Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ b VÍNEKRUR í Piemont. ítalska flóran er tíl staðar Þrátt fyrir að ekki sé mikið framboð á ítölskum vínum í vínbúðum segir Steingrímur Sigurgeirsson að á veit- ingastöðum megi fínna mikið af góðum ítölskum vínum sem komið hafa inn á markaðinn á síðustu misserum. ^'^ ^fkík M- #? & %Ktfl'Ulfrfi k3 " ..*•!-1 -4 ft. .3» e - ^ -m .. £, "^ ÞURRKAÐAR þrúgur gefa Amarone sérstöðu. G G" FRAMBOÐIÐ á ítölskum vínum hefur mér ávallt þótt fremur fátæklegt í verslunum ÁTVR. Vissulega er hægt að fá nqkkur þokkaleg ítölsk vín í ríkinu. í ljósi þess að ítalía er eitt mestá og fjölskrúðugasta vínframleiðslu- ríki veraldar nær framboðið hins vegar engan veginn að endur- spegla ítölsku vínflóruna. Af þeim mörgu nýjungum er bæst hafa við í reynslusölu á síðustu árum hefur hlutur ítalíu líka ver- ið sorglega rýr. Það þýðir hins vegar ekki að engin ný ítölsk vín hafí komið inn á íslenska markaðinn á síðustu árum. Töluvert af spennandi vín- um er til í heildsölu sem neytend- ur geta nálgast með mikilliiyrir- höfn eða þá rekist á á vínseðium veitingahúsa, ekki síst þeirra er sérhæfa sig í ítalskri matargerð. Að þessu sinni verður hér gerð grein fyrir nokkrum vínum frá héruðunum Veneto og Piemonte í norðurhluta ítalíu, sem eru mörg hver vel þess virði að láta reyna á, rekist menn á þau á veitingastöðum. Pasqua Chardonnay 1994 ein- kennist af ungum sítrusilmi, jafn- vel út í ferskan sítrónuilm. Það er hins vegar fremur þunnt í munni, stutt og bragðlítið, eins- leitt og sýrumikið. í minnsta lagi sem matarvín en ætti að ganga ágætlega sem svalandi sumarvín. Pasqua Soave „Montegrande" er grösugt og lokað. í ilmi má greina við og minnir hann að mörgu leyti á freyðivín er hefur staðið um stund. Bragð er hins vegar þægilegt, þetta er sýrulítið vín og samkvæmt sjálfu sér út í gegn. Tommasi Soave reyndist ávaxtaríkara og þokkalega bragðmikið en þó með vott af beiskleika í bragði. Ávöxturinn er greina má í nefi nær ekki fylli- lega út í bragðið. Valpolicella í fyrsta flokki Og þá að rauðvínunum. Val- policella er nafn sem vekur upp blendnar tilfínningar. Alltof mik- ið er framleitt af lélegu sulli undir þessu nafni en frá bestu svæðunum, sem auðkennd eru með „Classico" koma mörg vín sem geta verið létt og unaðsleg þegar rétt er að staðið. Valpolicella Classico 1995 frá Tommasi ilmaði af hindberjum, sælgætisgúmmíkörlum og kokk- teilberjum. Heildaryfirbragð vínsins var létt og fremur sætt án þess þó nokkurn tímann að vera væmið. Ljúft, lítið borðvín með einfaldari pastaréttum og pizzu. Veneto og Piemont VENETO og Piemont eru héruð í norðurhluta ítalíu. Veneto í norð- austurhlutanum og Piemont í norðvesturhlutanum við landa- mærin að Frakklandi. Piemont er fyrst og fremst þekkt fyrir all þung og mikil rauð- vín á borð við Barolo, Barbaresco, og Barbera auk þess sem freyði- vínið Asti kemur af af þessum slóðum. Barbera er raunar þrúga, ein sú algengasta á ítaliu. Bestu vínin úr henni koma frá Piemont og þar eru Qögur DOC-vín framleidd úr henni, Barbera d'Alba, d' Astí, del Monferrato og Rubino di Cantavenna. Stærstu vin héraðsins eru hins vegar framleidd úr Nebbiolo- þrúgunni. Hún er ekkert lamb að leika sér við og Nebbiolo-vin eru oftar en ekki þung, hörð og m ikil og þurfa mörg ár eða jafnvel ára- tugi áður en þau ná fullum þroska. Með nútíma tækni eru framleið- endur farnir að gera vín sem hægt er að njóta fyrr en ei'tir sem áður stendur að Nebbiolo-vinin eru meðal þeirra ítölsku vina sem best þola geymslu. Þekktasta vinið sem framleitt eru úr þessari þrúgu nefnist Barolo og einnig er Bar- baresco unnið úr Nebbiolo. Veneto er þekkt jafnt fyrir rauðu Valpolicella-vinin sem hvitu Soave-vínin. Þetta eru yfirleitt ekki þungaviktarvín en á móti, þegar vel lætur, fersk og aðgengi- leg vín sem á að njóta ungra. Yfirleht borgar sig að ve\ja vín sem sldlgreind eru sem Classico en þau koma af betri ekrum en Töluvert meira vín var Rafael 1993, Valpolicella Classico Vig- neto del Campo frá Tommasi. Eplamús og hindber áberandi í ilmi vínsins en bragðið hreint og bjart með geislandi ávexti. Hrein- lega ljúffengt. Villa Borghetti 1994 er nafnið á Valpolicella Classico-víninu frá Pasqua. Rauð skógarber og eld- spýtustokkur eru meðal þess sem greina mátti í ilmi vínsins. Á heildina litið var vínið nokkuð sýruríkt, straumlínulagað og glæsilegt. Alls ekki slæmur kost- ur. Cabernet Merlot 1994 frá Pasqua ilmaði af nýbakaðri jóla- köku en náði ekki alla leið þegar kom að bragðinu. Þetta er samt þokkalegt létt rauðvín, nokkuð hátt í sýru. Vínið Morago Caber- net Sauvignon 1993 frá sama framleiðanda er töluvert meira um sig. Það er skilgreint sem Vino di Tavola del Veneto og ein- kennist af þægilegum þykkum bökunarilm, tertubotni sem ný- búið er að smyrja kremi á. í munni er Morago samþjappað vín með mikilli eik og berjasultu. Þrátt fyrir töluverða bragðþyngd er þetta vín mjúkt sem silki. Vel þess virði að reyna flösku. Prunotto Dolcetto d'Alba 1994 ilmaði af lakkrís, læknastofu, stöppuðum þroskuðum banönum og rökum jarðvegi. Þokkaleg blanda það. Vínið hefur góða fyll- ingu og reyndist óvenjulega stamt af Dolcetto að vera. í bragði má greina dökk ber, krækiber og bláber. Þetta er vín sem hentar þungum, matarmikl- um pastasósum. Prunotto Barbera d'Alba 1994 var í fyrstu nokkuð lokað en ilm- ur einkenndist af áfengri sætu er sveimar upp úr glasinu. Þetta er sýruríkt vín með reykkeim og greina má ferskt píputóbak og kaffi. Þétt vín og nokkuð stamt með góðri dýpt. Mikið matarvín sem ætti ekki síst að henta rauðu kjöti og sveppum. Magnaður Barolo Prunotto Barolo 1992 einkenn- ist af sætum, soðnum ávöxtum og jafnvel ávaxtamauki úr plóm- um og sveskjum. Sýruríkt, ungt, hart og spennandi vín. Ef þetta vín væri kvikmynd væri því lík- lega leikstýrt af Bergman eða Tarkovskíj. Vín frá Valpolicella-svæðinu sem skilgreind eru sem Amarone hafa ákveðna sérstöðu. Þau eru ekki framleidd úr nýjum þrúgum heldur þrúgum sem hafa verið þurrkaðar eftir tínslu og úr fæst samþjappaður og sætur safi. Þetta eru hins vegar ekki sætvín í þeim skilningi þar sem sykurinn er látinn gerjast og verður niður- staðan vin með um 15% áfengis- mágn. Tommasi Amarone 1990 ilmar af sjúkrastofu og sótthreinsandi efnum. Ilmurinn er ekki marg- þættur, en þéttur, samanrekinn og ásækinn. Vínið er þungt, áfengt og grófmalað með þægi- legum beiskleika. í bragði eru rúsínur áberandi og það er milt og þægilegt þrátt fyrir þyngdina. Þetta er afbragðs Amarone í gamla stflnum, sem dregur nokk- uð keim af léttum púrtvínum. Tilvalið vetrarvín að sötra á fyrir framan arininn eða yfir kerta- Ijósamáltíð. Pasqua Amarone „Villa Borg- hetti" 1990 einkennist af dökkum ávexti með læknastofu í bak- grunninum. Vínið hefur vinaleg- an karakter og greina má áfengislegna ávexti, „mon chéri"- súkkulaði og ilm af sætum þrúg- usafa. Þetta er ekki létt vín en heldur ekki vín með sömu þyngd og Tommasi-vínið. Athyglísvert vín, sem er eins konar millistig milli hefðbundinna rauðvína og Amarone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.