Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 15 í MYNDLISTARSKÓLANUM. Kalli var að byrja á myndlistarnámskeifii í Myndlista- og handíðaskólnum á Akureyri. í FRÍMÍNÚTUM. Strákarnir skiptast á að vera með Kalla í frímínút- um. Þegar mikil ófærð er á veturna verða þeir að vera innanhúss. • GÓÐUR HÓPUR. Félagarnir eru Kalla mikils virði, þó að hann tjái sig ekki með orðum. Læra inn á táknmál hans og skynja oft hvað hann vill. samræma þessa þætti. Hann kom því á fjögurra ára námi í Petö-stofn- uninni þannig að þeir sem þaðan útskrifuðust gátu farið inn á starfs- vettvang allra faggreinanna. Hann sá einnig að eitt það mikilvægasta væri að kenna foreldrum að þjálfa. Ég var því með Kalla inni á stofnun- inni og sinnti honum allan tímann undir handleiðslu þjálfara í 4-6 vikur í senn," segir Ingibjörg. 8jö siiiiiiiiii lil Vngverjalands Alls fóru þau sjö sinnum til Ung- verjalands í þessu skyni og þjálfar- ar komu frá Ungverjalandi fjórum sinnum. Auk þess fór fjölskyldan tvisvar til Belgíu, þar sem ung- verskir þjálfarar störfuðu. Ingibjörg segir að stofnunin hafí verið gagnrýnd fyrir of mikinn aga og hörku, en er ekki sammála þeirri gagnrýni. „Því miður er lífið stund- um erfitt og ef maður ætlar að vinna með þessa krakka þá verður að reyna á. Það gengur ekki öðru vísi," segir hún. „Við hefðum óskað að Kalli hefði náð miklu meiri bata, en það hefur ekki gengið eftir. Hann er þó enn að styrkjast og maður er enn að sjá framfarir. Við erum því ekki búin að gefast upp," segir hún en bætir við að hægt hafi verið á líkamsþjálfuninni, þar sem hreinlega séu ekki kraftar til að halda áfram á sömu braut. „Þegar ég horfi til baka sé ég að fæðing Kalla var mesta örlaga- stund okkar beggja," segir Ingi- björg. „Möguleikar hans í lífinu eru ekki jafn miklir og annarra barna og ýmsar sárar staðreyndir eru samferðarmenn okkar á hverjum degi. Sagt er að aðalvandinn við erfiðleikana í lífinu sé ekki hvernig HEIMA I STOFU. Það var Kalla mikið gleðiefni þegar hundurinn Abú kom á heimilið, ekki síst þar sem stóri bróðir, Auðunn Svafar, sem hér er með honum á myndinni, er fiuttur að heiman. MAMMA AÐSTOÐAR. Mamma sér mest um hið daglega amstur með Kalla, en segir að hann sé að breytast í mikinn pabbastrák. við leysum þá fyrir fullt og allt, heldur hvernig unnt verði að lifa í sæmilegri sátt við þá. Ég hugsa oft til orða Nelsons Mandela þar sem hann segir að „það sem skilur menn að er ekki það sem þeim er gefið, heldur það sem þeir gera úr því, sem þeim er gefið". Sú persóna sem hefur gefíð qg kennt mér mest í lífinu er Kalli. Ég er stolt móðir, ekki af fötlun hans, heldur vegna þess sem hann gerir þrátt fyrir hana." Þrýstingur adstandenda Ingibjörg segist hafa verið í fullu starfí í átta ár að sinna Kalla, læra á hann og kenna öðrum, ýta málum í þann farveg sem hún vildi að þau færu og að læra hvernig vinna ætti þetta verk. „Það fór fjórðungur af mínum tíma í að halda kerfinu gangandi, þróa það og leiða það í rétta átt. Það er stór galli á okkar annars góða kerfi hvað aðstandend- ur þurfa að vera sífellt vakandi og þrýstandi," segir hún. Sjálf kveðst hún alltaf reyna að vera einu skrefi á undan kerfinu. Nú sé kominn tími til að safna sam- an upplýsingum um hvernig best verði staðið að málum í framhalds- skólanum. „Mesta reynslan í blönd- un er á leikskólastiginu og leikskól- inn er í raun galopinn, þannig að einstaklingurinn og þarfir hans eru í fyrirrúmi. Augu kennara á grunn- skólastiginu eru mikið að opnast fyrir nauðsyn þess að mæta þörfum einstaklingsins þannig að þeir fái verkefni við hæfi. Við erum hins vegar styst komin á efri stigum grunnskólans og framhaldsskóla- stiginu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.