Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ + ATVIN NU A UGL YSINGA R Heilsugæslustöð Eskifjarðar- læknishéraðs Tvær stöður heilsugæslulækna við heilsu- gæslustöðina í Eskifjarðarlæknishéraði eru lausar til umsóknar. Einnig eru lausar til umsóknar: Afleysingastaða hjúkrunarfræðings, hálft starf, staða rekstrarstjóra, hálft starf, staða móttökuritara, 30% starf. Nánari upplýsingar veita: Stefán Óskarsson, formaður stjórnar, í síma 476 1426 eða Svava I. Sveinbjörnsdóttir, rekstrarstjóri, í síma 476 1630. Umsóknum skal skilað fyrir 28. febrúar 1997 til: Stjórnar heilsugæslustöðvar Eskifjarðarlæknishéraðs, Strandgötu 31, 735 Eskifirði. Starf skrifstofumanns Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns á skrifstofu sýslumannsins á Akureyri og veitist staðan frá og með 1. apríl 1997. Starfið erfyrst og fremst á sviði þinglýsingar- deildar og er um að ræða heila stöðu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í skrifstofustörfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 7. mars 1997 og skal umsóknum skilað á skrifstofu sýslumanns, HafnarstrætiffÍ07, Akureyri og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvórðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið. Allar nánari upplýsingar um starfið veita sýslu- maður og Rut Ófeigsdóttir, skrifstofustjóri. Akureyri, 12. febrúar 1997. Sýslumaðurinn á Akureyri, Björn Jósef Arnviðarson. Akureyri Tölvutæki Tölvutæki er 10 ára sölu- og þjónustufyrir- tæki á tölvusviði sem sérhæfir sig í heildar- lausnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða þrjá nýja starfsmenn. Sölumaður Krefjandi og fjölbreytt starf í söludeild. Starfssvið: • Sölumaður mun annast ráðgjöf og sölu á tölvum og öðrum skrifstofubúnaði í versl- un og með heimsóknum til viðskiptavina okkar. Viðkomandi þarf að koma vel fyrir, geta unn- ið sjálfstætt og geta hafið störf fljótlega. Þjónustumaður Starf fyrir aðila með mikinn áhuga á tölvum og tölvukerfum, í þjónustudeild Tölvutækja. Starfssvið: • Þjónustumaður mun starfa við uppsetn- ingu og þjónustu á tölvum, hugbúnaði og tölvukerfum. Mikill tölvuáhugi nauðsynlegur. Móttaka Fjölbreytt starf í móttóku þjónustudeildar. Starfssvið: • Móttaka á verkstæði, símasvörun, verk- efnastjórnun og vinna við verkbókhald. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum sam- skiptum. Tölvukunnátta æskileg. Umsóknum skal skila íafgreiðslu Mbl., Akur- eyri, í síðasta lagi miðvikudaginn 19. febr- úar, merktar: „Tölvutæki". Reykjanesbær Leikskólakennarar Leikskólinn Tjarnarsel Óska eftir að ráða leikskólakennara eða ann- að uppeldismenntað starfsfólk, bæði í 50% starf sem fyrst og í 80%-100% starf 1. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 421 4204. Leikskólafulltrúi. lakShmi MADK WITH JOY Snyrtivörur LAKSHMI-snyrtivörulínan frá ítalíu er hrein náttúruvara og eru nú þegar hundruð ánægðra viðskiptavina hér á landi. Lakshmi býður upp á m.a. húð- og hárvörur, förðunarlínu, ilmvötn, hreinar ilmolíur svo og náttúrulegt vítamín og megrunarprógramm. Við viljum nú bæta við sölufólki til starfa um allt land og eru góð sölulaun í boði. Nánari upplýsingar gefur Hrafnhildur í símum 565 1042 og 897 2325 næstu daga. Lakshmi - heilbrigð fegurð á náttúrulegan hátt. Sjúkrahús Skagfirðinga Sjúkrahús Skagf irðinga, Sauðárkróki Staða yf irlæknis Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við sjúkrahúsið. Um er að ræða 75% stöðu. Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnuninni mjög góður. Á sjúkrahúsinu eru 76 rúm sem skiptast í 16 rúm á sjúkradeild, 4 rúm á fæðingardeild og 56 rúm á hjúkrunardeildum. Þarfyrir utan er 10 rúma þjónustudeild rekin í tengslum við sjúkrahúsið. Stofnunin hefur á að skipa góðu og samstilltu starfsfólki, sem leggur metnað sinn í að gera gott sjúkrahús betra, en á sjúkrahúsinu er rekin öflug og stöðugt vaxandi starfsemi. Heilsugæslustöð er rekin í starfstengslum við sjúkrahúsið, en alls starfa 6 læknar við stofnanirnar. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir framtaks- sama og metnaðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Hvernig væri að takast á við ný og spenn- andi verkefni og um leið kynnast Skagafirði og Skagfirðingum af eigin raun? Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. mars nk., en staðan veitist eftir nánara samkomu- lagi. Umsóknir skulu sendast ti.l Birgis Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 455 4000. Sölufólk í Skagafirði búa u.þ.b. 5.000 manns, þar af búa 2.800 manns á Sauðárkróki. Sauðárkrókur hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár og byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni í þjón- ustu við íbúa héraðsins. íþrótta- og félagslff er hér í miklum blóma. ( héraðinu eru tveir framhaldsskólar; á Sauðárkróki er Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum í Hjaltadal er rekinn bændaskóli. Sauðárkrókur liggur vel við sam- göngum og eru þær góðar bæði í lofti og á landi. Skagafjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir og atburðir úr Islandssögunni við hvert fótmál. Heildverslun með hársnyrtivörur óskar að ráða sölufólk. Lysthafendur sendi umsókn til afgreiðslu Mbl. merkta: „Hár-97" fyrir 24. feb. nk. Bifvélavirki/(vélvirki) með rútupróf vantar sem fyrst. Góð vinnuaðstaða. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingarísímum421 5551 og 892 0444. S.B.K. hf. Ritstjóri Tímaritið Húsfreyjan óskar eftir að ráða ritstjóra. Húsfreyjan, sem er elsta núlifandi kvenna- blað landsins, er gefin út af Kvenfélagasam- bandi íslands og kemur út fjórum sinnum á ári. Stefna blaðsins er að vera fjólskyldublað sem býður lesendum sínum upp á sem fjöl- breyttast efni hverju sinni, sambland af skemmtiefni og fræðslu. Óskað er eftir aðila, sem er mjög vel ritfær, hefur reynslu af blaðaútgáfu og getur unnið sjálfsætt. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 2. mars, merktum: „R - 4082". Markaðsráðgjafi Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands auglýsir eftir starfsmanni til að sinna ráðgjöf varð- andi markaðsmál á starfssvæði sjóðsins. Helstu verkefni eru: • Að móta stefnu sjóðsins í markaðs- og gæðamálum í samráði við stjórn og fram- kvæmdastjóra. • Að sinna markaðskönnunum og markaðs- rannsóknum. • Að starfa með fyrirtækjum að markaðs- setningu. • Að markaóssetja svæði sjóðsins með gerð kynningarefnis, þátttöku í sýning- um/ráðstefnum og með beinum bréfa- skriftum til fyrirtækja og einstaklinga inn- anlands og erlendis. • Vera verkefnastjóri í stefnumótunarverk- efninu„Suðurland 2000" sem að hluta er fjármagnað af ESB. • Vera sérfræðingur sjóðsins á sviði mark- aðs- og kynningarmála. Leitað er að starfsmanni, sem hefur góða almenna menntun í markaðsfræðum, er skipulagður í vinnubrögðum, er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu, hefur góða sam- skiptahæfileika og á auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti. Starfsreynsla er æskileg. Umsóknum ber að skila til Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, Eyravegi 8, 800 Selfossi, fyrir 1. mars nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjóðsins í síma 482 2419. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands var stofnaður 1981. Sjóðurinn er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi. Um liðin áramót voru eignir sjóðs- ins liðlega 180 mkr. Hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni sem leiða til eflingar atvinnulífs á Suðurlandi. Til að rækta hlutverk sitt veitir sjóðurinn ráðgjöf, fjárhagslega styrki, áhættufé og lán til áhuga- verðra verkefna. Jafnframt hefur sjóðurinn frumkvæði að því að skil- greina og leita að nýjum atvinnutækifærum. Sjóöurinn leggur áherslu á hraöa, gæði og vönduð vinnubrögð við úrlausn verkefna. Sjóðurinn rækir hlutverk sitt í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, félagasam- tök, önnur innlend atvinnuþróunarfélög, opinbera aðila og erlenda aðila á sviði skipulags- og atvinnumála. Sjóðurinn leggur áherslu á vöxt og arðsaman rekstur, traust fyrirkomulag við stjórnun, úrvals starfsmenn sem hafa áhuga, frumkvæði og fá nægjanlega starfs- hvatningu til að veita viðskiptavinum sjóðsins og samfélaginu fyrir- myndar þjónustu. Sjóðurinn leggur áherslu á að í öllum samskiptum sínum við viðskiptavini verði gætt fyllsta trúnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.