Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. PEBRÚAR 1997 B 9 ar við dröttuðumst af stað og sýnt var að við höfðum misst af morgun- matnum hjá maddömunni. Við komum við hjá henni til að kveðja og afsaka að við höfðum ekki mætt. Greinilegt var að hún hafði orðið fyrir miklum vonbrigðum með að okkur skyldi vanta í morgun- verð. Ég stakk peningaseðlum í stóra hönd hennar og faðmaði hún mig að sér svo að ég hvarf inn í breiðan barm hennar. Bros hennar og fyrirbænir fylgdu okkur úr hlaði er við stefnd- um í norðurátt til bæjarins Ngao- undere. Fyrstu 100 km var vegur- inn ágætur, en síðan tók við slæm- ur moldarvegur. Stöðugt bætti í rigninguna sem gerði það að verk- um að vegurinn var orðin illfær. Um hádegið var ég orðin hálfslapp- ur og Rannveig var farin að kvarta um lasleika. Þegar við mældum okkur kom í ljós að við vorum bæði með um 40 stiga hita og ljóst var að hér var ekki um venjulega flensu að ræða heldur helsta óvin Afríkubúans, malaríu. Við réðum ráðum okkar. Við vorum rúmlega hálfnuð til Ngao- undere en þar er stórt sjúkrahús sem rekið er af bandarískum og norskum trúboðum. Ákveðið var því að halda áfram. Aksturinn var nú í höndum Birnu, en ég lá óvígur aftur í. Regnið lamdi bílinn með slíkum ofsa að varla sást út um rúðurnar. Vegurinn versnaði stöð- ugt og brátt vorum við farinn að mjakast áfram á 10 km hraða. Einkum urðu hæðirnar erfiðar. Bíll- inn hjakkaði spólandi upp brekk- urnar á meðan dekkin reyndu ár- angurslaust að finna grip í blautri leðjunni og oft var tæpt á því að við hefðum það upp. Verri voru þó ferðirnar niður í móti, en þá rann bíllin stjórnlaus til hliðanna svo að það gekk krafta- verki næst að Birnu jtókst að halda honum á veginum. Ég lokaði aug- unum og blótaði því að hafa ekki tekið með keðjur á bílinn. Á lág- lendi hafði vatnið safnast saman með þeim afleiðingum að vegurinn var gjörsamlega horfinn á köflum. Við keyrðum fram á tvo vörubíla sem voru fastir, en náðum að smokra okkur framhjá þeim. Skömmu síðar keyrðu við fram á annan sem hafði oltið, en áfram héldum við hægt og bítandi. Niður eina brekkuna neitaði bíll- inn algjörlega að láta að stjórn.og fór sínar eigin leiðir á meðan við biðum með öndina í hálsinum þess sem verða vildi. Við runnum útaf og inn í lítið þorp, sem stóð við vegarkantinn, en þar áttu íbúar og búfénaður fótum sínum fjör að launa er þetta svarta ferlíki ruddist inn á lendur þeirra. Bíllinn stað- næmdist án þess að valda skaða. Birna brosti afsakandi til þorpsbú- anna og upp á veginn komumst við aftur. Við náðum loks til borgarinnnar kl 9 að kvöldi eftir 12 tíma keyrslu, en þá vorum við Rannveig gjörsam- lega búin að beygja okkur í duftið fyrir malaríunni og lágum skjálf- andi undir ábreiðum. Við fundum fljótlega trúboðsstöðina, sem mun vera hin stærsta sinnar tegundar á Vestur-Afríku, en segja má að þar sé um að ræða bæ í borginni. Fjöldi íbúðarhúsa er þar innan girðingar fyrir starfsmenn hinna ýmsu hjálparstofnana, skólar og stórt sjúkrahús. Þetta er vel skipu- lagður smábær með malbikuðum götum og gangstéttum. Við höfð- um uppi á „bæjarstjóranum" sem útvegaði okkur bústað fyrir nótt- ina, auk þess sem hann gerði ráð- stafanir til þess að læknir kæmi að líta á okkur. Viðutan læknir og festa á malbikinu Læknirinn kom nokkrum mínút- um síðar og var hér um að ræða síðhærðan og skeggjaðan kana um fimmtugt. Ég hafði það á tilfinnn- ingunni að hann hefð reykt einum of margar jónur og hlustað á FERÐALANGARNIR fengu að kynnast öilum tegundum af veg- um, allt frá hálfgerðum hraðbrautum niður í örgustu ófærur. Þetta er einn af betri köflunum. TINDARNIR á eldfjallasvæðinnu í Mandara-fjöllum, skammt frá landamærunum yfir til Nígeríu, þykja hafa mikið aðdráttarafl. ÞORP sem Kirdi-þjóðflokkurinn byggir en hann er talinn ættaður frá Súdan. BANANAR hafa verið ein helst afurð Kamerúna. Á markaði í litlu þorpi. KAMERÚN er ekki alveg landlukt heldur nær að sjó í kringum borgina Douala, raunar allfjarri þeirri leið sem fjölskyldan fór um. Þetta er fiskiþorp ekki allfjarri Douala. Jefferson Airplane í stað þess að lesa anatómíuna sína á námsárun- um; eitthvað virtist hann annars hugar. Hann hafði meiri áhuga á að skoða kamelljón, sem við höfð- um meðferðis, heldur en að stumra yfir okkur sjúklingunum. Hann var samt ekki frá því að um malaríu væri að ræða og ákvað að taka okkur á sjúkrahúsið í blóðprufu. Við skröngluðumst út í bíl og hann vísaði veginn. Einhverra hluta vegna lentum við með afturhjól ofan í ræsi og vegna þess að fram- drifsloka var brotin komumst við hvorki aftur á bak né áfram. Við, sigurverarar regnskóganna, vorum kolföst á malbikaðri götu! Nokkrum metrum fyrir framan bílinn var kofaræksni og slógum við dráttar- tógi utan um hann. Við settum spilkrókinn á tógið með von um að bíllinn færi upp úr áður en kof- inn hrykki af grunninum. Kofinn reyndist traustari en hann leit út fyrir að vera, við mjökuðumst upp. Doktorinn var himinlifandi yfir þessu ævintýri og myndaði atvikið í bak og fyrir. Þegar við vorum laus hristi hann höfuðið og sagði mæðulega: „Svona er að keyra í Afríku". Okk- ur var tekið blóð á sjúkrahúsinu, ennfremur fengum við kínín til að drepa malaríuna. Morguninn eftir vorum við orðin mun hressari þeg- ar doktorinn vatt sér inn um dyrn- ar og tilkynnti okkur að blóðpruf- urnar hefðu verið neikvæðar. Við reyndum að malda í móinn og segja að malaríuprufur væru oft nei- kvæðar ef sjúklingar væru á fyrir- byggjandi lyfjum; stundum þyrfti að taka prufurnar 2-3svar sinnum til að fá rétta niðurstöðu. „Bara flensa, engin ástæða til þess að taka kínín áfram",sagði læknirinn, sem nú var farinn að skoða kamelljónið af áhuga. Af meðfæddri virðingu fyrir lækna- stéttinni létum við tilleiðast. Við dvöldum í þessum bústað í 4 daga á meðan við Rannveig vorum að ná okkur af malaríu/flensunni og á hverjum degi leit doktorinn inn til okkar og kamelljónsins. Við kynntumst þarna dönskum hjónum sem vinna við hjálparstarf í Nígeríu, en þau voru á námskeiði í Kamerún. Þegar þau fréttu að við værum á leið til Nígeríu létu þau okkur í té lykil að húsi sínu, sem er í borginni Yola, ásamt ná- kvæmum leiðbeffiingum um hvern- ig við ættum að komast þangað. Garua Á fimmta degi voru sjúklingarn- ir búnir að ná sér þokkalega á strik og ákveðið var að halda áfram. Við kvöddum Norðuriandabúana í Ngoundéré og settum stefnuna í norður. Næsti áfangi var borgin Garoua, í norðurhluta landsins, í 300 km. fjarlægð frá Ngoundéré. Nú brá svo við að vegurinn var frábærlega góður, hálfgerð hrað- braut. Bíllinn var hafður í „over drive" og „kúrskontrollið" sá um að skammta olíu inn á strokkana, en við gátum látið fara vel um okkur á meðan „Suburbaninn" rúll- aði í norðurátt og hið ægifagra landslag Kamerún leið hjá. Norður-Kamerún er mikilfeng- legt. Óhætt er að segja að hver kílómetri hafi glatt okkar ferðalúnu augu og verið ævintýri líkastur. Vegurinn hlykkjaðist um skógi- vaxnar hæðir, hvaðan við höfðum frábært útsýni yfir láglendið sem allt var iðjagrænt eftir rigningar undanfarinna vikna. Það var dá- samlegt að geta rennt áreynslu- laust í gegnum þessa paradís, eftir harðræði undanfarinna vikna. I fyrsta sinn í langan tíma leið okkur eins og ósköp venjulegum túristum. Stórt stöðuvatn birtist okkur á hægri hönd, en úr því hefur stór- fljótið Benoué hina löngu ferð sína í vesturátt uns það að lokum sam- einast risafljótinu Niger, í Suður- Nígeríu. Seinnipart dags fórum við yfir Benoué, á nýtískulegri brú, og renndum inn í Garua. Borgin er höfuðstaður norðurhluta Kamerún og þó svo að hún sé í um 700 km. fjarlægð frá ströndinni er hún þriðja stærsta hafnarborg landsins. Þökk sé Benoué, en fljótið það er skipgengt. Ogerningur var að finna tjald- stæði í bænum, en við höfðum uppi á hrörlegu gistiheimili þar sem við gátu fengið herbergi. Mjög heitt var og rakt um nóttina sem gerði það að verkum að moskítóflugurn- ar voru ákaflega hressar og blóð- þyrstar. Við höfðum tæmt birgðir okkar af skordýraeitri á moskító- flugurnar í Miðafríkulýðveldinu og áttum þar af leiðandi ekkert til að deyfa árásargirni kynsystra þeirra í Garua. Við tróðum okkur ofan í svefnpokana og sofnuðum með hátíðnisón þessara illfygla nætur- innar fyrir eyrunum. Garua-Nígería Við stauluðumst framúr eld- snemma morguns svefnlaus, sjúsk- uð og blóðlítil eftir átök við skor- dýr næturinnar, en feitar og patt- aralegar moskítóflugurnar dróg^u sig í hlé. Við morgunverðarborðið breiddum við úr Michelinkortinu okkar og spurðumst fyrir um bestu leiðina til Nígeríu. Stytsta leiðin var til landamærabæjarins Belel, en okkur var ráðið frá því að fara þar um vegna þess að töluvert hef- ur verið um vopnaða ræningja á þessum slóðum. Þess í stað var okkur bent norður til Boukoula. Vegurinn væri að vísu mjög erfið- ur, sögðu innfæddir, en laus við stigamenn. Við þökkuðum ráðleggingarnar og héldum í norður. Vegurinn til bæjarins Guider, 100 km., var frá- bær, en skömmu síðar fóru að birt- ast holur í malbikinu. Slæmur fyrir- boði þess sem framundan var. Hol- urnar stækkuðu jafnt og þétt þar til svo var komið að meira var af holum en malbiki á veginum. Brátt vorum við komin á slæman malar- veg. Við komum að vegartálma fyrir sunnan bæin Bourrah, en þar átti samkvæmt kortinu okkar að vera vegur vestur til landamær- anna. Einmana hermaður gætti vegartálmans. Hann benti til fjalla sem lágu fyrir vestan okkur og sagði: „Þarna fyrir handan er Bou- koula". Við fundum stórgrýttan moldar- troðning sem lá yfir fjöllin og enn vorum við komin í fyrsta gír og lága drifið. Bíllinn stritaðist áfram. Framdrifið tók illa í og stórir grjót- hnullungar gerðu harða hríð að hásingunum eða strukust við hliðar bílsins með skerandi ískri. Ég velti fyrir mér með hryllingi hve mikið þessi spotti myndi rýra endursölu- verð „Subbans", sem mátti nú muna sinn fífil fegurri. Það tók okkur um þrjá tíma að leggja þenn- an 20 km. langa troðning að baki og um hádegið höktum við inn til Boukoula. Það tók aftur á móti ekki nema um 10 mínútur að ganga frá forms- atriðum við hina vingjarnlegu landamæraverði Kamerún og hugðumst vtö nú skella okkur yfir til Nígeríu. Á kortinu var merkt brú yfir landamærafljótið, en lög- reglustjórinn tjáði okkur að hún væri farin! „Farin" átum við upp eftir honum eins og asnar, „hve- nær?". „Hún hrundi í flóðinu í fyrra," sagði lögreglustjórinn mæðulega, „ef til vill fáum við nýja á næsta ári". Okkur leist nú ekki á blikuna, en löggan sagði að vað væri ofar í ánni. Við þökkuðum ábendinguna og keyrðum upp með ánni þar til við fundum stað er virtist væður. Við skelltum okkur út í. Sem betur fer reyndist vaðið traust og við spóluðum heilu og höldnu uppá bakkann hinum megin. Við vorum stödd á nígerískri grund. Að baki lá enn eitt landið en fram undan heilsaði okkur annað. Koden G.P.S- inn sýndi nú N10.20 og E13.10 . Ekki svo slæmt. Þetta er allt að koma, eða hvað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.