Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 9
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ég hegðaði mér ekki vel þarna í
skólanum. Hafði skoðanir á öllu,
var hrokafullur, vissi allt betur
en aðrir. Ég var rekinn næstum
einróma af skólanefnd á þeim
forsendum að ég væri geðveikur.
Samtök áhugafólks um leiklist-
arnám, SÁL, og í framhaldi af
þeim fundarhöldum var stofnaður
Sálskólinn svokallaði. Jónas R.
Jónsson var með sjónvarpsþátt um
þetta leyti. Hann hafði samband
við mig og spurði hvort ég væri
ekki til í að vera með innskotsefni
í skemmtiþátt sem hann væri með
í bígerð. Eg var alveg til í það og
mætti á staðinn. Þar var Randver,
góður vinur minn, sem var þá fastr-
áðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu.
Við byrjuðum að æfa einhveija
karla. Nú, við vorum búnir að æfa
einn dag þegar Randver var boðið
hlutverk í Lýsiströdu og tók hann
því. Þá sat ég uppi félagalaus og
stakk upp á Júlíusi Bijánssyni."
Og þar koma þá fyrst fram kaffi-
brúsakarlarnir sem margir kannast
við?
„Já, þetta var aðdragandinn, og
þarna urðu kaffibrúsakarlarnir til
á einni nóttu. Við fengum hug-
myndir úr bandaríska tímaritinu
Mad. Tveir karlar sem Don Martin
teiknaði og voru klæddir í smekk-
buxur með húfur á höfði og voru
alltaf að éta úr nestisboxum. Okk-
ur datt í hug að láta karlana drekka
kaffi og vera eins konar verka-
menn. I sem stystu máli sagt sló
þetta atriði í gegn og það var far-
ið að hringja í okkur og biðja okk-
ur um að koma fram á árshátíðum.
Allt í einu tókum við eftir því að
það var farið að veita okkur mikla
athygli. Við vorum að byrja feril
okkar og vissum ekki hvernig við
áttum að taka þessu. Það var
hringt í okkur og við beðnir um
að koma fram og skemmta á árshá-
tíðum. Það var í rauninni ekki þetta
sem vakti fyrir okkur, við ætluðum
okkur að verða dramatískir leikar-
ar og höfðum ætlað okkur annað
hlutskipti en að verða skemmti-
kraftar, sem þó átti eftir að verða
hlutskipti okkar.
Þrýstingurinn var mikill að við
kæmum fram sem víðast, sem við
og gerðum, enda freistingin mikil,
því að það var hægt að hafa nokk-
uð gott uppúr þessu. Við vorum
með þetta skemmtiatriði, kaffi-
brúsakarlana, í eitt ár, haustið
1972 og um veturinn ’72-3, og
þannig vorum við komnir á kaf í
skemmtanabransann og varð ekki
aftur snúið.“
Voru kaffibrúsakarlarnir þá
fyrstu fígúrurnar sem slógu í gegn
í íslensku sjónvarpi?
„Já. Þetta voru fyrstu karater-
arnir sem urðu til í sjónvarpi á
íslandi. Einu karaterarnir sem
höfðu orðið til á undan okkur voru
Glámur og Skrámur, sem voru
dúkkur. Það voru baktjaldamenn í
sjónvarpinu, Laddi og Haraldur
bróðir hans sem voru í hlutverkum
þeirra.
Þegar nokkuð margir þættir
höfðu verið sendir út hættum við
að taka brandara uppúr tímaritinu
Mad og fórum sjálfir að skrifa
brandarana. Bjarni Dagur, sem var
í þá daga teiknari sjá Sjónvarpinu,
var dijúgur við að senda okkur
efni, og einnig Halli og Laddi og
Smári Valgeirsson. Síðan fengum
við alveg nóg af þessum kaffibrús-
akörlum og fengum andstyggð á
þeim. Það var hvergi friður fyrir
fólki sem var að minna okkur á
þá, hvar sem við komum. Nú er
komin ný kynslóð sem ekki veit
hveijir þessir kaffibrúsakarlar
voru, sem betur fer.
Svavar Gests gaf nokkrum árum
síðar út plötu með kaffibrúsakörl-
unum og þijár aðrar plötur þar sem
ég kom einnig við sögu, plötur með
Palla dúkkustráknum úr stundinni
okkar, söngvum frá stríðsárunum
og úr Úllen dúllen doff-þáttunum.
Svavar var einhver almesti húmor-
isti sem ég hef kynnst. Samt næst-
um alltaf eins og Buster Keaton,
alltaf grafalvarlegur og með enn
meiri kæki í andlitinu en ég.
Eftir þetta tímabil í skemmtana-
bransanum var loksins stofnaður
leiklistarskóli á vegum leikhúsanna
beggja, sem síðar varð Leiklistar-
skóli íslands. Áttatíu manns
þreyttu inntökupróf og einungis
tólf komust inn, og þar á meðal
vorum við Júlli. Ég kynntist þar
konunni minni, Eddu Björgvins-
dóttur, og snarféll svo rosalega
fyrir henni að ég er enn með kúlu
á hnakkanum og rasssæri.
Ég hegðaði mér ekki vel þarna
í skólanum. Hafði skoðanir á öllu,
var hrokafullur, vissi allt betur en
aðrir. Ég var rekinn næstum ein-
róma af skólanefnd á þeim forsend-
um að ég væri geðveikur. Ég er
löngu búinn að fyrirgefa þessu
fólki sem hafði hvorki þroska né
menntun til annast óhemjuna og
geðsjúklinginn Gísla Rúnar og
leysti vandan með því að losa sig
við strákinn. Þetta fólk var árum
saman á svarta listanum hjá
mér.t.d. sómafólk eins og Pétur
Einarsson, sem síðar varð skóla-
stjóri, Vigdís Finnbogadóttir sem
þá var leikhússtjóri Leikfélagsins
og formaður skólanefndar og fleiri
en þetta er allt grafið og gleymt
eins og þú heyrir.
Eftir að ég hætti í leiklistarskól-
anum fór ég aftur út í skemmtana-
bransann þar sem ég hafði orðið
fyrir fjölskyldu að sjá. Hvað gat
ég annað gert? Búið að reka mig
úr leiklistarskóla af því að ég var
ódæll, sagður bilaður, sem ég hef
kannski lengst af verið, þunglynd-
ur og manískur á víxl, en guð hef-
ur gefið mér góða andlega heilsu
undanfarið.
Ég byrjaði að skemmta með
Baldri, bróður Júlla. Við skemmt-
um saman heilan vetur víða um
land. Síðan fór ég að skemmta
með Halla og Ladda og við komum
fram hreint um allt og gerðum
saman plötu, Látum sem ekkert
c. Mér fél! aldrei þessi skemmtana-
bransi, að skemmta drukknu fólki.
Mig langaði að gera eitthvað allt
annað. Hætti með þesum bestu
vinum mínum, Halla og Ladda, og
sagði sem svo: Ég ætla aldrei að
skemmta aftur! Ég ákvað að
byggja sjálfan mig upp sem leik-
ara. Þá tóku við mögru árin. Ég
leikstýrði mikið hjá framhaldsskól-
um, aflaði mér gífurlegrar reynslu
við að vinna með amatörum. Vann
jafnframt hjá útvarpi og sjónvarpi
en lét skemmtanabransann vera
og kenndi leiklist.
Árið 1978 varð til sunnandeild
Alþýðuleikhússins og ég tók þátt
í stofnun þeirrar deildar. Þá hófst
hjá mér blómaskeið sem leikari.
Ég fékk að spreyta mig aftur og
sanna það að ég var ekki bara
kaffibrúsakarl. Hjá Alþýðuleikhús-
inu var ég í tvö ár.“
Er það ekki rétt að þú hafir á
þessum árum farið í framhaldsnám
í London?
„Jú. Öðrum þræði var ég staðn-
aður og ég fór til London til að
öðlast reynslu, og dvaldi þar með
fjölskylduna. Þetta var framhalds-
nám, endurmenntun. Mesta reynsl-
an og námið var að sjá nokkra
bestu leikara í heimi leika á sviði
og ég fór mikið í leikhús. Bretar
byggja mikið á aga og mikilli hefð
og sumum finnst ég ansi breskur,
en mér finnst það vera hól.
Ég kom svo heim 1981, og fyrsta
hlutverkið var í revíu hjá LR, sem
sýnd var í Austurbæjarbíói og er
eftir Þórarin Eldjárn og Jón Hjart-
arson, Skornir skammtar. Síðan
kom hvert verkefnið af öðru, ára-
mótaskaupið þá um áramótin, sem
ég leikstýrði og skrifaði handrit
þess að hluta til. Ég lék í Þjóðleik-
húsinu, Alþýðuleikhúsinu og í
Sjónvarpinu, t.d. í barnatímanum,
og hjá hinum og þessum leikhóp-
um, t.d Hinu leikhúsinu sem færði
upp Hryllingsbúðina, en þetta var
frjálst leikhús og rekið af Sigurjóni
Sighvatssyni og Páli Baldvin."
Hvað með eftirminnileg hlutverk
frá þessum árum?
„Éftirminnilegustu hlutverkin
eru úr Alþýðuleikhúsinu, t.d í
Blómarósum eftir Ólaf Hauk, sem
er eitt fýrsta verk hans sem kemur
á svið. Þar skapaði Ólafur Haukur
ef til vill einhverja skemmtilegustu
persónu sem ég hef túlkað, Má
forstjóra. Einnig lék ég í Við borg-
um ekki, við borgum ekki, og þar
lék ég fjögur hlutverk í sama verki.
Þá lék ég tvö hlutverk í Góða
dátanum Svejk. Fyrir hlé lék ég
Bullinger sveitarforingja og eftir
hlé herprestinn og drykkjuboltann,
tvíbura hans. Ég hef leikið margar
og mjög ólíkar persónur sem eru
mér einnig afar minnisstæðar.
Ég byijaði að leikstýra í sjón-
varpi, útvarpi og í kabarettum,
revíum, og hoppaði yfir grindverk-
ið sitt á hvað, verandi leikstjóri eða
leikari, í alls konar uppákomum,
með Ladda, Eddu, Eggert, Jör-
undi, Pálma og Erni, á Hótel Sögu,
í Gamla Bíói og Þórskabarett. Ég
rak á tímabili með félögum mínum
fyrirtækið Gríniðjuna H/F og þar
gerðum við meðal annars fyrsta
íslenska farsann sem sést hefur á
sviði og fyrstu gamanþáttaröðina
sem tekin var upp fyrir Stöð 2,
Heilsubælið í Gervahverfi. Ég hef
ævinlega varið miklum tíma í að
skrifa skemmtiefni fyrir mig og
aðra og mikill hluti starfsævi
minnar hefur farið í ritstörf. Ég
ætti eiginlega að titla mig rithöf-
und í símaskránni."
Þótt þú hafir ekki verið fastráð-
inn við leikhúsin hefur þú unnið
við ýmis verkefni á þeirra vegum?
„Já, en ég hef aldrei sótt um
vinnu neinstaðar eða falast eftir
fastráðningu sem leikhúsmaður en
alltaf annað slagið hef ég unnið
fyrir hinar ýmsu leiklistarstofnan-
ir, sem kóngsins lausamaður, með-
al annars í Þjóðleikhúsinu. Þar lék
ég hlutverk sem mér þykir hvað
vænst um, í Þrettándu krossferð-
inni, leikriti eftir Odd Björnsson,
sem fékk ekki þá aðsókn sem það
átti skilið. Hann skrifaði frábæra
rullu sem ég var svo heppinn að
fá að glíma við, og það er með því
eftirminnilegra sem ég hef gert.
Það var Karl V Spánarkonungur.
Því miður urðu sýningar aðeins
níu. Ég grét yfir því að þurfa að
skilja við þennan karakter.“
Það er ekki lengra síðan en á
liðnum vetri að þú fórst á kostum
í Kennslustundinni eftir Ionesco
hjá Kaffileikhúsinu.
„Ég veit það ekki. Bríet hringdi
í mig og spurði hvort ég væri ekki
til í að við leiklæsum Kennslu-
stundina. Ég var á þeim tíma mjög
afhuga leikhúsi, hafði fengið leik-
húsofnæmi eða leikeitrun. Þá er
svo komið að maður vill sem minnst
vinna við leikhús og við Edda stofn-
uðum þá leiklistarskóla sem við
höfðum reyndar ætlað að gera í
mörg ár og þetta reyndist einmitt
vera rétti tíminn til þess. Ég sagði
við Bríeti að ég væri með ofnæmi
fyrir leikhúsi og hún sagði:
— Vertu ekki með þessa uppgerð.
Hún var þijósk og sagði: — Ég
ætla nú samt að senda þér handrit-
ið. Þarna tókst Bríeti, eins og henni
tókst ávallt, að kveikja_ í manni
neista sem varð að báli. I samein-
ingu þýddum við þetta úr frönsku
og ensku, Þorsteinn Þorsteinsson,
maður Bríetar, ég og Bríet. Þegar
við síðan leiklásum verkið kom upp
þessi hugmynd sem var fram-
kvæmd að setja það upp í Kaffileik-
húsinu undir leikstjórn Bríetar.
Ég þýddi leikrit á liðnu sumri,
Trúðaskólann, barnaleikrit, sem ég
og leikstýrði og er það í gangi
núna í Borgarleikhúsinu. Ég þýddi
einnig fyrir tveim árum Gleðigjaf-
ana, sem fjallaði um tvo gaman-
leikara, og setti það upp í Borgar-
leikhúsinu. Þar voru í aðalhlutverk-
um tveir af mínum uppáhaldslei-
kurum, Bessi og Árni Tryggva-
son.“
Ótímabært fráfall Bríetar og
Helga Skúlasonar varð tilefni þess
að Gísli Rúnar ræddi örlítið um
viðhorf sín til trúmála.
„Ég er mjög hallur undir kaþ-
ólsku. Kannski læt ég einhvern
tíma skíra mig. Edda og hennar
fjölskylda og börnin okkar eru
kaþólsk. Ég er trúaður. Hef mína
trú og trúi á mátt bænarinnar og
þeirrar guðlegu handleiðslu sem
er í hveijum manni. Hin guðlega
orka kemur frá æðri máttarvöld-
um.“
Gott kvöld
með Gísla Rúnarl
Gísli Rúnar hefur undanfarið
stjórnað skemmtiþætti á Stöð 2.
Ég spurði hann um tildrög þess að
hann tók að sér að stjóma þættin-
um.
„Ég hef aldrei getað komið fram
í eigin persónu. Leikarar eiga yfir-
leitt mjög erfítt með það og það
er ekki tekið fyrir í leiklistarskóla.
Að þurfa að koma fram og tjá sig
sjálfur. Þetta kom þannig til að
Björgvin Halldórsson átti frum-
kvæðið. Björgvin er gífurlega hug-
myndaríkur maður í öllu sem hann
tekur sér fyrir hendur. Hann sagði
við mig: — Gísli! Þú átt að vera
með þátt í sjónvarpinu þar sem þú
tekur viðtöl við fólk, ert skemmti-
legur og nýtur þín eins og þegar
við sitjum saman og drekkum kaffí.
Ég sagði: — Ertu frá þér! Ég get
aldrei komið fram í sjónvarpi nema
ég sé með gervinef eða hárkollu.
Þá sagði hann: - Láttu reyna á
það. Síðan þróaðist þetta þannig
að Jón Þór Hannesson hjá Saga
fílm kom að máli við mig með sam-
hljóða hugmynd. Loks var tekin
ákvörðun um þetta á liðnu sumri.
Ég lagði drög að því hvernig ég
vildi hafa svona þátt. Ég er leikhús-
maður og ég vildi að leikmyndin
minnti okkur á að við værum stödd
í leikhúsi. Salur öðrum megin, svið
hinum megin. Á sviðinu væri leik-
mynd og að sviðið væri þungamiðj-
an. Mér líður vel í útsendingu og
hef gaman af þessu.“
Er einhver fyrirmynd að þættin-
um?
„Þetta form af spjallþáttum er
búið að vera til í Bandaríkjunum
og Evrópu í fjörutíu ár með ýmsum
hætti og auðvitað hef ég til fyrir-
myndar konung spjallþáttanna,
Johnny Carson, sem var í þijátíu
ár hjá NBS. Svo tóku við af honum
ýmsir menn eins og David Letter-
man, og þessa menn hef ég auðvit-
að stúderað. Formúlan er að það
koma gestir og spjalla, gestgjafinn
hefur lag á því að spauga í kringum
þá. Hann reynir að fá húmor út úr
því fólki sem kemur. Þetta er froðu-
snakk. Það er ekki verið að reyna
að bijóta mál til mergjar, það er
verið að hafa ofan af fyrir fólki,
láta það gleyma dagsins önn og
amstri í klukkustund. Ég vil gjarn-
an að þessi þáttur geti skemmt fólki
á öllum aldri. Auðvitað getur svona
þáttur ekki fallið öllum í geð frem-
ur en t.d. áramótaskaupið sem allir
bíða spenntir eftir að geta rifið í
sig. Á íslandi búa margar þjóðir,
gott ef ekki þjóðarbrot, hvað húmor
og smekk varðar. Smekkur hvers
manns og húmor er óumdeilanleg-
ur. Þinn húmor og smekkur er al-
veg jafnréttur og minn. Það er ekki
til neinn opinber, lögboðaður
smekkur eða húmor, guði sé lof.
Ég er sjálfur alltaf hundóánægð-
ur með þáttinn en mér til óblandinn-
ar ánægju og unaðsbótar hefur
komið á daginn að meirihluti sjón-
varpsáhorfenda er mér ósammála.
Ég get því vel við unað.“
Gosbrunnurinn sendi enn eina
vatnssúluna upp á fjórðu hæð í
Perlunni og barnakór söng jólalög
í hátalara hússins. Það var tekið
að skyggja, síðdegis, þriðjudag í
byijun aðventu, útsýnið stórfeng-
legt og ljósadýrðin minnti á hátíð
ljóss og friðar, jólin, fæðingarhátíð
frelsarans. Við höfðum lokið við að
borða karftöfluflögurnar úr skálinni
og þar með viðtalinu og tókum lyft-
una niður á jarðhæð.