Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 23 Prentarar Óskum eftir að ráða prentara til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefa Arni eða Kristján í síma 587 5600 næstu daga. ® Plastprent hf. Umboðsaðili óskast Við óskum eftir að komast í samband við fyrirtæki á íslandi sem myndi sjá um að selja vörur okkar, er eru þak- og veggpiötur úr stáli. Upplýsingar fást hjá: Gjerde & Koht AS, Nedre Eikervei 26, 3045 Drammen, Noregi, sími 00 47 32 89 36 60, fax 00 47 32 89 36 71. Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir eftir starfsmanni í stjórnmáladeild Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir að ráða aðstoðarstjórnmálafulltrúa. Viðkomandi mun skrifa skýrslur og greina frá þróun í íslenskum stjórnmálum. Skilyrði í þessu starfi eru með- al annars gott innsæi, næmleiki og hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi mun líka starfa að hluta til á skrifstofu ræðis- manns. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um starf- ið má sækja í afgreiðslu sendiráðsins, Lauf- ásvegi 21, frá kl. 08.00, 19. febrúar. Umsóknum ber að skila fyrir kl. 16.00, 7. mars næstkomandi. Sendiráð Bandaríkjanna mismunar ekki umsækjendum eftir kyni, aldri eða kynþætti. Hjúkmnar- fræðingar Hjúkrunarheimilið Skógarbær sem er sjálfseignarstofnun óskar að ráða hjúkrunarfreeðinga til starfa. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Með allar umsóknir verður farið meö sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf merktar „Hjúkrun" fyrir 3. mars n.k. Árbæjarsafn Safnkennari Óskað er eftir aðila í 60% starf við safn- fræðslu, verkefnagerð og aðstoð í sýninga- og fræðsludeild safnsins. Kennaramenntun og/eða menntun á sviði menningarsögu áskilin. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Skilafrestur umsókna er til 3. mars. Ráðning frá 1. maí og jafnvel fyrr. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu safnsins á virkum dögum frá kl. 8-16. Sími 577 1111. Kennarastöður á næsta skólaári Grunnskóli Siglufjarðar óskar eftir að ráða kennara í almenna kennslu, samfélagsfræði, náttúrufræði, myndmennt o.fl. greinar á næsta skólaári. íframhaldi af yfirtöku sveitar- félaganna á rekstri skólans og ítarlegri út- tekt á skólastarfinu er nú unnið að margs háttar skólaþróun á Siglufirði. Meðal þess sem nú er unnið að: • Stefnumótun bæjarins í skólamálum með þátttöku bæjarstjórnar, skólanefndar, skólastjórnenda, kennara og foreldra. • Kannaðir möguleikar á átaki í raungreina- kennslu í samvinnu við önnur Evrópulönd. • Kannaðir möguleikar á aukinni notkun tölva og margmiðlunar, m.a. með því að stækka og bæta tölvuver. • Unnið verður í samræmi við skólaþróunar- verkefnið AGN (Aukin Gæði Náms) á næstu skólaárum. • Starfsfólki skólans er boðið upp á fjöl- breytta möguleika til endurmenntunar. • Skólinn er þátttakandi í rannsóknum á raddbeitingu kennara við vinnu. • Unnið er að miklum endurbótum á skóla- húsnæði og búnaði. Á Siglufirði er góð aðstaða til íþróttaiðkana, eitt besta skíðasvæði landsins, nýtt íþróttahús og góður tónlistarskóli. Sjávarútvegur og þjón- usta tengd honum er í mikilli framþróun og Siglufjarðarhöfn er ein stærsta löndunarhöfn á landinu. í bænum er öll almenn þjónusta, þ.m.t. nýr og vel rekinn leikskóli, gott sjúkrahús og heilsugæsla og fjölbreytt verslun. Einnig er hér fjölbreytt félagslíf við flestra hæfi og fjöldi ferðafólks kemur hingað á sumr- in, enda erferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni bæjarins og góð aðstaða til hvers konar útivistar. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hag va ng@ti r.skyr r.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RÁDNINGARhJÓNUSlA Rétt þekking á róttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Ef þið hafið áhuga á að kenna við framsæk- inn skóla í lifandi bæjarfélagi á næstu skóla- árum bjóðum við ykkur velkomin til starfa. Siglufjarðarbær greiðir nýjum kennurum flutningsstyrki og húsaleigubætur. Áhugasamir hafi samband við Pétur, skóla- stjóra, í síma 467 1321, Eyjólf, aðstoðar- skólastjóra, í síma 467 1181 eða Jónínu, skólafulltrúa, í síma 467 1700. Grunnskóli Siglufjarðar - framsækinn skóli! SJÚKRAHÚS REYKjAVÍ KU R Deildarlæknar Fjórar stöður deildarlækna við lyflækninga- deildir Sjúkrahúss Reykjavíkur eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. júní (2) og 1. júlí (2) 1997 til eins árs hver. Nánari upplýsingar veita Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir og Steinn Jónsson, kennslustjóri í síma 525-1000. Umsóknir sendist skriflega fyrir 1. apríl 1997. Deildarlæknir Staða deildarlæknis við skurðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Stað- an veitist til eins árs frá 1. maí 1997 að telja. Umsækjendur skulu senda inn upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt prófskír- teini frá læknadeild. Nánari upplýsingar gefur Gunnar H. Gunn- laugsson, yfirlæknir í síma 525-1310. Leikskólakennari Leikskólinn Öldukot óskar eftir leikskóla- kennara til starfa frá og með 1. mars nk. eða eftir samkomulagi. Öldukot er tveggja deilda, heimilislegur leik- skóli í miðbæ borgarinnar. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra leikskóia- kennara. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfið vinsamlegast hafi samband við Eddu Magn- úsdóttur, leikskólastjóra eða Freyju Krist- jánsdóttur, leikskólakennara í síma 525-1813. Umsóknir sendist skriflega til starfsmanna- þjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir 26. febrúar 1997. Öllum umsóknum verður svarað. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. UTFLUTNINGUR Marel hf. óskar að róða starfsmann í fjórmóladeild fyrirtækisins. Marel hf. er ört vaxandi fyrirtæki sem framleiðir tæki er byggjast ó vigtun og tölvusjón fyrir matvælaiðnaðinn og er um 85% af veltu fyrirtækisins til útflutnings. Starfið felst í gerð útflutningspappíra, umsjón með tekjuskróningu fyrirtækisins og innheimtu. Leitað er að sjólfstæðum og vandvirkun einstaklingi sem er tilbúinn að takast ó við krefjandi starf og vinna með samhentum hópi. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á gerð tollpappíra og haldgóða þekkingu á bókhaldi. Góð tölvukunnátta er skilyrði. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n.k. Umsóknum óskast skilað til Marel hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.