Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 11 Samið af innri þörf Jóhann Helffason hefur veríð með helstu popplagasmiðum þjóðarínnar í bráðum aldar- fjórðung. Þrátt fyrir það hefur hann lítið verið gefínn fyrir að ota sínum tota og þyk- ir óþægilegt að standa í sölumennsku. Hann sagði Áma Matthíassyni að hann hafí feng- ið „bítlabakteríuna“ í gagnfræðaskóla og upp frá því varð ekki aftur snúið. JÓHANN Helgason er einn helsti lagasmiður íslenskr- ar poppsögu og hefur sent frá sér fleiri vinsæl lög en tölu verður á komið á und- anförnum hálfum þriðja áratug. Þrátt fyrir það hefur hann lítið gefið út sjálfur, meðal annars vegna þess að hann kann best við að vinna utan sviðsljóssins; er lítið gefinn fyrir auglýsingamennskuna sem fylgir því að standa í útgáfustússi og tónleikahaldi. Fyrir skemmstu kom út með Jóhanni Helgasyni breiðskífan KEF, þar sem hann flyt- ur eigin lög með aðstoð fjölda tón- listarmanna. Jóhann Helgason segist hafa tek- ið sér tak á síðasta ári, hann hafi langað að setja saman plötu nokk- urn tíma og því unnið skipulega, tekið sér tíma á hverjum morgni til að semja og vinna að lögunum. „Eins og gengur kemur stundum eitthvað og stundum ekki neitt,“ segir hann en bætir við að kvöldin hafi svo nýst til að vinna áfram ýmsar hugmyndir sem kviknað höfðu um morguninn. „Mín reynsla er sú að það gengur betur að vinna þannig, því með því að sitja við á hveijum degi set ég af stað eitthvað sem fær enga hvíld og er sífellt að hugsa um tónlist, velta upp hug- myndum og vinna þær áfram. Lagasmíðar eru ekki eins og að skrúfa frá krana og iðulega kemur ekkert þegar ég sest niður að semja, en þetta gekk samt mjög vel,“ seg- ir Jóhann. Hann segir að lögin á plötunni séu nánast öll úr þessari tónsmíðalotu, en inn á milli séu þó eldri lög, eitt lag frá 1984, annað frá 1993 og hluti af lagi frá 1978 sem kom upp í hugann á meðan hann var að vinna plötuna. Textar á plötunni eru á ensku og úr smiðju breska textahöfundar- ins Regs Meuross, sem Jóhann komst í samband við í gegnum Jak- ob Magnússon í Bretlandi. Hann segist upphaflega hafa haft í huga breska stúlku sem náð hefði góðum árangri með eigin lagasmíðar en hún mælt með Meuross vegna anna og gekk samstarfið að óskum. „Ég tók upp prufur með Pétri Hjaltested með ákveðnum viðlagslínum og síð- an fýllti Meuross upp í textaeyðurn- ar,“ segir Jóhann og bætir við að ekki hafi orðið til vandræða að þeir voru hvor í sínu landinu, þeir hringdust á eftir því sem þörf krafði og eftir því sem Jóhann vildi breyta línum eða hendingum eða jafnvel skipta alveg um texta. Eins og áður er getið koma íjöl- margir að plötunni með Jóhanni, en hann segir að þó sé á henni ákveð- inn kjami tónlistarmanna; Gunn- laugur Briem trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Tryggvi Hiibner gítarleikari og Pétur Hjalt- ested hljómborðsleikari, en síðan koma menn inn í eitt og eitt lag eftir því sem honum fannst eiga við. Fékk „bítlabakteríuna“ í gagnfræðaskóla Eins og áður er getið hefur Jó- hann verið í hópi fremstu lagasmiða þjóðarinnar í áratugi og hann seg- DÆGURTÓNLIST Morgunblaðið/RAX ist hafa fengið „bítlabakteríuna" í gagnfræðaskóla með þeim afleið- ingum að bækurnar lentu úti í horni og þó hann hafi klárað gagnfræða- skóla var hann heltekinn af tónlist upp frá því. Þeir Magnús Þór byij- uðu í hljómsveit sem lék uppi á velli lög eftir aðra en fóru fljótlega að semja eigin lög við texta skipti- nema í Njarðvíkunum. Og þannig var fyrsta plata þeirra unnin. „Við byijuðum á að herma eftir öðrum eins og allir gera, en vildum svo fara að semja sjálfir því það var almenn stemmning fyrir því á þess- um tíma. Við spreyttum okkur á lagasmíðum og sýndum hvor öðrum og það kom upp ákveðinn metingur á milli okkar þannig að ef einn samdi lag varð hinn að gera betur. Það var heilbrigð samkeppni og við vorum báðir það öruggir í okkar málum að lag frá öðrum var hvatn- ing til hins,“ segir Jóhann en þeir Magnús hafa mikið starfað saman að tónlist upp frá því og ekki er ýkja langt síðan breiðskífa kom út undir nafninu Magnús og Jóhann. Jóhann segist enga tölu hafa á þvi hvað hann hafi samið mikið af lögum en beðinn um að slumpa á það segir hann eftir stutta umhugs- un að líklega hafi hann sent frá sér sem næmi einni breiðskífu á ári eða rúmlega það, tólf lög á ári í tæp tuttugu og fimm ár, sem gerir 300 lög, og svo eigi hann kannski 100 lög óútgefin. Þrátt fyrir það segir hann það hafa háð þeim félögum hvað þeir séu værukærir, „og ég hef ekki unnið skipulega að laga- smíðum síðan ég gerði sólóplötur 1981 og ’83. Það er helst að ég hafi tekið upp gítarinn þegar ég hef verið beðinn um að semja lag og þá er allur gangur á því hve fljótt lagið kemur. Þetta er vinna sem verður að vinna og með tíman- um næst meiri færni í að skila hug- myndunum frá sér, en eðlilega kem- ur fyrir að ég er alveg innblásturs- laus,“ segir Jóhann og bætir við að fyrir komi að hann semji lag eða lög sem fá mjög góðar viðtökur og áður fyrr hafi stundum gripið hann sú þráhyggju að hann gæti ekki gert betur eða samið annað eins gott lag, og honum fundist öll lög ómöguleg í einhvern tíma á eftir. „Ég er þó búinn að átta mig á því að það borgar sig ekki að vera að hugsa of mikið um þetta.“ Jóhann hefur samið grúa vin- sælla laga en segir samt að hann sé ekki alltaf meðvitandi þess að hann sé með í höndunum lag sem eigi eftir að verða vinsælt. „Vissu- lega kemur fyrir að ég semji lag og viti um leið að það verði eitthvað mjög gott, en það hefur líka gerst að ég hef vanmetið lög og jafnvel ætlað að henda sem hefur kannski vegnað einna best. Ég hef þó orðið ágætt eyra fyrir því hvað það er sem fólk vill heyra en það er ekki óskeikult." íhaldssamur og frjálslyndur Mótunarskeið Jóhanns sem laga- höfundar er sjöundi áratugurinn og fram á þann áttunda og hann segir að smekkur hans á tónlist og laga- smíðar hafi ekki tekið stórfelldum breytingum frá þeim tíma, það sé frekar að hann hafi náð betri tökum á smíðinni með einhverri viðbót frá seinni tímum. „Þetta er svipað og uppeldi á barni, fyrstu sjö árin hafa svo mikið að segja,“ segir hann en leggur áherslu á að þó hann sé íhaldssamur í lagasmíðum, telji hann sig fijálslyndan í tónlist og sitt mat að allar tilraunir hljóti að vera til góðs. „Ég hef mjög gaman af öðruvísi tónlist, þó ég fari ekki að apa eftir allar nýjungar sjálfur. Ég verð að vera samkvæmur sjálf- um mér og reyna að halda mig við það sem ég geri vel. Vitanlega hef- ur komið fyrir að ég hafi reynt að gera öðrum til hæfis, en það er bölvuð vitleysa, ég reyni frekar að semja eitthvað sem ég vil sjálfur heyra.“ Eins og getið er í upphafi er Jóhann lítið gefinn fyrir að troða upp og hefur ekki kunnað því vel í gegnum árin. „Það togast á í mér að fá athygli eða ekki. Helst vildi ég byija strax á annarri plötu og ný er komin út, vildi gjarnan sleppa öllu því sem fylgir til að selja plöt- una. Þetta er kannski einhver snert- ur af fælni, því þó ég hafi stundum gaman af að koma fram forðast ég það yfirleitt; ég fæ mest út úr því að semja lög og sjá þau verða til,“ segir Jóhann og bætir við að fyrir hafi komið að hann hafi reynt að hætta að semja. „Það hefur þó stað- ið stutt,“ segir hann og kímir, enda ljóst að hann semur af innri þörf fyrst og fremst. Ci ( Hver er að hringjq? Númerabirtir Nú getur þú séð númer þess sem er að hringja, áður en þú lyftir símtólinu. Skjárinn sýnir dagsetningu, tíma hvers símtals og fjölda símtala sem hafa borist. Tækið geymir síðustu 50 simanúmer og virkar þannig sem símboði, ef þú nærð ekki að svara. róbœrt verð! Kr. 3.490 PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, simi 800 7000 » Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 » Póst- og simstöðvar um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.