Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 27
L
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 27
ast sagt mjög frumstæður þar sem
fólkið býr í bambuskofum hér og
þar á virkjunarsvæðinu.
„Hér ríkir algert jafnrétti, konur
ganga í öll störf,“ sagði Páll og
benti á konu sem var að rafsjóða
gríðastórt sográsarrör nokkur
hundruð metra niðri í jörðinni. Einn-
ig mátti sjá konur, jafnvel uppábún-
ar, með skrúflykla, hamra, skóflur
og önnur verkfæri.
„Þær eru alveg hörkuduglegar,“
segir Páll þegar við göngum fram
á þijár konur sem eru að skeyta
saman þykkar olíuslöngur, útataðar
í olíu en í skrautlegum fötum, eins
snyrtilegar og hægt er að vera þeg-
ar verið er að vinna í malbiki.
Kínveijar verða að byggja
hratt og örugglega
Þegar greinarhöfundur spyr Pál
um þróun mála í Kína segir hann
að gífurlegur orkuskortur sé í Kína.
Hann segir Kínveija hafa gnægð
af vatnsafli og verði þeir þess vegna
að halda áfram að virkja því það
er þeim lífsnauðsyn ef þeir ætla að
fylgja eftir hinni hröðu efnahags-
þróun. Shanghai er einungis í um
175 km fjárlægð og þar er mesta
þörfin fyrir raforku í Kína.
„Kínveijar geta annast sínar
framkvæmdir sjálfir en þá vantar
bara betri verktækni, stjórnun og
meira fjármagn," segir Páll og stað-
festir þar með það sem greinarhöf-
undur hefur lesið um þróun mála í
Kína. Ljóst er að mjög mikilvægt
er að byggingarframkvæmdir sem
þessar standist áætlun. „Yfirvöld-
um í Beijing er umhugað um að
framkvæmdirnar standist áætlun
og eru þau reiðubúin að greiða
aukalega, enda á rekstur virkjunar-
innar að hefjast fyrri hluta ársins
1998,“ segir Páll.
Kína er í mikilli sókn og hraði
uppbyggingar þar er gríðarlegur.
Kínveijar ætla ekki að láta deigan
síga, enda ljóst að þeir verða að
nýta tímann vel þar sem hlutfallsleg
aukning á raforkuframleiðslu verð-
ur að haldast í hendur við hagvöxt
í landinu.
Páll Ólafsson mun brátt ljúka
störfum í Kína og segist bjartsýnn
á að virkjanaframkvæmdir fari að
hefjast á íslandi. „Ef það fer að
gerast eitthvað heima, þá halda
manni engin bönd hérna,“ segir
Páll.
Eftir að hafa dvalist í góðu yfir-
læti kvaddi greinarhöfundur Pál
Ólafsson á þriðjudagsmorgni og
kveðjumar voru mjög hefðbundnar.
„Við sjáumst heima,“ sagði Páll,
settist við skrifborðið sitt í kín-
verska smábænum Tian Huang
Ping og kveikti í kínverskum vindli.
PÁLL stendur við efra lónið sem liggur í jöðrum fjallstinda.
PÁLL Ólafsson ásamt kínverskum samstarfsmönnum
sínum í stöðvarhúshelli Tian Huang Ping-virkjunarinnar.
AFSTÖÐUMYND af Tian Huang Ping-virlg'uninni.
Tæknilegar upplýsingar ^
Nafn virkjunarínnar: -Tian Huang Ping, skammstafað THP
Stærð: -1800 MW
Kostnaður við virkjunina: -800.000.000,- dollarar, um 54.400.000.000.- krónur
Raforkuframleiðsla á órí: -3800 GWh
Orka í dælingu: -4200 GWh
Verkkaupi virkjunarinnar: -East China Electrical Power Group Corporation og framleiðandi
Hönnun: -East China Investigation and Design Institute
Ráðgjafar verkkaupa: -Electric de France og Harza Engineering.
Tækni- og stjórnunarl. ráðgjöf: -Harza Advisory Group, samstarf þriggja fyrirtækja, (Páll Ólafsson, yfirmaður) Si-
notech í Taiwan, Harza í Bandaríkjunum og AGN í Noregi
Vélbúnaður: -Kværner Af í Noregi og General Electric f Kanada.
Stjórnbúnaður: -Elien Union í Austuríki
Kínverskir verktakar: -Fjórtánda Construction Bureau -Fyrsta Construction Bureau -Fimmta Construction Bureau
Eriendir verktakar: -Stabag með malbikun ( efra lóni, frá Þýskalandi
Steypumagn í virkjunina: -350 þúsund rúmmetrar Ath. Blanda 40
þúsund og 120 þúsund rúmmetrar fór I Búrfell þar sem mest hefurfarið af steypu í eitt mannvirki á íslandi.
Meðalrennsli ðrinnar: -Ársmeðalrennsli er um 1 rúmmetri á sekúndu
Verð á næturrafmagni: -0,11 yuan KWh, þ.e. um 0,9 krónur KWh.:
Verð á dagrafmagni: -0,43 yuan KWh, þ.e. um 3,6 krónur KWh.
ALVORU SPORTVORUVERSLUN
Ótrúlegt vöruúrval
5% stíidgr
nfslíitlur
Lærabani kr. 890
Magaþjálfi kr. 1.690
Trambólín kr. 4.900
Þrekpallur kr. 5.900
Handlóð í miklu úrvali
verð frá kr. 690 parið
Þrekhjól frá
kr. 14.500
Bekkur+
lóðasett
kr. 14.700
Verslunin
fJcztifV
Stuttir ag síðir
Afargar gerðir
ag litir
llympí
Laugavegi 26, sími 531 3300
Kringiunni, sími 553 3600
dömkirk ÍAN
í REYKTAMK
Dómkirkjan í Reykjavík
Saga húss og safnaðar
Hluti I: Byggingarsaga. Hluti II: í iðu þjóðlífs
Höf.: Sr. Þórir Stephensen
Glæsilegt rit, þar sem gerð er grein fyrir
hugmyndum um helgisetur í Reykjavík frá
upphafi íslandsbyggðar og rakin saga
kirkjubygginga, einkum núverandi húss sem
er 200 ára. Sagt frá kirkjugripum, messunni,
sætaskipan, söng- og tónlistarlífi í kirkjunni,
sem er vettvangur hátíðar- og sorgarstunda
helsta jarðarfararkirkjan, kirkja
biskupa, konunga og forseta.
m
HIÐISLENSKA BOKMENNIAFELAG
SÍÐUMÚLA 21 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 9060 • FAX 588 9095
Höfundur er fyrrum fréttaritari
Morgunblaðsins i Kína.