Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Endurskoðunar- skrifstofa Endurskoðunarskrifstofa með erlend tengsl óskar eftir metnaðargjörnum viðskiptafræð- ingi af endurskoðunarsviði hið fyrsta. Vinsamlegast sendið umsókn til afgreiðslu Mbl. fyrir 7 jan. 1997, merkta: „V-15351. Tónlistarskóla- kennari Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir kennara við Tónlistarskóla Búðahrepps. Laun eru eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags ísl. tónlistarskóla- kennara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búða- hrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1997. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220. Sveitarstjóri. Verkstjóri Viljum ráða verkstjóra íjarðvegsframkvæmd- ir á stór-Reykjavíkursvæðinu. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina frá reynslu og fyrri störfum. Æskilegt er að um- sækjandi hafi reynslu í gatnaframkvæmdum. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum svarað. Þeim skal skilað fyrir 30. desember 1996 í pósthólf 51, Garðabæ, merktum: „Verkstjóri". Gleðileg jól Óskum viðskiptavinum okkar, starfsmönnum og umsækjendum gleðilegra jóla og farsæld- ar á komandi ári með þökkum fyrir samstarf- ið á árinu sem er að líða Opnunartími yfir hátíðarnar verður sem hér segir: Þorláksmessa opið kl. 9-12, lokað föstudag 27., mánudagur opið kl. 9-14 og lokað á gamlaársdag. Fólk og þekking j Lidsauki ehf. Skipholl 50c, 105 Reykjavik simi 562 1355. fax 562 1311 Staða deildarstjóra á fjármálaskrifstofu ráðuneytisins er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa háskóla- próf í viðskiptafræði eða rekstrarhagfræði. Starfið felst m.a. í fjárlagagerð, eftirliti með framkvæmd fjárlaga, áætlanagerð vegna reksturs stofnana og verkefna sem undir ráðuneytið heyra, svo og umsjón og af- greiðsla ýmissa erinda á fjármálaskrifstofu. Kjör eru samkvæmt samningi Félags há- skólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs- ins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 13. janúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Reykjavík, 16. desember 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Húsvörður óskast að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Húsvörður hefur umsjón með húsum, þ.m.t. ræstingu, ásamt búnaði og lóð í samræmi við starfslýsingu. Leitað er að traustum og reglusömum ein- staklingi, sem er lipur í samskiptum og sjálf- stæður í starfi. Æskilegt er að húsvörður sé iðnlærður. Upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 463 1335 og skólastjóri í síma 463 1137. Umsóknarfrestur er til 31. desember og skal umsóknum, með greinargóðum upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skilað til skrif- stofu Eyjafjarðarsveitar, Syðra-Laugalandi, 601 Akureyri. Sveitarstjórinn i Eyjafjarðarsveit. Frá Háskóla íslands Dósentstarfí kennilegri eðlisfræði við eðlis- fræðiskor raunvísindadeildar Háskóla ís- lands er laust til umsóknar. Fyrirhugað er að ráðstafa starfinu með tímabundinni ráðn- ingu til tveggja ára frá 1. ágúst 1997. Óskað er eftir kennara til kennslu í almennri eðlisfræði og kennilegum námskeiðum skorarinnar. Umsækjendur um starfið skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vís- indastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vís- indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði honum veitt starfið. Æskilegt er að umsækjandi tilgreini hvernig hann hugsar sér að rannsóknum hans verði fyrir komið. Sömuleiðis er óskað eftir að hann nefni 2-3 aðila, sem eru reiðubúnirtil að veita umsagn- ir um störf hans fyrr og nú. Æskilegt er að umsóknargögn séu á ensku eftir því sem við getur átt. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar veitir Viðar Guðmunds- son, vidar@raunvis.hi.is, formaður eðlis- fræðiskorar, í síma 525 4800. Umsóknarfrestur er til 17. janúar 1997 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. Tæknival Tœknival hf. er 13 ára gamalt framsœkið tölvufyrirtœki með u.þ.b. 180 starfsmenn. Fyrirtœkið býður viðskiptavinum sínum heildarlausnir í iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstri. Vegna síaukinna verkefna óskar Tœknival hf. eftir að ráða 9 starfsmenn í Þjónustudeild. Hefurðu áhuga á tölvum og viltu læra meira ? Netumsjón - 5 starfsmenn Við leitum að duglegum og framsýnum einstaklingum sem áhuga hafa á netstýrikerfum og eru tilbúnir að Ieggja sig fram í kröfuhörðu og líflegu starfsumhverfi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða þekkingu á einmenningstölvum og Windows- umhverfi auk áhuga á Novell- og/eða NT netkerfum. Áhersla er lögð á fagleg og skipulögð vinnubrögð, þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í starfi. Starfsmenn munu fá kennslu og góða þjálfun í 6 mánuði frá starfsbyrjun. Þjónustufulltrúar í einstaklingsþjónustu - 3 starfsmenn ÞjónustufuIItrúar munu leiðbeina einstaklingum, símleiðis, um notkun einmenningstölva í Windowsumhverfi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafí haldgóða þekkingu á ofangreindu, séu þjónustu- lundaðir og áhugasamir um tölvu- og hugbúnaðarmál. Aðstoðarmaður verkefnastjóra Leitum jafnframt að aðstoðarmanni verkefnastjóra í netþjónustu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á tölvusviði auk þess að hafa haldbæra reynslu af sambærilegu. Áhersla er lögð á skipulagshæfileika, útsjónarsemi og þjónustulipurð. í boði eru áhugaverð störf hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki með góðan liðsanda. Áhersla er lögð á að starfsmenn eigi kost á að auka sína þekkingu og vaxa í þroskandi starfsumhverfí. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreind störf verður eingöngu svarað hjá STRÁ - GALLUP. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 1997. Ráðningar verða sem fyrst. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl. 10-16, en við talstímar eru frá kl. 10-13. STRAllGALLUP STARFSRÁÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Súni: 588 3031, bréfsími: 588 3044 Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.