Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 16. FEBRÚAK 1997 B 5 Ljósmyndari/Sigurður Páll Sigurðsson. LEIKSTJÓRI myndarinnar, Scott Hicks, þurfti að vinna trúnað Helfgott-hjónanna. gott orð fyrir gerð heimildarmynda og m.a. hlotið Emmy-verðlaunin fyr- ir eina þeirra. Shine er önnur leikna kvikmyndin sem hann leikstýrir. Ekki varð hjá því komist að byrja á því að spyrja Scott Hicks hvað hefði rekið hann til að gera mynd um þennan stórfurðulega listamann. „Fyrir 10 árum sá ég David Helfg- ott leika á tónleikum í Ástralíu en hann var þá nýbyrjaður að leika eft- ir langt hlé vegna veikinda. Ég mundi eftir nafni hans frá því að hann hafði í æsku unnið tónlistar- keppni og var talinn eitthvert mesta efni sem fram hefði komið í tónlist í Ástralíu," svarar Hicks. „Ég varð gjörsamlega heillaður yfir tónlistarflutningi hans og hreint agndofa yfír því hvernig maður sem er svona gjörsamlega stjórnlaus og óskipulagður í allri hegðun sinni gat einbeitt sér svo fuilkomlega að því að töfra fram þessa unaðslegu tón- list. Eftir tónleikana hélt ég á fund Davids og konu hans, Gillian, og kynnti mig, sagðist vera kvikmynda- gerðarmaður og vildi gera mynd um líf hans. Þau vissu ekkert hver ég var og það tók mig langan tíma að vinna traust þeirra. Það tókst á end- anum og við áttum mjög gott sam- starf við gerð myndarinnar." Besta mynd síöan Ben Húr var gerð I myndinni birtist David Helfgott okkur símalandi og hegðun hans er slík að hann er nánast ekki í húsum hæfur. Er hann svona í raunveruleik- anum og hversu nákvæmlega fylgir myndin lífi hans? „Hann er nákvæmlega svona, stór hluti textans í myndinni kemur beint frá honum og leikarinn Geoffrey Rush, sem fer með hlutverk Davids, hitti hann oft og í mínum huga varð hann David Helfgott. Okkur var í mun að halda einlægni í myndinni og virða það að David er sjálfstæð persóna sem verðskuldar að satt og rétt sé sagt frá. Kona hans, Gillian, var mikilvæg við gerð myndarinnar, hún vildi að við drægjum ekkert undan og síst vildu þau að David yrði gerður að helgum manni. David er ákaflega hrifnæmur og varð alveg himinlif- andi með myndina, lýsti því yfir eft- ir að hafa horft á hana að þetta væri besta mynd síðan „Ben Húr" var gerð," segir Scott Hicks og hlær. Er David Helfgott virtur píanisti í dag eða hefur fólk fyrst og fremst áhuga á honum vegna þess hve sér- kennilegur hann er? „Auðvitað hafa veikindi Davids markað djúp spor í líf hans og haft mikil áhrif á feril hans. En hann hefur síðasta áratuginn ferðast um víða veróld, leikið fyrir áhorfendur og gefið út fjölda geisladiska. Þegar hann var við tónlistarnám í London sagði kennari hans að hann væri í sama gæðaflokki og Horowitz hvað varðar tilfinningahita og tækni, það er ekki svo lítið hrós. David er nú að komast á sama stall og hann var á í æsku! Það sem fyrir mér vakti var þó ekki að segja sögu af endur- komu sniliings heldur vakti karakter Davids fyrst og fremst athygli mína og það ótrúlega líf sem hann hefur lifað. Þetta er maður sem að hefur þroskað einn hæfileika gríðarlega, nánast á kostnað allra annarra mannlegra þátta. í raun hefur hann aldrei þroskast eðlilega, að sumu leyti er hann eins og fertugt barn. Faðir hans hafði misst ættingja sína í helfórinni og lagði ofuráherslu á að halda fjölskyldu sinni saman, hann neitaði að sleppa hendinni af David. Hann elskaði son sinn heitt en of mikil ást drepur. Þegar David loks flýr ægivald föðurins er tónlist- in eina haldreipi hans, tónlistin stuðl- ar að vissu leyti að því að hann brotnar saman, hún étur hann - þessi viðkæma sál fer alveg að brún- inni og dettur fram af - en hún er líka lækning fyrir hann, eini vinur hans þótt allt annað bregðist og í gegnum hana nær hann að komast út í samfélagið á ný." Gat ekki leikið með fyrirmyndina nólsegt sér Hvernig valdirðu leikarana þrjá sem leika David í myndinni? „Útgangspunkturinn var Geoffrey Rush sem leikur David fulloyðin. Hann er þekktur sviðsleikari í Ástr- alíu en hefur lítið leikið í kvikmynd- um. Ég gat ekki hugsað mér neinn annan í hlutverkið. Ekki spillti fyrir að hann kann eilítið á píanó en það reyndist nú verða vandamál síðar meir! David Helfgott sjálfur leikur nær alla píanótónlistina sem við heyrum í myndinni og ég hafði hugs- að mér að mynda handahreyfingar hans og klippa saman við nærmynd- ir af Geoffrey Rush, sérstaklega þar sem að hendur þeirra eru mjög lík- ar. En Geoffrey neitaði algeriega, sagðist ekki geta leikið með fyrir- myndina nálægt sér. Ég spurði hann hvað við ættum þá að gera og hann sagðist bara mundu læra að herma eftir handahreyfingunum sem hann og gerði. Þetta tók marga mánuði en með hjálp píanókennara tókst þetta að lokum. Noah Taylor, sem leikur David ungan, er gjörólíkur Ieikari, eingöngu kvikmyndaleikari, en hann er líkur Geoffrey og svo þurfti ég eins og allir leikstjórar að samhæfa þá alla saman með því að láta þá skapa sameiginleg sérkenni. Þriðji leikarinn, litli strákurinn, var lang- auðveldastur, honum fannst svo gaman að þykjast og það er nú sennilega það sem allur leikur snýst um á endanum," sagði Scott Hicks að lokum. islendingar og Ástralir likir Noah Taylor er afar sérkennilegur drengur eða kannski nennir hann bara ekki að tileinka sér einhverja kvikmyndastjörnuuppgerð. Hann hafði miklu meiri áhuga á að taka viðtal við blaðamann Morgunblaðs- ins heldur en að láta taka viðtal við sig. „Erurn við ekki ansi líkir, íslend- ingar og Ástralir, einangraðir dálít- ið, höfum gaman af að fá okkur í glas og sletta ærlega úr klaufunum, slást jafnvel," spurði hann og virtist vita svarið. Eftir að hafa rætt um ísland og dálítið um fótbolta og hlustað á kostulegar útlistanir Noah á ástr- alska afbrigði fótboltans spurði ég hann hvernig David Helfgott kæmi honum fyrir sjónir. „Þetta er alveg dásamlegur maður og það var mikil ögrun að leika hann. Ég var mjög heppinn að vinna með frábærum leikstjóra og síðan Geoffrey Rush sem leikur David fullorðinn. Persónusköpunin byrjaði hjá honum og síðan unnum við aftur á bak. Mér fannst mikilvægt að sýna þróunina í hvernig umhverfið skemmir David, hann fæddist ekki svona. Hann einsetur sér að verða bestur í heimi og það krefst ótrúlega mikils, að læra þriðja píanókonsert Rachmaninoffs er eins og að leggja átta símaskrár á minnið. Hann æfði sig í 10 tíma á dag alla daga, fyrst lærði hann fyrir pabba sinn, svo fyrir sjálfan sig og þegar honum finnst hann hafa náð hápunktinum er eins og hann hafi sagt við sjálfan sig, þetta er gott, nú má ég hvílast." Hefur þú leikið í mörgum myndum og fæst þú sjálfur við tónlist? „Ég hef Ieikið í 11 ár, í 12 mynd- um frá 16 ára aldri en ég veit ekki hvað þið á íslandi þekkið mikið af þeim. Jú, og ég er í tónlist, eM al- veg hræðilegri rokkhljómsveit í Ástr- alíu. Hvort ég held áfram á tónlistar- brautinni veit ég ekki en ég held öruglega áfram að leika þótt mér finnist gott að hvíla mig á því líka. Mér er illa við stórborgarysinn og bý á eyju fyrir sunnan Astralíu þar sem ég get hlaupið um berrassaður eins og ég vil," sagði Noah Taylor og hélt áfram að spyrja mig um ís- land. Það er önnur saga. I að hafa séð þessa áhrifaríku kvikmynd, sem nú þegar hefur hlotið fjölda verðlauna á alþjóðavettvangi, lék hafa hætt tónleikahaldi af fúsum og frjálsum vUja, sumir tímabund- ið og aðrir fyrir fullt og allt. Þar má fyrstan teft'a ungverska tón- skáldið og pianóleikarann Franz Liszt sem uppi var á nítjándu öld. Hann hætti opinberu tónleikahaldi árið 1847 er hann stóð á hátindi frægðar sinnar, 36 ára að aldri. Eftirlæti bandarisku þjóðarinn- ar, Van Cliburn, sem fagnað var eins ogþjóðhetju árið 1958 eftir sigur hans í Tchaikovsky-tónlist- arkeppninni dró sig í hlé um margra ára skeið. Einn frægasti píanóleikari þessarar aldar, Rúss- inn Vladimir Horowitz sem lést árið 1989 á níræðisaldri, átti alla tíð í erfiðleikum með að þola sviðs- ljósid sem honum stóð til boða og tók sér oft frí frá tónleikahaldi, lengsta hléið stóð í tólf ár. Eina hljódrituiiin sem fáanleg er í New York með leik Davids Helfgotts, fyrir utan geisladiskinn með tónlistinni úr „Shine", er ný- útkominn geisladiskur hans með píanóverkum Sergei Rachmanin- offs sem gefinn er út á vegum BMG Classics/RCA Victor. Disk- urinn hefur verið í fjórða sæti yfir söluhæstu hfjóðritanir í Eng- landi og Ameríku að undanförnu og var ég því afar spennt að hlusta á hann. Á geisladisknum eru eftirtalin verk Rachmaninoffs: Píanókon- sert nr. 3 í d-moll, ópus 30; fjórar Prelúdíur ópus 32 nr. 5 og 12, ópus 3 nr. 2 og ópus 23 nr. 5. Síð- asta verkið er svo Sónata nr. 2 í b-moll, ópus 36. Píanókonsertinn var hljóðritaður á tónleikum í sal Tívolí í Kaupmannahöfn og leikur David þar ásamt Fílharmóníu- hljómsveit Kaupmannahafnar undir sljórn Milan Horvat. GEOFFREY Rush leikur David fullorðinn. Hann er þekktur sviðs- Það vekur nokkra athygli að á - leikari í Ástralíu en hef ur lítið leikið í kvikmyndum. Nínu Margréti Grímsdóttur hugur á að kynna sér píanóleikarann David Helfgott aðeins nánar. efnisskrá geisladisks Davids Helf- gotts eru þau píanóverk sem Vlad- imir Horowitz varð hvað frægast- ur fyrir að flylja opinberlega og má því segja að David sigli i kjöl- far þeirrar arfleifðar píanóleikara sem kennd er við hárómantík. Við hlustun kemur í ljós að hér er á ferðinni píanisti sem vílar hvorki fyrir sér þrumuhljóma í bassa né fíngerðar laglínur. Mér finnst hin tilfinningaþrungna tóniist Rac- hmaninoffs eiga vel við David Helfgott og var ég sérstaklega hrifin af sónötunum sem hann túlkar af mikilli dýpt. Að minu mati er diskurinn sem heild merk heimild. í mars er svo von á öðrum hljómdiski þar sem David Helfgott leikur verk eftir Liszt, Chopin, Schubert, Scriabin og Gottschalk. Hið gífurlega taugaálag sem fylgir því að flylja klassíska tón- list opinberlega er oft nóg eitt og sér til þess að fæla listamenn frá sviosljósimi, þótt ekki bætist ofan á hlutir eins og andlegt og iíkam- Iegt ofbeldi í æsku. Það er því til merkis um styrk Davids Helfgotts sem manneskju, að hann skuli hafa yfirunnið það mótlæti sem lífið hefur fært honum og komið út sem sigurvegari. Mig langar til þess að enda þessa grein á gull- korni frá honum sjálfum sem ég rakst á í nýlegu viðtali: „lí is not not the end of the world, even if you have a hiccup — life is such a short trick anyway, so why vvould you think of the negative tijnes when you have the positive?" í lauslegri þýðingu: Það þýðir ekkert að gefast upp þótt eitthvað bjáti á — lífið er of stutt til þess að sökkva sér ofan í nei- kvæðar hliðar þess á kostnað hinnajákvæðu. Höfundur er pínnólcikari og starfar í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.