Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 13 HEIMA í ELDHÚSI. Yfirleitt er Ingibjörg, mamma Kalla, ekki heima á daginn þegar hann kemur heim úr skólanum heldur sér aðstoðarkona um að taka á mótl honum og vera með honum fram eftir degi. Hér er verið að mata Kalla sem er duglegur að borða en einn af uppáhaldsréttum hans er Engjaþykki. VERKEFNAVINNA í SKÓLANUM. Einbeitingin skín úr svip Kalla þegar hann glímir við að lesa og tengja saman orð og myndir undir hand- leiðslu Helgu Ragnheiðar Gunnlaugsdóttur sérkennara. færið og sögðum að þau yrðu að tala lægra. Einhvern veginn hefur þetta þróast í átt að rólegri og yfír- vegaðri umgengni." Jákvæóarl nemendur í fyrra var lögð fyrir viðhorfs- könnun af sálfræðingi fræðsluskrif- stofunnar. Var hún gerð yfir allan skólann. Þar var spurt hvernig nem- endum liði innan og utan skóla, hvort vinnufriður væri í skólastof- unni, spurt var um stríðni o.fl. í ljós kom að útkoman í 4. 25 stakk mjög í stúf við aðra bekki. Krakk- arnir þar sögðu að alltaf væri vinnu- friður í skólastofunni og þau lenda mjög lítið í útistöðum frammi á gangi eða úti á skólalóð. „Þau virð- ast því forðast árekstra og taka tillit hvert til annars. Þessi dýr- mæta reynsla á eftir að koma þeim betur áfram í lífinu," segir Ingi- björg Haraldsdóttir og bætir við að ekki megi gleyma því að þegar ró og næði sé í tímanum fái þau betri kennslu, því kennarinn hafí meiri tíma til að sinna þörfum þeirra. Þess má einnig geta að frammi- staða 4. 25 í samræmdum prófum í haust var til fyrirmyndar. Þar komu skólar í nágrenni Reykjavíkur best út, en 4. 25 var fyrir ofan meðallag þar. Vinii' ¦ heimsókn Nú er skóladeginum lokið og Kalla er ekið heim í bíl ferðaþjón- ustu fatlaðra. Þar tekur Dalrós Halldórsdóttir á móti honum og er með honum fram til klukkan fimm en Helga Hjálmarsdóttir félagsráð- gjafi er með Kalla hluta úr laugar- degi eða sunnudegi. Dalrós segir að þá daga sem vin- ir Kalla koma ekki í heimsókn eða hann fer ekkert út, t.d. vegna færð- ar, þá spili þau, tefli eða hún lesi fyrir hann. Þeim virðist aldrei leið- ast. Kalla finnst þó skemmtilegast þegar hann fær heimsókn og þegar blaðamaður var staddur á heimili hans eftir skóla komu einmitt þeir Villi, Fúsi og Stefán. Eitt sinn þeg- ar litið var inn í herbergi Kalla lá hann á dýnu á gólfinu og vældi, en Villi var ekki lengi að bæta úr því. „Jæja, Kalli, eigum við að koma í slag?" sagði hann, henti sér á gólfið, tók hönd Kalla og setti hana utan um háls sér. Síðan hófst „slag- urinn" og ekki var annað að sjá en báðir skemmtu sér hið besta. '• ¦'¦•¦•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.