Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ með trommuleikaranum Dave Rowntree, síðar bass- aleikaranum Alex James, og 1989 varð til kvartett- inn Seymour. Seymour breyttist í Blur að ósk út- gáfunnar Food, sem neitaði að gefa út plötu með hljóm- sveit sem héti Seymour. Fyrstu útgáfunum var tek- ið vel og tónlistin þótti kraftmikil og ákveðin. Önnur breiðskífa sveitar- innar náði aftur á móti ekki hylli og eftir nokkra þrautagöngu kom ný Blur fram á sjónarsviðið á breið- skífunni Modern Life is Rubbish. Aðal þeirrar aði mig meira að segja að komast í gulu pressuna. Þegar ég síðan lenti þar áttaði ég mig á því hversu ömurlegt það er; ég hélt að ég ætti í fullu tré við slík blöð, en það er einfald- lega ekki hægt. Það eina sem maður getur gert er að gera þeim erfítt fyrir.“ Albam segir að sveitin hafi.einhvern veginn þokað sér úr þeirri stöðu að vera elskuð í að vera hötuð, „og það var það sem við þurft- um. Þegar við vorum komnir í þá stöðu að vera hafnað, fannst okkur eins og við hefðum engu að tapa allra eftirlæti og gátum snúið okkur að því að vinna upp sjálfsálitið." Á plötunni nýju má heyra að sveitin hefur tekið krappa beygju út úr bresku poppi í átt að harðari tón- list og Albarn segir að það sé ekki síst því að þakka að gítarleikari sveitarinnar og helsti lagasmiður, Gra- ham Coxon, hafi heillast af bandarískri tónlist og Albarn tekur undir það að vestan Atlantsála sé margt skemmtilegt að gera í tón- list, nefnir Beck og Pave- ment sem dæmi, en margar bandarískar sveitir nefna streng hvað varðar banda- ríska tónlist; „ég veit ekki hvað veldur, en mér finnst eins og það sé einfaldlega ekkert að gerast í breskri tónlist ólíkt þvi sem er vest- an hafs þar sem menn eru að leika nútíma soul, hip- hop og það sem sumir kalla pönk. Ég hef reyndar hlustað á breska tónlist líka og þá helst hljómsveitir frá níunda árat.ugnum, hljóm- sveitir sem hefðu kannski náð að miða okkur áfram ef Bowie hefði ekki eyði- lagt allt með Let’s Dance,“ segir Coxon og kímir. BRESKA rokksveitin Blur er tvímælalaust vinsælasta rokksveit hér á landi, ekki síst fyrir dálæti söngvara sveitarinnar, Damons Albarns, á íslandi, en tónlistin hefur sitt að segja, eins og sannast á vinsældum nýútkominnar breiðskífu Blur. Blur var á toppnum í heimalandinu fyrir tveimur árum eða svo, leiðtogar breskrar nýrokkbylgju sem kallaðist Britpop. Breið- skífan Parklife, sem kom út 1994, seldist gríðarvel og mikil eftirvænting var eftir næstu plötu á eftir, The Great Escape, sem kölluð var meistaraverk áður en hún kom út. Annað kom á daginn; The Great Escape seldist töluvert minna en vonast var eftir, tónlist Blur virtist í blind- götu og það fjaraði undan Britpop. (Til gamans má geta þess að þegar tísku- blaðið Face spáði í væntan- lega breiðskífu Blur í upp- hafi árs, taldi blaðamaður- inn Parklife síðustu skífu sveitarinnar. The Great Escape virðist því öllum gleymd, en seldist samt sem áður þónokkuð betur en Parklife, í hálfri annari milljón eintaka, sem verður að teljast harla gott.) Þegar komið var fram á síðasta ár má segja að Blur hafi verið búin að leggja upp laupana, eins og fram hafa áður sent frá sér, en Coxon tekur ekki undir að það sé hálfgert pönk. „Damon hefur stundum kallað slíka tónlist lag- leysuhávaða, en við erum ekki nálægt því á plötunni, þó hún sé vissulega þung. Menn nefna gjarnan Kinks sem áhrifavald okk- ar, en ég hef til að mynda ekki haft gaman af Kinks og reyndar ekki hlustað á þá í mörg ár. Það eina sem ég kann að meta við Kinks er hvernig hljómsveitin gat pakkað gríðarlegum krafti í tveggja og hálfrar mínútu skammt, en annað sem Kinks gerði var, satt best að segja, frekar leiðinlegt." Coxon segir að sér hafi þótt tími til kominn að „umpotta Blur, ef svo má að orði komast. Mér finnst alltaf óþægilegt þegar menn tala um plötur og tónlist sem söluvaming og við vorum orðnir of vinsæl- ir. Tilfinningalegt innihald tónlistar er mikilvægt og plötur sem skilað geta slíku eru góðar plötur, óháð söluvænleika". Coxon segir að platan nýja sé kannski ekki mjög bresk, „enda er Blur ekki lengur bresk hljómsveit að mínu mati, við höfum farið of víða og gert of mikið til þess. Ég get reyndar ekki hlustað á breska tónlist eins og er og alls ekki popptónlist, mér flökrar við Breska rokksveitin Blur er vinsæl- asta erlenda rokksveit hér á landi og sendi í síðustu viku frá sér nýja breiðskífu. Ami Matthíasson komst yfir viðtalsdisk við hljóm- sveitina þar sem hljómsveitarmeð- limir segja sveitina hafa verið á heljarþröm. kemur í viðtali sem útgáfa sveitarinnar sendi frá sér á geisladiski fyrir skemmstu. Á disknum spjalla Blur-félagar um líf- ið og tilveruna, nýútkomna breiðskífu, sem heitir ein- faldlega Blur, og hvað sé framundan. Þar segir Damon Albarn meðal ann- ars að ef hljómsveitin hefði ekki tekið stórt stökk framávið með nýju plöt- unni hefði saga hennar ekki orðið lengri. „Við höfðum þegar náð öllu því helsta sem hljómsveitir yf- irleitt ætla sér og það eina sem gat hvatt okkur til dáða var tónlistin.“ Damon Albam stofnaði hljómsveit á sinni tíð með gítarleikaranum Gra- ham Coxon í smáborginni Colchester, en um leið og Albam hafði til þess aldur fluttist hann til Lundúna að reyna fyrir sér; gekk á milli útgefenda og kynnti lagasarp sinn. Hvorki gekk né rak og hann sneri aftur til Colchester þar sem þeir Coxon tóku upp þráðinn sveitar var grípandi popp, sem sótti ekki síður inn- blástur í breska söngleikja- hefð en í bítlapopp og næsta skífa á eftir, Park Life, gerði Blur að vinsæl- ustu hljómsveit Bretlands. í kjölfarið fylgdi ný gerð breskrar tónlistar sem menn kölluðu Britpop með Damon Albarn sem helsta spámann. Á áðurnefndum viðtals- diski kemur fram að þeir félagar hafi farið út af sporinu vegna vinsælda Parklife, því næsta plata á eftir, The Great Éscape, þótti klén samsetning og ekki bar á öðru en Blur og Britpop væru að Iíða undir lok; slðastliðið sumar birti breskt stórblað fréttaskýr- ingu þar sem blaðamaður velti fyrir sér fallvaltleika frægðarinnar og spurði hvað hefði eiginlega orðið af Blur. Iviðtalinu er þeim félög- um tíðrætt um frægð- ina og Albarn segir að sig hafi alltaf langað til að verða frægur, „og það kitl- og þá var ekkert annað að gera en fylgja hjartanu. Segja má að platan nýja reki það sem dreif á daga okkar eftir að Parklife sló í gegn. Við tókum The Great Escape upp of skömmu eftir að Parklife kom út og höfðum því ekki tíma til að átta okkur á því hvað við vorum í raun orðn- ir ömurlegir. Það var ekki fyrr en tími gafst til að hugsa málið að okkur auðnaðist að vinna úr reynslunni af því að vera reyndar bresku sveitina The Fall sem brautryðjend- ur. „Ég var einfaldlega leiður á breskri menningu og öllu bresku; allt það sem var einhvers virði í breskri menningu lenti í herkví sölumennsku og allt það versta ber nú hæst. Það gæti eins verið árið 1966, með ofuráhersiu á knatt- spyrnulandsliðið og Bítl- ana, sem virðist vera það eina sem við erum stolt af sem þjóð.“ Coxon tekur í sama Coxon hefur verið fremstur meðal jafn- ingja í hljómsveitinni þegar lagasmíðar eru annars veg- ar og er reyndar yfirleitt talinn með helstu gítarleik- urum Bretlands um þessar mundir. Þeir sem sáu Blur leika í Laugardalshöll á sínum tíma fengu nasasjón af því hvað hann gat og hveiju hann skipti í sveit- inni, því hann fór á kostum á gítarinn og þó Albam hafi staðið sig vel voru þeir félagar þeirra á bassa og trommur, Alex James og Dave Rowntree, yfirleitt úti á þekju. Á plötunni nýju heyrist og mikið til Coxons og hann vill skrifa það á það hve hann hafi verið ákveðinn; „ætli helsta skýringin sé ekki bara að ég vissi nákvæmlega hvað ég vildi ólíkt félögum mín- um, en það skipti líka máli að Damon hélt aftur af sér í hljóðverinu; hann á það til að syngja yfir bestu gít- arlínurnar mínar.“ Rokkið á plötunni er öllu harðara en það sem þeir félagar popptónlist." Lítið fæst uppúr félög- um þeirra Albarns og Cox- ons af viti á disknum enda eru Dave Rowntree og Alex James í algjöru auka- hlutverki í sveitinni og víða hefur komið fram að James var á samfelldu fylleríi þegar platan var tekin upp og er enn, enda kann hann tónlistarstefnu sveitarinn- ar illa að sögn. Rowntree virðist þó sáttari, því hann segist vona að menn eigi eftir að hrökkva við þegar þeir heyra plötuna nýju. Eins og getið er hefur Damon Albarn dvalið langdvölum á íslandi og meðal annars er platan nýja að nokkru hljóðrituð hér á landi. Hann er spurð- ur um það á viðtalsdiskn- um hvað valdi því að hann kunni svo vel við sig hér á landi og svarar því til að hann hafi fundið hér eitt- hvað sem hann hefði leitað að víða: „Mér líður einfald- lega frábærlega vel á ís- landi . .. ég get eiginlega ekki lýst því frekar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.