Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 B 19 Hlutur kynjanna í máli og myndum á íþróttasíðum Morgunblaðsins í febrúar 1996 í júní 1996 UfÍEU Karlar 4.114 86,5% NUrN Konur 639 13,5% nnru Karlar 4.980 91,4% NUrN Konur 468 8,6% MVUniD Karlar 383 74,9% miNUIn Konur 129 25,1% HflViiniD Karlar 416 84,9% IVIlNUIn Konur 74 15,1% SAMTALS: NOFN Karlar 9.094 89,1% Konur 1.107 10,9% MYNDIR Karlar 801 74’* 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11°/° Konur 203 25,1% höggsverði. Keppt var í flokki karla og kvenna. Eftir mótið var hringt af íþróttadeildinni í siguvegarann í karlaflokki, Ragnar Inga Sigurðs- son, og hann beðinn að koma í við- tal. Ragnar fór í viðtalið, en tók með sér mynd af báðum sigurvegur- unum því honum þótti undarlegt að sigurvegarinn í kvennaflokki Sigrún Erna Geirsdóttir, hafði ekki verið boðuð í viðtal. Viðtal birtist því ein- ungis við Ragnar Inga, en myndin af þeim báðum fylgdi með, en hefði verið ógjörningur að klippa Sigrúnu burt því handleggur hennar hvílir á öxl Ragnars. Hvers vegna var Sig- rún ekki fengin í viðtal líka? Við þessari spurningu fást engin hald- bær svör og því varð fréttastjóra íþrótta á Morgunblaðinu svarafátt er höfundur þessarar greinar innti hann eftir þeim. Þetta dæmi er án efa eitt af mörgum þar sem umfjöll- un og viðtöl við karla þykja sjálf- sögð, en litið er fram hjá konunum. Hinn 28. júní fjallaði Morgunblað- ið í 17 línum um kvennalandsliðið í körfuknattleik undir fyrirsögninni: Góður sigur á Kýpur. Þessi stutta grein var nánast ekkert annað en upptalning á því hvað mörg stig hver stúlka hafði skorað. Hér geta lesendur enn séð hve auðvelt hefði verið að fjalla meira um leikinn. Það hefði t.d. verið hægt að ræða við Önnu Maríu Sveinsdóttur sem var stigahæst með 18 stig og fá nánari lýsingar á leiknum í heild. Hinn 27. júní var fjallað um Stór- mót Gogga galvaska. en hann varð til á Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ 1990. Þetta mót er orðið mjög vin- sælt hjá börnum og unglingum og keppendur koma víða að af landinu líkt og þegar landsmót ungmenna- félaga eru haldin. Hér sem annars- staðar urðu niðurstöðurnar þær að nöfn drengja komu 13 sinnum fyrir, en nöfn stúlkna aðeins 4 sinnum. Myndir af drengjum voru hins vegar 5, en af stúlkum voru þær 8. Á móti sem þessu hefði fréttamannin- um gefist fullt eins mörg tækifæri til þess að ræða við stúlkur og drengi. Hér er aftur spurt hvers vegna var það ekki gert? Hinn 26. júní fjallaði Morgunblað: ið um Wimbledonmótið í tennis. í 67 línum var fjallað um karlkepp- endur á mótinu, en í 4 línum kom fram að Mary Joe Ferandes hefði ekki átt í vandræðum með að leggja frönsku stúlkuna Sandre Testud að velli. Svo mörg voru þau orð um konurnar á Wimbledon. Fréttastjóri íþrótta segir: Það er nú einu sinni svo að karlar eru meira áberandi og vinsælli í íþróttaheiminum og íþróttaiðkun karla er vinsælli hjá lesendum þjóðarinnar. Tenniskarlar eru fleiri en tenniskonur, þær eru góðar, en það er minni keppni hjá þeim. Eitzen og Sage segja í bók sinni Sociology of American Sport að goðsögnin um að konur hafi ekki áhuga á íþróttum og standi sig ekki nógu vel til þess að hægt sé að taka þær alvarlega sé lífseig (4). Þetta svar fréttastjórans ber e.t.v merki þessarar goðsagnar, þar sem tennis- konunum á Wimbledon var ekki gert eins hátt undir höfði og körlun- um og ástæðan sú að það væri ekki eins mikil keppni hjá þeim eða m.ö.o. að þær standi sig ekki nógu vel. Höfundar bókarinnar vitna í orð rit- höfundarins Simone de Beauvoir sem segir: Kvennameistari á skíðum er ekki óæðri karlameistara þó tími hans sé betri, kynin tilheyra mis- munandi flokkum. Þessi orð segja okkur að þó svo að konur standi sig ekki eins vel í sumum greinum íþrótta og karlar þá á það ekki að standa í vegi fyrir því að þær fái umíjöllun eins og karlarnir. Unnur Stefánsdóttir er formaður Umbótanefndar ÍSÍ í kvennaíþrótt- um, afrekskona í fijálsum íþróttun og situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hún segir að karlmenn noti þessa goðsögn eins og frasa, meðvitað eða ómeðvitað. Það eru karlar sem skrifa um íþróttir og þeim fínnst þeirra kyn nær þeim og fínnst skemmtilegra að fjalla um það og segja svo við okkur þetta er það sem fólkið vill að fjallað sé um en hafa engin rök fyrir því. Er það ekki ein- mitt þetta sem málið snýst um karl- ar ljalla um það sem þeir hafa áhuga á og reyna svo að telja okkur trú um að þetta sé það sem allir vilji sjá. Niðurstöður ofangreindra kann- ana sýna hins vegar að íþróttasíð- urnar á þriðjudögum eru greinilega ekki hátt skrifaðar af lesendum Morgunblaðsins ef marka má niður- stöðurnar. Áhrif lítillar umfjöllunar um konur í íþróttum Hvaða áhrif hefur það að umfjöll- un um íþróttir kvenna er svona lítil í jafnvíðlesnum fjölmiðli sem Morg- unblaðið er? Fréttastjóri íþrótta á Morgunblaðinu segir að stefna blaðsins sé sú að reynt verði að fjalla um sem flest. Hann segir að íþrótta- deildin ráði að mestu leyti hvað birt- ist og það endurspeglist í því hvað þeim finnst mest áhugavert og þeir eigi von á að öðrum þyki líka. Hlut- verk íþróttadeildarinnar sé ennfrem- ur það að upplýsa og segja frá stað- reyndum, fjalla um viðburði í íþróttaheiminum og segja frá úrslit- um. íþróttafélagsfræðingarnir Sus- an Birrel og John W. Loy, Jr. segja að hlutverk íþróttaumfjöllunar sé ekki aðeins að veita upplýsingar og miðla þekkingu heldur einnig að sameina fólk með ákveðnum fyrir- myndum (4). Barri Gunter segir frá því í bók sinni Television and Gend- er Repre sentation og vitnar í rann- sóknir S.L. Bem að böm læri mjög snemma að samsama sig ákveðnum fyrirmyndum af eigin kyni (5). Og sé litið til þess hvernig nám á sér stað þá fjallar félagsnámskenningir. (The social learning theory) um að nám verði til vegna áhrifa frá fé- lagslegum samskiptum. Herminám fari þannig fram að hátterni eða viðhorf er numið með því að veita athygli og líkja eftir og getur það haft mikil áhrif á hegðun (6). íþrót- taumfjöllun i ijölmiðlum gegnir því ákveðnu hlutverki í félagsmótun einstaklingsins og samkvæmt áður- nefndum rannsóknarniðurstöðum þá finna stúlkur sér fáar fyrirmynd- ir úr íþróttaheiminum á íþróttasíð- um Morgunblaðsins. En nú erum við komin að þeirri spurningu hvaða áhrif lítil íþrótta- umíjöllun um konur hefur á íþrótta- iðkun stúlkna? Áhrifin verða þau að stúlkur finna sér ekki fyrirmyndir og hætta íþróttaþátttöku. Umbótanefnd ÍSÍ í kvennaíþróttum lét Rannsóknar- stofnun uppeldis- og menntamála vinna árið 1994 rannsókn á brott- falli 14 ára stúlkna úr íþróttum (7). Niðurstaða hennar sýnir að mark- tækt fleiri drengir en stúlkur stunda íþróttir. Alls 29,9% drengja stund- uðu íþróttir á hvetjum degi á meðan aðeins 12,6% stúlkna gerðu slíkt hið sama. Einna athyglisverðasta niður- staða rannsóknarinnar er sú að í ljós kom að hvatning frá öðrum skiptir miklu máli fyrir íþróttaá- stundun viðkomandi einstaklings. Margar rannsóknir sýna að áhrif fjölmiðla eru mikil og með umfjöllun um íþróttahetjur og afrek þeirra eru íþróttafréttamenn meðal annars að hvetja aðra til þess að setja sig í spor hetjanna og fylgja fordæmi þeirra. Samkvæmt kenningum Bandura um félagslegt nám sem fyrr er getið er afrekshvöt lærð með herminámi (8). Það er því ljóst að drengir finna sér margar hetjur til þess að líkja eftir, en stúlkur hafa úr mjög litlu að moða og finna sér fáar fyrirmyndir í íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins. Unnur Stefánsdóttir bendir á í þessu samhengi að verið geti að eldri íþróttakonur séu orðnar vanar því að ekkert sé fjallað um þær. Það hlýtur að hafa áhrif á stelpur sem fletta svona blöðum að sjá ekki umíjöllun og myndir af sinum kyn- systrum, því við þekkjum það að okkur þykir meira til þess koma að sjá okkar kyn. Allavega fínn ég það með mig að ég les t.d. mun meira um kvennaknattspyrnu en karla- knattspyrnu í blöðunum, því mér finnst það vera nær mér. Og Unnur segir að ungum íþróttakonum hljóti að finnast að þeirra íþrótt sé ekki eins mikilvæg og íþróttir karla. 32% fylgjandi að S.í. kjósi íþróttamann ársins Það er óhætt að fullyrða að víða njóta konur ekki jafnréttis þegar íþróttir eru annarsvegar. Niðurstöð- ur könnunar Félagsvísindastofnunar á íþróttaefni í fjölmiðlum frá 1991 og áður er getið sýnir að aðrir fjöl- miðlar standa Morgunblaðinu ekki framar hvað þetta varðar (2). Sam- tök íþróttafréttamanna samanstanda af mönnum sem hafa íþróttafrétta- mennsku að aðalstarfí og gangast þau fyrir kjöri íþróttamanns ársins. Fyrir nokkru gerði höfundur þessar- ar greinar í félagi við tvo aðra skoð- anakönnun um afstöðu fólks til kjörs íþróttamanns ársins (9). Tekið var tilviljanaúrtak 200 manna af landinu öllu með jafnri kynjaskiptingu og var fólk m.a. spurt hvaða aðilar ættu að velja íþróttamann árins. Niður- staðan var sú að aðeins 32% fólks taldi að Samtök íþróttafréttamanna ættu að að sjá um kjörið, 29% ein- staklinga voru þeirrar skoðunar að það væri betur komið í höndum al- mennings og önnur 29% vildu að almenningur og sérfræðingar sæu um kjörið. Þessar niðurstöður veita vísbend- ingu um að almenningur sé ekki ánægður með kjör íþróttamanns ársins. Frá upphafí eða fyrir um 40 árum hafa aðeins tvær konur verið kjörnar íþróttamenn ársins og því kemur þessi niðurstaða könnun- arinnar ekki á óvart. Óánægja fólks gæti m.a. stafað af því að konum er gert að keppa við karla um titil- inn. Kjör íþróttamanns ársins er í raun æðsta íþróttaviðurkenning hér á landi og sá íþróttamaður sem er valinn er hafinn upp til skýjanna af almenningi. Konur og karlar keppa ekki saman í íþróttum, en þegar að kjöri íþróttamanns ársins er komið keppa kynin innbyrðis um hver fær titilinn. Það er því nokkuð súrt í broti að fyrirkomulag á jafn- mikilsverðri viðurkenningu og hér um ræðir lúti lögmálum sem ættuð eru úr grárri fomeskju og eru löngu útdauð í öðrum löndum, en á Norð- urlöndunum og víðar eru kjörin íþróttakona og íþróttakarl ársins. Fyrir fáum árum var sú er þetta skrifar í Samtökum íþróttafrétta- manna og lagði þá fram tillögu um að kjörinu yrði beytt og kosin íþróttakona og íþróttakarl ársins. Sú tillaga hlaut ekki hljómgrunn, en nokkrir meðlimir samtakanna voru henni þó fylgjandi. Eitt er víst að ef Samtök íþróttafréttamanna breyta kjöri sínu verður stórt skref stígið í átt að auknu jafnrétti kynj- anna í íþróttum. Því miður hefur það sýnt sig að niðurstöður kannana á hlut kvenna í íþróttaumfjöllun fjölmiðla eru oft hundsaðar af fjölmiðlafólki. Niður- stöðurnar eru þaggaðar í hel, í stað þess að fólk noti tækifærið og taki tillit til þeirrar gagnrýni sem í þeim felst. Það er því brýnt að almenning- ur fái að vita hveijar niðurstöður kannana eru og að þrýstingur komi frá fólkinu um breytingar. Skapti Hallgrímsson, fréttastjóri íþrótta á Morgunblaðinu, er einnig formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann segist vel geta ímyndað sér að kjör- inu verði einhvern tíma skipt í tvennt. Hvaða leiðir eru til úrbóta? Lítum nú á samantekt um færar leiðir til að rétta hlut kvenna í íþróttaumfjöllun. Fréttastjórinn er sammála því að gjarnan mætti auka hlut kvenna í íþróttaumfjöllun blaðs- ins og viðurkennir að 10,9% hlutur þeirra líti ekki vel út á prenti. Hann segist ekki gera sér grein fyrir hvaða hlutföll konur yrðu ánægðar með og áréttar að fjallað sé um íþróttir sem séu mest spennandi og íþróttafréttamönnunum finnst mest spennandi. Samkvæmt Ársskýrslu íþróttasambands íslands 1996 eru 39% íþróttaiðkenda konur (10). Sé tekið tillit til þessa mætti setja það markmið að ákveðinn hluti íþóttas- íðnanna fjallaði um kvennaíþróttir og fréttastjóri íþrótta viðurkennir að umfjöllunin eigi e.t.v. að vera í meira samræmi við þetta hlutfall. Þá er einnig auðvelt að ímynda sér að konur í starfi íþróttafréttamanna hefðu aðra sýn og ljölluðu öðruvísi um íþróttir en karlarnir. Með því að stuðla að því að þær stundi þessi störf gæti hlutur kvenna aukist í jafnréttisátt. Myndefni íþróttasíðn- anna er einnig mikilvægt og myndir eru oft það fyrsta sem lesendur reka augun í þegar þeir fletta blöðum. Þess vegna skiptir það miklu máli að íþróttadeild Morgunblaðsins sendi einnig ljósmyndara á vettvang þegar íþróttir kvenna eiga i hlut. J afnr éttishlutver k En komum nú að spurningunni um hvort fjölmiðlar gegni hlutverki í jafnréttisbaráttunni? Hafa íþrótta- fréttamenn það hlutverk að gæta jafnréttis kynjanna í umfjöllun sinni? Á kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem haldin var í Kína í september 1995 voru gerðar marg- ar samþykktir sem lúta að jafnrétti innan fjölmiðla. Stjórnvöld fjöl- margra landa og þar á meðal ís- lensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til þess að fara eftir þessum til- mælum Sameinuðu þjóðanna. Til- mælin lúta t.d. að því að hvatt er til þess að fjölmiðlar sýni konuna ekki óæðri karlinum, hvatt er til að fjölmiðlar virði og skoði alla þætti samfélagsins út frá sjónarmiðum beggja kynja og tilmæli eru um að konum við ákvarðanatöku á öllum stigum fjölmiðlunar verði fjölgað. Þá eru íjölmiðlar hvattir til þess að þróa leiðbeiningarreglur innan marka tjáningarfrelsisins til þess að vinna gegn hefðbundinni kynja- mismunun (11). Eins og áður hefur komið fram er íþróttadeild Morgunblaðsins sjálf- stæð um efnisval og umfjöllun á efni. Fréttastjóri íþrótta segir að það sé ekki markvisst reynt að haga því þannig til að sem flestar greinar fái umfjöllun á einhveiju ákveðnu tíma- bili, frekar en að konur fái umfjöll- un. Af þessum svörum fréttastjór- ans má marka að ef fram heldur sem horfir mun staða kvenna í íþrót- taumfjöllun ekki breytast. Það er nefnilega svo að til þess að auka hlut kvenna í íþróttaumfjöllun þurfa íþróttafréttamenn að hafa vilja til þess og meðvitað haga vinnubrögð- um sínum þannig að konur verði sýnilegri. Ein ástæða fyrir því að svo lítið er fjallað um konur sem áðumefndar kannanir bera með sér gæti nefnilega verið sú að það eru karlar sem skrifa íþróttafréttirnar og, eins og Unnur Stefánsdóttir benti á, ^þeirra kyn stendur þeim nær. Til þess að auka umfjöllun um íþróttakonur í Morgunblaðinu og fjölmiðlum almennt mætti fjalla meira um almenningsíþróttir því mikill fjöldi kvenna leggur stund á þær. Mjög lítill hluti íþróttafrétta er um almenningíþróttir og frétta- stjórinn segir það ekki hlutverk íþróttafréttamanna að fjalla um fólk sem skokkar eða hjólar sér til heilsubótar, þeirra hlutverk sé að fjalla um keppni og afreksíþróttir. Til þess að svara þessu má benda á að lágt hlutfall lesenda Morgun- blaðsins sem les íþróttasíðurnar gefur tilefni til þess að ætla að of mikil áhersla á umfjöllun um keppni og afreksíþróttir hafi e.t.v. ekki eins mikið gildi og fréttastjórinn telur. Ef stefna blaðsins er sú að umfjöllun eigi að vera sem fjöl- breyttust þá gæti umfjöllun um almenningsíþróttir stuðlað að því. íþróttafréttamaðurinn gegnir því hlutverki að fjalla um fyrirmyndir íþróttafólks úr almenningsíþróttum jafnt sem afreksíþróttum í anda fyrrnefndar samþykktar Samein- uðu þjóðanna sem íslensk stjórn- völd hafa samþykkt að hlíta. Venju- legt fólk sem hefur áhuga á að halda heilsu og stunda líkamsrækt þarf líka að fá fræðslu um þær greinar sem hægt er að stunda sér til heilsubótar. Með umfjöllun um almenningsíþróttir fá fleiri tæki- færi til þess að setja sig í spor íþróttamanna alveg eins og gerist þegar áhugamenn um afreksíþrótt- ir horfa á þær. Með þessu móti munu e.t.v. fleiri einstaklingar leggja stund á íþróttir, en það er göfugt markmið sem íþróttadeild Morgunblaðsins ætti að stefna að. Fréttastjóri íþrótta segir að fáar kvartanir berist til íþróttadeildar- innar um að of lítið sé fjallað um konur og fáar kvartanir berist yfir- leitt. Hann segir að e.t.v. mættu ábendingar berast til að betur mætti gera sér grein fyrir hvort eitthvað væri að. Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlut- verki að gegna fyrir íþróttir og íþróttir hafa mikilvægu hlutverki að gegna fyrir samfélagið. íþrótta- umfjöllun á jafnréttisgrundvelli gæti því lagt mikilvægan grunn að almennri vellíðan og heilbrigði beggja kynja sem vert er að sækj- ast eftir. Höfundur er nemnndi í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Islands og ritstjóri Skinfaxa, málgagns Ungmennafélags íslands. Heimildaskrá: 1. Halldór Bachmann, munnleg heimild 7. nóvember 1996. 2. íþróttasamband íslands (1991). Könnun Fjölmiðlanefndar ÍSÍ. íþróttaefni í fjölmiðlum. Reykjavík: íþróttasamband íslands. 3. Unnur Stefánsdóttir munnleg heiraild 16. október 1996. 4. Eitzen D. Stanley og Sage Geroge H. (1992). Sociology of American Sport (2. útgáfa). Dubuque, Iowa: Wm. C. Brown Company Publishers. 5. Gunter Barrie (1995). Television and Gender Representation. Bretland: John Libbey & Company Ltd. 6. Hörður Þorgilsson og Jakob Smári (ritslj.). (1993). Sálfræðibókin (bls 918 og 921). Reykjavík: Mál og menning. 7. íþróttasamband fslands (1994). Brottfall stúlkna úr íþróttum: Niðurstöður rannsóknar í 8. bekk grunnskóla. Reyljjavík: fþróttasamband fslands. 8. Kaplan Paul S. (1990). Educational Psychology for Tomorrow’s Teacher. New York: West Publishing Company. 9. Sigurður Ómarsson, Una María Óskarsdóttir og Vilhelm R. Sigurjónsson (1996). Skoðanakönnun um afstöðu til kjörs á íþróttamanni ársins. Óbirt ritgerð: Háskóli fslands, Félagsvísindadeild, Aðferðafræði III. 10. íþróttasamband íslands (1996). Ársskýrsla 1996. Reykjavík: fþróttasamband íslands. 11. Elsa Þorkelsdóttir, Jafnréttisráði, munnleg heimild 11. nóvember 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.