Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ISLENSKUR námsmaður við Pekingháskóla lagði leið sína til Hangzhou borgar í Kína, ekki all- langt frá Shanghai, þar sem ætlun hans var að . hitta fyrrverandi yfirmann sinn hjá Landsvirkjun, Pál Ólafsson. Þegar komið var á lestarstöðina, var greinarhöfundur frekar óviss um að fínna Pál innan um flöldann all- an af Kínveijum. Úr þessu rættist þó þar sem greinilegt var að Páll stóð upp úr þvögunni og vindlareyk- ur liðaðist upp. „Jæja, þama ertu,“ sagði Páll með djúpri röddu og við drifum okkur að finna leigubíl þar sem ætlunin var að fara í íbúð Páls í borginni Hangzhou, en þar býr hann um helgar. Hrörlegur leigu- bíll ók upp að okkur þama um kvöldið og við skelltum okkur um borð. Við ókum í gegnum þessa sögufrægu borg þar sem hið róm- aða silki þeirra Kínveija er upp- mnnið og Marco Polo lýsti sem Paradís á jörðu. Við komum að hliði þar sem verð- ir sáu um að enginn óæskilegur kæmist inn á íbúðasvæðið. Við gengum spölkom og komum að fjöl- býlishúsi. „Þeir víggirtu blokkina mína um daginn," sagði Páll og benti á hús- ið sem hann býr i um helgar. Riml- ar fyrir hveijum glugga og á veggj- um í nágrenninu mátti sjá að gler- brotum hafí verið stungið í steypuna áður en hún þomaði. Meginástæðan fyrir þessu er talin vera sú að Kín- veijum er annt um öryggi útlend- inga, aðila sem fjárfesta í landinu og em því máttarstólpi í umbóta- ferli þeirra. Það var farið snemma að sofa enda ætlunin að fara daginn eftir, á sunnudegi, og skoða borgina. Daginn eftir lá leið okkar út á PÁLL Ólafsson verkfræðingur. DAXIDALUR sem áin Xitiao rennur um. Islensk verkþekking West Lake, stöðuvatn sem búið var til fyrir einn keisarann. Minnti þetta mig óneitanlega á Sumarhöllina í Peking, sem var gerð að tilskipun keisaraynjunnar er ríkti í Kína á seinustu öld. Við sigldum um vatn- ið sem er mjög fallegt og tilkomu- mikið, með eyjum og fegurð sem einungis er hægt að njóta í Kína. Dagurinn leið fljótt og nú kom að því að undirbúa ferðina til Tian Huang Ping í Zhejiang-fylki daginn eftir og skoða hina gríðarstóm virkjun sem framleiðir meira af raforku en allt kerfí Landsvirkjun- ar. Hvers vegna Kína? Frá árinu 1991 hefur verið lá- deyða yfír virkjanaframkvæmdum á Islandi eða frá því að lokið var við Blönduvirkjun. Þar sem ljóst var að ekki stefndi í að stóriðja risi á næstu ámm fór Páll því fram á að fá leyfí frá störfum hjá Landsvirkj- un í tvö ár. Honum hafði verið boð- ið starf sem yfirmaður yfír virkjana- framkvæmdum fyrir bandaríska ráðgjafafyrirtækið Harza Engine- > ering Company International í Chicago. Fyrirtækið átti að annast verkefni í Kína og því ljóst að Páll yrði að flytja þangað og dvelja í tvö ár. Lítil umsvif heima fyrir og óvissa um framkvæmdir leiddu til þess að Páll lét slag standa og fór utan í október 1994. Páll hefur verið yfírmaður yfír hópi erlendra sérfræðinga og em þeir hvom tveggja tæknilegir- sem og stjómunarlegir ráðgjafar Kín- veija við byggingaframkvæmdir á 1800MW dæluorkuveri í Tian Hu- ang Ping, um 57 km fjarlægð frá Hangzhou- borg. „Það hefur verið gaman að starfa við þessar framkvæmdir," segir Páll sém hefur engu að síður mik- inn áhuga á að komast heim þar sem virkjunaráform hafa glæðst. Hann segir að það sé mikii reynsla að vinna með Kínveijum og þeim x erlendu aðilum sem hafa verið starf- virkjuð í Kína Páll Ólafsson, verkfræðingnr, hefur nú dvalist í rúm 2 ár í Kína þar sem hann hefur miðlað heimamönnum af reynslu sinni við virkjanagerð. Sveinn Oskar Signrðsson var þama á ferð á dögunum og ræddi við Pál um það sem á daga hans hefur drifíð í þessu framandi landi. andi með honum síðastliðin tvö ár. Þegar litið er yfír umfang virkj- unarinnar, aðstæður og umhveifí er engin furða að Páll er oftar en ekki nefndur „Fjallaljónið" eða „Li- on King“ af þeim mönnum sem verða að lúta stjórn þessa agaða og skipulagða manns í Kína. Engin furða er að hann er valinn til að sjá um þetta stórvirki, enda nauð- synlegt að halda vel á spilunum í landi frumstæðra vinnubragða. Kínveijar eru ekki beinlínis agaðir og skipulag er oft og tíðum illa mótað. Til dæmis rekur stærsti kín- verski verktakinn sjúkrahús í smá- bænum Tian Huang Ping og á efstu hæðinni rekur hann einnig diskótek. Verða því fársjúkir menn að liggja undir dillandi diskótónlist og „kara- oke“ langt fram á nætur. Tian Huang Ping- virkjunin er 1800 MW Tian Huang Ping er lítill bær, um 57 km frá borginni Hangzhou, og þar búa Páll og félagar hans virka daga. Fyrir ofan bæinn liggur Daxidalur þar sem áin Xitiao renn- ur. Áin Xitiao hefur ársmeðal- rennsli um 1 rúmmetra á sekúndu, um fjórðungi minna rennsli en í Elliðaánum og til samanburðar má geta þess að ársmeðalrennsli Þjórs- ár er um 340 rúmmetrar á sek- úndu. Ætlunin er að virkja ánna Xitiao og ná orku sem nemur meiri orku en allt kerfí Landsvirkjunnar framleiðir á ári. Hvernig er þetta hægt? Galdurinn felst aðallega í tvennu. í fyrsta lagi er mikil úrkoma á hveiju vori og ná því fjöllin, alþak- in bambusskógi, gríðarlega miklu vatni sem ætlunin er að safna í 8,8 milljóna nímmetra lón neðarlega í dalnum. í öðru lagi er 'raforkan um fjórðungi ódýrari á næturnar en á 5 tíma toppálagi á daginn, þ.e. frá kl. 11 að morgni til kl. 16 síðdegis. Með þessu tvennu er því hægt að safna saman miklu vatnsmagni í lón neðarlega í dalnum og dæla um 7-8 milljón rúmmetrum af vatni með ódýrri raforku (0,11 yuan á kílówattstund, þ.e. um 0,9 krónur) á næturnar upp í lón sem liggur um 560 metrum ofar, í jöðrum fjallstoppa. Á daginn er vatnið síðan látið falla niður í neðanjarðarstöðv- arhús og raforkan seld á fjórðungi hærra verði (0,43 yuan á kílówatt- stund, þ.e. um 3,6 krónur) á toppá- lagi á daginn. Því er raforka keypt til að dæla upp á næturnar og seld á daginn. Verðmismunurinn á svo að vega upp orkutapið, um 400 GWh, sem tapast á ári. Virkjunin framleiðir um 3800 GWh á ári en þarf á um 4200 GWh á ári að halda til að dæla 7-8 milljónum rúmmetra á hverri nóttu allan ársins hring. Fallgöngin eru tvö og liggja nið- ur úr lóni í jöðrum fjalltoppa í stöðv- arhúshelli sem er um 560 metrum neðar. Þar greinast hvor fallgöng í 3 göng, er liggja að 6 aflvélum. Hver vél er 300MW og er allur vélbúnaður frá norska fyrirtækinu Kværner og kanadíska fyrirtækinu General Electric. Umræddar vélar eru ætlaðar til þess að framleiða raforku á daginn og vera n.k. dæl- ur á næturnar, þar sem þær dæla vatninu aftur upp. Tian Huang Ping-virkjunin er svo ótrúlega stór að Blönduvirkjun, sem greinarhöfundur vann við í um 6 sumur, virðist frekar lítilfjörleg smíð. Það þykir ótrúlegt að þessi virkjun kostar ekki meira en sem nemur 800 milljón dollurum, eða 54,4 milljörðum króna. Til saman- burðar við þetta nam kostnaður við smíði Blönduvirkjunnar, sem er um 150MW, 17 milljörðum króna. Því kostar hvert megawatt 30 milljónir króna í þessari virkjun Kínveija en í Blönduvirkjun kostaði hvert megawatt 113 milljónir króna. Kínverjar eru vinnusöm þjóð Þegar Páll var inntur eftir því hve margir væru vinnandi við bygg- ingu þessarar virkjunar, þá segir hann að 3-5 þúsund verkamenn hafí unnið við virkjunina þegar mest var, þ.e. seinustu tvö árin. Um 300 verkfræðingar starfa við virkjunarframkvæmdirnar og hafa um 2-3 þúsund yuan á mánuði, þ.e. um 15 til 25 þúsund krónur. Verka- maðurinn hefur frá 6500 krónum upp í 12000 krónur á mánuði og þykir þetta gott kaup í Kína. Kín- verskur verkamaður vinnur fyrir þessu baki brotnu. Hann verður að vinna 10 tíma á dag, 7 daga vikunn- ar og hefur einungis eitt frí á ári, þ.e. um tvær vikur í kringum kín- versku áramótin. Fyrir utan þessi kjör er aðbúnaður verkafólks væg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.