Morgunblaðið - 16.02.1997, Page 17

Morgunblaðið - 16.02.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 17 Heilsugæslulæknir Staða heilsugæsluiæknis til afleysinga í eitt ár við Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík, er laus til umsóknar og veitist frá 1. júní nk. Umsækjendur skulu hafa viðurkenningu sem sérfræðingar í heimilislækningum. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 10. mars nk. á sérstökum eyðublöðum sem látin eru í té á skrifstofu Heilsugæsiustöðvar- innar, Mánagötu 9, Keflavík og á skrifstofu landlæknis. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 422-0580 og yfirlæknir stöðvarinnar í síma 422-0500. Keflavík, 11. febrúar 1997, Framkvæmdastjóri. Atvinna - atvinna Óskum að ráða í eftirfarandi störf hjá okkur: Rafvirkjun Rafiðnfræðingur, rafvirkjameistari, rafvélavirki eða sveinn í rafvirkjun með þekkingu á almenn- um lögnum, stýrikerfum og rafbúnaði skipa. Rafeindasvið Tæknifræðingur eða rafeindavirkjameistari með alhliða þekkingu. Starfið fellst m.a. í að veita deild forstöðu. Skapandi starf fyrir duglegan mann. Viðkomandi þurfa að hafa þjónustulund og eiga gott með að starfa með öðrum. í um- sókn skal gefa upp menntun og fyrri störf. Allar upplýsingar gefur Sævar Óskarsson. PÓLUNN HF., Aðalstræti 9, 400 ísafjörður, s. 456 3092, fax456 4592, pollinn@mmedia.is Félagsmálastofnun Rey kj avíkurborgar Fjölskylduheimili Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar óskar eftir hjónum/einstakling- um til að reka og sjá um fjölskylduheimili. Fjölskyldudeildin sinnir margvíslegu stuðn- ingsstarfi við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra. Rekstur fjölskylduheimilis er eitt slíkra stuðningsúrræða. Heimilið er fyrir börn sem búið hafa við erfiðar heimilisaðstæður og/eða eiga við hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika að stríða. Lögð er áhersla á að búa börnunum góðar og öruggar uppeldisað- stæður. Á heimilinu geta búið allt að fimm börn til lengri eða skemmri tíma. Gerður verður verktakasamningur um rekstur heimilisins. Leitað er að fólki með: - menntun á sviði félags-, sálar- eða uppeldisfræði, - reynslu af vinnu með börnum í vanda - áhuga á að skapa börnum jákvætt og öruggt fjölskylduumhverfi. Áætlað er að starfsemin hefjist 1. maí 1997 og er umsóknarfrestur til 2. mars nk. Skal umsóknum skilað til starfsmannastjóra, Síðumúla 39. Nánari upplýsingar veitir Erla Þórðardóttir, yfirmaður stoðþjónustusviðs, í síma 588-8500 og eru þeir sem áhuga hafa beðn- ir að snúa sér til hennar. Staða dómritara við Héraðsdóm Norðurlands vestra á Sauð- árkróki er laus til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvu- og ís- lenskukunnáttu og heist einhverja bókhalds- þekkingu. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ber að skila til skrifstofu dóms- ins á Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki, fyr- ir 22. febrúar nk. Sauðárkróki, 12. febrúar 1997. Halldór Halldórsson, héraðsdómari. Heilbrigðieftirlit Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavlkur annast heilbrigðis-, matvœla-, mengunar- og umhverfiseftirlit í lögsagnarumdœmi Reykjavlkurborgar. Heilbrigðiseftirlitið býður upp á krefjandi starf og áhugaverð viðfangsefni Starfsmenn eru 20 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að baki Skipulagsbreytingar innan Heilbrigðiseftirlitsins hafa átt sér stað og var markmiðið með þeim m.a. að auka enn frekar fjölbreytni menntunar, reynslu og fœrni starfsmanna i þeim tilgangi að gera Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur hcefara til að starfa í brcyttu eftirlitsumhverfí nútimans. HEILBRIGDISFUIITRUI á heilbrigðissvið Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir að ráða í starf heilbrigðisfulltrúa á heilbrigðissviði. Heilbrigðissvið hefur m.a. eftirlit með aðbúnaði og hollustuháttum í fyrirtækjum og stofnunum sem veita almenningi þjónustu. Starfið felst í almennu heilbrigðiseftirliti á heilbrigðissviði. Menntunar - og hæfniskröfur • Háskólapröf I heilbrigðis- og umhverfiseftirliti, skyldum greinum s.s. háskólapróf f hjúkrunarfræði, öðrum heilbrigðisfræðum, náttúrufræðum eða önnur sambærileg menntun. • Vera sjálfstæður, hugmyndaríkur og skipulagður í starfi, hafa góða framkomu og eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 I síma 533 1800 Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Heilbrigðisfulltrúi” fyrir 1. mars n.k. Við ráðningar i störf viija borgaryfirvöld stuðla að því að þau flokkist ekki í sérstök kvenna- eða karlastörf og hvetja þvi það kynið sem er i minnihluta í viðkomandi starfsgrein til að sœkja um. RÁÐGARÐURhf SljÚRNUNARCDGREKSIRARRÁÐGJÖF FurugerSI 5 108 R*yk|«vik Siml 833 1800 Fu: 833 1808 Netfangi rgmldlun8traknat.lt Halmaalðar http://www.traknat.la/radgardur VífilfeH ehf. óskar eftir aó ráóa starfsmann til aó stýra markaósrannsóknum og vöruþróun mnan fyrirtækisms. Vífilfell ehf. er framleiöandi Coca-Cola a íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 150 starfsmenn auk öflugs umboösmannanets sem nær um land allt. Star’fsemin er fjölþætt og framtíöarmöguleikar miklir. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Meginviðfangsefni eru umsjón með reglu- bundnum markaðs- og neytendarann- sóknum, sérstökum rannsóknarverkefnum og stýringu vöruþróunarverkefna. Einnig felst í starfinu þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð fyrirtækisins auk samskipta við höfuðstöðvar Coca-Cola. Við leitum að einstaklingi með háskóla- menntun á sviði markaðsrannsókna og vöruþróunar eða með sambærilega menntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu á sviði upplýsinga- miðlunar og tölvuvinnslu. Góð ensku- kunnátta er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Vífilfells ehf., Stuðlahálsl 1, 110 Reykjavík, merktar „Forstöðumaður markaðsrannsókna og vöruþróunar" fyrir 28. febrúar n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaöarmál. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.