Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 7 ispostular þessa tíma hafi dæmt hann algerlega ósæmandi. Heim- ildir eru til um að áhorfendur hafi setið dögum saman í hringleika- húsum og fylgst með nákvæmum hreyfíngum látbragðsleikara. Dans og látbragðsleikur voru tengdir við losta, ástríður og of- beldi meðal Rómveija. Vinsælustu sýningarnar voru þær sem inni- héldu mest ofbeldi og var mönn- um hvað mest skemmt þegar ein- hver lét lífið inni í hringnum. Sagnfræðingurinn Plútark segir að dæmdir glæpamenn, íklæddir flíkum sem höfðu fengið sérstaka efnameðferð, hafi verið látnir dansa þar til skyndilega hafi kviknaði í flíkunum og þeir brunn- ið til dauða. Aðrar vinsælar skemmtanir voru skylmingar þræla sem enduðu með því að annar þeirra lá í valnum. Einnig fara sögur af leikara nokkrum sem var að túlka geðveiki en lifði sig svo inn í hlutverkið að hann fór sjálfur yfir um. Hann reif föt- in utan af einum hljóðfæraleikar- anum, tók af honum flautuna og barði henni í höfuðið á mótleikara sínum. Ahorfendur hoppuðu og æptu af hrifningu og byijuðu sjálfir að rífa utan af sér fötin. Viðhorf Rómveija til dans varð eftir því sem ríkið stækkaði sí- fellt neikvæðara, hann varð tengdur ofbeldi og losta, sem var það vinsælasta í hringleikahúsun- um. Ræðismaðurinn Cicero sagði að það væri ekki við hæfi karl- manna að dansa nema þeir væru drukknir eða geðveikir og talið var að konur sem dönsuðu væru vændiskonur. Dans tengdist, sér- staklega undir lok Rómaveldis, hinni miklu spillingu og nautna- hyggju sem þar þreifst. Almennir borgarar og aðallinn forðuðust að dansa. Dansinn var einungis ætlaður þrælum og dæmdum glæpamönnum sem áttu dauða sinn í vændum inni í hring leik- húsanna þar sem fjöldinn fylgdist spenntur með. og á myndinni_ eða öfugt. Hún felst í að örlítið frávik sem er allt- af fyrir hendi vegna varmahreyf- inga vökvans vex fyrir tilstilli varmastreymisins. Sé hitunin auk- in enn verður til enn annað ástand með meiri reiðu með minni óreiðu, með bylgjuhreyfingum í stefnu eftir sívalningunum. Flókin hliðstæða þessa er jörðin, gagnstreymi orkunnar er sólarljós- ið. Óreiða þess er í öfugu hlutfalli við hitastig, og er hún því lág. Jörðin skilar h.u.b. sama orku- magni af sér og hún tekur við frá sólu, en við lægri hita, þ.e. hærri óreiðu. Vegna mismunarins getur óreiða jarðar minnkað um allt að þúsund milljarða júla á gráðu á sekúndu, og þar með byggst upp kerfisbundin niðurröðun. En það er aðeins óreiða heildarferlisins sem þarf að vaxa samkvæmt eðlis- fræðinni. Niðurstöður Prigogine eru ekki ágiskanir, heldur studdar tölvulausnum á svokölluðum „ól- ínulegum" diffuijöfnum. Lausn- irnar styðja tilurð nýrra jafnvægis- ástanda með flóknari uppbygginu en fyrir. í raun hafa þegar verið gerðar tilraunir um orkuörvaða myndun lífrænna efnasambanda úr efnablöndu svipaðri þeirri og var á jörðu fyrir frumlífsöld. I samræmi við Benard-eininguna yrðu til úr þeim enn flóknari efna- samsetningar (með lægri óreiðu) og svo koll af kolli, uns komið er að manninum, ef vér lítum á hann sem kórónu sköpunarverksins. Hann heldur sér á lífi með að taka inn lágóreiðu-efnasambönd og skila af sér efnum með hárri óreiðu. Samkvæmt þessari skoðun liggur nærri að álykta sem svo að það sé ekki orkustreymi sólar- innar sem heldur lífi jarðar gang- andi, heldur sé réttara að segja að það sé óreiðustreymið. Kasparov tapaði óvænt SKÁK Linares, Spáni STÓRMÓT Rússinn VTadímir Kramnik er efstur í Linares eftir að Kasparov tapaði óvænt fyrir Vasíli ívantsjúk sem var neðstur. Júdit Polgar missti flugið og hefur tapað þremur í röð. 3.-16. febrúar. JÚDIT tapaði fyrst fyrir Kramnik, síðan Anand og fyrir Kasparov á föstudagskvöldið. Eft- ir er að tefla tvær umferðir á mótinu og lokabaráttan verður örugglega hörð. Kramnik hefur sjö vinninga, en Kasparov sex og hálf- an. Þeir mætast innbyrðis í síðustu umferðinni sem fram fer á sunnu- dagskvöldið. Kasparov hefur hvítt. (Á alnetsslóðinnihttp://www.elpa is.es/p/d/ajedrezl/partidal.htm er spænsk heimasíða þar sem hægt á að vera að fylgjast með skákinni beint.) Vasílí ívantsjúk hefur verið afar mistækur. Kasparov ætlaði sér greinilega að vinna hann með svörtu, en lagði of mikið á stöð- una. ívantsjúk bjargaði sér með því að fórna manni fyrir þijú peð og lét ekki rugla sig í bijáluðu tímahraki beggja: Hvítt: Vasílí Ivantsjúk Svart: Gary Kasparov Kóngsindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 6. Bg5 - a6 7. Dd2 - c5 8. d5 - b5 9. cxb5 - Rbd7 10. a4 - Da5 II. Rge2 - Rb6 12. Rcl - axbð 13. Bxb5 - Ba6 14. Rla2 - Bxb5 15. axb5 - Rh5 16. Hbl - Bd4 17. Bh6 - Hfe8 18. b3 - e6 19. dxe6 - Hxe6 20. Be3 - Bxe3 21. Dxe3 - d5 22. b4 Da3? Nauðsynlegt var 22. - cxb4 og svartur hefur vissar bætur fyrir peðið sem hann hefur fórnað. Hér leggur Kasparov of mikið á stöð- una. 23. bxc5 - Rc4 24. Dd4 - Rf4 LINARES 1997 Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð: 1 ADAMS England 2655 1/2 1/2 1 1/2 1/2 0 1 1/2 1 514 3. 2 IVANTSJUK Úkraína 2740 % 0 1 0 1/2 1 1/2 0 0 314 9.-11. 3 POLGAR Ungvl. 2645 1/2 1 1/2 0 0 0 1 1/2 1 414 5. 4 SHIROV Spánn 2690 0 0 \% 1/2 1/2 0 0 1 1/2 3 12. 5 KRAMNIK Rússl. 2740 1/2 1 1 1/2 1/2 1 1/2 1 1 7 1. 6 ANAND Indland 2765 1/2 1/2 1 1/2 0 1/2 1/2 0 1/2 4 6.-8. 7 KASPAROV Rússl. 2795 1 0 1 1 1/2 1/2 1 1 1/2 614 2. 8 GELFAND Hv-Rús 2700 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 0 1/2 4 6.-8. 9 PIKET Holland 2640 1/2 1 0 1/2 1/2 1/2 0 0 314 9.-11. 10 NIKOLIC Bosnía 2655 0 1 1/2 1 0 0 1/2 1 o 1/2 314 9.-11. 11 TOPALOV Búlgaría 2725 1 1/2 0 0 1/2 0 1 1 1 5 4. 12 DREJEV Rússl. 2650 0 1 0 1/2 0 1/2 1/2 1 1/2 4 6.-8. 25. 0-0 - Dxa2 Hótar máti á g2 og 26. Rxa2 er svarað með hjónagafflinum 26. - Re2+. En ívantsjúk var viðbúinn þessu: 26. Hf2! - Da3 27. Rxd5 - Dd3 28. Dxd3 - Rxd3 29. Hc2! - Ra3 30. Ha2 - Rxc5 31. Hbal - f5 32. Rc7 - He5 33. Rxa8 - Rxb5 34. exf5 - gxf5 35. Rb6 - Rc3 36. Hc2 og Kasparov féll á tíma í þessari gjörtöpuðu stöðu um leið og hann lék Re2+. Bikarmótið í Þórshöfn Sjöunda umferðin var tefld á föstudag. Hannes Hlífar Stefáns- son vann sænska stórmeistarann Ralf Ákesson og Þröstur Þórhalls- son gerði jafntefli við Rússann Peter Svidl- er, stigahæsta kepp- andann á mótinu. Áskell Örn Kárason vann Danann Nils Jörgen Fries-Nielsen, en Helgi Áss Grétars- son tapaði fyrir Stef- fen Pedersen, einnig frá Danmörku. Sævar Bjamason gerði jafn- tefli við Danann Kaj Bjerring. Staðan á mótinu að tveimur umferðum ótefldum er þessi: 1.-2. Svidler og I. Sokolov 5 ’/2 v. 3.-4. Hannes Hlífar og Tisdall, Noregi 5 v. 5.-11. Þröstur Þórhallsson, Curt Hansen, Schandorff og Antonsen, Danmörku, Conquest, Englandi og Svíarnir Ákesson og Brynell 4 '/2 v. 12.-18. Áskell Orn Kárason, Djurhuus, Noregi, Lejlie og Hili- arp-Persson, Svíþjóð, Carsten Höi, Sune Berg Hansen og Steffen Pedersen, allir Danmörku 4 v. Helgi Áss hefur þijá vinninga og Sævar Bjarnason tvo og hálfan vinning. Jóhann sigraði á helgarmóti Jóhann Hjartarson gerði sér lítið fyrir og vann allar fimm skák- ir sínar á öflugu helg- arskákmóti á Bermúda um síðustu helgi. Mótið var með fullum umhugsunar- tíma og því reiknað til stiga. Jóhann á því inni verulega hækkun á Elo-listanum og greinilega kominn afar nálægt 2.600 stigunum á ný. Á meðal þeirra sem Jóhann lagði að velli voru banda- rísku stórmeistararnir Joel Benj- amin og Alexander Ivanov. Röð efstu manna: 1., Jóhann Hjartarson 5 v. 2. Nick deFirmian, Band. 4'/2 v. 3. -5. Julian Hodgson, Englandi, Giovanni Vescovi, Brasilíu, og Jo- han Hellsten, Svíþjóð 4 v. Næstir komu Bandaríkjamenn- irnir Alexander Ivanov, Ashley ofl. Með þijá og hálfan vinning. Sex stórmeistarar tóku þátt á mótinu. Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson KVÖLDNÁMSKEIÐ í SJALFSDALEIÐSLU HUGEFLI Háskóla Islands - Lögbergi 18. feb. kl. 19 Námskeiðið byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. ítarleg nátnsgögn og djúpslökunarspóla fylgja. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Fyrirbyggt streitu, kvíða og áhyggjur. A Hætt að reykja og náð stjóm á mataræði og náð kjörþyngd. A Aukið sjálfsöryggi, ákveðni og viljastyrk. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. A Losnað við prófskrekk og bætt námsárangur. Námskeiðið verður haldið á hverju þriðjudagskvöldi í 4 vikur. Leiðbeinandi er Garðar Garðarsson NLP Pract. Sendum bækling ef óskað er. Skráning og nánari upplýsingar í síma: 587-2108 Skilaboð: 898-3199 Örfá sæti laus - Hringdu núna! Tveir gullmolar Mercedes Benz C220 Elegance, árgerð 1995, ekinn 52.000 km, sjálfskiptur, silf- urlitaður, loftkæling, rafmagn í öllum rúðum, litað gler, arm- og höfuðpúðar, útvarp, segulband o.fl. Verð tilboð. BMW 320 coupe, árg. 1994, ekinn 19.000 km, sjálfskiptur, M3 útlit, blár, leðursæti, tölva, rafmagn í rúðum, 16“ álfelgur, ný dekk, nánast með öllum aukahlutum sem BMW hefur upp á að bjóða. Verð tilboð. Vinsamlegast hafið samband í síma 897 14-40 eða SS1 0320.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.