Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ NOAH Taylor er margreyndur leik arl þrátt yf Ir ung- an aldur og hann fer með hlutverk Helfgott sem ungs manns, þegar hann brýst undan œglvaldl föður síns. URASTIN DREPUR Ástralska kvikmyndin Undríð hefur farið sigurför um heiminn. Þetta er óvenjuleg mynd um óvenjulegan mann, David Helfgott, undrabarn í tónlist, sem er rekinn áfram af blindum metnaði föður síns sem hann loks flýr en fær taugaáfall og lendir á geð- veikrahæli í áratug. Einar Logi Vignisson hitti helstu aðstandendur myndarinnar á kvikmynda- hátíð í Feneyjum. SÉRKENNILEGUR sítalandi maður öslar um stætin í ausandi rigningu og leitar skjóls á litlum bar. Gestir líta hann hornauga en þegar hann sest óbeðinn að píanói staðarins og hefur að leika af fingrum fram snar- þagnar allt. Flestir þarna inni hafa aldrei heyrt annað eins. Sá sem við pínóið situr er enda einn fremsti píanisti sem Ástralía hefur getið af sér en hefur verið öllum gleymdur í röskan áratug, geymdur á geð- veikrahæli, afskrifaður. Undrabarn eyöilagf Það er sannarlega áhrifamikil mynd sem er dregin upp í byrjun áströlsku kvikmyndarinnar Shine (Undrið) sem hefur svo notuð sé klisja (sem í þessu tilviki er dag- sönn) farið sigurför mikla undan- farna mánuði. I heimalandinu hlaut hún mikla aðsókn og sópaði til sín fjölmörgum verðlaunum, skildi áhorfendur á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum eftir agndofa og var til- nefnd til 5 Golden Globe verðlauna vestur í Ameríku. Nú er komið að sjálfum Óskarnum og margir, þ.á m. blaðamaður USA Today, hafa spáð því að þar komi Shine sterklega til greina sem besta mynd ársins. Shine er óvenjuleg mynd um óvenjulegan mann. David Helfgott var undrabarn í tónlist, rekinn áfram af blindum metnaði föður síns sem var gyðingur sem lifði af helför nas- ista. Hinn ungi David á erfitt með að losna undan ægivaldi föður síns og þegar hann loks flýr og hefur nám við tónlistarskóla í Bretlandi ofreynir hann sig, fær taugaáfall og lendir á stofnun. Þetta er sá David sem við kynnumst í byrjun myndar- innar. Andstæðurnar heilluóu mig Fréttaritari Morgunblaðsins hitti leikstjóra myndarinnar, Scott Hicks, og einn af þeim þremur leikurum sem leika David Helfgott í mynd- inni, Noah Taylor, á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum síðastliðið haust. Þar hafði Shine verið valin lokamynd hátíðarinnar. Hicks hefur getið sér Ástralski píanóleikarinn David Helfgott á mikilli vel- gengni að fagna um þessar mundir. Astæður þess má íyrst og fremst rekja til nýútkominnar kvikmyndar, „Shine", sem byggð er á dramatískrí ævi hans. Eftir Hugleiðing um Helfgott FERILL Davids Helfgotts er í stuttu niáli á þá leið, að hann vakti snemma athygli sem undrabarn í heimaborg sinni, Melbourne í Astralíu, en var bárinn miskunn- arlaust áfram af metnaðargjörn- um föður sínum. Árið 1966 var hann styrktur til framhaldsnáms f Englandi og fór þangað í óþökk föður síns sem þar með sleit öllu sambandi við hann og brenndi bækur hans, nótur og skjöl. David nam píanóleik í nokkur ár við Royal College of London hjá Cyr- il Smith, sem síðar minntist hans sem hæfileikaríkasta nemanda síns á 25 ára ferli. Á útskriftartón- leikum sínum frá skólanum lék David ni.a. píanókonsert Rac- hmaninoffs nr. 3, ópus 30 i d-moll og vakti þar mikla athygli sam- nemenda sinna og kennara fyrir stórbrotinn flutning verksins. I kjölfar taugaáfalls, í kringum 1970, sneri hann til heimalands síns og dvaldist á geðspítölum í rúm tíu ár. Þessi saga hefur þó ánægjulegan endi sem betur fer, því árið 1984 markaði þáttaskil í lifi Davids er hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika, eftir langvinn veikindi. Hann þakkar eiginkonu sinni, Gillian, er hann hitti árið 1983, fyrir að hafa hjálpað sér til að ná andlegri heilsu svo hann gæti tekið upp þráðinn sem píanó- leikari þar sem frá var horfið. í dag er David Helfgott eftir- sóttur píanóleikari. Sem dæmi um vinsældir hans má nefria að að- göngumiðar að tónleikum hans á fyrirhuguðu tónleikaferðalagi um Bandaríkin og Kanada í mars nk. seldust upp í einu vetfangi í stór- borgum eins og New York, Boston og Los Angeles. Ennfremur mun David koma fram á tónleikum í Evrópu og Japan síðar á þessu ári. Sjálfur þakkar David fyrst og fremst kvikmyndinni „Shine" þessar vinsældir og einnig þeim tveimur ævisögum um hann sem komu út nýverið, en þær heita Davíðsbók (The Book Of David), eftir Beverly Eley, og Ég elska þig óendanlega mikið (I Love You To Bits And Pieces), eftir eigin- konu hans, Gillian Helfgott og Alissu Tanskaya. Bækurnar um David Helfgott eru gefnar út af bókaforlögunum Harpers Collins og Penquin. Því miður er það nú svo að saga Davids er ekki eins einstök og ætla mætti. Óvenjulegar tónlist- argáfur koma yfirleitt snemma fram hjá svonefndum „undrabörn- um" og þar sem þau eru einungis börn er það undir foreldrum þeirra og uppalendum komið að hlúa að þessum sérstöku gáfum. Stundum, eins og tilfellinu með David Helfgott, eru þar á ferðinni HELFGOTT vakti snemma athygll sem undrabarn í helmaborg sinni, Melbourne í Ástralíu, en var barinn mlskunnarlaust áfram af metnaoargjörnum föður sínum. misvitrir foreldrar eða kennarar sem einhverra hluta vegna fengu ef til vill ekki fulla útrás fyrir eigin hæfileika en sjá þarna tæki- færi til þess að láta ljós sitt skína í gegnum barnið. Fræg er sagan um undrabarnið Mozart, en faðir hans Leopold Mozart, sem einnig var tónskáld og tónlistarkennari, var afar ráð- ríkur. Einn fremsti píanóleikari nítjándu aldarinnar, Clara Wieek Schumann, giftist tónskáldinu Robert Schumanh gegn vilja föður síns, píanókennarans Friedrichs Wieck. Um Friedrich segir svo í bókinni Konur í tónlist (Women Making Music) eftir Bowers og Tick: „Faðir Clöru var þrjóskur og ofsafenginn í skapi og hikaði ekki við að skeyta skapi sínu á henni ef hún dirfðist að mótmæla honum." Bandaríski píanóleikarinn Ruth Slenczynska, sem haldið hefur m.a. tónleika á íslandi, segir frá svipaðri reynslu í ævisögu sinni Forboðín æská (Forbiddén Child- hood). Ruth neyddist til að hætta tónleikahaldi um tíma eins og David Helfgott og þótt ástæður séu auðvitað margvíslegar og ein- staklingsbundnar má segja að það að hætta að spila sé neyðarúrræði „undrabarnsins" út úr því andlega fangelsi sem það hefur lifað í frá upphafi. Að hætta tónleikahaldi þegar hæst stendur er samt ekki ein- göngu neyðarúrræði misnotaðra undrabarna því margir af fræg- ustu píanóleikurum allratíma ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.