Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 24

Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Komið í veg fyrir viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna Kínverjar fallast á markaðsopnun Peking. Reuter. KÍNVERJAR hafa fallist á að opna nokkuð fyrir innflutning bandarískr- ar vefnaðarvöru en talsmenn Banda- ríkjastjórnar segjast ekki gera sér neinar gyllivonir um, að hallinn á viðskiptum ríkjanna á þessu sviði verði jafnaður. Voru samningar um þetta undirritaðir á sunnudag og með því komið í veg fyrir viðskiptastríð. „Samningurinn gerir okkur kleift að auka útflutning til Kína á ýmsum mikilvægum sviðum," sagði banda- rískur embættismaður án þess að útskýra það nánar, „en okkur dettur ekki í hug, að okkur takist að koma á jöfnuði í þessum viðskiptum.“ Selja vefnað fyrir 450 en kaupa fyrir 4 milljarða kr. Kínverjar fluttu vefnaðarvöru til Bandaríkjanna 1995 fyrir nærri 450 milljarða ísl. kr. en keyptu frá Banda- ríkjunum fyrir aðeins rúmlega 4,4 milljarða kr. Er ástæðan aðallega háir tollar í Kína og aðrar viðskipta- hindranir. SAMNINGAMENN Bandaríkjanna og Kína skála fyrir samningunum. Með samningnum var vefnaðar- vörukvóti Kínveija í Bandaríkjunum aukinn aðeins frá því, sem hann var 1994, og á móti hétu þeir að lækka tolla á sínum markaði. Haft er eftir bandarískum samningamönnum, að nú hafi tekist í fyrsta sinn að fá Kínveija til að viðurkenna, að þeir verði að láta eitthvað á móti þeim markaði, sem þeir hafa í Bandaríkj- unum en hallinn á viðskipt- um Bandaríkjanna við Kína, var rúmlega 2.600 milljarð- ar kr. á síðasta ári. Tap á ríkisfyrirtækjum Samningurinn er sagður koma sér vel fyrir banda- ríska vefjariðnaðinn en auk- inn útflutningur þeirra gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir kínversku ríkisfyrirtæk- in í greininni. Samkvæmt frétt í tímaritinu China Busi- ness Times var mikið tap á vefnaðarvörufyrirtækj unum í Shanghai á síðasta ári. Með samningnum var komið í veg fyrir viðskiptastríð milli Bandaríkj- anna og Kína en í september settu Bandaríkin 1,3 milljarða kr. refsitoll á kínverska vefnaðarvöru. Var því haldið fram, að Kínveijar hefðu flutt inn vefnaðarvöru um þriðja ríki til að sniðganga kvótann. Stendur refsi- tollurinn enn þrátt fyrir samninginn. Reuter SKRIFSTOFUR Air France-flugfélagsins í Bastia á Korsíku skemmdust í einu af sprengjutilræðum aðskilnaðarsinna. Sprengjuherferð á Korsíku ALAIN Juppe, forsætisráðhera Frakklands, sagði í gær að ríkis- stjórn sín myndi gera allt sem í henn- ar valdi stæði til að kveða niður of- beldisöldu sem riðið hefur yfir Kor- síku. Á sunnudag sprengdu aðskiln- aðarsinnar 61 sprengju á eynni til að sýna mátt sinn. Enginn særðist í sprengingunum en allnokkurt eignatjón varð. Þjóðfrelsisfylking Korsíku (FLNC) hefur lýst ábyrgð- inni á hendur sér. Juppe hét því að stjórnin myndi ráðast gegn skæruliðunum þó að ljóst væri að ekki myndi takast að koma að fullu í veg fyrir sprenging- ar. Meirihluti íbúa Korsíku styddi frönsk stjórnvöld og er tímar liðu myndi skynsemin ná yfirhöndinni. Eitt ár er liðið frá því að önnur and- spyrnuhreyfing á Korsíku sprengdi fímmtíu sprengjur á einum degi en aðskilnaðarsinnar á eynni hafa stað- ið fyrir sprengingum og blóðugum árásum undanfarna tvo áratugi til að krefjast sjálfstæðis frá Frökkum. Aðstoðarutanríkisráðherra S víþj óðar • • Oryggið aldrei meira en nú FALL Sovétríkjanna, endalok kalda stríðsins og aðild Svíþjóðar að Evr- ópusambandinu (ESB) hefur saman- lagt þá þýðingu fyrir Svíþjóð, að landið sé öruggara nú, á þröskuldi 21. aldar, en nokkru sinni fyrr á síðari tímum. Þetta er mat Pierre Schori, aðstoðarutanríkisráðherra Svíþjóðar, sem hann lýsti í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Sálen í Sví- þjóð í síðustu viku. Ráðherrann lagði áherzlu á að ekkert verkefni á alþjóðavettvangi væri mikilvægara um þessar mundir en að binda Rússland inn í samvinnu- net Evrópuríkja. Rússland yrði aftur á móti að leggja sitt af mörkum að þessu marki með því að sýna í verki að landið tilheyr’i Evrópu að öllu leyti. Schori sagði Atlantshafsbanda- lagið, NATO, vera veigamesta liðinn í leitinni að sjálfbæru öryggiskerfi fyrir Evrópu. Hann tók hins vegar fram, að NATO væri í eðli sínu bandalag sem byggðist á gagn- kvæmum vamarskuldbindingum. Þetta gerði jafnframt af verkum, að það hentaði Svíþjóð ekki að gerast aðili að bandalaginu. ESB-aðildin stórt skref til bætts öryggis Með því að ganga til liðs við Evr- ópusambandið hefur Svíþjóð stór- bætt öryggi sitt, sagði Schori. „Sem aðilar gerum við ESB mest gagn og okkur sjálfum með því að vera frum- heijar frekar en að haga okkur sem neikvæðir byijendur,“ sagði hann. Loks ítrekaði ráðherrann þá af- stöðu sænskra stjómvalda, að heild- armarkmið þeirra í öryggismálum — stofnun varanlegs öryggissamvinnu- kerfís, sem spannaði alla Evrópu — byggðist á því að þróun lýðræðis og stöðugleika á Eystrasaltssvæðinu væri tryggð. Mikilvægan þátt í þess- ari þróun verði ESB og Bandaríkin að eiga, sagði Schori. ÁHRIFARÍK HEILSUEFNI HÁRKÚR FJÖLVÍTAMÍN & STEINEFNI ESTER C ‘ \ I it ' ?*Sriijó för h**f “'Kl nsigh'1 1,121 Áhrifaríkur hárkúr Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum, Ovitamln 200 mg ,ncd catcium 1 / \Wrvayal/~ V&M Gæðablanda Ester C vítamín Vítamín, steinefni, 13 vítamín, 10 steinefni, fer sérstaklega vel amínósýrur, 18 amínósýrur og í maga og virkar betur. prótein og Spirúlína þari. Hugsaðu vel um BÍO SELEN UMBQÐIÐ hanð■ Sími 557-6610. Reuter THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, hlustar á umræð- ur á fundi um efnahagsmál í Evrópu í Davos. Stefna Waigels um sjálfstæði Evrópska seðlabankans hlaut stuðning frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins á fundinum. Stj órnmálamenn haldi sig frá peningastefnunni Davos. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, segir að stjórnmálamenn eigi að láta Evrópska seðlabankann (ECB) um að móta peningastefnuna í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU), sem komið verður á laggimar í ársbyijun 1999. Þetta kom fram í máli Santers á hinni árlegu alþjóðlegu efnahagsmálaráð- stefnu í Davos í Sviss um helgina. Frakkar hafa lagt til að komið verði á „efnahagsmálaráði" eða „stöðugleikaráði" aðildarríkja EMU, sem geti haft viss áhrif á mótun peningastefnunnar. Maastricht-sátt- málinn gerir aftur á móti ráð fyrir því að það sé einvörðungu verkefni seðlabankans og eru þýzk stjómvöld eindregið þeirrar skoðunar að stjóm- málamenn eigi ekki að vera með fínguma í stjóm bankans. Utan ramma Maastricht Santer gagnrýndi tillögu Frakka. „Við í framkvæmdastjóminni erum þeirrar skoðunar að það eigi að framkvæma Maastricht-sáttmálann eins og hann er,“ sagði Santer. +★★★* EVROPA^ Hann sagði að framkvæmdastjómin myndi ekki taka formlega afstöðu til tillagna franskra stjórnvalda, þar sem þær væm utan ramma sáttmál- ans. „Mín persónulega skoðun er að stöðugleikaráðið megi ekki hafa áhrif á sjálfstæða stöðu Evrópska seðlabankans,“ sagði Santer. „Og í öðru lagi mun það aðeins verða óformlegs eðlis, vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því í sáttmálanum.“ Santer lagði til að menn hættu að ræða um áhrif stjómmálamanna á peningastefnuna: „Ég held að það væri gott að menn hættu núna um- ræðum um stöðu Evrópska seðla- bankans. Staða hans er skýrt skil- greind í Maastricht-sáttmálanum og það má ekki koma henni í uppnám." Svíþjóð Samkomu- lag um lok- un kjarna- kljúfa Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR jafnaðarmenn komust í gær að samkomulagi við Miðflokkinn og Vinstri- flokkinn um það hvemig draga mætti úr starfsemi kjarnorku- | vera en deilt hefur verið um framkvæmd þess undanfarin 17 ár. Samkomulagið felur m.a. í sér að hætt verður rekstri annars kjarnakljúfsins í Barsebáck-kjarnorkuverinu áður en gengið verður til kosn- inga á næsta ári og hinum kjarnakljúfí þess síðar. i Svend Auken, umhverfis- ráðherra Danmerkur, fagnaði í gær fréttum af þessari | ákvörðun, sem þýddi hugsan- lega lokun Barsebáck-versins, en það blasir við íbúum Kaup- mannahafnar og hefur lengi verið Dönum þyrnir í augum. Svíar samþykktu í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1980 að draga úr notkun kjarnorku í landinu, svo að ekki verði nein- ir kjamakljúfar í notkun árið 2010. Ekki hefur náðst sam- komulag um hvernig standa I skuli að því að skipta um orku- gjafa og hefur það verið sífellt deiluefni sænskra stjórnmála- flokka, auk þess sem Danir hafa þrýst mjög á um lokum Barsebáck-versins. Ekki hafa fengist nákvæm- ar upplýsingar um í hveiju samkomulag stjómarflokk- anna sænsku felst en stjóm- völd hyggjast nú ganga til samninga við eigendur Barsebáck-versins um lokun kjarnakljúfanna. Óljóst er hvort notast verður við gas eða olíu í stað kjamorku og sá hængur er á að vera kann að breytingin auki mengun á svæðinu svo mjög að það brjóti í bága við samþykktir þingsins um að auka ekki koltvísýring í andrúmslofti fyrir aldamót og draga úr honum eftir árið 2000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.