Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGA R Baader-maður - vélstjóri Baader-mann og vélstjóra vantar á Hólma- drang ST-70, sem fer á veiðar eftir áramót. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 451 3209 eða 451 3180. Vopnafja rða rskól i Kennara vantar í fullt starf frá áramótum. Kennslugreinar: Danska í 7.-10. bekk og íslenska í 8. bekk. Greiddur verður ferðakostnaður og húsnæðis- hlunnindi eru í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í vs. 473 1256, hs. 473 1108, og aðstoðarskólastjóri í vs. 473 1556, hs. 473 1345. Virt kaffihús auglýsir skemmtilegt starf í eldhúsi laust til umsóknar nú þegar. Verksvið: Matreiðsla, bakstur og umsjón hráefnisinnkaupa. Góð laun í boði fyrir réttan einstakling. Umsækjendur vinsamlegast hringi í síma 896 3740. 4 * Leikskólar Seltjarnarness Leikskólakennarar Leikskólinn Sólbrekka Leikskólakennarar eða starfsmenn með sambærilega menntun óskast til starfa við leikskólann Sólbrekku. Leikskólakennarar, hafið samband og kynnið ykkur starfsemina. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 561 1961. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. | Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur: Foldaskóli Starfsmann skóla vantar frá áramótum til loka skólaárs. Starfið felst meðal annars í að hafa umsjón með nemendum á göngum og víðar og ýms- um öðrum störfum innan skólans og utan. Upplýsingar veitir Ragnar Gíslason, skóla- stjóri, í síma 567 2220 í skólanum og heima í síma 565 6651. Fossvogsskóli Stuðningsfulltrúa vantar í hálft starf frá ára- mótum. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nem- endum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahús- næði og vera í samvinnu við sérkennara. Upplýsingar veitir Óskar Einarsson, skóla- stjóri, í síma 568 0200 í skólanum og heima í síma 554 3228. Selásskóli Umsjónarmann heilsdagsskóla vantar frá áramótum. Starfið felst í umsjón með gæslu 6-10 ára nemenda. Uppeldismenntun æskileg. Fullt starf. Einnig vantar stuðningsfulltrúa frá áramót- um. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nem- endum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahús- næði og vera í samvinnu við sérkennara. Upplýsingar veitir Hafsteinn Karlsson, skóla- stjóri, í síma 567 2600 í skólanum og heima í síma 557 8358. Ölduselsskóli Stuðningsfulltrúa vantar í hálft starf frá ára- mótum til loka skólaárs. Starfið er meðal annars fólgið í að vera nem- endum til aðstoðar, fylgja þeim um skólahús- næði og vera í samvinnu við sérkennara. Upplýsingar veitir Reynir Daníel Gunnarsson, skólastjóri, í síma 557 5443 í skólanum og heima í síma 557 1880. 20. desember 1996. Fræðslustjórinn íReykjavík. Frystitogari Matsmaður og Baader-maður óskast á frysti- togara frá Austfjörðum. Upplýsingar í síma 474 1123. Vesturbær Heimilishjálp óskast á gott heimili í vesturbæ við húsverk og gæslu 2ja barna, 4ra ára og eins árs. Vinnutími frá kl. 13.30-17.30 mánu- daga-föstudaga eða eftir samkomulagi. Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Mbl., merktar: „Vesturbær - 41 “, fyrir áramót. Hornafjörður Framkvæmdastjóri Fræðslu- og menningarsviðs Hornafjarðarbæjar Vegna skipulagsbreytinga á stjórnsýslu Hornafjarðarbæjar, sem taka gildi 1. janúar 1997, er nú laus til umsóknar ný staða for- stöðumanns Fræðslu- og menningarsviðs Hornafjarðar. Framkvæmdastjóri fræðslu- og menningar- sviðs er forstöðumaður skólaskrifstofu, sem þjónar grunnskólum í Austur-Skaftafellssýslu og á Djúpavogi, fer með yfirstjórn íþrótta- og æskulýðsmála og yfirstjórn menningar- mála. Framkvæmdastjóri Fræðslu- og menningar- sviðs skal hafa haldgóða menntun og reynslu á sviði uppeldis- og kennslumála. Umsóknarfrestur er til 8. janúar 1997. Umsóknir skal senda til undirritaðs í Ráðhús Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafjörður. Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 478 1500. Hornafirði, 20. desember 1996. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sturlaugur Þorsteinsson. Innkaupa- og lagerstjóri Vatnsveita Reykjavíkur auglýsir starf innkaupa- og lagerstjóra laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón með innkaupum vatns- veitunnar, samskiptum við Innkaupastofnun Reykjavíkur og eftirlit með að gæðakröfur séu uppfylltar. Starfið felur einnig í sér um- sjón með lager, bikverkstæði og mötuneyti. Leitað er að reyndum einstaklingi með tækni- menntun, verkfræðing eða tæknifræðing. Hugsanlegt er einnig að ráða einstakling með menntun á sviði viðskipta eða með iðn- grein á skyldu sviði eða einstakling með mikla reynslu. Umsóknir skulu sendar Vatnsveitu Reykjavík- ur, Eirhöfða 11, fyrir 4. janúar 1997. Húsvarsla Félagasamtök óska eftir að ráða reglusaman og laghentan einstakling til húsvörslu ífélags- heimili sínu í Reykjavík. Um er að ræða hlutastarf er felur m.a. í sér umsjón með samkomusölum og ræstingu. Vinnutilhögun og launakjör samkvæmt samkomulagi. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 4. janúar, merktar: „Hús - 15265“. Frá Háskóla íslands • Dósentstörf. Við læknadeild Háskóla íslands eru laus til umsóknar tvö hlutastörf dósenta (50%) í krabbameinsrannsóknum. Störfin tengjast samningi læknadeildar Há- skóla íslands og Krabbameinsfélags íslands um samvinnu við krabbameinsrannsóknir og kennslu í sameinda- og frumulíffræði. Dós- entarnir munu starfa á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands. Umsóknum þurfa að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- reynslu, kennslureynslu og vísindastörf og einnig eintök af helstu fræðilegum ritsmíð- um. Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir því hverjar af rannsóknaniðurstöðum sínum þeir telja vera markverðastar, og jafnframt lýsa hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í greinum þar sem höfundar eru fleiri en umsækjandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir hugmyndum sínum um fræðilega upp- byggingu á sviðinu. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í störfin 1. júlí 1997. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997 og skal umsóknum skilað í þríriti til stafsmanna- sviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suð- urgötu. Nánari upplýsingar veitir Einar Stefánsson, forseti læknadeildar, í síma 525 4880. • Starfsmaður óskast til starfa á rann- sóknastofu hjá lyfjafræði lyfsala, læknadeild. Um er að ræða rannsóknir á forlyfjum og flutningi lyfja um húð. Einnig er unnið að rannsóknum á leysanleika og stöðugleika lyfja ívatni, sem og öðrum grunnrannsóknum í lyfjafræði. Menntunarkröfur eru á sviði lyfjafræði, efna- fræði eða líffræði og fara launakjör því annað hvort eftir kjarasamningum FIN eða SÍL. Áætlað er að ráða í starfið fá 15. janúar nk. til eins árs, en um framhaldsráðningu gæti orðið að ræða. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 1997 og skulu umsóknir sendar til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Loftsson, prófessor, í síma 525 4464. Rannsóknastofa í lyfjafræði lyfsala er reyklaus vinnustaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.