Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 17
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 17 Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis til afleysinga í eitt ár við Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík, er laus til umsóknar og veitist frá 1. júní nk. Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 10. mars nk. á sérstökum eyðublöðum sem látin eru íté á skrifstofu Heilsugæslustöðvar- innar, Mánagötu 9, Keflavík og á skrifstofu landlæknis. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 422-0580 og yfirlæknir stöðvarinnar í síma 422-0500. Keflavík, 11. febrúar 1997, Framkvæmdastjóri. Atvinna - atvinna Óskum að ráða íeftirfarandi störf hjá okkur: Rafvirkjun Rafiðnfræðingur, rafvirkjameistari, rafvélavirki eða sveinn í rafvirkjun með þekkingu á almenn- um lögnum, stýrikerfum og rafbúnaði skipa. Rafeindasvið Tæknifræðingur eða rafeindavirkjameistari með alhliða þekkingu. Starfið fellst m.a. í að veita deild forstöðu. Skapandi starf fyrir duglegan mann. Viðkomandi þurfa að hafa þjónustulund og eiga gott með að starfa með öðrum. í um- sókn skal gefa upp menntun og fyrri störf. Allar upplýsingar gefur Sævar Óskarsson. PÓLLINN HF., Aðalstræti 9, 400 ísafjörður, s. 456 3092, fax456 4592, po///'n/T@mmedia.is Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Fjölskylduheimili Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar óskar eftir hjónum/einstakling- um til að reka og sjá um fjölskylduheimili. Fjölskyldudeildin sinnir margvíslegu stuðn- ingsstarfi við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra. Rekstur fjölskylduheimilis er eitt slíkra stuðningsúrræða. Heimilið er fyrir börn sem búið hafa við erfiðar heimilisaðstæður og/eða eiga við hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika að stríða. Lögð er áhersla á að búa börnunum góðar og öruggar uppeldisað- stæður. Á heimilinu geta búið allt að fimm börn til lengri eða skemmri tíma. Gerður verður verktakasamningur um rekstur heimilisins. Leitað er að fólki með: - menntun á sviði félags-, sálar- eða uppeldisfræði, - reynslu af vinnu með börnum í vanda - áhuga á að skapa börnum jákvætt og öruggt fjölskylduumhverfi. Áætlað er að starfsemin hefjist 1. maí 1997 og er umsóknarfrestur til 2. mars nk. Skal umsóknum skilað til starfsmannastjóra, Síðumúla 39. Nánari upplýsingar veitir Erla Þórðardóttir, yfirmaður stoðþjónustusviðs, í síma 588-8500 og eru þeir sem áhuga hafa beðn- ir að snúa sér til hennar. mm HAGKAUP HF óskar eftir að ráða hörkuduglega og ferska starfsmenn til að sjá um grænmetis- og ávaxtatorg í versluninni Skeifunni 15. Um mjög krefjandi störf er að ræða og er algert skilyrói að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Um vaktavinnu er að ræða og í boði er ágæt vinnuaðstaða hjá traustu fyrirtæki og góð laun fyrir rétta aðila. Æskilegt er aó viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um störfin veitir verslunarstjóri á staðnum. HAGKAUP HF var stofnað áríð 1959 í gamalli hlöðu við Miktatorg. HAGKAUP hefurfrá upphafi veríð brautryðjandi í versiunarháttum á íslandi og um árabil haftforystu um fjölmargar nýjungar til hagsbóta fyrir neytendur. í dag rekur félagið 10 matvöru- og sérvöruverslanir í Reykjavik, Njarðvík, Garðabæ og á Akureyri. Starfsmenn félagsins eru um 1200 og hefur HAGKAUP leitast við að ráða hæfa starfsmenn og gefa þeim kost á að þroskast og dafna í starfi. Helsta markmið HAGKAUPS er að bjóða neytendum góða þjonustu og góðar vörur á góðu verði. HAGKAUP Staða dómritara við Héraðsdóm Norðurlands vestra á Sauð- árkróki er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvu- og ís- lenskukunnáttu og helst einhverja bókhalds- þekkingu. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ber að skila til skrifstofu dóms- ins á Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, fyr- ir 22. febrúar nk. Sauðárkróki, 12. febrúar 1997. Halldór Halldórsson, héraðsdómari. Heilbrigðieftirlit Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur annast heilbrigðis-, matvœla-, mengunar- og umhverfiseftirlit i lögsagnarumdmmi Reykjavíkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið býður upp á krefjandi starfog áhugaverð viðfangsefnL Starfsmenn eru 20 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að baki. Skipulagsbreytingar innan Heilbrigðiseftirlitsins hafa átt sér stað og var markmiðið með þeim m.a. að auka enn frekar fjölbreytni menntunar, reynslu og fœrni starfsmanna i þeim tilgangi að gera Heilbrigðiseftiriit Reykjavíkur hœfara til að starfa i breyttu eftirtitsumhverfi nútimans. HEILBRICÐISFULLTRÚI á heilbrigðissvið Heilbrigðiseftirlit Reykjavfkur óskar eftir að ráða í starf heilbrigðisfulltrúa á heilbrigðissviði. Heilbrigðissvið hefur m.a. eftirlit með aðbúnaði og hollustuháttum í fyrirtækjum og stofnunum sem veita almenningi þjónustu. Starfið felst ( almennu heilbrigðiseftirliti á heilbrigðissviði. Menntunar - og hæfniskröfur • HáskólaprÖf í heilbrigöis- og umhverfiseftirliti, skyldum greinum s.s. háskólapróf í hjúkrunarfræði, öðrum heilbrigðisfræðum, náttúrufræðum eða önnur sambærileg menntun. • Vera sjálfstæður, hugmyndaríkur og skipulagður (starfi, hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að tjá sig I töluðu og rituðu máli. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 I sfma 533 1800 Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: "Heilbrigðisfulltrúi" fyrir 1. mars n.k. Við ráðningar istorfvilja borgaryfirvöld stuðla aðþvíaðþau flokkist ekki isérstök kvenna- eða karlastörfog hvetja þviþað kynið sem er i minnihluta i viðkomandi starfsgrein til að stekja um RÁÐGARÐURhf • s^órnunar(x;reksirake?áðg}öf Furugtrtl i 10« Rgykjivlk Slrni 533 1800 F«x: 833 1808 N«tf«ngi rgmldlun«tr«kn»t.l« H«lm«»l8«: httpi//«n»w.tr«kn«t.l«/radgardur Vífilfell ehf. óskar eftir aó ráóa starfsmann til aó stýra markaósrannsóknum og vöruþróun mnan fynrtaekisins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Meginviðfangsefni eru umsjón með reglu- bundnum markaðs- og neytendarann- sóknum, sérstökum rannsóknarverkefnum og stýringu vöruþróunarverkefna. Einnig felst í starfinu þátttaka í stefnumótun og áætlanagerö fyrirtækisins auk samskipta við höfuðstöðvar Coca-Cola. Við leitum að einstaklingi með háskóla- menntun á sviði markaðsrannsókna og vöruþróunar eða með sambærilega menntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu á sviði upplýsinga- , miðlunar og tölvuvinnslu. Góð ensku- kunnátta er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Vífilfells ehf., Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík, merktar „Forstöðumaður markaðsrannsókna og vöruþróunar" fyrir 28. febrúar n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.