Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 24
: SAðflgp .** JiuöÁdíJlaiíw 24 ÞRIÐJUDAGUR 4. PEBRÚAR 1997 aiaAjaiiuDflOM MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Komið í veg fyrir viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna Kínverjar fallast á markaðsopnun Peking. Reuter. KÍNVERJAR hafa fallist á að opna nokkuð fyrir innflutning bandarískr- ar vefnaðarvöru en talsmenn Banda- ríkjastjórnar segjast ekki gera sér neinar gyllivonir um, að hallinn á viðskiptum ríkjanna á þessu sviði verði jafnaður. Voru samningar um þetta undirritaðir á sunnudag og með því komið í veg fyrir viðskiptastríð. „Samningurinn gerir okkur kleift að auka útflutning til Kína á ýmsum mikilvægum sviðum," sagði banda- rískur embættismaður án þess að útskýra það nánar, „en okkur dettur ekki í hug, að okkur takist að koma á jöfnuði í þessum viðskiptum." Setfa vefnað fyrir 450 en kaupa fyrir 4 milljarða kr. Kínverjar fluttu vefnaðarvöru til Bandaríkjanna 1995 fyrir nærri 450 milij'arða ísi. kr. en keyptu frá Banda- ríkjunum fyrir aðeins rúmlega 4,4 miíljarða kr. Er ástæðan aðallega háir tollar í Kína og aðrar viðskipta- hindranir. SAMNINGAMENN Bandaríkjanna og Kína skála fyrir samningunum. Með samningnum var vefnaðar- vörukvóti Kínverja í Bandaríkjunum aukinn aðeins frá því, sem hann var 1994, og á móti hétu þeir að lækka tolla á sínum markaði. Haft er eftir bandarískum samningamönnum, að nú hafi tekist í fyrsta sinn að fá Kínverja til að viðurkenna, að þeir verði að láta eitthvað á móti þeim markaði, sem þeir hafa í Bandaríkj- unum en hallinn á viðskipt- um Bandaríkjanna við Kína var rúmlega 2.600 milljarð- ar kr. á síðasta ári. Tap á ríkisfyrirtækjum Samningurinn er sagður koma sér vel fyrir banda- ríska vefjariðnaðinn en auk- inn útflutningur þeirra gæti haft afdrifarikar afleiðingar fyrir kínversku ríkisfyrirtæk- in í greininni. Samkvæmt frétt í tímaritinu China Busi- ness Times var mikið tap á vefnaðarvörufyrirtækjunum í Shanghai á síðasta ári. Með samningnum var komið í veg fyrir viðskiptastríð milli Bandaríkj- anna og Kína en í september settu Bandaríkin 1,3 milljarða kr. refsitoll á kfnverska vefnaðarvöru. Var því haldið fram, að Kínverjar hefðu flutt inn vefnaðarvöru um þriðja ríki til að sniðganga kvótann. Stendur refsi- tollurinn enn þrátt fyrir samninginn. Reuter SKRIFSTOFUR Air France-flugfélagsins í Bastia á Korsiku skemmdust i einu af sprengjutilræðum aðskilnaðarsinna. Sprengjuherferð áKorsíku ALAIN Juppe, forsætisráðhera Frakklands, sagði í gær að ríkis- stjórn sín myndi gera allt sem í henn- ar valdi stæði til að kveða niður of- beldisöldu sem riðið hefur yfir Kor- síku. Á sunnudag sprengdu aðskiln- aðarsinnar 61 sprengju á eynni til að sýna mátt sinn. Enginn særðist í sprengingunum en allnokkurt eignatjón varð. Þjóðfrelsisfylking Korsíku (FLNC) hefur lýst ábyrgð- inni á hendur sér. Juppe hét því að stjórnin myndi Aðstoðarutanríkisráðherra Svíþjóðar Oryggið aldrei meira en nú FALL Sovétríkjanna, endalok kalda stríðsins og aðild Svíþjóðar að Evr- ópusambandinu (ESB) hefur saman- lagt þá þýðingu fyrir Svíþjóð, að landið sé öruggara nú, á þrðskuldi 21. aldar, en nokkru sinni fyrr á síðari tímum. Þetta er mat Pierre Schori, aðstoðarutanríkisráðherra Svíþjóðar, sem hann lýsti í ræðu sem hann héit á ráðstefnu f Sálen í Sví- þjóð í síðustu viku. Ráðherrann lagði áherzlu á að ekkert verkefni á alþjóðavettvangi væri mikilvægara um þessar mundir en að binda Rússland inn í samvinnu- net Evrópuríkja. Rússland yrði aftur á móti að leggja sitt af mörkum að þessu marki með því að sýna í verki að landið tilheyr'i Evrópu að öllu leyti. Schori sagði Atlantshafsbanda- lagið, NATO, vera veigamesta liðinn í leitinni að sjálfbæru öryggiskerfi fyrir Evrópu. Hann tók hins vegar fram, að NATO væri í eðli sínu bandalag sem byggðist á gagn- kvæmum varnarskuldbindingum. Þetta gerði jafnframt af verkum, að það hentaði Svíþjóð ekki að gerast aðiii að bandalaginu. ESB-aðildin stórt skref til bætts öryggis Með því að ganga til liðs við Evr- ópusambandið hefur Svíþjóð stór- bætt öryggi sitt, sagði Schori. „Sem aðilar gerum við ESB mest gagn og okkur sjálfum með því að vera frum- herjar frekar en að haga okkur sem neikvæðir byrjendur," sagði hann. Loks ítrekaði ráðherrann þá af- stöðu sænskra stjórnvalda, að heild- armarkmið þeirra í öryggismálum — stofnun varanlegs öryggissamvinnu- kerfis, sem spannaði alla Evrópu — byggðist á því að þróun lýðræðis og stöðugleika á Eystrasaltssvæðinu væri tryggð. Mikilvægan þátt í þess- ari þróun verði ESB og Bandaríkin að eiga, sagði Schori. Reuter THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, hlustar á umræð- ur á fundi um efnahagsmál í Evrópu í Davos. Stefna Waigels um sjálfstæði Evrópska seðlabankans hlaut stuðning frá fram- kvæmdasljórn Evrópusambandsins á fundinum. Stjórnmálamenn haldi sig frá peningastefnunni ÁHMFARIK HEILSUEFNI HÁRKÚR FJÖLVÍTAMÍN & STEINEFN1 ESTER C ^______________^ Fæst í mörgura heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. pHitáförh^ j ESTER f\"VitQmin I 200 mg tkhí oslcium V&M tesu0^ S»AU Ester C vítamín Áhrifarikur hárkúr V&M Gæðablanda Vítamín, steinefni, 13 vítamín, 10steinefni, fer sérstaklega vel amínósýrur, 18 amínósýrur og í maga og virkar betur. prótein og Spírúlína þari. valdarjurtir. Hugsaðu vel um hárið. BÍO -SELEN UMBOÐIÐ Sími 557-6610. Davos. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, segir að stjórnmálamenn eigi að láta Evrópska seðlabankann (ECB) um að móta peningastefnuna í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU), sem komið verður á laggirnar í ársbyrjun 1999. Þetta kom fram í máli Santers á hinni árlegu alþjóðlegu efnahagsmálaráð- stefnu í Davos í Sviss um helgina. Frakkar hafa lagt til að komið verði á „efnahagsmálaráði" eða „stöðugleikaráði" aðildarríkja EMU, sem geti haft viss áhrif á mótun peningastefnunnar. Maastricht-sátt- málinn gerir aftur á móti ráð fyrir því að það sé einvörðungu verkefni seðlabankans og eru þýzk stjórnvöld eindregið þeirrar skoðunar að stjórn- málamenn eigi ekki að vera með fmgurna í stjóm bankans. Utan ramma Maastricht Santer gagnrýndi tillögu Frakka. „Við í framkvæmdastjórninni erum þeirrar skoðunar að það eigi að framkvæma Maastricht-sáttmálann eins og hann er," sagði Santer. ev'rófV, Hann sagði að framkvæmdastjórnin myndi ekki taka formlega afstöðu til tillagna franskra stjórnvalda, þar sem þær væru utan ramma sáttmál- ans. „Mín persónulega skoðun er að stöðugleikaráðið megi ekki hafa áhrif á sjálfstæða stöðu Evrópska seðlabankans," sagði Santer. „Og í öðru lagi mun það aðeins verða óformlegs eðlis, vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því í sáttmálanum." Santer lagði til að menn hættu að ræða um áhrif stjórnmálamanna á peningastefnuna: „Ég held að það væri gott að menn hættu núna um- ræðum um stöðu Evrópska seðla- bankans. Staða hans er skýrt skil- greind í Maastricht-sáttmálanum og það má ekki koma henni í uppnám." ráðast gegn skæruliðunum þó að ljóst væri að ekki myndi takast að koma að fullu í veg fyrir sprenging- ar. Meirihluti íbúa Korsíku styddi frönsk stjórnvöld og er tímar liðu myndi skynsemin ná yfirhöndinni. Eitt ár er liðið frá því að önnur and- spyrnuhreyfing á Korsíku sprengdi fímmtíu sprengjur á einum degi en aðskilnaðarsinnar á eynni hafa stað- ið fyrir sprengingum og blóðugum árásum undanfarna tvo áratugi til að krefjast sjálfstæðis frá Frökkum. Svíþjóð Samkomu- lag um lok- un kjarna- kljúfa Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR jafnaðarmenn komust í gær að samkomulagi við Miðflokkinn og Vinstri- flokkinn um það hvernig draga mætti úr starfsemi kjarnorku- vera en deilt hefur verið um framkvæmd þess undanfarin 17 ár. Samkomulagið felur m.a. í sér að hætt verður rekstri annars kjarnakljúfsins í Barseback-kjarnorkuverinu áður en gengið verður til kosn- inga á næsta ári og hinum kjarnakljúfi þess síðar. Svend Auken, umhverfis- ráðherra Danmerkur, fagnaði í gær fréttum af þessari ákvörðun, sem þýddi hugsan- lega lokun Barsebáck-versins, en það blasir við íbúum Kaup- mannahafnar og hefur lengi verið Dönum þyrnir í augum. Svíar samþykktu í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1980 að draga úr notkun kjarnorku í landinu, svo að ekki verði nein- ir kjarnakljúfar í notkun árið 2010. Ekki hefur náðst sam- komulag um hvernig standa skuli að því að skipta um orku- gjafa og hefur það verið sífellt deiluefni sænskra stjórnmála- flokka, auk þess sem Danir hafa þrýst mjög á um lokum Barsebáck-versins. Ekki hafa fengist nákvæm- ar upplýsingar um í hverju samkomulag stjórnarflokk- anna sænsku felst en stjórn- völd hyggjast nú ganga til samninga við eigendur Barsebáck-versins um lokun kjarnakljúfanna. Óljóst er hvort notast verður við gas eða olíu í stað kjarnorku og sá hængur er á að vera kann að breytingin auki mengun á svæðinu svo mjög að það brjóti í bága við samþykktir þingsins um að auka ekki koltvísýring í andrúmslofti fyrir aldamót og draga úr honum eftir árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.