. Það vildi Wamer ekki sætta sig við heimtaði af honum plötu upp í samning, en alls átti hann fjórar skífur eftir af þeim samningi. Zappa endurvann því Lather í fjórar sjálfstæðar breið- skífur og skilaði pakkanum inn. Enn þráuðust Warner-menn við, Furðufugl Frank Zappa. enda fáheyrt að listamaður skili fjórum breiðskífum samtímis. Zappa var ekki á því að láta sig, fór í vinsælustu útvarpsstöð vest- urstrandarinnar og útvarpaði Lat- her í heild með þeirri hvatningu til hlustenda að þeir hljóðrituðu allt saman. Þetta beygði Warner og piötumar fjórar komu út undir heitunum Zappa in New York, Studio Tan, Orchestral Favorites og Sleep Dirt. Láther var aftur á móti enn óútgefíð verk. Eftir fráfail Zappa hafa menn hjá útgáfu hans verið iðnir við að gefa út sitthvað gamalt dót sem hann var búinn að undirbúa til útgáfu, en síðustu æviárunum eyddi hann að mestu leyti í hljóð- veri að endurhljóðblanda og -vinna gamiar upptökur. Ötgáfustjóri Zappa-útgáfunnar tók svo til hend- inni eftir lát Zappas og grúskaði í segulbandasafninu þar sem margt merkilegt var að finna, þar á meðal óútgefín iög, óutgefnar gerðir laga, gítarkafla sem ekki hafa áður heyrst og sitthvaö fleira nýsiiegt. Lather gefur mynd af sérkennilegum listamanni og merkilegum sem er ekki síður framúrstefnulegur í dag en á sjö- unda og áttunda áratugnum. Fjölhæfur Norman Cook sem Fatboy Slim. Partí- plata ársins EIN helsta plata ársins fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af danstóniist er að mati margra . gagnrýnenda Better Living Thro- ugh Chemistry. Þar snýr tökkum Norman Cook, sem hefur verið afkastamikiil undanfarin misseri, en kallar sig Fatboy Slim á plöt- unni. Norman Cook lét fyrst á sér kræla sem liðsmaður popp- sveitarinnar geðþekku Housemart- ins. Eftir að hún iagði upp laupana fyrir löngu fékkst hann við sitt- hvað tónlistarkyns, meðal annars sem upptökustjóri og plötusnúður. Eftir því sem annir hans hafa auk- ist hefur hann búið tii aukasjálf, ekki síst vegna þess að tónlistar- smekkur kappans er óvenju fjöl- hæfur; þannig hefur hann tryilt lýðinn sem Pizzaman og ekki síður sem leiðtogi Freak Power. Fatboy Slim er enn eitt aukasjálfið og það sem hefur náð einna mestri hylli, enda er fyrsta breiðskífan undir því nafni sögð partíplata ársins. Cook, eða bara Slim, hefur á valdi sínu óteljandi afbrigði danstónlist- ar og beitir þeim flestum fyrir sig á plötunni, með þeim afleiðingum að hún hljómar sem safn iiestu laga ólíkra sveita. Útgefandi skíf- unnar ætlar sér og að nýta með- byrinn og hyggst gefa öll iög plöt- unnar út sem smáskífur langt fram á næsta ár. Lög án orða Paul Lydon og Laura Valentino hafa auðgað íslenskt tónlistar- líf með ýmsum útgáfum á vegum Nano útgáfunnar. Fyrir skemmstu kom út diskurinn Sanndreymi þar sem Paul flytur þrettán lög án orða. Paul Lydon segist hafa tekið allt upp heima hjá sér á fjögurra rása tæki, nema píanóið sem var tekið upp hjá vinum hans. „Ég vinn mest á kvöldin og þegar ég er einn í húsinu,“ segir hann og bætir við að þau Laura reyni að haga málum svo að þau fái bæði að vinna sína vinnu. „Stundum tek ég upp því að ég vil heyra hvern- ig eitthvað hljómar, þá get ég haft það í kringum mig við uppvask eða kaffí- drykkju. Ég held að ég kunni að búa til fallega hluti á minn hátt, og mér finnst mikilvægt bæði fyrir mig og fólk í kringum mig að ég geri það, og setja þá í að- gengilegt form svo að fólk geti nálgast þá. Með því að koma þessu frá mér trúi ég að ýmislegt jákvætt muni gerast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.