Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 25 Kynningar og sala Snyrti- og/eða förðunarfræðingur, vanur sölu- störfum, óskast til sölu- og kynningarstarfa í snyrtivöruverslanir og apótek. Um hlutastarf er að ræða. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. febrúar, merktar: „Sjálfstæð - 1134". Tölvukennari -einkaskóíi Einn stærsti tölvuskóli landsins óskar eftir tölvukennara. Umsóknum skal skila til afgreiðslu Mbl. fyrir 26. febrúar nk., merktar: „Tölva - 2000". Lögfræðingur Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumannsins á Blönduósi. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 1997. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 452 4157. Blönduósi, 13. febrúar 1997. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Kjartan Þorkelsson. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greindan leikskóla: Ösp/lðufelli Þroskaþjálfi óskast í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Kristín Sæmundsdóttir, í síma 557 6989. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552 7277. Ritari Bókhald Sterkt innflutningsfyrirtæki á Stór-Reykjavík- ursvæðinu óskar eftir að ráða manneskju til starfa. Starfið felst í að færa bókhald og að sjá um innheimtumál fyrirtækisins, en að auki vinna létt skrifstofustörf. Reynsla nauð- synleg. Viðkomandi þarf að hafa gott við- mót, vera samvinnufús og tilbúin(n) að tak- ast á við krefjandi starf með ábyrgð. Tungumálakunnátta í ensku og einu norður- landamáli æskileg. Tölvukunnátta í ritvinnslu og töflureikni skilyrði. Starfið er 50% starf og vinnutími er samkomulagsatriði. Vinnu- staðurinn er reyklaus. Starfsbyrjun er sam- komulagsatriði. Farið verður með allar um- sóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Töluglöggur einstaklingur - 567". KOPAVOGSBÆR Starfsmaður á Félagsmálstofnun Kópavogs Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða starfsmann í hálft stöðugildi við rekstr- areiningu stofnunarinnar. Leitað er eftir tölu- glöggum einstaklingi með góða þekkingu í rekstri, bókhaldi og tölvunotkun. Um ræðir fjölbreytt og krefjandi starf í góðu og skemmtilegu starfsumhverfi. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjöl- skyldudeildar og félagsmálastjóri í síma 554 5700. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. og skal umsóknum skilað í afgreiðslu Félags- málastofnunar. Starfsmannastjórí. Vanur ritari óskast í hlutastarf strax. Þarf að hafa góða íslenskukunnáttu og vera töluglöggur. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 20. febrúar nk., merktar: „Rit - 616". Sjúkranuddari Löggildur sjúkranuddari óskast á Sjúkra- nuddstofu Akureyrar sem fyrst. Upplýsingar í síma 462-5530 milli kl. 12-13 virka daga. Lögmenn/ lögg. fasteignasalar Fasteignasala óskar eftir samstarfsmanni og samnýtingu húsnæðis með lögmanni eða löggiltum fasteignasala. Einnig kemur til greina að ráða lögg. fasteignasala sem sölu- mann. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Áhugasamir leggi inn nafn og síma á af- greiðslu Mbl. fyrir 20. feb., merkt: „Samstarf". Prentþjónustu- fyrirtæki íLondon óskar eftir Mac snillingum í skönnun/Photos- hop og Mac/PC fólki með Quark, lllustrator, Freehand og Photoshop kunnáttu. Gott auga fyrir lit, reiprennandi enska og reynsla af filmu- vinnslu er æskileg. Kaup fer eftir reynslu. Viðtöl fara fram í Reykjavík 1 -2. mars. Sendið starfsferilsskrá (Curriculum Vitae) til Kathleen Hall, P.O. Box 6559, London N3 1HB, England. Faxið til 00 44 181 343 2186 eða e-mail global@dircon.co.uk. Árbæjarsafn „Au pair" Sumarstarfsfólk Óskað er eftir starfsfólki við gæslu safnhúsa og leiðsögn frá júníbyrjun til ágústloka. Bæði er um að ræða heilsdagsstörf og helgarafleysingar. Þekking á sögu Reykjavíkur og/eða hinum ýmsu handiðnum æskileg. Umsóknarfrestur er til 3. mars. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu safnsins á virkum dögum frá kl. 8-16. Sími 577 1111. Landvarsla 1997 Náttúruvernd ríkisins auglýsir eftir landvörð- um til starfa á eftirtöldum stöðum sumarið 1997: Þjóðgarðinum í Skaftafelli, þjóðgarðin- um í Jökulsárgljúfrum, Mývatnssveit, Herðu- breiðarfriðlandi og Öskju, Hvannalindum, Lónsöræfum, Friðlandi að Fjallabaki, Gull- fossi og Geysi, Hveravöllum, Búðum og ströndinni við Stapa og Hellna, Vatnsfirði og Hornströndum. Landvarsla verður á tíma- bilinu 1. júní til 31. ágúst. Þeir einir verða ráðnir landverðir, sem lokið hafa námskeiði í landvörslu. Umsóknarfrestur er til 7. mars. Frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu Náttúruverndar ríkisins í síma 562 7855. Skemmtileg 4ra manna fjölskylda (tvö stálp- uð börn) í Reykjavík, óskar eftir „au pair", íslenskri eða erlendri. Verður að hafa bíl- próf. Létt hússtörf og matreiðsla. Ráðning sem fyrst. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „AU - 1420". Öllum umsóknum svarað. Sölumaður Öflugt fyrirtæki á sviði upplýsingamiðlunar óskar eftir sölumanni til starfa strax. Sjálfstæð vinnubrögð", eigin bifreið og hæfni til að skila árangri í starfi eru nauðsynlegir kostir umsækjanda. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, námskeið og laun við hæfi. Umsóknir sem kynna söluhæfileika viðkom- andi, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 10. janúar nk., merktar: „Framtíð - 1997". Skrifstofustjóri Búðahreppur auglýsir eftir skrifstofustjóra á skrifstofu Búðahrepps. Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FOSA. Skriflegar umsóknir, þar sem greinir frá menntun og fyrri störfum, sendist skrifstofu Búðahrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1997. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búðahrepps í síma 475 1220. Sveitarstjóri. Kvennakór Reykjavíkur Stjórnandi Kvennakór Reykjavíkur óskar að ráða stjórn- anda frá og með haustinu 1997. Kórinn hefur starfað í fjögur ár og hefur frá upphafi staðið fyrir blómlegu starfi. Félagar í Kvennakór Reykjavíkur eru nú um 120 tals- ins. Æft er tvisvar í viku, auk þess sem kórinn heldur tónleika reglulega og stendur fyrir öðrum uppákomum. Skriflegum umsóknum, með upplýsingum um menntun, reynslu og fyrri störf, skal skila í afgreiðslu Mbl., merktum: „K - 1464", fyrir 28. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál. Kvennakór Reykjavíkur. Sæplast hf. er framsækið fyrirtæki i plastiðnaði. Framleiðsla fyrirtækisins er seld um allan heim og erþvi lögð mikil áhersla á alþjóðleg viðskipti. Sölufuinrúi Sæplast hf. óskar eftir að ráða söiufulltrúa í sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins. í starfinu felst m.a. sala og ráögjöf til viðskiptavina fyrirtækisins bæði innanlands og erlendis. Krafist er góðrar menntunar, þekkingu á sjávarútvegi og fiskvinnslu auk góðrar tungumálakunnáttu. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Róðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Sölufulltrúi 089" fyrir 24. fébrúar n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavik Simi: 581 3666 Bréfsími: 668 8618 Netfang: hagvang@tir.skyTT.is veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RAÐNINGAR WÓNUSTA Réttþekking á réttum tfma -fyrir rétt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.